Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 25 að „lifa í bókum" í stað þess að eignast nána vini. Skólafélagar hans, þeirra á meðal William Carlos Williams (sem hóf með honum skáldskapartilraunir), dáðust að því hve mikið hann virtist hafa lesið um lítt kunn efni, t.d. trúbadora miðalda. Williams fannst hann líka montinn og tilgerðarlegur og hann vakti reiði kennara sinna með menntahroka. Pound hóf kennslu í rómönskum tungu- málum við Wabash College i Indiana, en var rekinn þegar dansmær, sem var strandaglópur og hann skaut yfir skjóls- húsi, fannst sofandi í rúmi hans. Hann fór þá til Feneyja, sem hann kallaði „frábæran stað að koma til frá Crawfordsville, Ind- iana.“ Þessi dvöl hans stóð í aðeins nokkra mánuði, en þar gaf hann út fyrsta ljoðasafn sitt, „A Lume Spento", á eigin kostnað. Hann heillaðist af Feneyjum og fór þangað oft síðar á ævinni í leit að ró. BRAUTRYÐJANDI London var hins vegar rétti staðurinn fyrir bandarískan nýgræðing eins og Pound og þangað fór hann seinna sama ár, 1908. Hann varð áberandi í bókmennta- hann gagnrýnanda „The Times" á hólm fyrir að hafa „of mikið álit á Milton." „Hann sparaði enga fyrirhöfn þegar hann vildi sýna veglyndi og góðvild," skrif- aði Eliot síðar. „Hann var stöðugt að bjóða höfundum til kvöldverðar, af því þeir áttu í basli og hann grunaði að þeir fengju of lítið að borða, gefa föt... reyna að útvega mönnum atvinnu, efna til samskota, fá verk birt og fá þau síðan gagnrýnd og lofsömuð." Sú mikla skáldskaparbylting, sem Pound hafði gert sér vonir um, varð að veruleika, m.a. vegna umrótsins af völdum fyrri heimsstyrjaldarinnar og vonbrigðanna, sem fylgdu í kjölfarið. Pound var ekki aðeins einn af forvígismönnum þessarar byltingar: áhrif hans náðu einnig inn á svið tónlistar og myndlistar, bæði á Lund- únaárunum (1918-1921) og á árum hans i París (1921-1924). Hann lét gera afrit af tónverkum Vivald- is í bóksafni í Dresden og það var skýringin á þvi að tónverkin lifðu, þótt handritin eyðilegðust i loftárás Bandamanna 1945. Pound gerði höggmyndir og samdi einnig tónlist. Og hann barðist fyrir áhugamálum sínum; sendi t.d. frá sér bækur til að vekja við, en kenningin höfðaði til Gyðingahat- ara vegna árása Douglas majórs á alþjóð- lega lánastarfsemi. DÁÐIMUSSOLINI Jafnframt varð Pound mikill aðdáandi Benito Mussolinis. Lýðræði var honum ekki að skapi: hann vildi að hinir hæfustu (hann og aðrir) fengju að ráða. Hann hreifst af furstuni ítalska endurreisnar- tímans, sem voru bæði harðir í horp að taka og verndarar lista, og taldi Mussolini líkjastþeim. Hann skrifaði Mussolini og fékk áheyrn hjá honum 1933. Fundur þeirra stóð í aðeins einn stundafjórðung, en Pound sannfærðist um að Mussolini væri óhemju- kraftmikill, eins og hann sjálfur, og léti verkin tala. Hann sýndi honum eina af ljóðabókum sínum og Mussolini sagði að hún virtist „divertente" (skemmtileg). Pound taldi þetta guðlega blessun og þegar hann kom af fundinum var engu líkara en hann hefði fengið vitrun. Hann settist að í Rapollo og á fjórða áratugnum skrifaði hann mikið um efna- hagsmál í bæjarblaðið. Brátt könnuðust