Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 Átak eða sýndarmennska Áfengisvarnamál íslendinga eru á villigötum. Stefnumót- un verður að byggjast á staðreyndum í stað sögusagna eftir Sölvínu Konráðs 1. hluti Áfengisvandamálið hefur verið nefnt hvorki meira né minna en „mesta bðl aldarinnar". Þeir sem vinna að lausn áfengisvandans undir þessu formerki virðast hvorki muna hungursneyðir né styrjaldir. Það er mikil svartsýni falin í þessu viðhorfi. Eða hefur nokkur nokkurn tíma fundið lausn á böli af þessari stærðargráðu? Það er ekki verið að gera lítið úr þeim skaða og harmi sem áfengi og vímugjafaneysla geta valdið. En ofmæli eru tæplega vænleg til árangurs. Áfengisvandamál einnar fjöl- skyldu er harmleikur, en áfengis- vandamál heillar þjóðar er töl- fræði. Þessu tvennu er of oft ruglað saman í ræðu og riti. Þessi ruglingur verður til þess að alhæft er út frá einstaklingsbundinni reynslu yfir á alla sem snerta áfengi eða eiga við einhverskonar vandamál að stríða. Þetta er gert af misgáningi en því miður brengl- ar það þá mynd sem almenningur gerir sér af áfengisvandanum. 1 þessari grein verður áfengis- vandinn skoðaður út frá sjónar- horni tölfræðinnar. Tölfræðilegar upplýsingar um áfengisvandann í dag eru af skornum skammti og misjafnar að gæðum. Tekið verður til umfjöllunar hver áhrif „sjúk- dómshugtakið" hefur haft á við- horf til misnotkunar og afleiðing- um hennar og á aðgerðir til bóta. Reynt verður að lýsa áfengisneyslu samkvæmt hinu svokallaða „J“-kúrvulíkani, sem gefur grein- argóða og hlutlæga mynd af sam- virkni þeirra þátta sem eru lýsandi fyrir áfengisneyslu. Þá verður ennfremur gerð grein fyrir mun á misnotendum áfengis, niðurstöðum úr athugunum á árangri úr meðferð við áfengisfíkn og hugmyndum um stefnumótun sem miðar að þvi að draga úr misnotkun áfengis og þeim skaða sem af henni hlýst. Hér verður talað um fikna misnotendur og misnotendur. Fíknir misnotendur eru þeir sem haldnir eru drykkju- þráhyggju og þeir sem sýna frá- hvarfseinkenni eftir drykkju. Mis- notendur eru þeir sem drekka óhóflega og valda truflun og skaða í umhverfi sinu. Ástandid í dag Á undanförnum árum hefur farið mikið fyrir starfsemi SÁÁ. Margir eru taldir hafa endurheimt geð sitt fyrir tilstuðlan meðferðar- stofnana sem reknar eru á þeirra vegum. En það er því miður líka talsverður fjöldi sem ekki hefur „náð því“ eins og það er orðað. Allt frá stofnun hafa forsvars- menn SÁÁ haldið því fram að meðferð þeirra sýni undraverðan árangur. Hefur því til stuðnings aðallega verið bent á breytingar á lifsháttum nokkurra einstaklinga. Engar hlutlausar rannsóknir hafa verið birtar á árangri af meðferð- inni. Með hlutlausum rannsóknum er átt við að þeir sem framkvæma rannsóknina standi fyrir utan stofnunina og eigi þar engra beinna hagsmuna að gæta. Vetur- inn 1983-1984 birti SÁÁ niðurstðð- ur athugunar sem þeir gerðu sjálf- ir. Þar kom í ljós að 33% aðspurðra voru enn í bindindi tveim til þrem- ur árum eftir meðferð. Þeir sem svöruðu útsendum spurningalistum höfðu verið vist- menn að Sogni árið 1980. Það er því ekki vitað hvort þeir sem voru í meðferð fyrir 1980 eða eftir það, sýna svipaðan árangur. Þessi athugun var gerð án þess að nokkur samanburðarhópur væri skoðaður. Við vitum ekki hvað það var sem aðgreindi þessi 33% frá hinum 67%, sem ekki héldu bindindi. Við vitum heldur ekki hvert hlutfall beinna og óbeinna áhrifa meðferðar var á árangur. (í þessari athugun var árangur skilgreindur sem bind- indi). Það er ekki ráðlegt að bera þessa niðurstöðu saman við niður- stöður rannsókna sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum. Það