Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ.'PÖSTUDAGUR 13. DESEMBER1985 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ROBERT PEDERSEN Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd: Nýju fötin keisarans Langt er nú um liðió síðan keisarar voru á meðal vor en það er þó bót í máli að enn fyrirfinnast þeir landsfeður, sem meta það meira en nokkuð annað að íklæðast hugsjónalegu hýjalíni. Þetta með atvinnuleys- ið, viðskiptahallann og umhverfismálin er allt svo flókið og erfitt viður- eignar og þess vegna er það alls ekki svo ónýtt að geta fundið upp á einhverju nýju, nýrri dægurflugu fyrir allt fólkið. Við erum að því leyti verr sett en H.C. Andersen, að nú er ekki við venjulega svikahrappa að fást, lögreglan sér um þá, heldur við heilan herskara af alþjóðlegum draumóramönnum á Norðurlönd- um, sem engu skeyta um raun- veruleikann en láta óskhyggjuna hlaupa með sig í gönur. Og þess- um mönnum hefur nú tekist að fá næstum því alla pólitísku leið- togana til að eltast við það mýra- ljós, sem er kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Stórkostlegt segja flokksfor- mennirnir og stefna til sín mönn- um allt frá Kirkjunesi til Gedser. Stórkostlegt segja mennta- mennirnir og setjast við það með alvöru í svip að semja drög og ályktanir. Ég vona hins vegar að mér leyfist að spyrja þeirrar barna- legu spurningar, hvort þessi hug- mynd sé yfirleitt í nokkru, hvort hún sé ekki bara allsber. Ég veit að visu að þá á ég á hættu að fá sama svarið og í ævintýrinu, „0, sér er nú hvað, heyrið hvað sak- leysinginn segir," en það getur þó verið, að einn hvísli að öðrum því sem barnið sagði. „Eru kjarnorkuvopn í einhverju Norðurlandanna?" - Nei. „Eru til þau pólitísku samtök í Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi eða Svíþjóð sem vilja fá kjarnorkuvopn?" — Nei. „Er eitthvað sem bendir til að önnur ríki vilji af einhverjum ástæðum hafa kjarnorkuvopn á Norðurlöndum?" — Nei. Hér mætti hafa amen eftir efninu en ég ætla þó að halda áfram ögn lengur og vekja máls á ýmsu sem við getum kannski engu um ráðið. Lítum á landakortið og virðum fyrir okkur Norðurlöndin. Er lík- legt að á því svæði sé kjarnorku- vopnaðfinna? Hér hlýtur svarið að vera já. Fyrir nokkrum mánuðum kom bandaríska herskipið „Utah“ til Danmerkur og þá var mikið um það rætt hvort kjarnorkuvopn Robert Pedersen væru um borð í skipinu. Nú veit ég ekki hvort svo var en hallast þó heldur að því. Það byggi ég á því að sem aðilar að NATO hafa Danir, íslendingar og Norðmenn viðurkennt þá gagnkvæmu fæl- ingu, sem heitir ógnarjafnvægið, og felst í því að stórveldin hafi kjarnorkuvopn svo víða, að skyndiárás sé ólíklegur kostur. Ég veit það líka að í sjónum undan ströndum okkar sigla sov- éskir kafbátar með kjarnorku- vopn. „Hugmyndin um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd snýst þá um það að bjóða fulltrúum stór- veldanna til fundar og beita þá þvílíkum þrýstingi að þau neyðist til að friðlýsa Norðurlönd, gera þau að lítilli vin í viðsjárverðum heimi?“ — Nei, það er ekki meiningin að því ég best veit. Fyrir nokkrum árum settu norsk stjórnvöld það skilyrði fyrir viðræðum um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd, að Sovétmenn fækkuðu kjarnorkuvopnum sín- um á Kolaskaga og svarið kom um hæl frá Brezhnev. Það var á þá leið að Norðmenn væru farnir að skipta sér af sovéskum innan- ríkismálum. Fyrir framan mig liggur sam- antekt frá bandaríska sendiráð- inu í Kaupmannahöfn þar sem í meginatriðum er fallist á hug- myndir manna um kjarnorku- vopnalaus svæði en þó ýmsir fyr- irvarar hafðir á um Norðurlönd. Það er því ekki mikils stuðnings að vænta úr þeirri áttinni við hugmyndir norrænu leiðtoganna. Þessar hugmyndir voru raunar saltaðar um stund eftir að sovésk- ur