Ezra Pound á heimili sínu í Feneyjum 1971. lífi heimsborgarinnar á næstu árum. Hann seldi aðra ljóðabók sína, „Personæ", út- gefandanum Elkin Mathews, sem upp- götvaði Yeats, og varð brautryðjandi nýrra hugmynda, sem önnur skáld með nýja stefnu tóku mark á. Árið 1912 stofnaði hann skáldahreyfingu, sem fékk nafnið „Imagisme". Pound varð ritari Yeats , sem hann kallaði skáld handa „alvarlegu fólki í Bandaríkjunum“. Hann gerði Yeats grein fyrir þeirri sannfæringu sinni að ljóð yrðu að vera áþreifanleg og hlutklennd og mættu ekki hafa að geyma nokkur óþarfa orð. Yeats varð undrandi þegar hann gerði sér grein fyrir því hve mörg óhlutstæð hugtök hann hafði notað og fór að stytta ljóð sín. Þannig átti Pound þátt í því að Yeats breytti um stíl á miðjum ferli sínum. Hann varð einnig vinur Henry James og Ford Madox Fords og tók Robert Frost undir sinn verndarvæng þegar hann kom til Lundúna og kom honum af stað á lista- brautinni. Hann „uppgötvaði" T.S. Eliot, sem var enn einn „útlaginn" frá Bandaríkj- unum. Eliot sagði um þýðingar hans að hann hefði „fundið upp kínverska ljóðlist fyrir okkar tíma“. Ljóð þau, sem Pound orti að kínverskri fyrirmynd, eru talin meðal þess fegursta og aðgengilegasta, sem hann orti. HJÁLPAÐIELIOT Pound gerði ráðstafanir til þess að „Prufrock" eftir Eliot var gefið út. Kunn- ara er að hann bjó „ruglingslegt og tæt- ingslegt" handrit Eliots, sem kallaðist „He Do the Police in Different Voices", til prentunar af mikilli snilld og úr því varð „Eyðilandið" (The Waste Land), áhrifa- mesta ljóð þessarar aldar. Hjálp Pounds hefur verið þannig lýst að hún hafi verið einhvers staðar mitt á milli þess að vera „uppskurður og fæðingarhjálp." Pound hjálpaði mörgum öðrum lista- mönnum og þetta var að mörgu leyti há- tindurinn á æviferli hans, þótt hann hefði enn ekki aflað sér fullrar viðurkenningar í ljóðlistinni. Hann varð leiðtogi ungra uppreisnargjarnra manna eins og Richard Aldingtons og myndlistamannsins Wynd- ham Lewis. Það er talið dæmigert fyrir Pound og þetta tímabil að eitt sinn skoraði áhuga á framúrstefnu George Antheils í tónlist og framúrstefnu myndhöggvarans Henri Gaudier-Brzeska. Gertrude Stein fór niðrandi orðum um þessi störf Pounds og kallaði hann „þorpshagyrðing“. HJÁLPAÐIJOYCE I París sótti Pound kennslutíma í hnefa- leikum hjá Hemingway og bjó til prentun- ar fyrsta smásagnasafn hans í fullri lengd, „In Our Time“. Vel fór á með þeim , en Pound vildi aldrei vera einn af hópnum nema hann væri óumdeildur leiðtogi. Hann kom þvi til leiðar að „Portrait of the Artist as a Young Man“ eftir James Joyce birtist sem framhaldssaga í „The Egoist", vakti áhuga Harriet Weavers á því að styðja Joyce og sótti meira að segja um styrk handa honum (ásamt Yeats) úr brezka bókmenntasjóðnum. Ótilkvaddur ræddi hann við eigendur tímaritsins „Little Review" og fékk þá til að birta „Ulysses" sem framhaldssögu. Joyce þótti ekki sérlega veglyndur, en þegar hann átti skammt eftir ólifað sagði hann: „Án hans væri ég sennilega ennþá sami ókunni vinnuþrællinn og hann upp- götffáði." „Þ J ÓÐLÁN ASTEFN AN“ Eitt af því sem hafði djúp áhrif