Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 35 Annað bindi Aldarspegils ANNAÐ bindi í bókaflokknum Ald- arspegill eftir Elías Snæland Jónsson er komiö út hjá Vöku-Helgafelli og heitir bókin Undir högg aö sækja. í bókinni eru þrír heimildaþætt- ir frá fyrri hluta aldarinnar, sá lengsti um „kollumálið" svo- nefnda, og hinir tveir fjalla um illa meðferð á börnum. í fréttatil- kynningu frá útgefandi segir m.a.: Aðalpersóna „Kollumálsins" var Hermann Jónasson, fyrrum for- sætisráðherra, sem þá var lög- reglustjóri í Reykjavík. Hann var sakaður um að hafa skotið á fugla í Örfirisey og drepið þar æðar- kollu, en það athæfi hefði verið brot á lögreglusamþykkt bæjarins. „Kollumálið" varð pólitísk stór- bomba ársins 1934 og blandaðist bæði inn í kosningabaráttu fyrir bæjarstjórnarkosningar og al- þingiskosningar það ár. En hvað segja lögregluskýrslur og skjöl um þetta sérstæða mál? Skaut Her- mann kolluna eða ekki? Undir högg að sækja heitir þessi Aldarspegill. Sá titill á bæði við um Hermann Jónason og börnin tvö, sem einnig er sagt frá í þessari bók, þótt aðstaða þeirra hafi verið harla ólík. Það mun vafalaust koma mörgum á óvart, hversu skammt er síðan saklaus börn hlutu þvílíka meðferð, sem hér er lýst.“ Bókin er sett, filmuunnin og prentuð í Prenttækni hf. en bundin í Bókfelli hf. Unglingabók eftir Ármann Kr. Einarsson Ný unglingasaga eftir Ármann Kr. Einarsson er komin út hjá útgáfunni Vaka - Helgafell. Hún heitir Lagt út ílíflð. I fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Þessi nýja ungl- ingasaga metsöluhöfundarins Ar- manns Kr. Einarssonar er lífs- ævintýri ungs manns. Lífið er óráðið og áhugavert. Bjart fram- undan. Æskuár hans eru þrungin ævin- týrum og spennandi atburðum og allt í kringum hann er fjölskrúðugt mannlíf. Unglingsárin taka við; hann fer að veita stelpunum í kringum sig meiri athygli, en er eins og fleiri á því sviði heldur óframfærinn gagnvart þeim. Framtíðaráform ogdraumar eru ofarlega á baugi, en fyrstu sporin í átt að því sem hugurinn stendur til, reynast erfið í fyrstu, en allt fer vel. Skemmtileg atvik frá ferli Ármanns hafa orðið kveikja að Ármann Kr. Einarsson ýmsum spaugilegustu uppákomum bókarinnar og ekki er aðalpersón- an alls óskyld honum." Lagt út í lífið er sett, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Bene- diktssonar, en bundin í Bókfelli hf. Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefiö út fyrsta bindi minninga Huldu Á. Stefánsdóttur. Hulda hefur skráö bók sína sjálf en Hjörtur Páls- son bjó hana til prentunar. Á bókarkápu segir m.a.: f fyrsta bindi endurminninga sinna segir Hulda Á. Stefánsdóttir frá ætt sinni og uppruna, foreldrum sínum og bernskudögum í Hörgárdal, en breiddin í frásögn hennar tengir sögu og samtíð og bregður ljósi yfir liðinn tíma, m.a. með gömlum bréfum og óbirtum kveðskap. Fólk, atvik og staðir verða ljóslifandi í frásögn Huldu. Mannlýsingar hennar eru skýrar og hispurslaus- ar, yljaðar kímni og næmum lífs- skilningi. Þar er dregin upp mynd af gömlum búskaparháttum og daglegu lífi í sveit og bæ fyrir ára- tugum. Alþýða og höfðingjar, karl- ar og konur, bændur og Hafnar- stúdentar, hefðarkonur og heldri- menn koma við sögu í ólíkum verkahring og misjöfnu umhverfi sem vel er lýst. Þess vegna verða minningar hennar náma fyrir alla sem unna mannfræði og menning- arsögu og þjóðlegum fróðleik í víðum skilningi. Öll frásögnin er eðlileg og yfir- lætislaus. Penninn leikur í höndum Huldu sem kann þá list að segja sögu, þannig að mál og stíll hlýði höfundinum og hrífi með sér les- andann. Bernska Kápumynd er málverk sem Kristín Jónsdóttir listmálari málaði af Huldu þegar hún var um tvítugt. Minningar Huldu Á. Stefáns- dóttur munu, ef að líkum lætur, skipa henni á bekk með nokkrum þeim löndum hennar sem samið hafa merkastar minningabækur á síðustu áratugum." Bókin Minningar Huldu Á. Stef- ánsdóttur er sett og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin í Arnarfelli. “ Gamli “ ;m miðbær inn 1 gefur út auglýsingablað Næstkomandi þriðjudag hafa samtökin um gamla miðbæinn ákveðið að gefa út auglýsinga- og upplýsinga blað um gamla miðbæinn. Þeir, sem hafa áhuga á að auglýsa i blaðinu, eru beðnir að hafa samband við auglýs- ingadeild Morgunblaðsins fyrir nk. laugardag. GAMLIMIÐBÆRINN LAUGAVEGI37 (UPPI), SÍM118777 IBETEL 'Rödd Einars hefui náð eyrum fólksins vegna opinskarrar og væmnislausrar boðunar. Hann segir hressi- lega frá með tungutaki sjómannsins og Eyjapeyjans. Þessi bók geymir endurminningar Einars frá Vestmannaeyjum. Einar segir frá bernskuheimili sínu, uppvexti á kreppuárunum, atvinnu- og mannlífi í Eyjum, bátasmíði, útgerð og sjósókn. Hann greinir frá merkilegum trúarreynslum, persónulegri sorg og dapurri lífsreynslu. Lesandinn fær að skyggnast inn í huga sálusorgarans, sem verður að veita huggun og ráð á erfiðum stundum. Frásögnin er lífleg og krydduð skemmtilegum sögum eins og Einars er vandi. FÍLADELFlA FORLAG Hátúni 2, 105 Reykjavík, símar 91-20735/25155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.