Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 Veiðiþáttur (iuAmundur (iuðjónsson Víðlesið viðskipta- rit lýsir dásemdum íslenskra laxveiðiáa Kanadískt tímarit eitt þekkt mjög, „Forbes" ritaöi nýlega um laxveiðar á Islandi og útlistaði í mörgum orðum hversu spenn- andi væri að kasta flugu í íslensk- um ám. Rit þetta hefur 700.000 blaða upplag og er æði víðlesið og virt. Sendi það fréttamann hingað til lands á nýliðnu sumri og ritar hann mikla grein um stórkostleg- heitin. Renndi hann í Langá á Mýrum í vikutíma og dró eina 16 laxa þó eigi kynni hann með stöng að fara áður en hingað til lands kom. Hann lýsti fyrsta degi sínum er hann fékk þrjá 6 punda laxa og einn „yfir 15 pund“ sleit 12 punda flugutauminn (fast hefur verið togað og ekki bara af laxins hálfu). Síðan segir hann að fram- haldið hafi verið „unaðslega líkt“ byrjuninni. Blaðamaður „Forbes" er ekki aðeins í skýjunum yfir dásemdum íslensku laxveiðiánna, heldur reif- ar hann einnig næturlíf Reykja- víkur, nánar tiltekið í Hollywood, þar sem „brennivínið flýtur um allt og fögur fljóð gleðja augun“, eins og komist er að orði. Hluti frásagnarinnar gengur út á að útlista fyrir mönnum hvernig best sé að koma íslandsferð um kring. Það sé afar erfitt að fá veiðileyfi á besta tímanum í bestu ánum, því mikið sé um að sömu mennirn- ir taki sömu dagana ár eftir ár og það geti tekið margar íslands- ferðir áður en menn komast inn í topptímann. Segir í „Forbes', að vissulega sé hægt að fá einhver veiðileyfí með því að hafa sam- band við Stangveiðifélag Reykja- víkur, en vænlegra sé þó að hafa samband við umboðsmann eða „broker" eins og þeir kalla það. Vísa þeir á Sigmar Björnsson þekktan mann í hópi veiðimanna og segja hann hafa þau sambönd sem nauðsynleg séu til þess að komast í almennilega veiði. Þá fylgir greininni, að nóg sé af laxi á íslandi vegna þess að íslendingar hafi langsamlega bestu stjórnina á veiðimálum sín- um af þeim löndum þar sem Atl- antshafslaxinn er að finna og út- koman sé besta laxveiði í heimi. Hún sé líka einhver dýrasta og fyrirtækismesta veiði í heimi, en allt slíkt gleymist þegar á hólminn væri komið. Fleira mætti telja, en það var ekki hugmyndin hér að þýða greinina. Lui landað í Langá. Greinarritari var afar hrifinn af ánni. Betri hugmynd en grisjunarstefnan? Laxinn sýnir sig. Stangveiðimenn og aðrir áhugamenn um málefni laxveiðiánna, ekki síst veiðiréttar- eigendur um land allt, fylgjast grannt með tilraun þeirri sem veiðiréttareigendur við Miðfjarð- ará eru að gera og hafa riðið á vaðið með, þ.e.a.s. að grisja lax- stofninn í ánni að hausti eftir stangveiðitímann til þess að freista þess að eftir verði í ánni sá fjöldi hrygningarfiska sem nauðsynlegur er til þess að sem sterkastur árangur seiða komi undan. Þetta er á tilraunastigi og unnið í samvinnu við Veiðimála- stofnun, enda mun varla nokkur maður vita með neinni vissu hversu margir hrygnarlaxar eru æskilegir að veiðum loknum og raunar er það ugglaust breytileg tala frá ári til árs, því að ýmsu er að hyggja í þeim efnum. En þar sem þetta er æði byltingarkennd tilraun, þá hafa ýmsir orðið til þess að hugleiða málið og velta vöngum yfir þeim möguleikum sem þetta kann að bjóða upp á er vitneskjan fer