Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, fX)STUDAGUR 13. DESEMBER1985 45 Kvennalistinn: Alyktun Alþingis hindrar ekki stuðn- ing við „frystingu“ VEGNA umræöu utan dagskrár á alþingi um afstööu íslendinga til tillögu Svíþjóöar, Mexíkó og fleiri ríkja á þingi Sameinuöu þjóöanna um „frystingu“ kjarnorkuvopna, og fréttaflutningi í framhaldi af henni, hefur þingflokkur Kvennalistans óskað eftir að eftirfarandi komi fram: „í desemberbyrjun 1983 hóf Guðrún Agnarsdóttir umræðu utan dagskrár á Alþingi um til- lögu Svíþjóðar, Mexikó o.fl. ríkja á þingi Sameinuðu þjóðanna um frystingu kjarnorkuvopna. Til- gangur umræðunnar var að fá svar frá utanríkisráðherra um afstöðu fslands til þeirrar tillögu en atkvæðagreiðsla um hana var væntanleg innan fárra daga. Utanríkisráðherra sagði þá að ísland myndi sitja hjá við at- kvæðagreiðsluna eins og áður. Kvennalistinn taldi mjög mikil- vægt að Alþingi íslendinga tæki afstöðu til þessa máls og flutti því tillögu til þingsályktunar um frystingu kjarnorkuvopna sem byggð var á umræddri tillögu Svíþjóðar, Mexíkó og fl. ríkja. Þessi tillaga var svo flutt aftur á næsta þingi og höfð til hliðsjónar þegar samin var ályktun um stefnu íslands í afvopnunarmál- um, sem Alþingi samþykkti á sl. vori. Kvennalistinn telur að fyrr- grein ályktun Alþingis hindri á engan hátt að ísland samþykki tillögu Svíþjóðar, Mexíkó og ann- arra ríkja á þingi Sameinuðu þjóðanna og leggi þannig sitt af mörkum til að stuðla að afvopnun og friði í heiminum. Kvennalistinn vill koma þess- um upplýsingum á framfæri þai sem þær hafa hvergi komið frarr í fréttaflutningi af þessu máli nú.“ Framsókn: Þingsályktunartil- laga um „frystingu" kjarnorkuvopna Páll Pétursson (F-Nv) og fleiri þingmenn Framsóknarflokks hafa flutt eftirfarandi tillögu til þingsá- lyktunar. „Alþingi ályktar aö lýsa þeirri skoöun sinni að ísland eigi að leitast við að ná samstöðu meö öörum ríkjum Noröurlanda um „frystingu“ á framleiðslu kjarnavopna og bann viö tilraunum meö kjarnavopn. ís- land skal hafa frumkvæöi um til- löguflutning á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um þau mál á grundvelli ályktunar Alþingis 23. maí 1985.“ Greinargerð tillögunnar hljóð- ar svo: „I ályktun Alþings um stefnu íslendinga í afvopunar- málum, sem samþykkt var ein- róma 23. maí 1985, segir m.a.: „Alþingi fagnar hverju því frumkvæði sem fram kemur og stuðlað getur að því að rjúfa víta- hring vígbúnaðarkapphlaupsins. Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjórnarinnar að styðja og stuðla að allsherjarbanni við til- raunum, framleiðslu og uppsetn- ingu kjarnavopna undir traustu eftirliti, svo og stöðvun á fram- leiðslu kjarnakleyfra efna í hern- aðarskyni, jafnframt því að hvetja til alþjóðlegra samninga um að árlega verði reglubundið dregið úr birgðum kjarnavopna. Þessu banni og samningum um niðurskurð kjarnorkuvopna verði framfylgt á gagnkvæman hátt þannig að málsaðilar uni því og treysti enda verði það gert í samvinnu við alþjóðlega eftirlits- stofnun. Leita verður allra leiða til þess að draga úr spennu og tortryggni milli þjóða heims og þá einkum stórveldanna. Telur Alþingi að íslendingar hljóti ætíð og hvar- vetng að leggja slíkri viðleitni lið.“ Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna er til umfjöllunnar til- laga um „frystingu" kjarnorku- vígbúnaðar, flutt af Mexíkó, §ví- )jóð og fleiri ríkjum. Afstaða slands var sú að sitja hjá, en )eirri afstöðu viljum við breyta. Þess er rétt að geta að Norðmenn höfðu sömu skoðun en hafa nú breytt afstöðu sinni og styja til- löguna. Flutningsmenn telja eðlilegt að Islendingar hafi frumkvæðið að sameiginlegri stefnumótun Norð- urlanda." Stjórn fiskveiða: Komið til eigendur ÖNNUR umræöa um frumvarp til laga um stjórn flskveiöa 1986—1987 fór fram í neðri deild Alþingis í gær. Fram kom að meirihluti