Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNELAÐiÐ.'MIDVIKUDAGUR 0. NÓVEMBER1986 Morgunblaðið/Bjarni Logi Gunnarsson Logi Gunnarsson: Fær 10.000 dali í styrk LOGI Gunnarsson, sem lýkur prófi í heimspeki frá Háskóla Islands í vor, hefur hlotið 10.000 dollara styrk (rúmar 410 þúsund íslenskar krónur á nú- gildandi verðlagi) til framhalds- náms í Bandaríkjunum næsta vetur. Logi sagðist, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, sennilega sækja um sex há- skóla vestanhafs. „Mín áform eru í raun ekki mikið ná- kvæmari en það að ég fer í doktorspróf i heimspeki. Þeir sex skólar sem ég hef í huga eru Princeton University, University of Pittsburgh, University of California í Berkeley, Cornell University, Brown University og Univer- sity of Michigan. Logi sagði að 10.000 dalir nægðu sums staðar ekki til annars en að greiða skóla- gjöld við þetta nám. „Fái maður skólagjöldin hins veg- ar felld niður fer þessi upp- hæð langt með að borga námskostnað," sagði Logi. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: 100% fjölgun 70 ára og eldri spáð til ársins 2005 — hugmynd um stofnun iðnþróunarsjóðs hlaut góðan hljómgrunn „OKKUR FANNST þessi spá nokk- uð athyglisverð. Þarna komu fram tölur sem eru miklu lægri en áður hefur heyrst um. í vor sem leið voru lagðar fram mun hærri tölur en skýr- ingin á breytingunni er einfaldlega sú að það er búið að vinna þetta miklu betur í millitíðinni. Skýringin er sennilega einnig sú að hvert sveit- arfélag fyrir sig gerir ráð fyrir svo og svo mikilli fólksfjölgun á því svæði - en svcitarfélögin eru að bítast um sama fólkið. Svo blandast inn í þetta lækkandi fæðingartíðni og margt fleira," sagði Júlíus Sólnes, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, er blaðamaður ræddi við hann eftir aðalfund sam- takanna, sem var haldin um helgina. Þar var lögð fram fólksfjöldaspá eins og Júlíus sagði og annað at- hyglisvert í henni var breyting á aldurssamsetningu frá því sem verið hefur. ‘Og það er þá fyrst og fremst hve öldruðum fjölgar mikið. í því máli stefnir í algjört óefni. I dag eiga þessi sveitarfélög - Reykjavík þar með talin - í al- gjörum vandræðum með að sinna þörfum aldraðra með hjúkrunar- heimilum og dagvistarrými, en nú er gert ráð fyrir því að fjöldi sjö- tugra og eldri tvöfaldist á næstu 20 árum. Á þessum aldri eru nú rétt tæplega 10.000 manns á svæð- inu en spáð er að þeir verði 20.000 árið 2005. Þetta veldur okkur miklum áhyggjum og það er sýnt að það þarf að taka þennan mála- flokk alveg sérstaklega fyrir á næstu árum.“ Fólki á skólaaldri fer fækkandi á svæðinu ‘og getur það því haft áhrif á skólahald. Því var slegið fram í gamni á fundinum að það væri eins og aldurspýramídinn væri að snúast við - hann væri að snúast á haus,“ sagði Júlíus. Atvinnumál voru mikið til um- ræðu á fundinum. Stjórn samtak- anna setti fram hugmynd um að stofnaður yrði iðnþróunarsjóður fyrir höfuðborgarsvæðið og sveit- arfélögin stæðu að honum sameig- inlega. ‘Ef af því verður yrðu sveit- arfélögin að skuldbinda sig til að leggja fast framlag í sjóðinn - einhverja prósentu af útsvari ár- lega. Júlíus sagði hugmyndina hafa fengið góðan hljómgrunn: „Það voru margir sem bentu á að framundan er stórt átak í þeim efnum að kanna allar mögulegar leiðir til að fjölga atvinnutækifær- um og auka fjölbreytni i atvinnu- lífinu. Reiknað er með því að við þurfum að útvega 17.000 ný störf til aldamóta, fyrir þá sem koma út á vinnumarkaðinn á þeim tíma, og þá þarf heldur betur að taka til höndum. Einn fundarmanna kom fram með skemmtilega sam- líkingu - hann sagði að ef ætti að leysa þetta með stóriðju samsvar- aði það því að byggja þyrfti 80 til 90 álver!