Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Morgunblaðið/Olafur Egilsstaðir: í skólanum, í skólanum Brugðið út af venjubundinni stundaskrá í Egilsstaðaskóla Kgilsstöóum, 9. desember. ÞAÐ VAR mikið um að vera í Egilsstaðaskóla í dag — þótt venju- bundinni stundaskrá væri vikið til hliðar um sinn. í handavinnustof- unum var smíðað af kappi eða mótað úr leir, í eldhúsinu var harðsnúið lið nemenda úr 8. og 9. bekk við piparkökubakstur og í öðrum stofum fóndruðu nemendur ásamt foreldrum sínum og kennur- um og sinntu í engu tímamörkum stundaskrárinnar. Afrakstri handa- vinnunnar var síðan jafnharöan komið fyrir á sérstöku sýningar- svæði á göngum og stigapöllum. Síðla dags var opnuð sérstök sýning á framleiðslu dagsins og verður hún opin á skólatíma allt til jólaleyfis — 20. þ.m. Á sýning- unni gefur að líta hvers kyns föndur- og handavinnu, jóla- skraut og myndir tengdar jólum fyrr og nú — allt unnið af nem- endum undir stjórn kennara. Við opnun sýningarinnar í dag lék Skólahljómsveit Egilsstaða undir stjórn Magnúsar Magnús- sonar — auk þess sem nemendur Tónskóla Fljótsdalshéraðs léku einleik á hin ýmsu hljóðfæri og nýstofnaður blásarakvintett skólans lék. Þá tóku samkomu- gestir lagið — og gæddu sér á piparkökum og ágætum drykk — sem blandaður var úr mysu og ávaxtasafa. Að lokum léku tvær upprennandi popphljómsveitir — skipaðar núverandi og fyrr- verandi nemendum skólans — við góðar undirtektir áheyrenda. Það virtist einróma mál manna að starfsdagur þessi hefði í alla staði tekist vel og mátti heyra nemendur segja „að nú væri sko gaman í skólanum!" Hátt á þriðja hundrað manns munu hafa komið á sýninguna í Egilsstaðaskóla í dag. — Ólafur Fagrir gripir fyrir fólk með fágaðan smekk Itölsku gler-messing smáborðin og frönsku lamparnir frá Le Dauphin eru stofuprýði á hverju heimili. HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD IhIhekiahf LAUGAVEGI 170- 172 SÍMAR 11687 • 21240 Viðtalsbók við kon- ur í stjórnmálum á Norðurlöndum Viðtöl við stjórnmálakonur á Norðurlöndum er nýútkomin bók, sem Norræna ráðherra- nefndin hefur gefið út. Þar hef- ur Drude Dahlerup frá Dan- mörku átt viðtöl við nokkrar stjórnmálakonur í hverju Norö- urlandanna um stöðu þeirra og störf í stjórnmálaheiminum, þar sem karlaveldi ríkir af gamalli hefð, en síðustu 10 árin hafa konurnar í flestum landanna í sívaxandi mæli haslað sér þar völl. Viðtölin eru skrifuð á þremur tungumálum, dönsku, sasnsku og norsku. íslensku konurnar tjá sig á dönsku og þær finnsku á sænsku, viðtal við grænlenska fulltrúann er líka tekið á dönsku, en við þann færeyska snúið úr færeysku á dönsku. Orðalisti yfir algengustu orðin og stofnanirnar á öllum málunum fimm er fremst í bókinni. Bókin er 359 blaðsíður og ber heitið „Blomster & Spark, Samtaler med kvindelige politik- era í Norden". A bókarkápu eru nokkrar glefs- ur úr viðtölunum, svo sem um- mælin: „Það var stórkostleg upp- lifun að vera allt í einu valin í einhverja stöðu af því að maður er kona, en ekki þrátt fyrir það að maður er kona“, „Konur eiga að rækja nákvæmlega sama hlut- verk sem karlar í stjórnmálum, þar er enginn munur á“, „Tvennt gat flokkurinn minn aldrei fyrir- gefið mér: að ég hefi aldrei unnið í fiski - og að ég er kona“. Þarna eru viðtöl við margar þekktar stjórnmálakonur á Norðurlönd- um. Á íslandi var rætt við Soffíu Guðmundsdóttur fyrrverandi bæjarfulltrúa á Akureyri, Guð- rúnu Agnarsdóttur og Kristínu Halldórsdóttur þingmenn kvennalistans, Úlfhildi Rögn- valdsdóttur bæjarfulltrúa á Ak- ureyri, Ragnhildi Helgadóttur Höfundurinn Drude Dahlerup sýnir bókina „Blóm og spark“ með við- tölum við stjórnmálakonur á Norð- urlöndum. menntamálaráðherra, og Vigdísi Finnbogadóttur fyrsta kvenfor- setann. Bókinni er skipt í 13 kafla, er bera yfirskriftina: Nú er því lokið, Húsfreyjan og heimahús- móðirin verður sveitarstjórnar- fulltrúi, Með nýju kvennahreyf- ingunum/ kvennahreyfingar í stjórnmálin, Valdakonur í sveit- arstjórnarmálum, Sveitarstjórn- arkonur í litlum samfélögum, Frú ráðherra, Fyrrverandi ráðherrar, Frammámenn í stjórnarand- stöðuflokkum, Mæður smábarna í stjórnmálum, Fáar konur í stjórnmálum, Rétturinn til að vera öðruvísi, Fyrsti kvenforset- inn og loks upplýsingakafli um ástandið á Norðurlöndum. Aftast í bókinni eru upplýsingar um hvar hægt sé að fá hana á Norðurlönd- um. Á Islandi er hana að fá í Bókaverslun Máls og menningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.