á Pound í Lundúnum var „þjóðlánastefnan" („soc- ial-credit“), sem var hugarfóstur C.H. Douglas majórs, er krafðist þess að ríkis- stjórnir bönnnðu bankalán. f staðinn vildi hann að þær ákvæðu verðlag og sæju fyrir þjóðararði, sem grundvallaðist á nákvæm- um útreikningum á raunverulegri þjóðar- framleiðni, en ekki á duttlungum banka- stjóra. Um þetta leyti varð Pound þreyttur á París, sem varð á þessum árum höfuðborg Hemingways og annarra „útlægra" banda- rískra rithöfunda af „týndu kynslóðinni". Um leið var hann farinn að einangrast og áhrif hans dvínuðu. Um miðjan þriðja ára- tuginn fluttist hann til f talíu. Pound heillaðist alltaf af nýstárlegum kenningum, sem erfitt var að skilja og auðvelt að gera mikið úr. Á Ítalíu sann- færðist hann um að þjóðlánastefnan væri allra meina bót og varð hávær Gyðingahat ari. Þjóðlánastefnan kom fasisma ekkert Pound allir við „il Signor Poeta“ eða „il Poeta Americano" skáldið með barðastóra hatt- inn, flagsandi herðasláið og létta göngu- stafinn. Hann gekk aldrei í fasistaflokkinn, enda forðaðist hann alltaf að skuldbinda sig, og vissi raunar lítið um hvað fasismi snerist. Hins vegar þáði hann prófessorsstöðu við ítalskan háskóla skömmu fyrir stríð. Þótt hann dáði ítalskan fasisma var hann enginn sérstakur stuðningsmaður Þjóðverja og andstæðingur Rússa: hatur hans beindist gegn Bretum, Bandaríkja- mönnum og Gyðingum. Hann virðist hafa talið að hann hefði ekki fengið næga viður- kenningu í Bretlandi og Bandaríkjunum og að samsæri hefði verið gert gegn sér. Gyðingahatur hans jókst hröðum skrefum og hann skrifaði í rit brezkra fasista: „Ef menn trúa því að refsa ætti heilum kynþætti fyrir syndir sumra, sem honum tilheyra, viðurkenni ég að brottrekstur tveggja milljóna Gyðinga frá New York væri ekki óhófleg refsing fyrir það tjón, sem fjármálamenn Gyðinga í New York hafa valdið enska kynþættinum í Banda- ríkjunum." Árið 1939 fór hann í snögga heimsókn til Bandaríkjanna og ætlaði að gera Roose- velt forseta grein fyrir skoðunum sínum, en fékk ekki að hitta hann. ÚTVARPSÁRÓÐUR Þegar á árinu 1935 var hann farinn að útvarpa efnahagskenningum sínum frá Róm. Hann hélt útvarpssendingunum áfram þegar Bandaríkjamenn voru komnir í stríðið og sagði t.d. 5.maí 1942: „Evrópa kallar - Pound talar... Sú algera mannvonzka, sem hefur verið stjórnað frá London síðan brezka ríkisstjórnin sigaði Rauðskinnum á bandarísku landnemana og lét þá myrða þá, hefur greinilega þjapp- að Slövum, Mongólum og Töturum saman gegn Þjóðverjum og Pólverjum. Og á laun gegn öllu því sem gott er í Bandaríkjunum, gegn allri hinni bandarísku arfleifð. Þetta er áreiðanlega mitt stríð, ég hef tekið þátt í því í 20 ár — afi minn tók þátt í því á undan mér. Ezra Pound talar.