sjávar- útvegsnefndar deildarinnar leggur til breytingar á frv„ sem bæta eiga hag smábátaeigenda. I tillögum meirihlutans er gert ráð fyrir því að botnfiskveiðar báta minni en 10 brl. séu ekki heimilar í tíu daga um páskahelgi i mars 1986 og í apríl 1987. Einnig í tíu daga í ágúst og sjö daga í júní móts við smábáta og október, hvorn mánuð, ár hvert. Frá og með 15. desember 1986 til og með 15. janúar 1987 og frá og með 15. desember 1987 til og með 31. desember 1987 verði veiðar enn fremur ekki heimilaðar. Ef breytingar þessar ná fram að ganga stöðvast veiðar smábáta ekki á tímabilinu frá og með 1. janúar til og með 9. febrúar ár hvert, eins og fyrirliggjandi frv. gerir ráð fyrir. Unnið aö jarövegsskiptum og lögnum í Gossabrekkunni í Hverageröi. Upp á hæðinni stendur ráöhús hrepps- ins, þar eru skrifstofurnar til húsa, einnig bókasafnið og varðstofa lögreglunar í Árnessýslu. Neöar í brekk- unni til hægri stendur lítiö hús, sem er fyrsta íbúðarhúsið, sem byggt var í Hverageröi, áriö 1929. Skátafélag- ið hefur þaö til afnota. Til vinstri er íbúðarhúsiö Brekka. Gatnaframkvæmdir í Hveragerði Hveragerdi, 5. desember. GATNAFRAMKVÆMDIR standa nú yfir í Hvera geröi. Veriö er aö búa tvær götur undir bundið slitlag. Verktakafyrirtækið Dalverk sf. vinnur verkiö. Stefnt er að því að leggja olíumöl á þessar götur á næsta sumri. Götur þær sem hér um ræðir eru Þelamörk, milli Breiðumerkur og Grænumerkur, sem er ca. 530 metrar og Breiðamörk, frá hótelinu ca. 300 metra upp brekkuna, sem í daglegu tali er nefnd Gossabrekka. Verkið var boðið út og var tekið tilboði frá Dalverki sf. frá Selfossi, en þeirra tilboð hljóðaði upp á 67% af kostnaðarverði. Áætlaður kostnaður erum4milljónir. Vinna hófst við jarðvegsskipti og lagnir í septem- ber og er nú að ljúka. Veðráttan hefur verið hag- stæð og verkinu miðað vel. Ætlunin er að leggja bundið slitlag á þessar götur að ári. Sigrún Ari verkstjóri mælir fyrir nýju lögnunum. MorKunbimtiA/Sigrún Skelveiði að ljúka í ár Stykkishólmi, 9. desember. SKELVEIÐI í Stykkishólmi á þessu ári heflr gengiö sinn vana gang og kvótinn er að veröa búinn. Eg heyri talaö um að seinustu róörar veröi hér um miðjan mánuð, en þá veröa Dagatöl frá Snerru komin út SNERRA sf. hefur gefið út dagatal fyrir árið 1986 og er það prýtt litmyndum frá ýmsum stöðum á Islandi. Er þetta fjórða árið, sem fyrir- tækið gefur dagatal út. Þá gefur Snerra sf. einnig út minna dagatal með litmyndum frá Islandi og kemur það nú í fyrsta sinn á markað. Dagatölin eru hönnuð af Selmu P. Jónsdóttur. Prentþjón- ustan hf. sá um skreytingu og Oddi hf. prentaði. allir búnir með sína úthlutun, sumir eru reyndar búnir. Skelveiðin hefir fært okkur Hólmurum björg í bú og það ber að þakka. Hvað verður um áfram- hald er ekki gott að vita. Um aukningu verður víst ekki að ræða, heldur frekar á hinn bóginn. Ég geri ráð fyrir að könnun á miðum fari nú fram eins og áður á milli veiða, enda nauðsynlegt að fýlgjast vel með. Ég hefi hitt menn sem kvarta undan að skelin sé með smærra móti og nýting því ekki eins og áður. Er því nauðsynlegt að miðin verði könnuð og niður- staða verði fengin. Þá ætti að fást úr því skorið hver framvindan verður. Um ánægjuna yfir því að fiskveiðar verði skipulagðar eins og áður gegnum kvótakerfið skal ég lítið segja. Menn viðurkenna að eitthvað þurfi að gera í þessum efnum og mér skilst að þá sé sú leið sem farin er talin það skásta sem völ er á. - Árni Græna línan — ný verslun NÝ VERSLUN var opnuö fyrir skömmum á Týsgötu 3 í Reykjavík. Verslunin ber heitið Græna línan. I fréttatilkynningu segir að Græna línan versli einkum með Marja Entrich-heilsuvöru fyrir húðina. Eigendur verslunarinnar eru Guðný Guðmundsdóttir og Auður Fr. Halldórsdóttir og er meðfylgjandi mynd tekin af þeim í verzluninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.