Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Reyna að ná sýnishorni af halastjörnunni San FrancLsco, 11. desember. AP. LOFTTEGUNDIR frá Halley- halastjörnunni fara svo langt frá stjörnunni sjálfri, að geim- fari frá jörðu á að vera mögulegt að ná sýnishornum af þeim, að sögn embættismanns hjá banda- rísku geimvísindastofnuninni. Samt mun geimfarið verða í 18 milljón mílna fjarlægð frá stjörnunni. Rannsóknarferð á vegum stofnunarinnar er fyrir- huguð, en auk þess verða tvær ferðir á vegum Sovétmanna, tvær á vegum Japana og ein á vegum evrópsku geimrannsókn- arstofnunarinnar. Þessi mynd var tekin af geimvisindastofnun háskólans í Japan og sýnir hala- stjörnu Halleys að nálgast sól- kerfi okkar. Halinn á henni er áætlaður vera um 3 milljón míl- ur. Fyrsta ferðin út fyrir svið sólbrautarinnar: Geimfar kannar segulsvið og rafgas við sólskautin San Francisco, 10. desember. AP. KÖNNUNARFARI, sem nefnt hef- ur verid Ulysses, verður skotið á braut um sólu frá geimferju í maí næstkomandi og verður það fyrsta geimfarið sem fljúga mun á braut um póla sólarinnar. Það er evrópska geimvísindastofnunin, ESA, sem smíðar Ulysses. Geimvísindamenn telja að eigin- leikar sólarvindanna og segulsviðs sólar séu aðrir við skaut sólarinar en við miðbaug hennar. Tilgangur ferðarinnar er að ganga úr skugga um hvort svo sé. Ferð Ulysses mun taka fimm ár og kostnaður við tilraunina verður um 400 milljónir dollarar. Rann- sóknarfarinu er ætlað að leysa óleystar ráðgátur í eðiisfræði sól- arinnar og sólkerfisins. Er könn- uðinum ætlað að kortleggja segul- svið sólarinnar við pólana, brautir Ónæmistæring kemur upp í Sovétríkjunum Moskvu, 12. deseniber. AP. SOVÉTMENN viðurkenna nú fyrsta sinni að upp hafi komið tilfelli ónæm- istæringar (AIDS) þar í landi. Skýra þeir ekki frá fjölda sjúklinga en gefa í skyn að hann sé innan við 10. Sovétmenn héldu því fram til skamms tíma að ónæmistæring væri sjúkdómur, sem væri afleiðing tilrauna á vegum Pentagon, bandaríska varnarmálaráðuneytisins. í grein í menningarblaðinu Sovi- æð. Ekki er skýrt frá því hvar í etskaya Kultura er skýrt frá því að ónæmistæring hafi borizt til Sovétríkjanna. Sjúkdómnum er lýst og þar sagt að hann herji fyrst og fremst á homma og eiturlyfja- neytendur, sem sprauti eitrinu í Sovétríkjunum ónæmistæring hef- ur komið upp. Sódómska er bönnuð í Sovétríkj- unum og refsiverð. Eru viðurlögin allt að átta ára fangelsi. Fikni- efnaneyzla sætir einnig þungri refsingu. í greininni er ekki vikið að því hvort sovézku ónæmistær- ingarsjúklingarnir séu hommar eða fíkniefnaneytendur, en bent er á að 78% sjúklinga í Bandaríkj- unum séu hommar og 15% eitur- lyfjaneytendur. Allt til þessa hafa sovézkir fjölmiðlar sagt AIDS vera sjúkdóm, sem runninn væri undan rifjum CIA og Pentagon, og að hann bærist með og milli öfug- hneigðra manna. sólvindanna, sem er heitt rafgas, hverra rafeindir þjóta frá sólu með hraða sem nemur nærri 1,6 millj- óna kílómetra á klukkustund. Ulysses mun í raun og veru ekki fara mjög nærri sólu, fjarlægð hans verður um 210 milljónir km þegar farið verður næst sólu, en til samanburðar er jörðin um 150 milljónir kílómetra frá jörðu. Ulysses mun hins vegar fara lengra út fyrir sólbauginn, því sviði sem reikistjörnurnar liggja í, en önnur geimför. Verða því könnuð áður ókönnuð svæði fyrir ofan og neðan sólbrautina. Ulysses vegur um 360 kíló og er á stærð við smábíl. Gert er ráð fyrir að geimferja hefji sig á loft með Ulysses 15. maí nk. General Dynamics-fyrirtækið smíðar nú nýja flaug, sem flytja mun Ulysses frá geimferjunni áleiðis að Júpíter á 72.400 kílómetra hraða á klukku- stund, eða á meiri hraða en fyrri geimkönnuðir hafa náð. Hingað til hefur ekki verið framleidd eld- flaug, sem er nógu öflug til að koma geimfari út úr sólbrautinni, en nú hyllir undir að breyting verði þar á. Gert er ráð fyrir því að Ulysses fari inn í þyngdaraflssvið Júpíters í júlí 1987 og mun það virka á könnuðinn sem slöngvivaður og ERLENT skjóta honum niður fyrir sólbraut- ina og áleiðis til póla sólarinnar. Mun Ulysses fara framhjá suður- pól sólarinnar í marz 1990 og ári seinna framhjá norðurpólnum. Þegar Ulysses verður í grennd sól- arinnar verða sólblettir og sólgos í hámarki, en tíðni þeirra breytist reglulega með 11 ára millibili. Átti að neyða þá til að skipta um nöfn Aþenu, 12. desember. AP. „AREOS Pagos“, æðsti dómstóll Grikklands hefur hafnað kröfu búlgarskra stjórnvalda um framsal á þremur mönnum, sem flúið höfðu ásamt fjölskyldum sínum til Grikklands frá Búlg- aríu. Ástæðan fyrir flóttanum var sú, að neyða átti fólkið til þess að leggja niður tyrknesk nöfn. „Við erum mjög ánægðir með þessi málalok. Við vitum, að við yrðum teknir af lífi, ef við yrðum sendir aftur til Búig- aríu,“ var haft eftir einum mannanna, Sait Mestaglou. „Nú erum við frjálsir ferða okkar og getum farið til Tyrk- lands með fjölskyldur okkar.“ Hann lýsti aðgerðum búlg- arskra hermanna þannig: „Þeir umkringdu þorpið okkar og skipuðu okkur með því að miða á okkur byssum sínum að und- irrita skjöl um að breyta tyrkn- eskum nöfnum okkar í búlgörsk og lokuðu jafnframt moskunni í þorpinu okkar.“ • • FULL BUÐ AF GJAFAVORUM Allt tilað auka ánægjuna af heimilishaldinu Allt tilað gera borðhaldið hátíðlegt Pottar - Pönnur - Lampar - Kaffikönnur - Teborö o.fl. Allt sem léttir hússtörfin Hnífapör - Matarstell - Eldföst stálföt meö silfuráferð - Dúkar - Bakkar - Skrautkerti o.fl. Allt vörur í hæsta gæðaflokki frá heimsþekktum framleiðendum VISA HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HEKLAHF ■JJ LAUGAVEGI 170 -172 SÍMAR 11687 - 21240 Hrærivélar — kæliskápar — upppvottavélar — Djúpsteikingapottar — Brauöristar — Rafmagnskjöthnífar - Tauþurrkarar - Þvottavélar - Sorpkvarnir — Straujárn - Hárpurrkur o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.