Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 80
FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Eldur í Fellahelli Morgunblaðid/Júliu8 ELDUR kom upp í félagsmiðstöAinni Fellahelli f gækvöldi. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum hans, en töluverðar skemmdir urðu vegna reyks og sóts. Engin slys urðu á fóiki. Það var um klukkan 20.00 að starfsfólk í Fellahelli varð vart elds og reyks í föndurherbergi í kjallara og var slökkviliðinu þegar gert viðvart. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem virðist hafa kviknað út frá leirbrennsluofni í herberginu. Eldur komst einnig í einangrunarplast, sem þar var til föndurs og varð af því mikill reykur og sót. Nokkurn tíma tók að reykhreinsa kjallarann, sem er gluggalaus og varð að opna neyðardyr til að lofta út. Reyk- hreinsun lauk laust fyrir klukkan 22.00 og voru tveir menn frá slökkviliðinu á vakt til miðnættis. Tillaga fjárveitinganefndar: Fjárveiting til ör- yggiskerfís fyrir forsetaembættið MEÐAL breytingartillagna frá fjár- veitinganefnd Alþingis við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1986, er tillaga Vandi fískvinnslunnan Opinberri nefnd falið að athuga gengisskráningu — Undirbúningur að lengingu lána fískvinnslunnar hafín — Seðlabankinn geri tillögur um hugsanlegar bætur vegna misgengis dollars og SDR GERT er ráð fyrir skipan opinberrar nefndar til athugunar á gengis- skráningu, sem skili um hana áliti 15. janúar næstkomandi. Nefndin verður skipuð í kjölfar tillagna fulltrúa fiskvinnslunnar um úrbætur á slæmri stöðu hennar, en meðal krafna hennar er lækkun gengis. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, segir engin góð ráð til lausnar þessum vanda í augsýn. Þessi nefnd verði skipuð og auk þess hafi Seðlabankanum verið falin úttekt á misgengi dollars og SDR, sem fiskvinnslan telji hafa kostað sig um 300 til 400 milljónir og tillögur um hugsanlegar bætur vegna þess. I>á sé hafinn undir- búningur að lengingu lána fiskvinnslunnar. búum við til að standa undir greiðsluskuldbindingum. Undir- búningur að þessari lengingu er hafinn. Hvað varðar önnur atriði, hafa þau að mestu verið rædd áður. Meðal annars er rætt um stofnun nefndar til að fjalla um gengisskráningu, sem skila eigi áliti fyrir 15. janúar. Gert er ráð fyrir því, að hún verði skipuð hið allra fyrsta og skili af sér fyrir fyrrgreindan tíma.“ um 2,4 milljóna króna fjárveitingu til embættis forseta íslands. í nefndaráliti með breytingartil- lögunni segir að fjárveitingatillag- an sé til komin vegna stofnkostn- aðar við öryggiskerfi fyrir embætti forseta íslands. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er þar um að ræða sjónvarpskerfi, sem sett yrði upp á Bessastöðum, með myndavélum og skjá, sem vakt yrði höfð við. DAGAR TILJÓLA Útvarpsumræður á Alþingi: Kona stungin hnífí — Lögreglan kom að henni blóðidrifinni á Snorrabraut KONA var stungin með hnífi í íbúð á Skarphéðinsgötu undir miðnættið í gær. Lögreglan kom að konunni á horni Skarphéðinsgötu og Snorra- brautar og var hún þá öll blóði drifin og illa á sig komin. Hún var flutt í slysadeild og talin í lífshættu. Tildrög þessa voru þau, að konan og sambýlingur hennar höfðu deilt ákaft og endaði deilan með því að maðurinn stakk konuna hnífi. Fólk þetta hefur itrekað komið við sögu lögreglunnar vegna deilna og átaka, sem þó hafa ekki gengið eins langt og þetta. Maðurinn var ölvaður er lögreglan kom að hon- um í íbúðinni á Skarphéðinsgötu og viðurkenndi brot sitt. Hann gisti fangageymslur lögregunnar í nótt. Rannsókn málsins er í hönd- um Rannsóknarlögreglu ríkisins. Deilt um rannsóknaað ferð í Hafskipsmálinu TEKIST var á um það í útvarpsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, hvort kjósa skuli rannsóknarnefnd þingmanna samkvæmt 39. gr. stjórnarskrárinnar til að kanna