Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 23 Arnungar Bókmenntir Sigurjón Björnsson Knut Ödegárd: Arnungar. Heimir Pálsson þýddi. Örn og Örlygur, 1985. llObls. Hér er á ferðinni stutt skáld- saga, sem styðst að nokkru við sögulegar heimildir. Arnungar er kenniheiti höfðingjaættar einnar í Noregi á mótum heiðni og krist- ins siðar. Aðalsöguhetjan er Ari, ungur piltur af Arnungaætt er kynnist við kristna trú og lendir í átökunum milli heiðni og kristni nokkrum áratugum fyrir kristni- töku í Noregi. Sumar persónur eru kunnar úr sögunni svo sem Eiríkur blóðöx, Haraldur hárfagri, Hákon Hlaða- jarl, Hákon Aðalsteinsfóstri o.fl. Sumar aðrar persónur eru skáld- skapur. Þá eru sumir atburðir byggðir á sögulegum fróðleik, aðrir ekki. Saga þessi er hefðbundin spennusaga, hlaðin drama og róm- antík, en með alvarlegum undir- tóni. Mér skilst að hún sé einkum ætluð börnum og unglingum, að vísu „á öllum aldri“ eins og segir á bókarkápu. Og víst geta fullorðn- ir haft ánægju af henni, ef þeir eru mátulega bernskir í huga sín- um, eins og hollt er að sem flestir séu. Knut Ödegárd er norskur maður eins og nafn hans bendir til, en hann er búsettur hérlendis og forstjóri Norræna hússins í Revkjavík. Sagður er hann kunnur í heimalandi sinu sem ljóðskáld og þýðandi. Þessi bók hans er ágætlega vel skrifuð og engin við- vaningsbragur þar á. Hann er bersýnilega ágætlega vel að sér í fornsögunum. Stundum gætir skáldlegra tilþrifa, en varla fær sagan talist til bókmenntalegra stórvirkja, enda ósennilegt að til þess sé ætlast. Ég hygg að hún sé framar öðru hugsuð sem skemmti- leg og fræðandi bók fyrir stálpuð börn og unglinga. Hún stendur fyllilega undir því. Raunar er líklega fullsnemmt að leggja eiiíhvern dóm á þetta skáldverk. Útgefendur segja að hún sé „fyrsta skáldsagan í flokki". Sagan Bókmentir Jóhanna Kristjónsdóttir Jón Björnsson: Valtýr á grænni teyju, 2. útg. Útg. AB. 1985 DREGIZT hefur, svo að til vansa er, að fjalla lítillega um aðra út- gáfu einnar þekktustu bókar Jóns Björnssonar, Valtýr á grænni treyju, sem kom út fyrir mörgum mánuðum. Fyrsta útgáfan kom úr 1951 og seinna var flutt í Þjóðleik- húsinu leikverk efti sögunni svo að augljóslega hefur hún höfðað til lesenda. Hún gerist á þeim tímum þegar Struense hefur tekið völdin í Danaveldi og Skúli Magnússon fógeti er að hasla sér völl á Is- landi. Víða úti í heimi eru nýjar túlkanir á trúarsetningum að ryðja sér til rúms, en á íslandi er samt flest óumbreytanlegt að því er virðist vera. Spilling embættis- mannastéttarinnar, einkum sýnist mér sýslumennirnir hreint afleit- ir, veður uppi og lágt er risið á alþýðu manna. Kröpp kjör og ótta- leg lífsbarátta mótar mannfólkið Knut Ödegárd Jón Björnsson og almenningsálitið sveigist fram og til baka eftir því hvernig sýslu- mennirnir blása. En þetta er ekki fyrst og fremst þjóðlífssaga, þetta er sagan um manneskjuna Valtý á Eyjólfsstöð- um sem verður fyrir því að vera saklaus grunaður, og sakfelldur, um morð og þjófnað. Þar á mesta sök sá armi þrjótur Jón sýslumað- ur Arngeirsson, sem verður fórn- Virðist mér að hún geti naumast verið nema skammt fram gengin. Þýðing Heimis Pálssdonar er prýðileg. Stíll lipur og málfar ágætt. Nokkrar skemmtilegar myndir eru þar og gerðar af Oy- vind Hansen. Mjög auðvelt er að mæla með þessari litlu bók sem lesefni fyrir börn og unglinga. Hún getur t.a.m. hæglega vakið forvitni unglinga á að líta í Heimskringlu og e.t.v. fleiri fornrit, og er þá nokkuð unnið. Líklegt þykir mér að hér sé vinsæll bókaflokkur hollrar og skemmtilegrar lesningar í uppsigl- ingu. arlamb fljótfærnis og dómgreind- arleysis og getur síðan ekki stöðu sinnar vegna annað en haldið mál- inu til streitu. Þrátt fyrir að séra Jón Stefánsson reynist Valtý og fjölskyldu hans betri en enginn og biðji fyrir sýslumanni. Þetta er saga um mikið óréttlæti og mikla hetjulund og auðvitað kemur í ljós að lokum að Valtýr hefur dáið saklaus og sýslumaður drekkir sér í hugarvíli sínu. Og er hér stiklað á stóru og varla það. Því að atburðirnir eru margir í sögunni sem ógetið er. Sagan er vel skrifuð af miklum krafti, og hún er að mörgu leyti mæta vel læsileg. Ekki eru menn sjálfum sér samkvæmir í hugsun- um frá einni síðu til annars, það á einkum við um Jón sýslumann og þarf kannski engan að undra að hann sveiflist til i hugsunum, orðum og athöfnum. Enda þarf maður ekkert að láta þetta trufla sig. Jón Björnsson er góður sögu- maður og lýsingar hans á þeim hörmungum sem yfir land og.lýð dynja eftir að Valtýr er látinn eru gerðar af myndrænum krafti og miklum metnaði. um (ó)réttlætið ÞÚ KAUPIR EKKI KÖTTINN í SEKKNUM EFÞÚKAUPIR STJÖRIMU- JÓLAKORTIN FALLEG VÖNDUÐ ÓDYR LITBRÁ HF. SÍMAR 229 30 - 22865 100 ÁIU VIM i;ill) eftir Brian Pilking- ton og Þráin Bertelsson. Barnabókin sem sló í gegn á síðasta ári og hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta barnabókin 1984. Þessi bók hefur nú þegar verið þýdd á nokkur tungumál og er komin út í Danmörku. Vönduð bók handa vandlátum lesendum. Verö kr. 385r ÞAÐVAROG.. • Úrval útvarpsþátta Þráins Bertelssonar, sem notið hafa fádæma vinsæida undanfarin ár. I þessum þáttum sem birtast nú á prenti í fyrsta sinn kemur Þráinn víða við og fjallar um ýmsar hliðar mannlífsins á sinn einlæga og glettna hátt. Verð kr. 1095r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.