Morgunblaðið - 06.11.1985, Síða 9

Morgunblaðið - 06.11.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 9 Rœðið við okkur um raf- mótora Þegar þig vantar rafmótor þá erum við til staðar. Við bjóðum nánast allar stæröir rafmótora frá EOF í Danmörku. Kynnið ykkur verðið áóur en kaupin eru gerð. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 SKAK SKOLRfft Vetrarnámskeið að hefjast Ný 5 vikna námskeið fyrir alla aldurshópa hef jast 11. nóvember. Byrjendaflokkur Framhaldsflokkurl Framhaldsflokkurll Framhaldsflokkurlll Kennslafyriryngri aldurshópakl. 17—19vikulega. Þátttökugjald kr. 1500. Námskeið fyrir fullorðna eitt kvöld í viku kl. 20—23. Ef þú ert ein(n) af þeim sem yndi hefur af skák, en þekkir lítiö til skákbyrj- ana og gleymir stundum grundvallaratriöunum, þá er þetta námskeið fyrir þig. Þátttökugjald kr. 2.200. Skráning í Skákskólanum, Laugavegi 51,3. hæö, laugardag og sunnudag kl. 14—19. Allar frekari upplýsingar í dag og næstu daga kl. 17— 19 í síma 25550. Muniö 10% klúbbfélaga- og systk- inaafsláttinn SKÁKSKÓLINN Laugavegi 51 -simi 25550 Guðmundur Siguriónsson, Hetgi Ótafsson Jón L. Amason, Margeir Pétursson „Þögnin“ sem ærir Alþýöublaöiö Alþýöublaöiö má ekki rugla saman Morgunblaöinu og Sjálfstæö- isflokknum, eins og gert er í forystugrein Alþýðublaösins í gær. Leiöarahöfundur Alþýöublaösins er svo glöggur maöur á íslenzk stjórnmál, aö hann hlýtur aö gera sér grein fyrir því, aö þaö er úreltur áróöur. Aö því sögöu er ástæöa til aö gera aö umtalsefni þá fullyrð- ingu Alþýöublaöins, aö Morgunblaöiö hafi ekki „heyrt neyöaróp gjaldþrota fólks“. Þessu er hér meö mótmælt. Morgunblaðið hefur á undanförnum mánuðum og misserum fjallaö rtarlega um vanda- mál húsbyggjenda í fréttum, viötölum og forystugreinum. Þess vegna er því vísað til fööurhúsanna aö Morgunblaöiö hafi ekki sinnt vanda- málum þessa unga fólks. Hvað er að gerastí Dagsbrún? Þröstur Ólafsson, fram- kvsmdastjóri Dagsbrúnar, hefúr reifaö opinberlega hugmyndir um efni næstu kjarasamninga. Þi bregður svo rið, að Halldór Björns- son, varaformaður Dags- brúnar, sakar hann opin- berlega um að fara út fyrir verksvið sitt og rteða þessi mál í heimildarleysi áður en stjórn Dagsbrúnar hefur tekið afstöðu til þeirra. Þessi viðbrögð varafor- mannsins sýna, að ekki er allt með felldu innan Dags- brúnar. Alþýðublaðið sagði í gær, að „þögn“ Morgunblaðsins um vanda húsbyggjenda væri ærandi og heldur þvf fram, að Morgunblaðið geri sér enga grein fyrir þeim vandamálum. Um þetta er fjallað í Staksteinum i dag. Ágreiningsmál Dagsbrúnar- manna Þegar Þröstur Ólafsson flutti sig úr fjármálaráðu- neytinu yfir í framkvæmda- stjórastól Dagsbrúnar var það staðfesting á því mati Alþýðubandalagsforystunn- ar, að ekki hefði tekizt að endurnýja forystusveit kommúnista í Dagsbrún innan frá. í rúma (jóra ára- tugi hefur Dagsbrún verið höfúðvigi Alþýðubanda- lagsins og áður Sósíalista- fiokksins i verkalýðssam- tökunum. Áhrif