“ Júlíus sagði hugmyndina þá að yrði iðnþróunarsjóður að veruleika yrði hlutverk hans fyrst og fremst að leggja áhættufjármagn til þeirra sem vilja ‘reyna eitthvað nýtt. Þetta er kannski 1 og með gagnrýni á bankakerfið. Það hefur verið ansi íhaldssamt í þessum efnum.“ Norðurárdalur: Vegurinn liggur í hinum furðulegustu hlykkjum með viðeigandi blindhæðum Stafholti, 4. nóvember. ALL umfangsmiklar vegafram- kvæmdir hafa verið hér í uppsveitum Borgarfjaröar í sumar. Er þar fyrst að nefna að lagt var bundið slitlag á veginn upp frá Borgarnesi, alls 5,4 kílómetrar. Þá er nú verið að undirbyggja veginn frá Gljúfurá að Grábrókar- hrauni, rúmlega 9,0 km. Er vegur- inn allur hækkaður upp og teknar af verstu beygjurnar. Gert er ráð fyrir að leggja bundið slitlag á þennan kafla næsta sumar. Enn- fremur var lagt bundið slitlag á 1,8 km kafla í Grábrókarhrauni, frá Hreðavatnsskála að Brekku. í sumar var byggð ný brú á Bjarnardalsá á Bröttubrekku, er það 51 m löng stálbitabrú með steyptu gólfi og kemur í stað brúar sem byggð var árið 1930 og var orðin mjög hrörleg. Er nú væntan- lega lokið við að tengja hana. Þá er verið að leggja nýjan veg frá Búrfellsá í Heiðarsporð fyrir framan Fornahvamm. Er þetta um 3 km kafli með viðeigandi ræsa- gerð og á einum stað við svonefnda Krókalæki þarf að breyta farvegi Norðurár. Vel viðraði til þessara framkvæmda í sumar en erfiðlega hefur gengið í haust vegna mikilla rigninga og vatnavaxta. Má segja að mikið hafi áunnist í vegagerð hér á síðustu árum. Þó eru slæmir kaflar eftir, svo sem um miðbik Norðurárdals, þar sem vegurinn liggur í hinum furðuleg- ustu hlykkjum með viðeigandi blindhæðum, enda líður varla sú verslunarmannahelgi að þarna Betra vatn hjá Siglufirði, 4. nóvembcr. NÚ i að vera búið að leysa þau vandamál sem lengi hafa verið hér með kalda vatnið. Farið er að taka vatn í greinilagnir fremst í Hóls- dalnum. Þar fást nú 150 sek. lítrar af góðu vatni, en meðalnotkunin hér er 75 sek.ltr. á dag. Að sögn Þráins verði ekki útafkeyrslur og slys. Undrast menn hversu seint gengur að fá þetta lagfært, því varla er um mjög dýra framkvæmd að ræða. Fréttaritari. Siglfirðingum Sigurðssonar bæjartæknifræðings er einnig búið að taka i notkun 1.500 tonna vatnstank í Hafnarl- andi og skapar það aukið öryggi. Enn vantar dælur sem tengja á við kerfið, en það kemur ekki að sök. SKÁLD í BÚRI það sem meira er: meirihluti þeirra skammast sín ekki fyrir það ... Ef líklegt væri talið að fólk af þessu sauðahúsi læsi „Pisan Cantos" ... væri ég því hlynntur að ljóðið yrði ritskoðað ... Það breytir því þó ekki að ég mundi veita „Pisan Cantos" verðlaunin, áður en ég neitaði að leyfa birtingu verksins." FANGIÍ12ÁR Eftir veitingu Bollingen-verðlaun- anna tórði sjúklingurinn og fanginn Pound í vitfirringahælinu f Washington í 13 ár, sem var langur tími, hvað svo sem hann hafði til saka unnið, en missti aldrei allan þrótt. Robert Frost stjórnaði baráttu fyrir því að hann yrði látinn laus og hann var útskrifaður 1958 á þeirri forsendu að hann væri haldinn ólæknandi geðveiki, en ekki hættulegur. Hann var látinn í umsjá enskrar eigin- konu sinnar, Dorothy