er vegna ýmissa aðferðafræðilegra vankanta, og ekki síst vegna þess að þegar bera á saman rannsókn- arniðurstöður á mannlegri hegðun milli menningarsvæða verður að gera ráð fyrir slíkum samanburði strax við gerð rannsóknarmynst- ursins. Þann 2. ágúst síðastliðinn birti Morgunblaðið niðurstöður alþjóð- legrar könnunar. Þar kom fram að 34% tilviljanaúrtaks teknu á íslandi segja áfengi vera vanda- mál í fjölskyldu sinni. Þetta var hærra hlutfall en hjá nokkurri annarri þjóð sem tók þátt í þessari könnun. Ijúlí 1985 birti landlækn- isembættið bráðabirgðaniðurstöð- ur könnunar á áfengisnotkun 15 til 20 ára skólanema. Þar kemur fram að 23% unglinga í eldri hópn- um segja áfengisneyslu foreldra eða systkina stundum valda erfið- leikum á heimili, en 10% yngri barna segja þetta oft valda erfið- leikum á heimilum. Það vantar því miður aðgerðabindingu á „stund- um“ og „oft“ í skýrsluna, þ.e. það kemur ekki fram hversu mörg til- felli vandræða eru skilgreind sem „stundum" og sem „oft“. Það kemur líka fram að upphafsaldur áfengisneyslu fer lækkandi hjá báðum kynjum. Þessi skýrsla gefur upplýsingar um tíðni neyslu, en ekki um magn eða þann tíma sem neysla stendur yfir. Útgefendur skýrslunnar taka það fram að úr- vinnslu sé ekki lokið, þannig að þessar upplýsingar eiga kannske eftir að koma fram. Upphafsaldur drykkju er ein af þeim breytum sem spá um mis- notkun og fíkn. Líkur á misnotkun og fíkn aukast því lægri sem upp- * hafsaldur áfengisneyslu er (Gylfi Ásmundsson, 1984). í könnun á vegum Félagsvís- indastofnunar Háskóla íslands kemur í ljós að 56,2% aðspurðra (tilviljunaúrtak tæplega 1600 ein- staklinga), telja að ofdrykkja sé „mjög alvarlegt vandamál" hér á landi en aðeins 5,8% telja þetta „alls ekki“ vera „alvarlegt" vanda- mál. í sömu könnun þá eru það aðeins 0,6% sem segjast drekka að stað- aldri, 8,1% drekka fremur oft, 77,4% fá sér stundum í glas en 13,9% drekka alls ekki. Þá kemur einnig í ljós að 51,9% telja sig drekka minna en flestir aðrir gera, 42,3% drekka svipað og aðrir, en 2,5% drekka meira en flestir aðrir. Hér kemur í ljós að talsvert misræmi er á milli þess hvert viðhorf aðspurðir hafa til stærðargráðu áfengisvandans og hins hversu mikið aðspurðir telja sig drekka miðað við aðra og hversu oft þeir drekka. En það er galli á þessari könnun. Hann er sá að magn og tíðni eru ekki að- gerðabundnar breytur og að það vantar líka upplýsingar um þann tíma sem neysla stendur yfir. Þaf er erfitt að bera saman svör ein- staklinga við spurningum serr. Sölvína Konráðs „Á undanförnum árum hefur farið mikið fyrir starfsemi SÁÁ. Margir eru taldir hafa endur- heimt geð sitt fyrir til- stuðlan meðferðarstofn- ana sem reknar eru á þeirra vegum. En það er því miður líka talsverður fjöldi sem ekki hefur „náð því“ eins og það er orðað.“ nota orð eins og „talsvert", „stund- um“, „fremur oft“ og „svipað", þvi hver og einn aðspurðra hefur sitt eigið viðmið gagnvart því hvað hann telur vera „fremur oft“ og „talsvert“ o.s.frv. Árin 1972—1974 var gerð könnun á áfengisneyslu landsmanna (Gylfi Ásmundsson et al, 1979) þar kemur eftirfarandi fram: TAFLA 1. Ttooi neyslu: F). f %b<eAikyn. Sjíldnar en einu sinni f mánuAi 50% Einu sinni f mánuði 18% Trisvnr til þrisrsr f mánuði 30% Oftsr en fjérum sinnum f msnuði i 2% TAFLA2. Mtgo alkóhólnejshi sem nuell I pro mille pr. kyn I renjulegum drykkjuaónUeóum. £ l.Opromille >1.0promille Karlar 56% 44% Konur 77% 23% Bæði kyn- 66% 34% in Samkvæmt þessum upplýsing- um er dregin sú ályktun að 34% þeirra sem neyta áfengis verði ölvaðir í hvert skipti er þeir drekka. Þessu til samanburðar eru upp- lýsingar um tíðni neyslu 15 til 20 ára fólks úr Bráðabirgðaskýrslu Landlæknisembættisins (1985). Eins og áður er getið vantar hér upplýsingar um magn og þann tíma sem neysla stendur yfir. Árangur meðferðar við áfengis- og vímugjafafíkn er oftast skil- greindur sem fjórþætt fyrirbæri: 1. Að einstaklingur sem fær með- ferð hætti neyslu eða nái stjórn á henni. 