Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 '~f?eQluv-n&r e-ídfcert urr , að jm-ér sé. ÓK’eim'lt aé ^érr " Ast er... u' |Ui^O ... aö vera hugg- an TM Reg U.S Pat. Ott - all rights reserved ®1985 Los Angeíes Trmes Syndicate Mig dreymdi að bátur kæmi hér og pláss var fyrir annan okkar ... HÖGNI HREKKVÍSI Góð þjónusta í Garðshorni Kæri Velvakandi. Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti mínu til starfsfólks verslunarinnar Garðshorns í Foss- vogi. Þannig var að móðir mín færði mér að gjöf stóll (rennibraut) með útsaumuðum stramma sem hún hafði verið mörg ár að vinna. Einhvern veginn felldi ég mig ekki við stólinn sem hún hafði valið til að setja strammann á, svo ég brá mér bæjarleið og kom við í Garðs- horni, þar sem stólinn hafði verið keyptur, í von og óvon. Ég spurði kaupmanninn hvort hægt væri að fá strammann fluttan á aðra stól- grind og hvort hægt væri að fá hann aftur fyrir helgi (þetta gerð- ist á fimmtudegi) því maðurinn minn átti afmæli á á laugardegin- um. Hann sagðist ætla að reyna hvað hann gæti og sagði mér að koma á laugardagsmorgninum sem ég og gerði. Viti menn, stóllinn var tilbúinn þegar ég kom og það sem meira var. Verðlagi var mjög stillt í hóf miðað við að í þessu liggur talsverð vinna. Þetta finnst mér vera einhver sú liprasta og elskulegasta þjón- usta sem ég hef fengið hér á landi og þótt víðar væri leitað. Eg hef síðan komið þarna nokkr- um sinnum með manni mínum bara til að skoða, því það eru sannkallaðir undraheimar þarna í Garðshorni og allir neðanjarðar. Sem sagt, heilt flæmi leynist neð- anjarðar fullt af húsgögnum og öðrum munum sem gaman er að skoða, einkum með hliðsjón af því að manni líður ekki eins og óvel- komnum heldur þvert á móti; hjartanlega velkomnum. Inga. Kæri Velvakandi. Mig langar að senda öllum lög- reglumönnum hugheilar jóla- og nýársóskir með hjartans þakklæti fyrir alla þá hjalp sem þeir hafa auðsýnt mér í gegnum árin. Þeir hafa gert það af alúð og gleði. Ég bið þeim guðs blessunar. Einnig óska ég hinum nýkjörna lögreglu- stjóra gæfu og gengis í sínu ný- skipaða embætti. Minn innri leið- arvísir tjáir mér að Böðvar Braga- son muni hafa réttlætið og mann- kærleikann að leiðarljósi. Einnig langar mig að senda öll- um landsmönnum hugheilar óskir um gleðilega jólahátíð. Megi hið nýja ár, 1986, færa öllum frið og kraft til að rækta sinn innri mann og að bera virðingu fyrir hinu ófædda lífi og öllu því sem lifir. Ég vil minna á málleysingjana. Dýrin hafa sál og heitar tilfinningur, hvoru tveggja til sársauka og vel- líðunar. Gleymið ekki að sýna þeim miskunn og góða umhirðu. Ég bið alla þá sem hafa veiðar að áhugamáli að hætta að deyða dýr og fugla. Með háttum sínum valda þeir óbærilegum þjáningum. Hættið þessum ljóta leik. Þeir sem stunda þessa iðju ættu að íhuga þá óhamingju sem þeir kalla yfir sig og sína. Lögmál guðs lætur ekki að sér hæða. Við fáum allt til baka og það kemur að uppgjöri á öllum sviðum mannlífsins. Það skulum við muna. í Guðs friði. Þorbjörg Sigurðardóttir, Austurbrún 6. Víkverji skrifar Alheimsdrottningin okkar, Hólmfríður Karlsdóttir, er væntanleg til íslands í dag. Er það í fyrsta sinn sem hún stígur fæti á landið eftir hinn frækilega sigur í London á dögunum. Hennar bíður glæsileg móttökuathöfn að því er segir í fréttum og er það að vonum. Víkverji var svo ljónheppinn að vera beðinn um það fyrir allmörg- um árum að taka sæti í dómnefnd Fegurðarkeppni íslands. Hann var þá kornungur blaðamaður og þetta varð hin mesta lífsreynsla. í nefndinni sátu fyrrverandi