vaxandi, svo og þeim möguleikum öðrum sem kunna að vera fyrir hendi. Umsjónarmaður þessa þáttar var eigi alls fyrir löngu í hópi áhugamanna sem skeggræddu málið og sýndist sitt hverjum eins og nærri má geta. Þótti mönnum sumum heldur hættulega að farið, en þó ekki, því Böðvar á Barði, veiðifélagsformaður þeirra Mið- firðingmanna ólíklegastur til að flana út í einvherja vitleysu, því það vita þeir sem þekkja Böðvar, að Miðfjarðará rennur um æðar hans með öllum sínum laxi og tilheyrandi. Eigi að síður er hér á ferðinni tilraun sem ber að fram- kvæma af varúð, því laxastofnar eru jafnan viðkvæmir og lítið má út af bregða til þess að skörð höggvist í þá. En upp úr umræðunni kom hugmynd sem hljómar eigi illa og bara fjandi vel, hvernig svo sem hún er í framkvæmd. Samkvæmt skilgreiningunni, mun lítið vera um grisjun ef lítið hefur gengið af laxi, en tilraunin felur m.a. í sér hvort möguleiki er á því að jafna laxagöngur og koma í veg fyrir muninn sem verið hefur á „toppárum” og „botnárum”. Sé nægilegt magn af fiski, of mikið til þess að útkoman verði sterkasti hugsanlegi seiðaárangur, þá ætti skv. hugmyndinni að vera sök sér þótt nokkrir hængar væru teknir úr ánni í grisjun, en að öðru leyti fengi laxinn að hrygna í friði. Þegar þar að kæmi, myndu bænd- ur veiða seiðin fremur en laxinn sjálfan á haustin. Seiðin mætti ýmist selja eða gefa í aðrar ár, eða sleppa á ólaxgeng svæði árinnar, t.d. fyrir ofan ólaxgenga fossa, en vart mun sú laxveiðiá vera til sem ekki býr yfir slíkum svæðum. Þessi byltingarkennda tilraun Böðvars og félaga býður upp á vangaveltur af öllu mögulegu tagi og nú, þegar við megum ekki leng- ur bleyta færi, þökkum við stang- veiðimenn fyrir átyllu til að hugsa um veiðimál. Stutt mál w Ilaxveiðiá einni Sunnanlands er farið nokkrum sinnum haust hvert til þess að draga á og veiða lax í klak. Einhvern tíma var þeirri spurningu varpað fram hvort eigi væri ástæðulaust að fara aftur og aftur, en svarið sem þá var gefið vakti athygli. Jú, laxarnir væru betur geymdir í laxakistum á vegum veiðifélagsins á þessum tíma en í ánni. Á haustin sigu þeir nefnilega úr dýpstu hylj- um á grynnra vatn í leit að hrygn- ingarstöðum og þá væri oft hægt og víða að sjá þá á fremur grunnu vatni á brotum. Það væri vinsæll siður ungmenna í sveitinni að safnast saman, fá sér neðan í því, ríða svo hestum út i árnar og „skutla“ laxana þarna á brotun- um. Herma fregnir að ýmsir hafi náð svo mikilli leikni i þessari „list“, að fjölmargir laxar hefðu legið í valnum. Auknar klakveiðar bænda hafa svo þynnt laxinn í ánum á þessum tíma að siðurinn mun að mestu eða öllu aflagður. Stangveiðimenn óttast eðli- lega að yfir þá dynji miklar hækkanir á veiðileyfum frá því sem var síðasta sumar. Þykir þeim nóg um og vilja engar hækkanir, enda benti þróun síðasta sumars til þess að boginn hafi verið spenntur eins hátt og möguleiki væri og enn myndi reynt að þenja hann, myndu fjölmargir íslenskir veiðimenn heltast úr lestinni. Fátt eða ekkert bendir til þess að veiði- menn verði að ósk sinní, því víða eru ár í samningum og verðið hækkar sjálfkrafa eins og verið hefur síðustu ár og þá í engu tilliti til þess hvort lax hefur gengið að marki 1 árnar eður ei. Reyndar var veiðin siðasta