Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Ljóöasafn Arnar Arnar- sonar endurútgefið ILLGRESI, Ljóðasafn Arnar Am- arsonar er nú aftur komið á mark- að og er útgefandi Vaka — Helga- fell. I fréttatilkynningu frá út- gefanda segir m.a.: „Magnús Stefánsson, sem tók Magnús Stefánsson sér skáldanafnið Örn Arnarson, var skáld af Guðs náð. Aðeins átta ára gamall sagði hann við móður sína: „Mamma, nú veit ég hvað ég ætla að verða. Ég ætla að verða smiður, skáld og krafta- maður!" Þetta var enginn óraunsær draumur. Örn varð mikið skáld; höfundarverk hans er kröftugur óður til fegurðarinnar og lífsins — ekki síst til þess sem er lítið, umkomulaust og vanmetið: ....illgresið er oft og tíðum yndislegast, sýnist mér ...“, segir hann í einu af sínum feg- urstu ljóðum. Örn var einnig skáld hafsins og sjómennskunnar, skáid þeirra heiðursmanna sem ganga „ ... móti straumþungri röst, yfir stórsjó og holskefluföll...“ — svo vitnað sé til kvæðis hans „Hrafnistumenn". í þessu ljóðasafni eru auk bók- ar Arnar, Illgresis, ljóðaþýðing- ar og ýmis ljóð sem fundust að honum látnum. Illgresi er prentuð í prent- smiðjunni Hólum hf. en bundin hjá Bókfelli hf. Smásögur eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út bókina Á leikvelli lífsins eftir Þórunni Elfu Magnús- dóttur, en þar birtast fimmtán sögur hennar er samdar hafa verið á löngu áraskeiði, og getur þetta Þórunni Elfu og þessa nýju bók hennar: „Sögur Þórunnar Elfu Magn- úsdóttur gerast á löngu ára- skeiði og spegla því miklu breið- ara svið en þjóðlíf nútímans. Megingildi þeirra felst í kvenleg- um næmleik hvort heldur skáld- konan tekur málstað smælingja eða hellir úr skálum reiði sinnar yfir stórbokka. Þórunn Elfa er fulltrúi íslensku konunnar sem krefst réttlætis og vill stefna í áttina til bjartari framtíðar. Hún ann því lífi sem oft á í vök að verjast en ber i sér frjómagn og táknar mannlega uppreisn. þess vegna eru sögur hennar tímabærar og athyglisverðar." Á leikvelli lífsins er 204 bls. að stærð. Bókin er sett, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. Kápu teiknaði Sigurður Orn Brynjólfsson. Þórunn Elfa Magnúsdóttir talist eins konar sýnisbók af smá- sögum hinnar kunnu skáldkonu. Á bókarkápu segir m.a. um Tvö fiskiskip seldu erlendis INNLENT TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í Bretlandi á fimmtudag. Fengu þau um 50 krónur að meðal- tali fyrir hvert kíló. Patrekur BA seldi 82,8 lestir í Grimsby. Heildarverð var 3.987.800 krónur, meðalverð 48,17. Gunnjón GK seldi 89,4 lestir í Hull. Heildarverð var 4.557.500 krónur, meðalverð 50,96. Bólstaðarhlíð 51 er fremri byggingin á myndinni og hefur fólk nú þegar flutt inn í bygginguna. Verið er að byggja samskonar íbúðarblokk við Bólstaðarhlíð 45 og sést sú bygging einnig á myndinni auk tengibyggingar- innar á milli blokkanna. Samtök aldraöra: 33 íbúðir fullbúnar við Bólstaðarhlíð Morgunblaöið/Júlíus Marta Þorsteinsdóttir er einn hinna nýju íbúðareigenda og fengu blaða- menn og aðrir gestir m.a. að skoða vistarverur hennar. — 33 í viðbót til- búnar að ári SAMTÖK aldraðra afhentu 33 íbúðir í Bólstaðarhlíö 41 til kaup- enda sinna í lok nóvember, tveim- ur mánuðum á undan áætlun. Allar íbúðirnar eru fullfrágengnar en framkvæmdir hófust í júní 1984. Þetta er helmingur þeirra íbúða er samtökin hafa í smíðum við Ból- staðarhlíð. Gert er ráð fyrir aö hitt húsið, Bólstaðarhlíð 45, verði til- búið að ári. Á sama tíma er fyrir- hugað að þjónustumiðstöðin að Bólstaðarhlíð 43, sem er í tengi- byggingu milli íbúðarhúsanna og er reist á vegum Reykjavíkurborgar, hefji starfsemi sína einnig, a.m.k. aö hluta til. Hans Jörgensen, formaður Samtaka aldraðra, sagði að sam- tökin hefðu aðeins fengið hin venjulegu húsnæðisstjórnarlán til að fjármagna íbúðirnar, en þó fengið það greitt í formi fram- kvæmdaláns, þ.e. mánaðarlegar greiðslur meðan á byggingu stendur. „Samtök aldraðra hvar sem er á landinu þurfa að fá aðstoð í formi stærri langtima- lána en nú eru veitt og með föstum vöxtum svo hægt sé að kaupa sig inn í slíkar þjónustuíbúðir fyrir hluta af byggingarkostnaðinum og greiða svo ákveðna leigu af eftirstöðvunum. Sveitarfélög fá einhvern styrk úr Framkvæmda- sjóði aldraðra viðvíkjandi íbúðar- byggingum aldraðra, en okkar samtök hafa