fegurð- ardrottning, sem var formaður, tveir blaðamenn og ritstjórar tveggja vikublaða sem þá komu út en hafa nú verið lögð niður. Ekki var umgerð keppninnar eins glæsi- leg og nú tíðkast né undirbúningur mikill. Nefndin hittist fyrst kvöld- ið sem keppnin fór fram, ræddi stuttlega við dísirnar og fylgdist með þeim ganga um sali bíóhúss- ins, þar sem keppnin fór fram. Síðan voru atkvæði greidd og fyrir valinu varð stúlka, sem að mati Víkverja og margra fleiri er í hópi fegurstu stúlkna, sem borið hafa hinn eftirsótta titil. Hins vegar var nefndin ekki beðin að dæma oftar þótt svona vel hafi til tekizt, Vík- verja til sárra vonbrigða. Allar götur síðan hefur bréfrit- ari verið harður stuðningsmaður Fegurðarsamkeppni íslands og verið afar ánægður með fram- kvæmd keppninnar undanfarin ár. Hún hefur verið haldin með reisn og glæsileika. Sigur Hólmfríðar í keppninni Miss World fyrir skömmu var svo hápunkturinn og varla er til sá íslendingur sem ekki hefur fyllst gleði og stolti þann dag. íslendingar sameinast í því að bjóða Hólmfríði hjartanlega velkomna heim úr sigurförinni. XXX Símaskráin er mikilvægasta bókin, sem gefin er út á íslandi á hverju ári. Miklu varðar, að upplýsingar í bókinni séu réttar. Það getur sparað mikla fyrirhöfn. Sérstök ástæða er til að vekja á því athygli að samkvæmt nýlegri auglýsingu í blöðunum þurfa sím- notendur að tilkynna breytingar fyrir 15. desember vegna síma- skrár, sem út kemur árið 1986. XXX Að því var vikið hér í þessum dálki á þriðjudaginn, að marg- ir málsmetandi menn hefðu vanið sig á þann ósið að kalla hlutina röngum nöfnum í opinberri um- ræðu. Tilefnið var viðtal við Hall- dór Guðbjarnason bankastjóra Útvegsbankans, sem kallaði um- ræðu um Hafskipsmálið og mál Útvegsbankans róg. f ræðu á Alþingi sama dag var Matthías Bjarnason bankamála- ráðherra á sömu buxunum. Hann sakaði fjölmiðla um ábyrgðarleysi í umfjöllun sinni um málið og sagði að samdráttur innlána hjá Útvegs- bankanum næmi 58% í kjölfar fjölmiðlaumræðu um vanda Haf- skips og Útvegsbankans. Það er nauðsynlegt að árétta það hér, að undirrót vantrúar spari- fjáreigenda á Útvegsbankanum er ekki umræðan um málið heldur þau mistök sem urðu við stjórn bankans og leitt hafa til herfilegr- ar eignarfjárstöðu hans. Það væri fyrst hægt að tala um ábyrgðar- leysi fjölmiðla, ef þeir hefðu ekki fjallað um þetta alvarlega mál. Hitt er svo annað mál, að sú skylda hvílir á stjórnendum fjöl- miðla að fjalla rétt um málið og af sanngirni og forðast yfirdrifnar yfirlýsingar, sem geta skaðað menn og fyrirtæki. I þeim efnum hafa sumir farið út af sporinu. Það hefur áður gerst og jafnan eru það sömu fjölmiðlarnir sem skjóta yfir markið. Fólk ætti að vera farið að þekkja þá úr og þá einnig hina, sem hægt er að treysta að fari með rétt mál. xxx egar Víkverji kom til vinnu sinnar í gærmorgun var veðrið dásamlega fagurt, milt og stillt. Við íslendingar getum ekki nóg- samlega þakkað máttarvöldunum fyrir þá hagstæðu tíð sem verið hefur í haust og það sem af er vetri. Hinsvegar er mjög hált hér sunnanlands og urðu t.d. 60 árekstrar á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. í sumum tilvikum voru bílarnir fleiri en einn svo nálægt 150 bílar hafa lent í þessum árekstrum. Þá hafa gangandi veg- farendur hlotið slæmar byltur. Nauðsynlegt er að bæði gang- andi og akandi vegfarendur sýni fyllstu aðgát við þessar erfiðu aðstæður. Höldum slysum í um- ferðinni í lágmarki og stuðlum að því að sem flestir eigi ánægjuleg jól-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.