Hafskipsmálið svonefnda. Stjórnarandstaðan vill, að slík nefnd verði kjörin. Ríkisstjórnin leggur til, að Hæstiréttur tilnefni 3 óvilhalla menn til að kanna viðskiptahætti Hafskips og Útvegsbankans. Stendur deilan um það, hvort þingmenn eða hlutlausir sérfræðingar rannsaki málið. Morgunblaðið innti Halldór Ásgrímsson álits á tillögum fisk- ^ vinnslunnar og hvað væri mögu- — legt til úrbóta. Fer svar hans hér á eftir: „Vandi fiskvinnslunnar er mikill og það sem hún þarf á að halda er í fyrsta lagi meiri tekjur, minni tilkostnaður og bætt greiðslufjárstaða. Hvað varðar aukningu tekna, hefur markaðsverð hækkað lítillega að undanförnu, en það áfall, sem við höfum orðið fyrir með lækkun dollarans, hefur valdið henni miklum vandræðum. í þessu efni eru engin góð ráð í augsýn. Það hefur verið mörkuð ákveðin geng- isstefna fyrir þetta ár og gengis- stefna næsta árs hlýtur meðal annars að ráðast af því, hvernig til tekst í kjarasamningum um áramótin. Hvað varðar minni tilkostnað hefur einkum verið talað um það _ misgengi, sem verið hefur á milli dollars og SDR og viðkemur af- urðalánum meðal annars, sem fiskvinnsian telur hafa kostað sig 300 til 400 milljónir króna. Ríkis- stjórnin hefur falið Seðlabankan- um úttekt á þessu máli og að skila tillögum um hugsanlegar bætur vegna þessa og aðgerðir til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur. Fulltrúar fiskvinnsl- unnar báðu einnig um það, að uppsafnaður söluskattur gengi beint til fiskvinnslunnar. Því verður að svara neitandi vegna þess, að ráð er gert fyrir því, að hann gangi til Aflatrygginga- sjóðs á næsta ári. Um það hefur mönnum verið kunnugt enda er vart séð að það breyti miklu að þetta renni beint til fiskvinnsl- unnar, því það mundi væntanlega koma fram í meiri fiskverðskröf- um henni til handa. Síðan tel ég nauðsynlegt að lán fiskvinnslunnar verði lengd, en hún er yfirleitt með lán til stutts tíma, sem ekki er í samræmi við endingartima eignanna. Það hef- ur valdið henni miklum vandræð- um enda þarf mikinn hagnað í þeirri miklu verðbólgu, sem við Stjórnarandstaðan er ekki sam- stiga í málinu. Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingmaður Alþýðuflokks- ins, og fleiri, vilja, að rannsóknar- nefnd 7 þingamanna úr neðri deild starfi fyrir luktum dyrum og beini athyglinni að viðskiptum Hafskips og Útvegsþankans auk þess sem tilboð um yfirtöku á eignum Haf- skips hf. verði könnuð. Þingmenn Alþýðubandalagsins vilja, að 14 þingmenn úr báðum þingdeildum, verði í rannsóknarnefnd, sem starfi fyrir opnum tjöldum, og rannsaki auk Hafskipsmálsins „fyrirtækjanetið allt“ eins og það hefur verið orðað. I máli talsmanna ríkisstjórnar- innar kom fram, að reyuslan af rannsóknanefndum þingmanna væri ekki á þann veg, að þær ættu við í þessu máli. Gagnrýnt hefði verið, að þingmenn sætu í banka- ráðum, en nú vildi stjórnarand- staðan, að þingmenn rannsökuðu þessi störf þingmanna. Til að tryggja eðlilega málsmeðferð væri skynsamlegast að fela hlutlausum aðila, Hæstarétti, að skipa sér- fróða menn til að rannsaka þann þátt Hafskipsmálsins, sem ekki fellur undir verksvið skiptaréttar. í ræðu Þorsteins Pálssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, kom fram, að rikisstjórnin og einstakir ráðherr- ar hefðu beitt sér fyrir aðgerðum í fimm liðum til að allir þættir málsins lægju sem Ijósastir fyrir. 1) Ríkislögmanni hafi verið falið að fylgjast með samningum (it- vegsbankans. 2) Frumvarp hafi verið flutt um víðtækari rannsókn- arheimild skiptaréttar. 3) Iðnað- arráðherra hafi óskað rannsóknar á vegum ríkissaksóknara. 4) Laga- frumvarp hafi verið flutt um að Hæstiréttur skipaði menn í rann- sóknarnefnd. 5) Viðskiptaráð- herra hafi falið bankaeftirliti að kanna viðskipti stærstu lántak- enda og ríkisbanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.