ekki fengið neinn styrk." Endanlegt uppgjör á íbúðunum verður að bíða næsta sumars þangað til búið er að ganga frá lóð, bílastæðum, stéttum og gang- stígum. Þó er gert ráð fyrir að þriggja herbergja íbúðir, sem eru 77,4 fermetrar að innanmáli, kosti 2.950.000 krónur, tveggja her- bergja íbúðir, sem eru 61 fermetri, kosti 2.360.000 krónur og 43,3 fermetra einstaklingsíbúðir kosti 1.800.000 krónur. Samtök aldraðra er bygging- arsamvinnufélag ellilífeyrisþega og annarra sem áhuga hafa á því að bæta aðbúnað aldraðs fólks. í félaginu eru nú um 700 manns. íbúðirnar eru seldar til fólks, hjóna og einstaklinga, eldri en 63 ára og í endursölu hefur félagið forkaupsréttinn til að selja sínum félagsmönnum. Fyrsti byggingaráfanginn, 14 íbúðir, er í Akralandi 1—3, en byggingu þeirra íbúða lauk að fullu haustið 1983. Annar bygg- ingaráfanginn rís nú í Bólstaðar- hlíðinni og nú er verið að semja um þriðja byggingaráfangann og að líkindum verður hann í Vestur- bænum og hafist handa þar næsta sumar. Samtökin eiga aðild að dagvist- arheimilinu Múlabæ, Ármúla 34, sem er fyrir aldraða og öryrkja. Þar er dagvistun fyrir allt að 60 manns og reka samtökin heimilið í samvinnu við Reykjavíkurdeild Rauða krossins og Samband ís- lenskra berklasjúklinga. Nýlega fóru borgaryfirvöld fram á það við stjórn Múlabæjar að taka að sér rekstur dagvistar- heimilis fyrir heilaskerta sjúkl- inga og hefur Reykjvíkurborg þegar keypt stóra húseign að Flókagötu 53 í þessum tilgangi. Styrktarsjóður aldraðra, sem stofnaður var innan samtakanna fyrir nokkrum árum, stendur undir þeim kostnaði sem samtök- in hafa af rekstri Múlabæjar og koma til með að þurfa að kosta til við undirbúning og rekstur þessa nýja heimilis. Þessi styrkt- ar- og hjúkrunarsjóður er aðal- lega fjármagnaður með sölu happdrættismiða. Á síðari árum hefur verið tekið upp almennt félagsstarf innan samtakanna þar sem farnar hafa verið stuttar ferðir á sumrin og síðdegissamkomur verið haldnar á veturna. í ráði er að auka þessa starfsemi félagsins og m.a. fara af stað næsta sumar með dvalar- viku fyrir 50-60 félaga og hafa jafnvel utanlandsferðir komið til greina. Samtökin hafa opna skrif- stofu að Laugavegi 116 þar sem veitt er margvísieg upplýsinga- þjónusta fyrir aldraða. Hollir vinir — heilbrigt líf: Verðlaun veitt í alþjóðlegri myndasam- keppni til viðnáms gegn vímuefnaneyslu ICAA, Alþjóðaráð um áfengis- og fíkniefnamál, efndi til myndasam- keppni í byrjun ársins á meðal 12-16 ára barna og ungiinga í tilefni árs æskunnar og þess að 100 ár voru liðin frá fyrstu alþjóðaráðstefnunni ím áfengismál. Framkvæmd hér á &ndi önnuðust samtök skólamanna um bindindisfræóslu í samvinnu við menntamálaráðuneytið og áfengis- varnaráð. Fimm verðlaun voru veitt og voru myndir verðlaunahafa sendar til úrslitakeppni í alþjóðlegri teikni- samkeppni. Verðlaunahafar fengu 10.000 krónur hver. Fyrstu verðlaun hlaut Hildigunnur Árnadóttir Byggðarholti 7, Varmá, Jónas L. Jóhannsson, Eyrarlandsvegi 16, Akureyri, hlaut önnur verðlaun, Kári Þór Guðjónsson, Víðihlíð 34, Reykjavík, þriðju verðlaun, Ragn- heiður Jónsdóttir, Grímshaga 4, Reykjavík, fjórðu verðlaun og Þrúð- ur Óskarsdóttir, Grænuvöllum 3, Selfossi, hlaut fimmtu verðlaun. Auk myndanna fimm valdi íslenska dómnefndin 25 myndir til viðbótar til aukaverðlauna og voru auka- verðlaunin hijómplötur og bækur. Hvert land skipulagði eigin teiknimyndasamkeppni þar sem leggja átti áherslu á gildi vináttu en þörfin fyrir vini leiðir stundum til skaðlegrar neyslu áfengis, tób- aks eða annarra fíkniefna, eins og segir í frétt frá framkvæmdanefnd- inni. Samkeppnin fór fram í tengsl- um við 34. alþjóðaráðstefnu ICAA sem haldin var í borginni Calgary í Albertafylki í Kanada í ágúst sl. Við val myndanna tók dómnefnd mið af listrænu gildi þeirra svo og hugkvæmni og færni höfunda við að sýna þema samkeppninnar sem var „Hollir vinir - heilbrigt líf“. Verðlaunahafar þeir er hlutu verðlaun 1 myndasamkeppninni hér á landi eru: Hildigunnur Árnadóttir Varmá, Jónas L. Jóhannsson Akureyri, Kári Þór Guðjónsson Reykjavík, Ragnheiður Jónsdóttir Reykjavík og Þrúður Óskars- dóttir Selfossi. Að baki verðlaunahöfunum standa Edda Svavarsdóttir og Árni Einarsson hjá Áfengisráði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.