Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Norrænn þingmannafundur um kjarnorkuvopnalaus svæði: Barnaskapur eða framlag til friðar? Afstaða Norðurlandaþjóða til kjarnorkuvopna hefur verið ofarlega á verkefnalista norrænna stjórnmálamanna undanfarin misseri. Finnar og Svíar halda á loft tillögum í þessu efni, sem ekki samrýmast aðild Danmerkur, íslands og Noregs að Atlantshafs- bandalaginu. í Danmörku og Noregi hafa ríkisstjórnir borgaraflokkanna lent í minni- hluta í kjarnorkumálum á þjóðþingunum. Utanríkisráðherrar Danmerkur og Noregs hafa orðið að greiða atkvæði á annan hátt um þessi efni en vilji ríkisstjórnanna stend- ur í raun til. Hér á landi er tekist á um það, hvort meirihluti ríkisstjórnarinnar dugi til að styðja ákvörðun hennar um að sitja hjá á þingi Sameinuðu þjóðanna, þegar til- laga um frystingu kjarnorkuvopna kemur til atkvæða þar. Fyrir skömmu var efnt til fundar í Kaupmannahöfn, þar sem þingmenn hvaðanæva af Norðurlöndunum hittust til að ræða um kjarnorkuvopnalaust svæði. Hér birtast kaflar úr ræðum þeirra íslensku þingmanna, sem töluðu á fundinum í Kaupmannahöfn. Eyjólfur Konráð Jónsson Enginn vafi um stefnu ísiands Eyjólfur Konráð Jónsson, formað- ur utanríkismálanefndar Alþingis, greindi frá samþykkt Alþingis frá því í vor, þegar allir flokkar sam- einuðust um stefnu íslendinga í afvopnunarmálum. Þar var ákveð- ið að kanna samstöðu um og grundvöll fyrir samningum um kjarnorkuvopnalaust svæði í Norð- ur-Evrópu. Gerði Eyjólfur þá grein fyrir þessari samþykkt, að Norð- ur-Evrópa næði a.m.k. yfir Norð- urlönd, eyjar á norðanverðu Atl- antshafi og Norður-Þýskaland, þ.e.a.s. Norður-Evrópusléttuna og allt frá Grænlandi til Úralfjalla í Sovétríkjunum. Undir lok ræðu sinnar sagði Eyjólfur Konráð Jónsson: „Vissulega hljótum við íslend- ingar að leggja áherslu á að gaum- gæfilega verði könnuð hugmyndin um kjarnorkuvopnalausa Norður- Evrópu. Enda eru allar umræður um kjarnorkuvopnalaus svæði til- gangslausar, nema um sé að ræða gagnkvæmni og alþjóðlegt eftirlit. Raunar er sú skoðun ekki ný af hálfu íslendinga frekar en svo margra annarra sem raunsætt líta á málin. Get ég þar m.a. vitnað til ummæia ólafs Jóhannessonar, fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra, í skýrslu til Alþingis 1983, en þar sagði hann að formlegur milliríkjasamningur varðandi kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd „hlýtur því eingöngu að koma til greina i víðara sam- hengi þar sem fjallað er um raun- verulega tryggingu þjóða Evrópu fyrir auknu öryggi" Vissulega var það bæði mikið og vandasamt verk að ná fullri samstöðu allra íslenskra stjórn- málaflokka um þessi mikilvægustu málefni mannkyns, en það tókst og þess vegna þarf enginn að velkj- ast í vafa um stefnu íslendinga í afvopnunar- og kjarnorkumálum. Hún er skýr: Kjarnorkuvopnalaust svæði á norðurslóðum verður að ná lengra en til Norðurlanda og vera liður í gagnkvæmum samn- ingum sem ná til ríkja Varsjár- bandalagsins. íslensk stjórnvöld hafa þannig bakhjarl í ályktun Alþingis sem skylt er að kynna öllum sem ræki- legast, og þá auðvitað ekki síst öðrum þjóðum Norðurlanda. í gin úlfsins Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, lauk