Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 Upplestur á bundnu og óbundnu máli — V. grein Bundið mál eftir Ævar R. Kvaran Gunnarshólmi eftir Jónas Hallgrímsson. Skein yfir landi sól á sumarvegi — og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi. Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfír sveit og höfði björtu svalar í himinblámans fagurtærri lind. Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum, þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. En hinum megin föstum standa fótum blásvörtum feldi búin Tindafjöll og grænu belti gyrð á dalamótum. Með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll, horfa þau yfir heiðarvötnin bláu, sem falla niður fagran Rangárvöll, þar sem að una byggðarbýlin smáu, dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir. Við norður rísa Heklutindar háu. Svell er á gnýpu, eldur geysar undir. í ógnadjúpi hörðum vafin dróma, skelfing og dauði dvelja langar stundir. En spegilskyggnd í háu lofti ljóma hrafntinnuþökin yfir svörtum sal. Þaðan má líta sælan sveitarblóma, því Markarfljót í fögrum skógardal dunar á eyrum. Breiða þekur bakka fullgróinn akur. Fegurst engjaval þaðan af breiðir hátt í hlíðarslakka glitaða blæju, gróna blómum smám. Klógulir ernir yfir veiði hlakka, því fiskar vaka þar í öllum ám. Blikar í lofti birkiþrastasveimur, og skógar glymja, skreyttir reynitrjám. Þá er til ferðar fákum snúið tveimur úr rausnargarði háum undir hlíð, þangað sem heyrist öldufalla eimur, því hafgang þann ei hefta veður blíð, sem voldug reisir Rán á Eyjasandi, þar sem hún heyir heimsins langa stríð. Um trausta strengi liggur fyrir landi borðfögur skeið með bundin segl við rá. Skínandi trjóna gín mót sjávargrandi. Þar eiga tignir tveir að flytjast á bræður af fögrum fósturjarðar ströndum og langa stund ei litið aftur fá, fjarlægum ala aldur sinn í löndum, útlagar verða vinar augum fjær. Svo hafa forlög fært þeim dóm að höndum. Nú er brautu borinn vigur skær frá Hlíðarenda hám, því Gunnar ríður atgeirnum beitta búinn. Honum nær dreyrrauðum hesti hleypir gumi fríður og bláu saxi gyrður yfir grund. Þar mátti kenna Kolskegg allur lýður. Svo fara báðir bræður enn um stund. Skeiðfráir jóar hverfa fram að fljóti. Kolskeggur starir út á Eyjasund, en Gunnar horfir hlíðarbrekku móti. Hræðist þá ekki frægðarhetjan góða óvinafjöld, þó hörðum dauða hóti. „Sá ég ei fyrr svo fagran jarðargróða, fénaður dreifir sér um græna haga, við bleikan akur rósin blikar rjóða. Hér vil ég una ævi minnar daga alla, sem guð mér sendir. Farðu vel, bróðir og vinur" — Svo er Gunnars saga Því Gunnar vildi heldur bíða hel en horfinn vera fósturjarðar ströndum. Grimmlegir fjendur, flárri studdir vél, fjötruðu góðan dreng í heljar böndum. Hugljúfa samt ég sögu Gunnars tel, þar sem ég undrast enn á köldum söndum lágan að sigra ógnabylgju ólma algrænu skrauti prýddan Gunnarshólma. Þar sem að áður akrar huldu völl. ólgandi Þverá veltur yfir sanda. Sólroðin lita enn hin öldnu fjöll árstrauminn harða fögrum dali granda. Flúinn er dvergur, dáin hamratröll, dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda. En lágum hlífirhulinn verndarkraftur hólmanum, þar sem Gunnar snéri aftur. f fyrri greinum hefur verið á það bent, að lykillinn að túlkuninni ligg- ur í efninu. Skiptir í því sambandi engu máli hvort um er að ræða bundið mál eða óbundið. Með vandlegri skoðun einni er hægt að gera sér þess fulla grein hvaða möguleika efnið býður til flutn- ings. Hér að framan er birt frægt kvæði Jónasar Hallgrímssonar, skálds, sem allir íslendingar þekkja. Við skulum taka það til dæmis um efni, sem einhverjum væri ætlað að flytja opinberlega. En samkvæmt því, sem hér hefur verið haldið fram, ber að skoða þetta efni fyrst rækiiega. Gerum það. Skoðun lestrarefnis Lítum fyrst á kvæðið í heild. Hannes Pétursson, skáld, hefur í merkilegri ritgerð um