Alþýðu- bandalagsins innan verka- lýðssamtakanna má rekja beint til valda þess i Dags- brún. Það var því til marks um hnignun Alþýðubanda- lagsins í verkalýðshreyfing- unni, þegar Ijóst var orðið, að ekki mundi takast að endurnýja forystulið kommúnista í Dagsbrún úr röðum félagsmanna sjálfra. Þröstur Ólafsson var send- ur inn í Dagsbrún til þess að koma skipulagsmálum félagsins í lag, sem Guð- mundur J. hafði vanrækt Hörð andstaða var við ráðn- ingu Þrastar á sínum tíma, en Guðmundur J. Guð- mundsson knúði hana { gegn m.a. með þvi að beita atkvæðum varamanna í stjórn Dagsbrúnar. Þegar Halldór Björnsson, varafor- raaður Dagsbrúnar gengur fram fyrir skjöldu og gagn- rýnir Þröst opinberlega fyrir framhleypni sýnir það að deihirnar um ráðningu Þrastar eru engan veginn aðbaki. Veik staða Alþýðubanda- lagsins í verka- lýðssam- tökunum. Sá djúpi ágreiningur í Dagsbrún, sem fram kemur í ummælum Halldórs Björnssonar er aðeins einn þáttur í alvarlegum klofn- ingi alþýðubandalags- manna í verkalýðssamtök- unum. Hann kemur einnig fram i persónulegri tog- streitu milli Svavars Gests- sonar og Ásmundar Stef- ánssonar, forseta ASÍ. Þessi margþætti ágreining- ur meðal alþýðubandalags- manna í verkalýðshreyfing- unni er ein af ástæðunum fyrir þvi, að fiokkurinn hefur engum tökum náð á stjórnarandstöðunni og jafnframt hefur staða hans veikzt mjög í verkalýðs- félögunum. Þetta ásamt veikri stöðu Svavars Gests- sonar sjálfs innan Alþýðu- bandalagsins, sem bezt lýs- ir sér í þvi að hann beitir gerræði til þess að ná end- urkjöri, sem formaður út- gáfustjórnar Þjóðviljans, veldur því, að Alþýðu- bandalagið er nú ekki nema svipur hjá sjón frá því, sem áður var. Líklega hefur stjórnmálahreyfing sósíalista ekki haft veikari stöðu í íslenzkum stjórn- málum frá því á klofnings- árum Alþýðubandalagsins snemma á Viðreisnartíma- bilinu eða skömmu áður en samstarfið við Hannibal Valdimarsson hófst á sjötta áratugnum. Landsmálafélagið Vörður Ráðstefna um utanríkis- og varnamál laugardaginn 9. nóvember nk. í Sjálfstæðishúsinu Valhöll. Ráðstefnan hefst kl. 13.00. Dagskrá: Setningarávarp: Dr. Jónas Bjarnason formaöurVaröar. Stefnumótun í utanríkismáium: Geir Hallgrímsson utanríkisráöherra. Hlutverk varnamálaskrifstofu: Sverrir Haukur Gunnlaugsson skrifstofustjóri. Þjóöfélagsgerö — varnarsamstarf: Stefán Friðbjarnarson blaöamaöur. Orsakir ófriðar: Arnór Hannibalsson lektor. „Friðarmálin“: Guömundur Magnús- • son blaðamaður. Gildi upplýsingastreymis fyrir almenna skoöanamyndun í öryggis- og varnar- málum: Björg Einarsdóttir rithöfundur. Virkar varnir: Siguröur M. Magnússon kjarneölisfræöingur. Öryggismál: Gunnar Gunnarsson starfsmaður öryggismálanefndar. Að loknum framsöguerindum veröa almennar umræöur og fyrirspurnir. Ráðstefnunni lýkur um kl. 17.30. Kaffi- veitingar. Áhugafólk um utanríkis- og varnarmál er hvatt til aö f jölmenna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.