Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 51 Málverk í röngum miðli Myndbönd Árni Þórarinsson Sumar bíómyndir glata stórum hluta af áhrifamætti sínum við að flytjast á hinn kassalaga myndflöt sjónvarpstæk- isins. Stundum fær að vísu hið ílanga form kvikmyndarinnar aö halda sér og eru þá svartar rendur fyrir ofan og neðan. I>etta gerist á kostnað stærðar- innar; myndin verður einatt óþægilega lítil á fletinum. En þessi aðferð við yfirfærslu á myndbönd er engu að síður skömminni skárri en sú algengasta. Hún felst í því að aðlaga breiðtjalds- myndina kassaforminu með aðdrætti, — taka út miöjuna á filmunni og láta hana fylla út í skerminn. Þetta þýðir að stórir hlutar hennar til beggja kanta verða útundan og vafalaust hafa flestir sjónvarpsáhorfendur og myndband- snotendur tekið eftir því hvernig leikar- arnir eru eins og afskornir; í nærmynd- um sjást stur.dum bara nef og hökur og í víömyndum vantar stóran hluta af „aksjóninni" til vinstri og hægri. Richard Gere í Days of Heaven. BANDALAG HÁSKÓLAMANNA HÁSKÓLAKENNSLA UTAN REYKJA VÍKUR Bandalag háskólamanna heldur opinn fund um háskólakennslu utan Reykjavík- ur laugardaginn 14. desember kl. 13.30 í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísinda- deildar Háskóla íslands. Dagskrá: Ávarp: Gunnar G. Schram, formaöur BHM. Framsögueríndi: Sigmundur Guöbjarnason, háskólarektor, Tryggvi Gíslason, skólameistari, Valdi- mar K. Jónsson, prófessor. Frjálsar umræður. Fundarstjóri veröur Guölaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari. Áhugamenn um háskólamálefni eru hvattir til aö koma á fundinn. Bandalag háskólamanna I sjálfu sér er svona yfirfærsla tilræði við þær bíómyndir sem vanda til myndbyggingar, því öllum hlut- föllum er raskað. Sláandi dæmi um þetta er eitthvert magnaðasta mál- verk í kvikmyndaformi sem gert hefur verið, bandaríska bíómyndin Days of Heaven. Hún er verk eins sérstæðasta kvikmyndagerðarmanns Bandaríkjanna, Terrence Malick. Malick hefur mér vitanlega aðeins gert tvær myndir. Sú fyrri var Bad- lands árið 1974 og var gerð fyrir lítinn pening en vakti mikla athygli fyrir þann persónulega stíl sem krist- allaðist enn frekar í Days of Heaven fjórum árum síðar. Báðar þessar myndir fjalla um ungt fólk sem í rótleysi sínu lendir í hringiðu of- beldis. í Days of Heaven leika Ric- hard Gere og Brooke Adams par sem starfar við landbúnað í Texas árið 1916 og er Sam Shepard atvinnuveit- andi þeirra. Þau þykjast vera systk- ini en eru elskendur og þegar Shep- ard verður ástfanginn af Adams missa þau tökin á atburðarásinni. En þessi ástarsaga er aukaatriði 1 myndinni, og hún er býsna gloppótt, bæði hvað varðar persónusköpun og dramatíska framvindu. Days og Heaven er efnislega í molum; atriðin eru svo snubbótt og knöpp að þau fjúka út í veður og vind og Malick klippir látlaust á landslag og nátt- úru, dýr og jurtir. Samhengið gliðnar og samtöl og umhverfishljóð renna saman í kliðmjúkan nið. En þetta er sá stíll sem Malick velur og efnið verður hreinlega undir honum. Það sem gerir Days of Heaven hins vegar að merkilegri kvikmynd er einstök tökuvinnsla tveggja frægustu kvik- myndara sem uppi eru, Nestor Alm- endros og Haskell Wexler. Þeir taka myndina á 70 mm filmu sem er afar sjaldgæft og laða fram furðulegustu litbrigði í rauðglóandi tónum. Þetta skilar einhverjum eftirminnilegustu myndskeiðum sem ég hef séð, einkum af vinnu fólksins á ökrunum. í sam- spili við tónlist Ennio Morrecone og Leo Kottke eru þessi ljóðrænu mynd- skeið hvert fyrir sig sjálfstæð lista- verk. Það gefur augaleið að 70 mm mál- verk verða svipur hjá sjón í kassafor- mati sjónvarpsins. En þegar ekki gefst kostur á að sjá þau í réttum miðli er myndbandið skárra en ekk- ert. Stjörnugjöf: Days of Heaven ★★★ PLAYBOY ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 - SIMI 91-84670 Aörir útsölustaöir: Pípulagningarþjónustan Versl. Bókaversl. Kaupf. Fram Jón Halldórsson Ægisbraut 27 Einars Guðfinnssonar h/f Þórarins Stefánssonar 740 Neskaupstaö Drafnarbraut 8 300Akranes 415Bolungarvík 640 Húsavík Skiöaþjónustan 620 Dalvík Vélsmiöjan Þór Versl. Húsiö GesturFanndal Fjölnisgötu 4 Versl. Skógar 400 ísafjöröur 340 Stykkishólmur 580 Sigluf jöróur 600Akureyri 700 Egilsstaöir TOPP merkin í íkíða- vörum Setjum bindingar á meðan beðið er. öfUð d Vertu kl' DACHSTEIN TYROLIA adidas ^ Klemm Við bjóðum aðeins viður- kenndar vörur. Og við leggjum okkur fram við að veita þér góða og skjóta þjónustu. AA FISCHER Kanaríeyjar -Tenerife—Gran Kanari Orugg sólskinsparadts í skammdeginu. Enska ströndin - Ameríska ströndin - oagtiugbáöarleiðir. Las Palmas- Puerto de la Cruz Fullkomin þjónusta Beint leiguflug, verð frá kr. 29.840,- iStens>urterarsiióri. Jólaferð 18. des., 22 dagar. 8. janúar 4 vikur á 3 vikna verði. 4. febr. og 26. febr., 22 dagar. Páskaferð 19. mars, 14 dagar. Þiö veljið um dvöl í ibúðum, án matar, eða á fjögurra og fimm stjömu hótelum með morgunmat og kvöldmat, á eftirsóttustu stöðum Kanaríeyja. Fjölbreyttar skemmti- og skoóunarferðir. Sjórinn, sólskiniö og skemmtanalifið eins og fólk vill hafa það. Aðrarferðir okkar: Jólaferð: Landið helga, Egyptaland, London, 18. des. -19 dagar. Kanaríeyjar, brottföralla þriðjudaga, 2, 3 eða 4 vikur. Malta, vetrardvöl. Viku- og helgarferðir til Evrópuborga FUJCFERÐIR SOLRRFLUC Vesturgötu 17. símar 10061,15331 og 22100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.