kafbátur búinn kjarnorku- vopnum hafði strandað fyrir utan Karlskrona í Svíþjóð en þegar blaðamenn spurðu einn af frum- kvöðlum ráðstefnunnar í Kaup- mannahöfn nánar um þessa töf þá svaraði hann þeim og sagði: „Hættið nú þessu kjaftæði." Það er nefnilega þannig að þegar norrænir stjórnmálamenn standa augliti til auglitis við raunveruleika neyðast þeir til að hætta við óskhyggjuna. Við getum kannski leyft okkur að vera dálítið stór í sniðum og taka Færeyjar, ísland og Græn- land inn í umræðuna um kjarn- orkuvopnalaust svæði. Um það er einmitt til samantekt eftir fyrr- um yfirmann danska herráðsins, G.K. Kristensen, sem er að vísu á öndverðum meiði við aðra yfir- menn hersins. „Samningur er í sjónmáli ef pólitískur vilji er fyrir hendi," heitir álitsgerðin hans Kristensens, sem vill lýsa því yfir að allt Norður-Atlantshafið sé kjarnorkuvopnalaust. Lesendur hljóta þó að spyrja þessarar sak- lausu spurningar: Ef það er rétt að kjarnorkuvopn séu í hafinu við ísland, í hafinu undan Noregi og í Norður-Atlantshafi, eins og G.K. Kristensen bendir á, hver á þá að flytja þau á brott? í baráttunni fyrir kjarnorku- vopnalausum Norðurlöndum er til einn hópur, sem alls ekki er hægt að saka um óskhyggju, og helsti talsmaður hans er Gert Petersen (sem er þingmaður fyrir sósíalska þjóðarflokkinn). Hann veit það alveg fyrir að ef danska þingið lýsir því yfir, að Danmörk verði kjarnorkuvopalaus, ekki aðeins á friðartímum, heldur einnig á ófriðartímum, þá er í raun verið að lýsa yfir úrsögn úr Atlants- hafsbandalaginu og Gert Peter- sen hefur að sjálfsögðu fullan rétt til að berjast fyrir því. Við gætum auðvitað brugðist við úrsögninni með því að tvöfalda herskyldutím- ann og þrefalda útgjöldin til varn- armála. En hver vill það? Örugg- lega ekki Gert Petersen. Undir lok skrúðgöngunnar rann það upp fyrir keisaranum í ævin- týrinu hvernig í öllu lá og við skulum vona, okkar sjálfra vegna, að þannig verði það einnig með norrænu þjóðarleiðtogana, að þeir fari að takast á við raunveruleg vandamál, ekki bara við hrein ævintýri. Höíundur situr á dan.ska þinginu fyrirjafnaðarmenn. Grein hans birtist ídanska blaðinu Aktuelt. Að gefnu tilefni Hugleiðing um þýðingu á bók eftir Gabriel García Marques t Morgunblaðinu sunnudaginn 1. des. sl. er ritdómur um bókina „Af jarðarför landsmóðurinnar gömlu“ í þýðingu Þorgeirs Þor- geirssonar rith. Þennan ritdóm skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir. Hún segir: „Þorgeir Þorgeirsson tekur nú við af Guðbergi Bergssyni sem þýðandi Marques á íslensku. Ég veit ekki hvort Þorgeir þýðir beint úr spænsku og hef ekki held- ur tök á að bera þýðingu hans saman við frummálið. En íslensk- an á bókinni er óaðfinnanleg og raunar vel það. Óvanalega kjarn- yrt og safaríkt mál eins og Mar- ques sæmir." Já, svo mörg eru þau orð og þó nokkru fleiri sem koma fyrir í ritdóminum. Ég get því miður ekki tekið undir þessi orð, svo ekki sé meira sagt. Mun ég hér færa nokkur dæmi úr fyrstu sög- unni til athugunar. Af nægu er að taka í sögunum, en ekki unnt að tilfæra í stuttum athugasemdum. Fyrsta sagan heitir á frummál- inu: „La siesta del martes". Á ís- lensku: „Þriðjudagslúrinn prests- ins“, (leturbr. mín). í annarri línu segir: „— brunaði inná bananaekrur sem teyðgu sig beggjavegna út í fjarskann —“. Á spænskunni: „Penetró en las plat- anciones de banano, simétricas e interminables —“. Þetta gæti ég hugsað mér þannig á íslensku: (lestin) sniglaðist í gegnum ban- anaekrurnar, eins á báða bóga og endalausar". Miðað við alla at- burðarás sögunnar er hæpið að einn einasti hlutir bruni eða þjóti áfram. Þeir sem til þekkja vita raunar að fólkið, sem Marquez lýs- ir, getur ekki ferðast með hraðlest- um. Myndin verður óraunsæ í þýð- ingu Þ.