þetta kvæði, Gunnarshólma, í bók sinni Kvæða- fylgsni, bent á það, að tæknilega skiptist þetta kvæði í tvennt: terz- inu-kafla, sem er 66 braglínur. En honum er skipt hnífjafnt í tvo hluta: 33 línur fari í landslýsingu, en aðrar 33 í þá sögulegu frásögn, sem felld er í kvæðisheildina. En svo taki við eftirmáli undir öðrum brag, oktövu-hætti. Ekki verður annað sagt en að Jónas sníði sér allþröngan stakk í þessu stórkostlega kvæði, því í öllu kvæðinu rímar önnur hver lína. Um landslagslýsinguna er það að segja, að það er frábærasta mál- verk, sem nokkurt íslenskt skáld hefur skapað með orðum einum. Þar glitrar allt og glampar í hinum glæsilegustu litum. Það er galdur skáldsins, að meir en 150 árum eftir þess dag, getur það endurvak- ið þá hrifningu af íslensku lands- lagi, sem hugur þess hefur verið gagntekinn af þegar kvæðið var ort. Nú skulum við reyna að gera okkur einhverja grein fyrir því, hvernig skáldið fer að þessu. Þegar skáldið talar um liti á það að sjálfsögðu við fagra liti, sem vekja hrifningu. Ef Jónas hefði talað um bláan Eyjafjallatind og rauðan loga, þá gæfi það lesanda eða hlustanda litlar upplýsingar um fegurð. Bláir og rauðir litir geta að sjálfsögðu verið fallegir, en það eru einnig til litir með þessu nafni, sem okkur kann að þykja ósköp hversdagslegir og jafnvel ljótir. Þetta veit Jónas og hvernig fer hann þá að því að koma okkur í skilning um fegurð þeirra lita sem hann sér? Hann veit að flest- um kemur saman um það að gull og silfur séu fagrir málmar. Þess vegna talar Jónas um silfurbláan Eyjafjallatind og gullrauðan loga sólar. Með þessum hætti fær hann okkur til þess að skynja fegurð þess, sem hann er að lýsa. „Við austur gnæfir sú hin mikla mynd“ er alveg ljóst. En lítum aðeins á framhaldið: — „og höfði björtu svalar í himinblámans fag- urtærri lind“. Hvaða höfuð er skáldið hér að tala um? Höfuð fjallsins — fjallstindinn, því eins og við sjáum æ betur í framhaldi kvæðisins beitir skáldið þeirra aðferð að láta fjöllin líkjast sem mest persónum. Þegar okkur hitn- ar á höfði er gott að svala sér með því að stinga kollinum niður í svalandi lind, ef hægt er. En það er einmitt það sem Jónas ímyndar sér að fjallið geri. En munurinn er bara sá, að lindin er ekki fyrir framan fjallið, heldur fyrir ofan það! Því það er sjálfur himin- bláminn sem myndar hina fagur- tæru, svalandi lind. Hér kemur fram hugarflug sem sæmir skáldi. Sjöunda lína kvæðisins og þær næstu eru gott dæmi um það, hvernig skáldið fyllir náttúruna lífi til þess að vekja áhuga okkar á henni: „Beljandi foss viö hamrábúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum þar sem aö gullið geyma Frosti og Fjalar.” Hvað er foss í flestra augum? Vatn sem er að detta. En það er nú eitthvað annað hjá Jónasi. Niður fossins er mál hans. Við hvern eða hverja er hann að tala? Hinar ósýnilegu vættir, sem búa í Ævmr R. Kvaran „Aðalatriðið,, sem hér er verið að reyna að vekja athygli á, er það, að enginn fáist til að lesa opinberlega texta, sem hann hefur ekki eftir bestu samvisku skoðað vandlega. Með upplestri sínum hefur lesari sett sig í spor skáldsins, sem skóp ritverkið og verður því að afla sér allra þeirra upplýsinga um það sem kostur er á. Hann verður að skilja til hlítar allt sem hann les upp.“ hömrunum í kringum hann. Og þarna undir jökulrótum, þar sem beljandi fossinn fellur, er einmitt staðurinn þar sem dvergarnir Frosti og Fjalar geyma gullið. Þannig verða þjóðsögur og ævin- týri Jónasi óþrjótandi lind og uppspretta aðferða til þess að fylla náttúruna lífi og fjöri. Upphaf tíundu línu og það sem á eftir fer er ágætt dæmi um þá aðferð Jónasar, að gera fjöllin að eins konar persónugervingum, sem bersýnilega minna hann fyrst og fremst á forfeður okkar, víking- ana, og klæðnað þeirra. Hér er hann að lýsa einu fjalli, þótt svo vilji til að nafn þess sé í fleirtölu. Og hvernig kemur það