ræðu sinni á þessum orðum: „Svo mörg lömb hafa horfið í gin úlfsins, að þau sem eftir lifa ættu að vita, að úlfurinn er þrátt fyrir allt hættulegur. Litlu lömbin tryggja ekki öryggi sitt með því að taka sig út úr hjörðinni — eitt og eitt í einu — og semja við úlf- inn. Úlfurinn étur þá bara eitt og eittíeinu. Hugmyndin um „kjarnavopna- laust svæði á Norðurlöndum" er þess vegna ekki góð — út frá sjón- armiði lambsins — en býsna freistandi, út frá sjónarmiði úlfs- ins. — Hún er pólitískt barnaleg, — hún er hernaðarlega hættuleg — og siðferðilega — gagnvart samábyrgð með hinum lömbun- um — er hún beinlínis vafasöm. Hvað eigum við þá að gera? Við eigum að halda ró okkar — og forðast að fara á taugum. Við eigum að standa saman — einn fyrir alla, allir fyrir einn. Auðvitað vilja friðsamar lýðræðis- þjóðir bægja frá dyrura sínum kjarnavopnavánni. Það hljótum við að gera í gagnkvæmum samningum: Um að fjarlægja kjarnaeldflaug- Jón Baidvin Hannibalsson arnar beggja megin víglínunnar; um stöðvun á framleiðslu og til- raunum með k-vopn; um afvopnun og samdrátt herja beggja aðila. Önnur leið er ekki fær, nema á kostnað frelsis og mannréttinda. Um það snýst þessi deila. Ef við viljum semja um kjarna- vopnalaus svæði, þá gerum við það í samvinnu við bandalagsþjóðir okkar. Tilgangurinn væri auðvitað sá, að eldflaugarnar, sem nú er beint að skotmörkum í V-Evrópu, yrðu fjarlægðar. Það heitir kaup kaups. Einhliða yfírlýsingar eru til þess eins fallnar að slá vopnin úr hönd- um okkar, áður en sest er að samningaborði, og eyðileggja samningsstöðu lýðræðisríkjanna. Við eigum val. En valið stendur ekki um: Stríð eða frið. Við kaupum ekki friðinn hvaða verði sem er. Valið stendur um: Frið með frelsi — eða ánauð. ófrjálsir menn eru ekki til friðs. Frelsið er frumburðarréttur mannsins. Sviptirðu hann frelsinu, mun hann reyna að endurheimta það, með góðu eða illu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Fólki, sem lengi hefur búið við öryggi velferðarríkisins, hættir til að vanmeta það, þangað til menn þurfa á því að halda sjálfir. Það skilja allir góðir sósíaldemókratar flestum öðrum betur." Ólafur G. Einarsson Staöa íslands Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði meðal annars: „Þegar rætt er um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum hefur það ekki alltaf legið skýrt fyrir hvort hugmynda- og tillögu- smiðir hafa viljað telja fsland til Norðurlandanna í þessu samhengi. Að mínu mati hlýtur þó fsland að skoðast hluti af Norðurlöndunum í þessu efni eins og öðrum. Ekki síst er það óhæfa, að telja ísland ekki til Norðurlanda í þessu sam- hengi, sé kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum jafnmikil- vægt framlag til friðar og öryggis í heiminum og sumir vilja vera láta. Spurningin sem íslendingar standa frammi fyrir þegar rætt er um kjarnorkuvopnaíaust svæði er einfaldlega þessi: Eiga íslend- ingar með einhliða yfirlýsingu og í samfloti með öðrum Norður- landaþjóðum að lýsa því yfir í eitt skipti fyrir öll að þeir muni aldrei heimila flutning kjarnorkuvopna til landsins? Þegar þessari spurningu er svar- að þurfa menn að huga að því hverju það breyti fyrir lslendinga að lýsa þessu yfir. Stuðlar það