Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 49 Söngur Ólafs á Mos- felli með æskublæ „Þess á eftir aö verða getið í annálum að maður á þessum aldri skuli syngja inn á hljóm- plötu. Það á eftir að verða sífellt undrunarefni að rödd hans skuli hljóma með allt að því æskublae. Maður hlustar og dettur ekki aldur í hug,“ segir Þorsteinn Hannesson söngvari í kynningu á plötuumslagi sem ber heitið Eg lít í anda liðna tíð, en á plötunni syngur Ólafur Magnússon frá Mosfelli tuttugu og þrjú sönglög alkunn fyrir fegurð og sígildan tón. Ólafur er 75 ára gamall og hann söng öll lögin við undirleik Jónasar Ingimundarsonar í sept- ember síðastliðinn og átti upp- takan sér stað í Hlégarði í Mos- fellssveit. Þessi plata er stórskemmtilegt innlegg í þann sjóð íslenskrar tónmenningar sem á eftir að geymast til framtíðarinnar og það er hreint út sagt ótrúlegt hvað Ólafur syngur ýmsar söng- perlur eins og að drekka vatn, með styrk, öryggi, skýrleika og gullfallegri rödd. Má til dæmis nefna Kom ég upp í Kvíslarskarð, Vorvindar, Asareiðin og Berg- ljót, en þarna tekur hann fyrir að auki lögin Suðurnesjamenn, Horfinn dag, Nótt í dalnum, Þei þei og ró ró, Ég lít í anda liðna tíð, Pláguna, Nirfilinn, Fyrir átta árum, Vor, Til Unu, Góða veislu gjöra skal, Helgum frá döggvum himnabruggs í afburða þýðingu Halldórs Laxness, Kveðju, Sunnudag selstúlkunnar, Litla skáld, Aleinn reika, Rauða safír- inn og Vögguljóð úr Mosfellsdag. í liðlega hálfa öld hefur Ólafur frá Mosfelli sungið gömlu góðu lögin og hrifið þúsundir lands- manna. Hann hefur aldrei farið um með blikkandi sviðsljósum, en þess í stað hefur stafað frá söng hans og framkomu þeim mun meir af mannlegri hlýju. Með söng sínum á þessari plötu staðfestir Ólafur frá Mosfeili að sönggyðjan á sér engin landa- mæri, því söngurinn er sameign jarðarbúa, en hitt er sérstæðara að maður sem er þó orðinn sjötíu og fimm ára gamall skuli syngja svo tært sem lindin rennur af fjalli. Það verður skemmtilegt að heyra plötuna sem ólafur kemur með á 100 ára afmælinu úr því að hann er rétt farinn að volgna nú. Skrímsli í Skonrokki Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regboginn: Óvætturinn — Razor- back ★★ Áströlsk. Árgerð 1983. Handrit: Everett DeRoche. Leikstjóri: Russ- ell Mulcahy. Aðalhlutverk: Gregory Harrison, Arkie Whiteley, Bill Kerr, Chris Haywood, David Argue. Styrkur þessa ástralska hryll- ingsþrillers felst umfram allt í útlitshönnun hans og súrrealísku myndauga leikstjórans Russels Mulcahy. Þetta nýtist þó ekki nema í einstökum sprettum myndarinnar. Mulcahy þessi þykir framarlega í hópi þeirra kvikmyndagerðarmanna sem gera svokölluð popp-vídeó og hér- lendis eru sýnd í þættinum Skon- rokk. Eins og allir vita sem horfa á þennan þátt eru þetta mynd- gervingar popplaga í auglýsinga- skyni sem hin síðari ár hafa orðið æ tilgerðarlegri f viðleitni sinni til að vera bæði öðruvísi og smart. Leikstjórnarhandbragð Mulcahy bera þessum bakgrunni hans skýrt vitni; Razorback er eiginlega röð af popp-vídeóum þar sem poppinu er sleppt og gamaldags skrímslahrollvekja er spiluð í staðinn. Þetta er sumsé styrkur mynd- arinnar, en líka veikleiki. Hún hefur enga heillega hugsun, per- sónusköpun eða byggingu. Skrímslið er risavaxinn villigölt- ur sem herjar á strjálbýlt byggð- arlag í Ástralíu. Þetta skrímsli er eiginlega hálfneyðarlegt og af því stendur of lítil ógn til að halda uppi verulegri, samfelldri spennu. Og þegar amerískur eig- inmaður sjónvarpskonu einnar sem hverfur á þessum slóðum við rannsókn á meintri útrýmingu kengúrunnar kemur á staðinn til að leita hennar er meira gaman af viðskiptum hans við tvo bræð- ur sem búa í auðninni, einhverja ógeðslegustu villimenn sem maður hefur komist í kast við í kvikmynd. En sagan og handritið eru veikburða með ástæðulaus- um skyndisjokkum og vanhugs- uðum útúrdúrum. Mulcahy leikstjóri hefur á hinn bóginn með aðstoð töku- manns og leikmyndargerðar- manns skapað býsna óhugnan- legt sögusvið, eins konar mar- traðarland, sem sumpart minnir á Mad Max, með miklum þokum og dauðatáknum, gjarnan bak- lýstu af tungli eða kastljósi. Klippingar eru snöggar og tónlist dulúðug og ofnotuð, en í þessu samspili skapast snarplegar at- rennur að spennu sem líða hjá. Það er mikill hraði í myndinni en á hinn bóginn lítið hraðaskyn. Einstök atriði eins og til dæmis hápunkturinn i lokin gerist í eins konar kengúrusláturhúsi fyrr- nefndra bræðra, eru þó nógu nýstárlega formuð til að vekja forvitni um áframhald á ferli Russells Mulcahy. Þeirri forvitni verður svalað þegar næsta mynd hans, Highlander, stórmynd gerð í Bretlandi, verður frumsýnd. JOLATILBOÐ HAFA Verð áður 6.028,- Verð nú 4.995,- Baöskápurmeöljósi Utsölustaðir: Atlabúð Akureyri Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki Málningarþjónustan Akranesi Kf. Þingeyinga Húsavík Sería isafiröi Kf. V.-Hún. Hvammstanga Valberg Ólafsfirði Kf. Fram Neskaupstaö Brimnes Vestmannaeyjum Kf. KASK Hornafirði Kf. Borgfirðinga Borgarnesi Kf. Rangæinga Hvolsvelli VALD. POULSENI Suðurlandsbraut 10. Sími 686499. Innréttingadeild 2. hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.