Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 fclk í fréttum SKÓLI ANDREU OPNAÐUR Á NÝ Kennsla í almennri háttvísi Ofáar konur minnast áreiðan- lega lærdómsríkra stunda í Skóla Andreu á sjöunda áratugn- um, en þar var slípuð og fáguð sú háttvísa framkoma kvenna, sem löngum hefur talist aðalsmerki þeirra. Um árabil féll kennsla niður í téðum skola, en nú hefur Andrea opnað á ný og lék því blaðamanni forvitni á að vita nánar um forsögu skólans og hvort breytingar yrðu á kennsluháttum. „Ég byrjaði með skólann árið 1962 og rak hann í ellefu ár. { millitíðinni eignuðumst við hjónin dreng og ég ákvað að taka mér hlé frá vinnu um tíma og helga mig syninum. Nú er pilturinn hinsvegar orðinn stálpaður og við hjón í stóru húsi, þannig að nóg er plássið og ég ákvað því að fara af stað aftur með námskeiðin. Gamlir nemendur mínir hafa líka verið að hvetja mig og spyrja hvort ég ætlaði ekki að fara að byrja aftur að kenna." Aðspurð hvort kennslan yrði með svipuðu móti og áður sagði Andrea svo vera, það væru þó hlutir eins og til dæmis þéringar sem hún myndi ekki leggja eins mikla áherslu á og áður. „Ég lærði á sinum tíma í París í skóla sem heitir „Lucky“ og ég held að þetta sem ég ætla að kenna núna eigi alveg eins við í dag og fyrir tíu, tuttugu árum, það er að segja almenn háttvísi, kunna að bera sig vel og ganga rétt, svo dæmi séu tekin. Mannasiðir eru Andrea Oddsteinsdóttir sem rekur Skóla Andreu. MorgunblaNð/Júlíus „Ég byrjaði með skólann árið 1962 og rak hann í ellefu ár. reglur sem menn hafa sett saman til að auðvelda og fegra mannleg samskipti og ég held að þær falli aldrei úr gildi. Þegar ég segi mannasiðir meina ég einföldustu atriði, sem hægt er að viðhafa á mismunandi skemmtilegan hátt, til dæmis að opna og loka dyrum eða heilsa og kveðja. Það veltur afskaplega mikið á okkur kven- fólkinu hvernig komið er fram við okkur. Eru þetta konur á öllum aldri sem þú færð til þín? Já, þetta eru allt frá unglings- stúlkum og uppúr. Mér finnst mjög gaman að fá konur á miðjum aldri, sem kannski hafa haft lítinn tíma undanfarin ár til að hugsa mikið um útlitið og eru kannski að fara á ný út á vinnumarkaðinn eftir að hafa verið heimavinnandi. Það kemur fyrir að þessar konur eru ekki nógu öruggar með sig og þá er gott að geta leiðbeint og hjálpaðörlítið til. Hvenær vaknaði áhugi þinn á þessum málum? Móðir mín var einkar kvenleg og hafði mikinn áhuga á öllu sem kom því við. Það má segja að ég hafi verið alin upp við það að haga mér kvenlega og áhuginn líklega blundað alltaf með mér. Þegar heim er komið finnst henni best að vera í róleg- heitum og slappa bara af f einhverju þægilegu, helst með sem fæstu fólki. Svipmynd úr nýjustu mynd hennar, „Falling in Iove“, en þar leikur Robert De Niroámóti henni. Meryl Streep er vandlát þegar hlutverk eru annarsvegar Meryl Streep er vandlát þegar hlutverkaval er annars vegar og hikar ekki við að neita þeim hlut- verkum sem henni líst ekki á. M eryl Streep hefur þegar unnið sér það gott orð í kvik- myndum að hún getur valið og hafnað hlutverkum að eigin vild. Þær eru orðnar ófáar mynd- irnar sem hún hefur leikið í og fengið frábæra dóma fyrir, til að mynda fyrir leik sinn í Sophi- es Choice, Silkwood, Julia, Kramer v/Kramer og Falling in Love“, þar sem hún lék á móti Robert De Niro. Meryl Streep fæddist í New Jersey 1951. Þegar hún var 12 ára fór hún að læra að syngja og var staðráðin í því að verða óperusöngkona. Þegar í gagn- fræðaskólann kom lenti hún í leiklistarklúbbi skólans og tók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.