Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 29 Lækkun á olíu á heimsmarkaði: Óvíst hvort verð á olíu- vörum lækk- ar hér VERULEG verðlækkun hefur orðið á jarðolíu á heimsmarkaði að und- anlornu og á mánudag var tilkynnt um töluverða lækkun á unnum olíu- vörum í nágrannalöndum okkar. Alls er óvíst hvort olía lækkar hér á landi í kjölfar þessa, en að sögn Árna Ólafs Lárussonar, fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs hjá Skeljungi, fer áhrifa lækkunar á heimsmarkaði í fyrsta lagi að gæta í innkaupum íslendinga í janúar eða febrúar. „Það er rétt að framleiðsluverð fullunninnar olíu hefur snarlækk- að erlendis," sagði Árni, „en því miður sitjum við uppi með þetta gamla verðlagskerfi sem útilokar allt frjálsræði í verðmyndun inn- anlands. Allar verðlagsákvarðanir eru teknar af stjórnvöldum og nú er verið að leiðrétta fyrri ákvarð- anir í verðlagningunni, sem þýðir að aukagjald er lagt á svartolíuna. Þar á ég við mismun á útsöluverði sem var neikvæður á árunum 1984—85 og nú er verið að jafna út. Auk þess eru verulegar olíu- birgðir fyrir í landinu sem keyptar voru á gamla verðinu þannig að áhrifa frá þessari verðlækkun fer ekki að gæta hér fyrr en í janúar eða febrúar, sem er þó auðvitað mismunandi eftir tegundum. Verði þessi verðlækkun til fram- búðar mun hún að sjálfsögðu leiða til lækkunar á olíuvörum hér á landi að því gefnu að gengi ís- lensku krónunar verði stöðugt. Þessarar verðlækkunar mun þó auðvitað gæta minna varðandi þær olíuvörur sem mikil opinber gjöld hvíla á — t.d. eru rúmlega 60 pró- sent af bensínverði opinber gjöld en innkaupsverðið vegur ekki nema 23 til 27 prósent. Verðlækk- un erlendis hefur þannig aðeins áhrif á fjórðung bensínverðsins. í heild gæti þessi verðlækkun komið sér afskaplega vel fyrir þjóðarbúið ef hún verður til frambúðar." — Telurðu líklegt að þessi verð- lækkun olíu verði til frambúðar? „Ég treysti mér ekki til að spá neitt um það. Það hafa verið mikl- ar verðsveiflur á þessum markaði undanfarin ár, og þó þessi sé með þeim stærri held ég að enginn í olíubransanum treysti sér til að spá fyrir um verðið til frambúðar," sagði Árni. TIME ræðir við íslensk- an hjúkrunar- fræðing BANDARÍSKA vikuntið TIME fjallar í nýútkomnu riti sínu um sjúkrahús sem Alþjóóaráó Rauóa krossins rekur í flótta- mannabúóum á landamærum Thailands og Kampútseu og er m.a. rætt við íslenskan hjúk- runarfræóing, Jón Karlsson að nafni, sem starfar á sjúkrahús- inu. Hjá Rauða krossi íslands fengust þær upplýsingar að Jón væri 16. íslendingurinn sem starfar á þessu sjúkrahúsi fyrir flóttafólk, frá því að því var komið á fót árið 1979. Starfs- tíma Jóns þar ytra lýkur í janúarlok og kemur þá annar íslenskur hjúkrunarfræðingur í hans stað. Verð888kr En hugsanir mínar færðu aldrei, Sverre Asmervik Mögnuð skáldsaga um líf og örlög gleðikvenna. Verð 948 krónur. Fórnareldur, Mary Stewart Fáum höfundum er eins lagið að semja spennandi og rómantískar sögur með óvæntum endi. Verð 798 krónur. Eyja örlaganna, Phyllis A. Whitney Ein besta bók höfundar sem nýtur sívaxandi vinsælda á islandi. Verð 798 krónur. Svikavefurá sjúkrahúsi, Heinz G. Konsalik Konsalik er einn víðlesnasti afþreyingarhöfundur í heiminum. Áður hafa komið út á íslensku bækurnar Hjartalæknir mafíunnar, Eyðimerkurlæknirinn og Hákarlar um borð. Verð 888 krónur. Olíubylgjan blakka, Hammond Innes Sialdan hefur Hammond Innes tekist betur upp að skapa magnaða spennu. . Verð 888 krónur. Bráð banaráð, David Morrell Eftirfyrstu bók Morrells, I greipum dauðans, vargerðsamnefnd kvikmynd og söguhetjan Rambó varðsíðartilefni annarrar geysi- vinsællar myndar. Verð 888 krónur. ir\| I\INvI Njósnir á hafinu, Alistair MacLean 11 ) LJ1 N1 N Hljóðlaust og átakalaust og án aðvörunar, rétt eins og þegar rafstraumur fer af stór- borg, slokknuðu Ijósin um borð í sjúkra - skipinu San Andreas rétt fyrir dögun . Verð 888 krónur. ARA"~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.