Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Áforma við- ræður um sameiningu þriggja dagblaða FYRIR forgöngu Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, er nú verid að reyna að ná saman fundi formanna Framsóknarflokks, Alþýðubandaiags og Alþýðuflokks, ritstjóra NT, Þjóðviljans og Alþýðu- blaðsins og stjórnarmanna í Blaða- prenti, þar sem ræða á hugmyndir um sameiningu blaðanna þriggja. Slíkar hugmyndir hafa nýiega verið reifaðar í forystugreinum Aiþýðu- blaðsins og NT. Að sögn Árna Gunnarssonar, ritstjóra Alþýðublaðsins, eru við- ræður um þetta mál á algjöru frumstigi og alls ekki ljóst hvað úr þeim kann að koma. Hann sagði að hugmyndin sjálf væri gömul, en þrjár ástæður væru einkum fyrir því að hún væri nú endurvak- in. í fyrsta lagi slæm fjárhags- staða NT og Þjóðviljans að hluta til. í öðru lagi fyrirhuguð sam- keppni á auglýsingamarkaðnum með tilkomu nýrra útvarpslaga. í þriðja lagi örugg vissa um að allur kostnaður við blaðaútgáfu eigi eftir að hækka verulega á næst- unni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er fjárhagsstaða NT mjög slæm og hafa verið uppi hug- myndir um að gera verulegar breytingar á rekstri blaðsins upp úr næstu áramótum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þjóðleikhúsráð og gestir á 500. fundi Þjóðleikhúsráðs í gærkvöldi: Njörður P. Njarðvík, Sigurjón Jóhannsson, Gylfí Þ. Gíslason, Margrét Guð- mundsdóttir, Þuríður Páisdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Halldór Laxness, Bríet Héðinsdóttir, Valur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Guðrún Þ. Stephen- sen, Haraldur Ólafsson, Gunnar Eyjólfsson og Eyvindur Erlendsson. 500. fundur Þjódleikhúsráds ÞJÓÐLEIKHÚSRÁÐ kom saman til 500. fundar síns í gærkvöldi. Af því tilefni var fyrrverandi fulltrúum ráðsins boðið að sitja fundinn með núver- andi Þjóðleikhúsráði. Á fundinum var m.a. rætt um endurbætur á Þjóðleik- húsinu, sýndar voru gamlar myndir frá opnun Þjóðleikhússins og hlýtt á ræður frá fyrri tíð. Núverandi Þjóðleikhúsráð skipa: Þuríður Pálsdóttir, formaður, Guðrún Þ. Stephensen, Gylfi Þ. Gíslason, Haraldur Ólafsson og Sigurjón Jóhannsson. Fyrsta Þjóðleikhúsráð kom sam- an 27. nóvember 1948 og var Guð- laugur Rósinkranz fyrsti formaður þess, en aðrir í fyrsta ráðinu voru Halldór Laxness, Haraldur Björns- son, Hörður Bjarnason og Ingimar Jónsson. Þegar Guðlaugur Rósin- kranz var skipaður fyrsti Þjóðleik- hússtjórinn í mars 1949 tók Vil- hjálmur Þ. Gíslason við for- mennsku í ráðinu, en Vilhjálmur átti sæti í ráðinu og var formaður allt til 30. nóvember 1978, eða nærfellt þrjá áratugi. Hörður Bjarnason sat í ráðinu til 30. nóv- ember 1978. Aðrir sem setið hafa í ráðinu eru: Bríet Héðinsdóttir, Eyvindur Erlendsson, Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guð- mundsdóttir, Njörður P. Njarðvík, Þórhalldur Sigurðsson og Valur Gíslason. Formenn ráðsins eftir að Vilhjálmur Þ. Gíslason lét af for- mennsku hafa verið Þórhallur Sig- urðsson, Haraldur Ólafsson og nú Þuríður Pálsdóttir. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri um tillögur bankanefndar: Hugmyndin um öflugan einkabanka athyglisverð RÍKISSTJÓRNIN hefur ekki tek- ið ákvörðun um það hvort og þá hvenær hún muni láta fara fram nánari athugun á þeim tveimur Þrotabú Hafskips: Tilboðsfrestur Eim- skips rennur út í dag KLUKKAN 17 í dag rennur út frest- ur skiptaráðanda til að taka tilboði Eimskipafélags íslands í eignir þrotabús Hafskips. í gær var „ekki búið að hnýta alla enda samnings- ins“, eins og Markús Sigurbjörns- son annar skiptaráðandi þrotabús- ins orðaði það í samtali við Morgun- blaðið í gær. Ekki höfðu fleiri tilboð borist í eignirnar og taldi Axel Kristjánsson aðallögfræðingur Út- vegsbankans útilokað að sleppa því boði sem fyrir lægi vegna manna sem vildu gera tilboð síðar ef þeim litist á eignirnar. Skaftá, eitt skipa þrotabúsins, er enn föst í Antwerpen vegna kyrrsetningarkröfu þarlendra kröfuhafa. f samningi Eimskips og skiptaráðanda er gert ráð fyrir að þetta skip verði afhent siðar, þannig að skiptaráðanda og Út- vegsbankanum gefist tækifæri til að ná þvi út. Fyrr í vikunni fékkst heimild til að losa farm skipsins og fór hann um borð í eitt skipa Eimskipafélagsins sem kom með hann til íslands. Hluti áhafnar- innar er einnig kominn heim. Aðstaða Hafskips í Austurhöfninni: Hafnarstjóri ræðir við Eimskip og skiptaráðanda HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur- hafnar samþykkti samhljóða á fundi eínum í gær að heimiia hafnarstjóra að befja viðræður við skiptaráðanda og Eimskipafélag íslands um þau atriði sem snúa að hafnaryfírvöld- um vegna fyrirhugaðra kaupa Eim- skips á réttindum Hafskips í austur- höfninni. Gunnar B. Guðmundsson hafn- arstjóri mun eiga fund með for- ráðamönnum Eimskips árdegis í dag og mun skiptaráðandi ef til vill einnig sitja fundinn. Gunnar sagðist í gær ætla að ræða fram- salsskilyrði 61. greinar húsaleigu- laganna við Eimskip og skiptaráð- anda, m.a. að sama starfsemi verði áfram í austurhöfninni og að arð- semi eiganda skerðist ekki veru- lega við þessa breytingu. Þá yrði rætt um gildistíma samninga og þær breytingar sem skipulags- áform og þróun f flutningsmálum munu hafaþá. Vegna beiðni fyrirtækjanna tólf sem vilja að Eimskip fái ekki afnot af hafnaraðstöðu Hafskips í aust- urhöfninni var gerð sérstök bókun á hafnarstjórnarfundinum. í henni var ítrekuð fyrri viljayfir- lýsing hafnarstjórnar um að koma upp farmstöð fyrir þá aðila sem ekki hafa slfka aðstöðu. möguleikum um sameiningu banka, sem starfshópur í banka- málum skilaði til Matthíasar Bjarnasonar fyrr í vikunni. Matt- hías sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að ákvörðun um framhald þessa máls yrði ekki tekin fyrir jól vegna anna á þingi. Ef að líkum lætur verður fyrsta skrefið að kanna nánar hug bank- anna til tillagnanna undir stjórn Seðlabankans. Jóhannes Nordal Seðalbanka- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðiði í gær að sér þætti hug- myndin um stofnun öflugs einka- banka athyglisverð: „Reynslan bendir til þess að hlutafélags- bankar séu heppilegri en ríkis- bankar og betra er að það sé stór banki svo hann megni að veita ríkisbönkunum samkeppni," sagði Jóhannes. Jóhannes var spurður hvort hætta væri á því að draga myndi úr samkeppni ef hér risu tveir allsráðandi bankar, eins og hug- myndir eru uppi um. „Það held ég ekki,“ sagði Jóhannes. „I tillögum bankanefndarinnar er einungis gert ráð fyrir að hluti af banka- kerfinu kæmi inn í