sumar með því besta sem hægt er að ímynda sér miðað við slæm skilyrði, en einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að laxveiðimenn hryllti við góðum laxagöngum. Þær eru nefnilega sú besta átylla sem hugsast getur til þess að hækka enn verð veiðileyfa. Sem fyrr segir þá stefnir allt í stór- hækkanir. Sannarlega verða dýr- ustu dagarnir í Laxá á Ásum, 35.000 krónur fyrir stöngina á dag. Og margir óttast að land- búnaðarvísitalan verið höfð til hliðsjónar í verðlagningu laxveiði- áa, þar sem annað er ekki haft til fulltingis. Þann 1. september var hún 37 prósent. Lagleg tilhugsun það. Eftir því sem heyrst hefur, verða algengustu hækkanirnar þetta 20—40 prósent. Og þá geta menn farið að reikna út hvað þeir geta farið oft í lax á sumri kom- anda. r Ur því að verð veiðileyfa var gert að umtalsefni rétt eina ferðina, skulum viö að gamni okkar geta þess verðs sem átti kannski skilið að vera kallað „skrípaverð" ársins. Það var í Litlu-Laxá í Hreppum. Þar kostaði stangardagurinn um 3.000 krónur og sumaraflinn feiknalegur eða hitt þó heldur: 1 lax og hann ekki stór. Það hefur verið dýrt kilóið. Annars vakti útleiga veiðidaga í Litlu-Laxá síðsta sumar nokkra athygli. í bókum stendur, að lax gangi ekki 1 á þessa fyrr en í fyrsta lagi í september og þó held- ur í október og jafnvel frekar í nóvember. Samt var boðið upp á þennan hefðbundna veiðitíma í Litlu-Laxá... Merktir laxar voru að villast hingað og þangað í sumar sem endranær, auk þess sem óvenju mikið af slíkum löxum skiluðu sér í sínar „réttu ár“. Morgunblaðið frétti á skotspónum að lax einn með merki hefði veiðst í Blöndu i sumar. Merkið hafði hann hins vegar fengið í Lagar- fljóti... Gert við kirkjuna á Helgafelli Orlofsvikur bænda hefjast ORLOFSVIKUR bænda eru að hefjast. Fyrsta orlofsvikan í vetur verður á Hótel Sögu 25. nóvem- ber til 1. desember nk. í fréttatilkynningu frá Ferðaþjónustu bænda segir að dagskrá verði fjölbreytt að venju og bryddað upp á ýmsum nýjungum. Þátttaka tilkynnist til Ferðaþjónustu bænda eða Hótels Sögu. Stykkisbólmi, 27. oklóber. NÚ ER unnið að því að endurbæta og mála gömlu kirkjuna á Helgafelli í Helgafellssveit. En hún hefir um langan aldur þjónað sínu hlutverki með sóma. Það er þegar búið að setja á hana nýjan og fallegan turn sem gefur henni virðulegra og feg- urra útlit. Kirkjan á Helgafelli. Morgunblaðið/Árni Þá verður kirkjan máluð að utan og gert við hana eftir föngum og einnig verður hugað að henni að innan. Margar gjafir hafa borist kirkjunni til þessara framkvæmda frá velunnurum og brottfluttum Helgfellingum o.fl. sem eiga góðar minningar um þennan stað. Gamall kirkjugarður er um- hverfis kirkjuna. Þar er enn pláss ónotað, en áður fyrr voru margir jarðsettir þarna úr Stykkishólmi áður en grafreitur var gjörður þar. Einnig var grafreiturinn í Bjarnarhöfn notaður af Hólmur- um. Þá má geta þess að á hlið við kirkjuna á Helgafelli, rétt utan girðingar, er leiði Guðrúnar ösvíf- ursdóttur og hefir verið merkt og hlaðið upp. Þaðan ganga ferðamenn á Helgafell með öllum þeim reglum sem við þá göngu eru hafðar og hafa gilt um aldir. Og margir segjast hafa fengið óskir sínar uppfylltar á fellinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.