að friði í heiminum? Eykur það ör- yggi þeirra sjálfra? Hefur það í för með sér að ríki, sem nú beinir kjarnorkueldflaugum á ísland, snýr þeim eitthvað annað? Er ástæða til að binda hendur sínar á þennan hátt í eitt skipti fyrir öll í stað þess að hafa það frálsræði sem íslensk stjórnvöld hafa nú? Ég skal hreinskilnislega viður- kenna það að svörin við þeim spumingum, sem ég varpaði fram, ber öll að sama brunni: Það er óskynsamlegt að fórna því ástandi, sem nú ríkir, á altari óvissunnar. Of mikið er i húfi og of litlar vonir bundnar við það, að einhliða yfir- lýsing Norðurlandanna dragi úr hættu á kjarnorkuárás á þau. Hvers vegna skyldum við treysta á einhliða yfirlýsingar í þessum efnum hér á Norðurlöndum, þegar við hvetjum til þess að afvopnun annars staðar fari fram með gagn- kvæmum hætti? Hvers vegna vænta menn svo mikils af því að þjóðir, sem ekki ráða yfir neinum kjarnavopnum, lýsi því yfir, að þær ætli að vera kjarnorkuvopna- lausar? Segir sagan okkur, að það sé það skynsamlegasta, sem menn gera, til að tryggja eigið öryggi og ann- arra að afsala sér vörn með þeim vopnum, sem öflugust og ógn- vænlegust eru talin. Frumskilyrð- ið er auðvitað að gagnkvæmni ríki um afvopnun hér um slóðir eins og annars staðar." Guðrún Agnarsdóttir Vopn leysa ekkivandann Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður Kvennalistans, sagði meðal ann- ars: „Kvennalistinn stefnir að sam- félagi, þar sem virðing fyrir lífi og sameiginleg ábyrgð eru lögð til grundvallar. Við erum ekki þeirrar skoðunar, að unnt sé að leysa úr mannlegum vandamálum með vopnum og við viljum, að öll hern- aðarbandalög séu leyst upp, við viljum allsherjarafvopnun og frið. Við viljum tryggja, að aldrei verði leyft að koma kjarnorku- vopnum fyrir á íslandi, að efna- hagslögsaga íslands verði friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum og kjarn- orkuknúnum farartækjum. Við mótmælum því harðlega, að geislavirkum efnum og eiturefnum skuli sökkt í hafið. Við erum þeirr- ar skoðunar, að alþjóðalög, sem leggja bann við slíku háttalagi, eigi að vera ofarlega á dagskrá og hljóti að vera mál, sem allar þjóðir geti sameinast um, hvað sem líður þátttöku í bandalögum eða stjórn- málaskoðunum. Kvennalistinn styður heilshugar tilraunir til að koma á þeirri skip- an, að öll Norðurlönd, lofthelgi þeirra og lögsaga, verði lýst kjarn- orkuvopnalaust svæði, og að þjóð- irnar lofi því, að hafa hvorki né framleiða slík vopn innan landa- mæra sinna. Auk þess viljum við, að Norður- lönd komi á fót eftirliti með því að reglum um kjarnorkuvopna- laust svæði sé framfylgt og hafi sjálf úrslitavald um það, hvernig eftirlitinu sé hagað. Slíkar tillögur verða hvorki samþykktar né framkvæmdar nema löndin nái samkomulagi um ýmis skilgreiningaratriði svo sem eins og það, hvað séu kjarnorku- vopn, hvað séu yfirráðasvæði og hver séu mörk þeirra svæða, hvernig eftirliti skuli háttað o.s.frv. Um þessi atriði verðum við óhjákvæmilega að fjalla og við getum greitt úr þeim. Þótt ísland hafi vissa sérstöðu meðal Norðurlanda, þegar litið er til hermála, þá er hvergi að finna kjarnorkuvopn á norrænu landi. Með aðild sinni að samningnum um bann við dreifingu kjarnorku- vopna hafa öll