stofnun nýs hlutafélagsbanka, aðallega Iðn- aðar-, Verzlunar- og Utvegs- bankinn, og hugsanlega Alþýðu- bankinn. Það er gert ráð fyrir að Samvinnubankinn komi ekki inn í þessa mynd og sparisjóðir væru aðeins þátttakendur sem hlut- hafar. Svo má ekki gleyma því bankarnir eiga við vaxandi sam- keppni að etja frá almennum peningamarkaði og einnig erlend- is frá. Ég óttast því ekki að það kæmi niður á eðlilegri samkeppni þótt hér risu upp tvær megin bankasamstæður," sagði Jóhann- es Nordal. Stjómarfrumvarp á Alþingi: Þriggja manna nefnd kann við- skipti Hafskips og Útvegsbanka Óvissa með uppgjör sauðfjár- afurða hjá SS STJÓRN Sláturfélags Suðurlands ákvað í gær að færa innlagðar sauð- fjárafurðir að fullu inn á viðskipta- reikninga bænda 15. desember og greiða þeim í peningum sem mest af því. Að sögn Matthíasar Gíslasonar fulltrúa forstjóra SS er óvíst hvort mögulegt verður að greiða innlegg- ið að fullu nú, þar sem ekki hefði fengist nauðsynlegt fjármagn til þess. Það væri samdóma álit slát- urleyfishafa og fleiri að þrátt fyrir fyrirgreiðslu stjórnvalda vantaði enn 7—10% upp á að mögulegt væri að greiða sláturafurðirnar út að fullu. Sauðfjárbændur á Suðurlandi hafa nokkrar áhyggjur af þessum málum. Stiórn Félags sauðfjár- bænda í Árnessýslu hefur m.a. skrifað sláturleyfishöfum, land- búnaðarráðherra og fjármálaráð- herra bréf þar sem rík áhersla er lögð á að farið verði eftir stað- greiðsluákvæðum búvörulaganna og sauðfjárafurðir að fullu greidd- ar 15. desember. í bréfinu segir að í sumum tilvikum geti greiðslan ráðið um hvort bændum tekst að bjarga sér frá gjaldþroti. RÍKISSTJÓRNIN lagði fram á Al- þingi f gær frumvarp til laga um þriggja manna nefnd til að kanna viðskipti Útvegshanka íslands og Hafskips. Lagt er tii, að Hæstiréttur tilnefni menn í nefndina. Um hlutverk nefndarinnar og starf segir í frumvarpinu: Hlutverk nefndarinnar er að kanna hvort um óeðlilega viðskipta- hætti hafi verið að ræða í viðskipt- um Útvegsbanka Islands og Haf- skips hf. á undanförnum árum. I því skyni skal nefndin m.a. athuga hvort lánafyrirgreiðsla bankans til fyrirtækisins hafi verið í eðlilegu samræmi við starfsumfang fyrir- tækisins, eiginfjárstöðu þess og tryggingar fyrir skuldum. Könnun nefndarinnar beinist ennfremur að öðrum viðskiptalegum þáttum málsins sem henni þykja þurfa athugunar við, þó ekki þeim atrið- um sem unnin eru af opinberum rannsóknaraðilum lögum sam- kvæmt. Nefndin setur sér starfsreglur, aflar nauðsynlegra gagna og er henni heimilt í samráði við skipta- ráðanda að krefjast skýrslna, munnlegra og skriflegra, af opin- berum aðilum. m.a. starfsmönnum Útvegsbanka Islands. Nefndin skal hafa aðgang að gögnum Hafskips hf. eftir því sem skiptaráðanda þykir fært vegna annarra rann- sóknarhagsmuna. Bankaeftirlit Seðlabanka íslands skal veita nefndinni aðstoð við upplýsingaöflun eftir því sem þörf Þrír sóttu um stöðu borgarbókavarðar ÞRJÁR umsóknir bárust um stöðu borgarbókavarðar í Reykjavík. Um stöðuna sóttu Anna Torfadóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafni, Einar G. Pétursson, deildarstjóri i Landsbókasafni, og Þórdís Þor- valdsdóttir, settur borgarbóka- vörður í Borgarbókasafni Reykja-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.