Þ. Neðst á bls. 7 (fyrstu síðu sög- unnar) er þessi setning: „Annan farangur höfðu þær ekki.“ Þetta er hrein aukasetning. Innskot Þorgeirs. Marquez segir hnitmiðað frá (fátækt) útliti mæðgnanna. Engu þarf við að bæta. Nokkru síðar segir Þ.Þ.: „Braut- arstöðin alveg mannlaus. í forsælu möndlutrjánna handanvið götuna hvergi opið nema á biljardinum." Er þetta „óaðfinnanlegt" og raun- ar vel það — kjarnyrt og safaríkt mál? Svo segir Jóhanna Kristjóns- dóttir. Mín tilfinning ekki. Er þá þessi þýðing vel í stíl við orðalag frá Marques? Dæmi hver fyrir sig en Marquez orðar þetta þannig: „No había nadie en la estación. Del otra lado de la calle, en la acera sombreada por los almend- ros, sólo estaba abierto el salón de billar." Þetta gæti verið þannig: Enginn var á stöðinni. Handan götunnar var hliðarstígurinn í forsælu möndlutrjánna og aðeins opið á knattborðsstofunni. Annað stíldæmi: „— sem voru flest í stíl við bananahöndlunar- byggingarnar." Hérna virðist mér Þ.Þ. vera kominn í stíl við hið margrómaða stofnanamálfar. Jón Ármann Héðinsson Marquez segir: „— sobre el modelo de la compania bananera." Lokasetningar þessarar sögu eru þannig: „Bíðið nú sólarlagsins, sagði prestur. Þið bráðnið í þessum hita, bætir systir hans við. Hún stóð hreyfingarlaus innst í forstof- unni. Bíðiði, ég skal lána ykkur sólhlíf. — Nei takk, sagði konan. Við björgumst svona. Hún rétti telpunni hönd og þær leiddust útá götuna." (bls. 15.) Á spænskunni: — Espenerena que baje el sol — dijoel padre. — Se van a derretir — dijo su hermana, inmóvil en el fondo de la sala. — Espérense y les presto un sombrilla. — Gracias — replicó la mujer. Asi vamos bien. Tomó a la nina de la mano y salió a la calle. Þetta má t.d. þýða þannig: Bíðið lækkandi sólar, sagði presturinn. — Þið lyppist niður — muldraði systir hans, hreyfingarlaus innst í forstofunni. Bíðið við og hún lán- aði þeim sólhlíf. — Takk, sagði konan — við förum svona. Hún greip í hönd telpunnar og þær héldu út á götuna. Ekki veit ég hvort þýtt er beint úr frummálinu en víða kemur fram verulega breytt form í stíl og gæti það bent til að þýtt væri af öðru máli. Tekið er fram að hluti kostn- aðar við þýðingu er greiddur úr Þýðingarsjóði. Þó ég finni hér nokkuð að þýð- ingu Þorgeirs Þorgeirssonar, má ekki taka þessar línur þannig, að ég dæmi úr leik þessa bók. Fengur er að henni og margt vel gert. Hinu er ekki að leyna, að sæmandi er að leggja meiri vinnu í verkið og nálgast með því stíl og anda smásagna Marquezar. Höfundur er fyrrrerandi alþingis- maður. Kambódía: Kínverjar aðstoða andspyrnuöflin , PekinK, 12. desember. AP. NORODOM Sihanouk, leiðtogi and- spyrnuhreyflngarinnar í Kambódíu, skýrði frá því í dag að Kínverjar hefðu ákveðið að veita hreyflngunni aukna hernaðaraðstoð. Vilja Kínverj- ar með þessu búa andspyrnuöflin sem bezt undir átök, sem væntanleg eru við Víetnama á þurrkatíma, sem senn gengur í hönd. Sihanouk sagði Kínverja jafn- framt hafa heitið því að hrella Víetnama áfram meðfram landa- mærum Kína og Víetnam, til þess að Víetnamar neyðist til að halda hluta beztu herfylkja sinna á þeim slóðum. Fylkingar kambódísku andspyrnuaflanna, sem eru þrjár, reyna að heimta föðurlandið úr klóm Víetnama, sem lögðu það undir sig 1978. Sihanouk bar í dag mikið lofsyrði á kíverska leiðtoga og aðstoð þeirra við andspyrnuöflin í Kambódíu. Bretar aðilar að geimvarnaáætlun Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, og Caspar Wein- berger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, takast í hendur er Weinberger kom til búxtaöar for- sætisráðherrans í Downing-stræti 10. Weinberger var í Bretlandi til að undirrita samning við Thatcher um að Bretar taki þátt í geim- varnaráætlun Bandaríkjanna. AP/Símamynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.