Norðurlöndin skuld- bundið sig til að nota hvorki né útvega sér slík vopn. í samráði við samherja Birgir Isl. Gunnarsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, vísaði til tillögunnar um afvopnunarmál, sem samstaða náðist um á þingi í maí síðastliðnum og gerði svo- fellda grein fyrir efni hennar: „Hvatt er til að kannaðir verði möguleikar fyrir samningum um kjarnorkuvopnalaus svæði í Norð- ur-Evrópu á landi, í lofti og á hafinu og verði það liður í sam- komulagi til að draga úr vígbúnaði og minnka spennu. Með Norður- Evrópu er í tillögunni átt við lönd í Norður-Evrópu frá Úralfjöllum til Grænlands, þ.e. lönd sem eru þátttakendur í Atlantshafsbanda- laginu, Varsjárbandalaginu eða eru hlutlaus og væru reiðubúin að ganga til slíkra samninga. Hug- myndin um kjarnorkuvopnalaus svæði á Norðurlöndum er þannig tengd víðtækara samkomulagi eða m.ö.o. hafnað er hugmyndum um einhliða yfirlýsingu eða ákvarðan- ir Norðurlanda í þessum efnum. Þegar talað er um víðtækara samkomulag hljóta augu manna að beinast að hinu mikla víghreiðri Sovétmanna á Kolaskaga og við Eystrasalt. Skilyrði þess að yfírlýs- ing um kjarnorkuvopnalaus Norð- urlönd hafi eitthvert gildi er að slík vopn sem beina má til Norður- landa verði fjarlægð. Allir vita að á engu Norðurlandanna eru kjarn- orkuvopn. Það er auðvitað mikil- væg staðreynd. Þrjú Norðurlandanna, ísland, Danmörk og Noregur, eru í Atl- antshafsbandalaginu, því varnar- bandalagi, sem varðveitt hefur frið í Evrópu í 36 ár og er það eitt lengsta friðartímabil í sögu Evr- ópu. Við viljum njóta góðs af þessu bandalagi, en einn af hornsteinum þess er að litið er á bandalagssvæð- ið sem eina heild, það er sameigin- legt varnarsvæði. Allar umræður um kjarnorkuvopnalaus svæði á Norðurlöndum hljóta því að fara Birgir ísl. Gunnarsson fram í samráði við samherja okkar i Atlantshafsbandalaginu og verða liður í þeirri óhjákvæmilegu stefnu bandalagsins að draga úr kjarnorkuvopnakapphlaupinu. Samstaða á Vesturlöndum innan Atlantshafsbandalagsins um mál af þessu tagi er grundvallaratriði að mínu mati. Eg vil geta um í þessu sambandi, að fyrir nokkrum vikum kom til Islands Michel Voslensky, sovéski sagnfræðingur- inn sem nú býr á Vesturlöndum og ritaði hina frægu bók Nomen- klatura. Hann starfaði um árabil í innsta hring sovéska kerfisins og þekkir það út og inn. Hann sagði: „Sovétríkin leita eftir pólitískum áhrifum á Vesturlöndum og helst pólitískum yfirráðum. Ein helsta leiðin til að ná þeim markmiðum er að brjóta niður samstöðu Vest- urlanda, kljúfa þau hvert frá öðru og gera Vestur-Evrópu þannig í heild veika og auðveldari við- fangs.“ Einhliða yfirlýsing Norðurlanda um kjarnorkuvopnalaus svæði, sem ekki væri í samræmi við heild- arvarnarstefnu Atlantshafs- bandalagsins, væri þannig einn þáttur í sundrungu Vestur- Evrópu, líkleg til að skapa óróa og tortryggni og því í reynd ekki líkleg til að auka friðarlíkur í heiminum." Mun vekja traust Kristín Kvaran, Bandalagi jafn- aðarmanna, sagði: „Bandalag jafnaðarmanna legg- ur á það sérstaka áherslu að vinna að friði og afvopnun. Það fé, sem með því sparast, ef dregið er úr framleiðslu vopna, má nota til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.