honum fyrir sjónir? Það stendur föstum fótum, búið blásvörtum feldi og gyrt grænu belti. Og það er ekki nóg. Mjöllin á fjallstindinum er hjálm- ur, sem blikar hvítur í sólskininu! Og fjallið horfir yfir fagurt undir- lendið, heiðavötnin bláu á Rangár- velli. Þarna lýsir hann einnig bæjunum í sveitinni, sem falla svo vel að náttúrunni, að þeir eru eins og lömb í haga, sem una sér vel. Já, jafnvel byggðarbýlin smáu una sér, eins og þau væru lifandi. Skáldið gefur öllu lif. Þá kemur hann að hinu fræga fjalli Heklu. Á málverkum af henni gefur að líta fagurt og frið- samlegt fjall. En Jónas er ekki lengi að benda okkur á það, að þar er ekki allt sem sýnist: „Svell er á gnýpu, eldur geysar undir. I ógnadjúpi hörðum vafin dróma skelfing og dauði dvelja langar stundir." Þarna niðri í ógnadjúpi fjallsins sitja sem sagt hjónin (eða systkin- in) Skelfing og Dauði í fjötrum sínum (dróma). Og hvað gerist, ef þeim tekst að slíta af sér fjötrana? Fjallið gýs og skelfing og dauði berast um byggðina umhverfis. En svo koma línur, sem virðast hafa valdið talsverðu fjaðrafoki hjá lærðum mönnum: „En spegilskyggnd í háu lofti ljóma hrafntinnuþökin yfir svörtum sal.“ Þykir þeim sumum sem hér hafi náttúrufræðingnum og skáldinu heldur brugðist bogalistin sökum þess, að enga hrafntinnu sé að finna í Heklu. Það er satt að segja furðuiegt að geta fengið sig til að fara að gera jarðfræðilegar kröfur til skálds, sem semur eitt stór- brotnasta listaverk í bundnu máli, sem til er á íslensku. Það sýnir enn eitt dæmið um það, hve ófyrirgef- anlegt það er álitið meðal minni manna að bera af öðrum. Það verd- nr að finna eitthvað að slíkum mönnum eða verkum þeirra til þess að reyna að jafna reikninga, sem aldrei verða þó jafnaðir með slíkum hætti. í bók sinni Kvæðafylgsni tekur þó Hannes Pétursson upp hansk- ann fyrir skáldbróður sinn að þessu ieyti og gefur sínar skýring- ar á því, hvað Jónas hafi átt við. Þar bendir Hannes á það, að hrafntinnuþökin í Gunnarshólma ljómi ekki hátt í lofti, heldur í háu lofti , sem sé allt annað og merki, að hár himinn, heiðskyggni hvelf- ist yfir þeim. Þegar Jónas segir, að þau Ijómi yfir svörtum sal eigi hann við, að það merki svarta jörð, eða hér: svart hraun. Færir Hann- es fyrir þessu ágæt rök. Hannes endar skýringar sínar á þessum línum þannig: „Jónas leit í anda hrafntinnu- hraun austan Heklu, mikinn fláka, að hann taldi, og glæsti það í Gunnarshólma. Sú sýn er listræn andstæða lýsingarinnar á Heklu sjálfri: spegilskyggnd hrafntinnu- þök og eldfjall með svell á gnýpu. Umgjörð utan um hvorttveggja mynda síðan fyrsta og síðasta lína brotsins sem hér er fjallað um úr kvæðinu, skáldið víkur aftur máli sínu að Heklutindum, þaðan gefur á að líta yfir sveitirnar." Látum þetta nægja um Heklu og hrafntinnuþökin að sinni. Það sem næst kemur í kvæðinu liggur í augum uppi. Ekki get ég þó stillt mig um að. vekja athygli á tveim forkunnarfögrum línum nokkru síðar: „Klógulir ernir yfir veiði hlakka, því fiskar vaka þar í öllum ám.“ Hið fagra lýsingarorð „klógulir" um ernina er víst áreiðanlega sköpun Jónasar sjálfs, og hversu ljómandi er ekki að lýsa fiskigengd í á með hinni einföldu sögn „vaka“. Þannig sameinar gott skáld ein- faldleik og fegurð á frábæran hátt. Ef líkja má þessu kvæði við leik- sýningu væri hægt að segja, að þegar hér er komið sé búið að bregða upp fyrir okkur leiktjöld- unum — þessu stórkostlega mál- verki — og nú sé komið að því að persónur leiksins komi fram á sviðið. Þarf ekki að fara um upphaf þess mörgum orðum að sinni, en aðeins skoðuð lítið eitt nánar myndin, sem skáldið bregður upp af fögru skipi, sem liggur fyrir landi og bíður þeirra félaganna Gunnars og Kolskeggs; því nú hefur skáldið hrifið okkur með sér aftur í tímann til Njálu og gullald- ar íslenskrar fornmenningar. „Um trausta strengi liggur fyrir landi borðfögur skeið með bundin segl við