“ Pound flutti áróðurspistla sem þessa í útsendingum fasista á ensku á stuttbylgju til hermanna Bandamanna í Evrópu og hlustenda í Bandaríkjunum og Bretlandi frá því í ársbyrjun 1941 og þar til Musso- lini var steypt af stóli í júlí 1943. Hann fékk borgað fyrir fyrirlestrana, en ítalir báðu hann aldrei að flytja þá. Eftir fall Mussolinis hélt hann áfram áróðursút- sendingum frá yfirráðasvæði leppstjórnar fasista á Norður-Ítalíu. í rauninni fylgdist hann lítið með því sem var að gerast og ítölsk dagblöð voru eina heimild hans. Grunntónninn í útvarpsfyrirlestrunum var að Bandamenn hefðu farið af misskiln- ingi í strið, sem snerti ekki það sem mestu máli skipti að hans dómi: réttlátt gjald- eyriskerfi og afnám „okurlána". í einni útsendingunni setti hann fram þá sérstæðu staðhæfingu að það væri í raun og veru Mussolini, en ekki Roosevelt forseti, sem stæði vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta varð til þess að bandarísk stjórnvöld ákærðu hann fyrir landráð 1943. Bandarískt vegabréf Pounds hafði verið gert upptækt 1941, en hann hafði aldrei sótt um ítalskan ríkisborgara- rétt og var því enn bandarískur þegn. HAFÐUR í BÚRI Vorið 1945 gaf Pound sig fram við banda- ríska hermenn í Rapollo. Hann sagði að hann hefði sérþekkingu á efnahagsskipu- lagi heimsins og það væri skylda sín að láta hana í té. Hann talaði með bandarískum hreim, en enginn skildi hvað hann vildi, svo að hann gekk í burtu. Skömmu síðar handtóku tveir italskir skæruliðar Pound á heimili hans í þorpinu Santa Ambrogio fyrir ofan Rapollo, þar sem hann bjó síðustu mánuði sína á Ítalíu, og afhentu hann Bandaríkjamönnum. Hann var handjárnaður við blökkumann, sem hafði verið ákærður fyrir nauðgun og morð, og ekið var með hann um götur Rapallo til fangabúða skammt frá Pisa. Þar hafði Bandaríkjaher hann í haldi í upplýstu, skjóllitlu búri undir beru lofti í þrjár vikur á þeirri forsendu að fasistar kynnu að reyna að bjarga honum. Frank Amprim, majór úr leyniþjónustu Bandaríkjahers, reyndist auðvelt að yfir- heyra Pound: eini vandi hans var í því fólginn að stöðva orðaflaum hans. Pound leit ekki á sig sem eftirlýstan landráða- mann: hann kvaðst hafa lykilinn að heims- friði, ef á sig yrði hlustað. Hinn raun- verulegi landráðamaður væri forseti Bandaríkjanna, sem hefði látið banka- stjóra og hergagnaframleiðendur Gyðinga gabba sig og leitt Bandaríkin út í hörmu- legt og óþarft strið. Niðurstaðan þrenginga Pounds, „Pisan Cantos", birtist á prenti skömmu fyrir sextugsafmæli hans í október 1945 þegar hann lá í St. Elizabeth-sjúkrahúsi geð- veikra glæpamanna í Washington. Þar var hann hafður, þar sem hann var talinn andlega vanheill og ósakhæfur og gæti því ekki mætt fyrir rétti og svarað til saka fyrir landráð. VERÐLAUNAÐUR Þegar „Pisan Cantos" kom út hlaut Pound virðulegustu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna, sem kennd eru við Bolling- en, fyrir „mesta afrek í bandarískri ljóða- gerð“ 1948. Verðlaunaveitingin kom af stað hörðum umræðum, sem snerust upp í árás á illskilj- anleg nútímaljóðskáld, sem væru andvíg framförum. Robert Hillyer, skáld sem nú er gleymt, birti harðorða grein í „Saturday Review" og við tók mikill reiðilestur yfir Eliot, sem var gagnrýndur fyrir að yrkja fyrir fáa útvalda, íhaldsmanninum Yeats og einum dómaranum, Allen Tate. W.H. Auden svaraði gagnrýninni á þessa leið: „Þvi miður finna þeir sem ekki eru Gyðingar stundum til Gyðingahaturs og ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.