Shakespear, sem hann hafði gengið að eiga 1914 (hann var hreykinn af nafni hennar og meintum skyldleika hennar við skáldjöfurinn). Þau sneru aftur til Italíu. Hún lézt 1973; sonur Pound á efri árum. þeirra, Omar Shakespear Pound, fæddist í París 1926. Síðustu æviárin dvaldist Pound í Feneyj- um hjá bandaríska fiðluleikaranum Olgu Rudge, sem átti húsið þar sem hann og kona hans bjuggu í Santa Ambrogio eftir að Þjóðverjar ráku þau úr íbúð þeirra í Rapollo. Hún bjó þá á efri hæðinni. Olga var uppalin í Evrópu og Pound hafði kynnzt henni í París, áður en hann fluttist til Rapollo. óskilgetin dóttir þeirra, Mary (f.1925), nú de Rachewiltz prinsessa, ólst upp hjá bændafjöskyldu í Tyrol. LAUK VIÐ CANTOS Pound tókst að ljúka við ljóðabálkinn „Cantos" og ganga endanlega frá handrit- inu. Þetta verk er í nokkrum bindum og kvæðin eru 120 talsins (Pisa-ljðin eru nr.74 —84). Cantos, sem er tyrfið verk, er sniðið eftir Dante og Pound byrjaði á verkinu nokkrum árum áður en hann flutt- ist til Ítalíu. Það inniheldur mannkynssögu og í því eru margar tilvísanir, m. a. tíl lífsreynslu höfundar og hagfræðikenninga hans. Dæmi úr goðafræði (t.d. ferð ódys- seifs til heljar) notar hann til að sýna hnignun vorra tíma. I verkinu er m.a. vitnað í kínverska sögu, dagbækur John Adams forseta og fjár- málastefnu Bandaríkjamanna á fyrstu ár- unum eftir að þeir hlutu sjálfstæði, en í því eru ótal gullkorn. í ljóðunum frá fjórða áratugnun ber talsvert á hrifningu af fas- isma og rætnu Gyðingahatri. LIFÐIÍÞÖGN Pound skrifaði tiltölulega lftið eftir að heilsu hans fór að hraka 1959 og lifði í nær algerri þögn síðustu æviárin. Hann veitti blaðamönnum viðtöl, en sagði ekkert: svar- aði í mesta lagi með einsatkvæðisorðum. Því var oft haldið fram að með þögninni væri hann að bæta fyrir óbilgirni og rangs- leitni fyrr á árum, en hann baðst aldrei afsökunar á nokkru, var alltaf jafnharður í horn að taka og ef til vill brjálaður. Verjendur hans héldu því fram að hann hefði ekki verið andlega ábyrgur fyrir samvinnu sinni við óvininn, en það var aðeins að nokkru leyti rétt. Sorgleg og hörmuleg endalok ferils hans áttu sér djúp- ar rætur í útlegð, einsemd og vonbrigðum og hann var þar að auki einkennilega laus við samúð eins og mörg Ijóða hans bera vott um. Sagt er að Eliot hafi lýst honum bezt þegar hann skrifaði: „Viti Pounds er handa öðru fólki". En hvort sem mönnum líkar betur eða verr var Pound ein af hetjum þessarar aldar. Höfundur síðustu ævisögu hans segir að nú í dag, rúmum áratug eftir dauða hans, sé aðeins hægt að andmæla „skrípa- látum“ hans. Á síðustu mánuðunum fyrir aldaraf- mælið hefur hann verið heiðraður með skáldaþingum í Feneyjum, Mílanó, Zúrich, Cambridge og Orono, Maine, í Bandaríkj- unum og með tónleikum í Róm og Napoli. Olga Rudge er orðin níræð og gætir enn hússins í Feneyjum, þar sem hún og Pound dvöldust síðustu æviár hans. Hún einbeitir sér að því að afmá það óorð, sem hann fékk á sig fyrir Gyðingahatur, og vinnur að því að skrá í skjalasafn hans vitnisburði nokk- urra beztu vina hans, sem voru Gyðingar. Um leið hefur hún undirbúið látlausa minningarathöfn í Cini-stofnuninni í sama hverfi, þar sem fræg brjóstmynd Gaudier- Brzeska af skáldinu stendur. GH tók saman. Adallega samkvcmt greinuni eftir höfunda tveggja síduHtu æviftagna Pounda, Alan Levy og Humphrey Carpenter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.