2. Að andleg og líkamleg liðan einstaklingsins batni og að lífs- viðurværi og félagsleg tengsl aukist. 3. Að þeim, er þurfa á meðferð að halda, fækki hlutfallslega innan árganga. 4. Að það dragi úr skaða s.s. tíðni glæpa, líkamsmeiðinga, sjálfs- víga, afbrota og slysa í tengslum við neyslu. Ráöandi hugmyndafræöi Meðferðin sem stunduð er hér á landi er kennd við Minnesota. Sú hugmyndafræði sem byggt er á er hugmyndafræði AA-samtakanna. Þessi hugmyndafræði er grund- völluð á siðfræði lútersk-evangel- ísku kirkjunnar. öll meðferðin byggir á þvi að misnotkun áfengis og annarra vímugjafa sé sjúk- dómur og að við þessum sjúkdómi sé engin lækning, en það sé hægt að halda honum í skefjum með bindindi. Allir þeir, sem þessum sjúkdómi eru haldnir, eiga rétt á að fara í meðferð þegar þeir telja sig vera tilbúna til þess að meðtaka hana. Þetta fólk fær inngöngu í meðferð án þess læknisfræðilegar eða sál- fræðilegar greiningar séu gerðar til þess að skera úr um réttmæti meðferðarinnar fyrir viðkomandi einstakling. í Bandaríkjunum eru það tryggingafélög sem ákveða hvort einstaklingurinn eigi rétt á að fá kostnað við meðferð endur- greidda eða ekki, við það mat eru notaðar flóknar matsgerðir, sem byggja á DSM III að hluta til. Ef einstaklingur vill greiða sinn kostnað sjálfur er slíkt mat ekki framkvæmt. (SÁÁ notar svonefnt PDS-kerfi til að meta fíkn en það er kerfi sem ætlað er að meta misnotkun áfengis.) Meðferðarað- ilar á hinum hefðbundnu með- ferðarstofnunum hafa flestir gengið í gegnum meðferð sjálfir en hafa að auki fengið þriggja til niu mánaða þjálfun í túlkun hug- myndafræði AA. Þótt því sé haldið til streitu að hér sé um sjúkdóm að ræða, er öll meðferðin siðgæðis- og trúarlegs eðlis. Það er rétt að geta þess að yfirleitt er ekki talað um að meðferð hefjist fyrr en afvötnun lýkur. Hverjir komast í meðferð Hansen og Emrick (1983) sendu fimm sjálfboðaliða, sem ekki höfðu nein einkenni misnotkunar eða fíknar, á sex hefðbundnar með- ferðarstofnanir í Coloradofylki í Bandaríkjunum. Fyrirmælin sem þessir sjálfboðaliðar fengu voru að segjast hafa áhyggjur af áfeng- isneyslu sinni og að mæta edrú á stofnanirnar. Er þangað kom lýstu þeir neyslu sinni eins og hún var í raun og veru. Tuttugu og nfu inntökuviðtöl voru tekin og í 17 tilfellum var ákveðið að sjálf- boðaliðarnir væru „alkóhólistar". Innlagnir voru ráðlagðar níu sinn- um og göngudeildarmeðferð í fimm tilfellum en AA-fundasókn í þrjú skipti. Það var engin sam- svörun á milli álitsgerða eftir inntökuviðtal og milli ráðlegginga um hvernig leysa skyldi vandann þegar allur hópurinn var athugað ur. Það var heldur engin samsvör- un milli álitsgerða hinna ýmsu stofnana á sama einstakling, og milli ráðlegginga sem sami ein- staklingur fékk. Starfsfólk þessara stofnana hafði þá hefðbundnu þjálfun sem minnst hefur verið á TAFLA 3. Fjöldi (hyerjum bópi er próaentuUla. Fcóinguár 68 66 Kyn KK KVK KK KVK KK KVK Sjaldnar en mán.lega 48,2 494 31,3 37,6 19.6 32,3 Mánaðarlegft 184 19,0 22,6 284 20,6 27,2 2-3 í mánuði 234 21,6 324 31,0 424 33,3 VikuleKa 6,7 94 114 12 12,9 5,8 Oflar 34 0,4 2,4 0,4 4,6 M hér. Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar á geðsjúkrahúsum í Bandaríkjunum (Rosenhan, 1973), ollu þær heilbrigðisstéttum mikl- um áhyggjum og ekki að ástæðu- lausu. Það er full ástæða til að þessi rannsókn vekji menn til umhugsunar um það „hver sé kall- aður „alkóhólisti" og af hverjum". Sjúkdómshugtakið Sjúkdómshugtakið var fyrst sett fram af Jellinek (1952). En hann stjórnaði fyrstu rannsókninni sem gerð var á neyslu og misnotkun áfengis. Jellinek greindi misnotk- un í fimm meginflokka Alpha (sál- ræn fíkn), Beta (líkamlegur sjúk- leiki af völdum neyslu en ekki líkamleg fíkn), Gamma ( líkamleg fíkn, stjórnleysi á neyslu), Delta (líkamleg fíkn, en ekki stjórnleysi) og Epsilon (túradrykkja). Það eru Gamma-misnotendur sem með- ferðarstofnanir í Norður-Evrópu og Ameríku fá helst í meðferð. Fram til þess tíma að sjúkdóms- hugtakið kom fram, var litið á fíkna misnotendur sem ræfla, og reynt var að koma þeim á réttan kjöl með trúarlegri innrætingu. Það er rétt að leggja áherslu á að Jellinek notaði sjúkdómshugtakið sem líkan en ekki sem læknis- fræðilega skýringu á fíkinni mis- notkun. En þrátt fyrir það fór brátt að verða býsna auðvelt að leita meðferðar við þessum nýja „sjúkdómi“. Meðferðarstofnanir spruttu upp með ótrúlegum hraða. Tryggingafélög fóru að taka þátt í að greiða kostnað við meðferð og stundum að greiða hann að fullu. Það kom að því að sjúkdómurinn komst á skrár yfir viðurkennda sjúkdóma. Jellinek og félagar settu fram tilgátur um að orsök fíknar væri líffræðileg og að þessir líffræði- legu eiginleikar væru erfðir. Marg- ar kenningar hafa komið fram um líffræðilegar eða lífefnafræðilegar orsakir en engin þeirra hefur verið studd með óyggjandi rannsóknar- niðurstöðum (Milby 1981). Rannsóknir hafa hins vegar sýnt, að líkur eru á að eitthvað sé erft. Hvað það er, vitum við ekki. Þær rannsóknir sem hafa athugað fíkn hjá einstaklingum, sem eiga fikna kynforeldra en kjörforeldra sem ekki eru fíknir, sýna að þeir eru líklegri til að verða fíknir en þeir sem eiga fíkna kjörforeldra en kynforeldra sem ekki eru það. Þá hefur fylgni fíknar milli ein- eggja tvíbura sem alist hafa upp sitt í hvoru lagi reynst vera hærri en á milli systkina sem alist hafa upp saman (Goodwin et al, 1973, Cadoret et al 1980, Cloninger et al 1981, Schuckit et al 1972). í dag er unnið að rannsókn við háskól- ann í Minnesota sem miðar að því að merkja genið sem kynni að bera I sér erfðaeiginleika til fíknar. Þessum rannsóknum stjórnar Dr. Pickins. Ennþá hafa engar niður- stöður verið birtar. En jafnvel þó að það takist að merkja genið, er það ekki stuðningur við sjúkdóms- hugtakið. Hegðun á sér ekki stað í tóma- rúmi. Til þess að einstaklingur verði fíkinn þarf hann líklega að hafa þessa hugsanlegu erfðaeigin- leika, aðgang að áfengi og vera í umhverfi sem styrkir misnotkun á áfengi. Erfðaþátturinn er því samverkandi við umhverfis- og félagslega þætti. Þeir sem nota sjúkdómshugtak- ið halda því fram að hinn fíkni sé haldinn ómeðvituðu stjórnleysi á neyslu sinni. Þetta stjórnleysi er talið koma fram við minnstu neyslu og birtist í ómótstæðilegri löngun í áfengi eða annan þann vímugjafa sem einstaklingurinn hefur ánetjast. Þetta stjórnleysi er það einkenni sem notað er til að álykta um sjúk- dóm. Eins og áður hefur komið fram eru það Gamma fíknir sem helst fara á meðferðarstofnanir. Eitt af einkennum Gamma-hóps- ins er að þeir segja frá tímabilum milli túra þar sem þeir höfðu fulla stjórn á neyslu. Hér kemur þvl fram ákveðin þversögn. Óstjórnin er talin afleiðing ómeðvitaðra ferla í ósjálfráða taugakerfinu, þannig að einstaklingurinn er ekki talinn bera ábyrgð á neyslunni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.