rá. Skínandi trjóna gín mót sjávargrandi.” Hér er skáldið að lýsa skipinu, sem bíður þeirra Gunnars og Kol- skeggs. Jónas vill gera lesendum sínum fulla grein fyrir því hve fögur þessi skip forfeðra okkar voru. En það heíur verið mjög vel undirstrikað í hinum vinsælu sjón- varpsþáttum Magnúsar Magnús- sonar um líf og störf víkinganna norrænu. Því má aðeins bæta hér við, að í hinu mikla ritverki Win- stons Churchill um sögu ensku- mælandi þjóða fullyrðir sá fróði maður að skip hinna norrænu vík- inga hafi verið fullkomnustu skip á hnettinum á sínum tíma. Og þau voru einnig fögur. Hvernig fer nú skáldið að því að koma okkur í skilning um fegurð þessa skips, sem hér kemur við sögu, án mála- lenginga eða langra lýsinga? Hann nær því fullkomlega með því einu að nota um skipið og útlit þess tvö fögur og fremur sjaldgæf orð móð- urmálsins, sem beinlínis fela feg- urðina í eigin hljómi: „borðfögur skeið“. Lesandi góður! ímyndaðu þér að þú sért staddur á hafnarbakkanum í Reykjavík sólskinsdag á sumri með vini þínum og þið horfið á eitt þessara fögru skemmtiferða- skipa sigla inn á ytri höfnina og þú segðir við vin þinn: „Þetta er borðfögur skeið.“ Hann yrði vafa- laust bæði undrandi og hrifinn af fögru málfari þínu. Festum okkur því í minni, að þessi dásamlegu orð eru til í íslensku. Aukum orðaforða okkar með því að læra af skáldun- um. Svo kemur þriðja línan: „Skínandi trjóna gín mót sjávargrandi.“ Við sjáum að þarna kemur, eins og fyrir tilviljun, innrím, sem felst í stofninum „skín“ á móti „gín“. Hin „skínandi trjóna" er vitanlega hið klassiska drekahöfuð, sem skreytti stefni skipa þessara tíma. Og hver skyldi upphaflega hafa verið tilgangur þessa gínandi drekahöfuðs? Áður en við reynum að svara því skulum við íhuga síðari hluta línunnar. Trjónan (drekahöfuðið) „gín mót sjávar- grandi". Hvað er sjávargrand? Það táknar hættur hafsins og fyrst og fremst þær vættir sem þar ríkja og valda sjóslysum og mannskaða. Og þá verður tilgangur drekatrjón- unnar ljós. Henni er ætlað að hræða þessar illvættir frá skipinu, því til heilla. Þetta hlýtur að minnsta kosti að hafa verið hinn upprunalegi tilgangur, þótt hann snemma kunni að hafa gleymst og þess vegna litið á hið tilkomumikla drekahöfuð, sem oftast var gull- bronsað og glitraði og glampaði í geislum sólar fagurlega, sem skraut eingöngu. Að ferlegar ófreskjur í einhverju formi séu notaðar í þeim tilgangi að hræða burt óvættir hefur frá alda öðli verið tíðkað meðal þjóða. Sjónvarpið veitir okkur nú á dög- um tækifæri til þess að fylgjast með tyllidögum framstæðra manna í myrkviðum Afríku, svo eitthvað sé nefnt. Við sjáum þá dansa, málaða hinum ferlegustu litum eða með skelfilegar grímur og ógnvekjandi myndir á skjöld- um. Állt er þetta gert í sama til- gangi, að fæla illa anda frá híbýl- um manna. Er þetta þá ekki ein- ungis hjátrú frumstæðra manna, sem kemur fram í þessum ótta við illa anda? Fyrir nokkrum árum sýndi sjón- varpið okkar kvikmynd, sem gerð var eftir frægri skáldsögu franska skáldsins Victors Hugo. Hún bar nafnið Hringjarinn í Notre Dame. En það er nafn á einni af undur- fögrum dómkirkjum í París og kennd við Vora frú eða Maríu mey. Kvikmyndin fjallar um örlög manns, sem klerkar kirkjunnar fundu sem kornabarn í körfu á kirkjutröppunum og ólu síðan upp. Sá böggull fylgdi þó skammrifi, að veslings barnið var óhemju vanskapað og varð maðurinn því hræðilegri í útliti, sem hann eltist meira. En í þennan skelfilega líkama skapaði hinn mikli rithöfundur einhverja yndislegustu og kær- leiksríkustu mannssál sem um getur í bókmenntum. Hann var gerður að hringjara þessa miklu dómkirkju þegar hann hafði aldur til. Hringjaranum góða rennur til rifja þegar hann sér að til stendur einn daginn að brenna á báli tvær ungar manneskjur fyrir litlar sakir og bjargar þeim undan böðl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.