Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Efnahagur nýrrar þjóðar — Kenýu 2. grein — eftir Kjartan Jónsson Kenýa er ný þjóð, aðeins fárra áratuga gömul. I landinu býr fólk af ótal þjóðflokkum, sem hver er þjóð út af fyrir sig með sérstaka menningu og móðurmál. Það er því , mikil byling, sem orðið hefur á högum þessa fólks, að vera steypt saman í nútímaþjóðféiag, sem að flestu leyti er mjög frábrugðið gamla ættflokkasamfélaginu. Á fáum áratugum er komið til sögunnar nýtt efnahagskerfi pen- inga í stað vöruskipta. * Aður fyrr í byrjun aldarinnar lifðu flestir af kvikfjárrækt og/eða smáakur- yrkju og voru sjálfum sér nógir um flesta hluti, enda voru kröfurn- ar til gæða þessa heims litlar. Þó * voru nokkrir, sem stunduðu versl- un, aðallega Arabar, sejn bjuggu við strönd Indlandshafsins. Þeir fóru í langa verslunarleiðangra inn í landið, fyrst og fremst í leit að fílabeini og seldu þá ýmsan varning á ferðum sínum s.s. skelj- ar, sem notaðar voru til skreyt- inga, vefnaðarvörur og krydd. Nýlendutíminn " Þegar landið var gert að bresku verndarsvæði og síðar nýlendu, hvöttu stjórnendur þess breska þegna til að flytjast þangað og gerast bændur, því að nóg væri til af ódýru og góðu landi. Ekki leið á löngu áður en landnemar fóru að streyma til landsins. Þeir lögðu undir sig hálöndin umhverfis Nairóbí, því að loftslagið þar var svalt og jörðin frjósöm. Þarna brutu landnemarnir mikil lönd til ræktunar og settu á stofn stóra búgarða og plantekrur. Með komu Evrópumanna kom stjórnsýsla að evrópskri fyrir- mynd, sjúkrahús, skólar og þörf fyrir ýmsan hvítra manna vaming, sem þeir töldu nauðsynlegan. A þennan hátt skapaðist smám saman markaður og þar með grundvöllur fyrir smáiðnað. En efnahagur nýlendunnar grundvall- aðist fyrst og fremst á því að fram- leiða hráefni fyrir verksmiðjur Englands. Tekjur landsins voru mestar af útflutningi á kaffi, tei, sísal (notað í snæri og kaðla) og pyrethrum (planta, sem inniheldur efni, sem notað er m.a. í skordýra- eitur). Á 6. áratug aldarinnar reyndi nýlendustjórn Kenýu að efla efna- hag landsins með ýmsu móti til að freista þess að gera landið efnahagslega sjálfstætt og efla velmegun. í stórum dráttum var " staðan sú, að hvítir bændur og stjórnsýslumenn efnuðust vel á kostnað ódýrs vinnuafls hinna innfæddu. Margir lifðu enn á sama hátt og forfeður þeirra. Vegna þess að yfirvöld höfðu ekki mikið fé til ráðstöfunar, reyndu þau að laða að erlent fjármagn. Það tókst vel og útibúum ótal erlendra fyrir- tækja var komið á fót. Nútíminn i Þegar efnahagslíf landsins nú á tímum er athugað, verður það fljótt ljóst, að engar grundvallar- breytingar hafa átt sér stað frá því landiö fékk sjálfstæði. Enn er landbúnaður aðalatvinnuvegurinn og landbúnaðarvörur helsta tekju- lind þjóðarbúsins. Krafan um sjálfstæði landsins » kom fyrst og fremst frá jarðlausu fólki, sem var afkomendur þeirra, „íslendingar hafa einn- ig lagt svolítið af mörk- um, sérstaklega innan samvinnuhreyfingarinn- ar, en um árabil hafa íslendingar starfaö við aö efla kaupfélög víös vegar um landið og hjálpað til við að koma á fót smáiðnaði. Fisk- veiðar hafa verið kenndar í Mombasa og íslenskir kristniboðar hafa byggt fjóra skóla í Pókothéraði.“ sem flæmdir voru burt af landi sínu við komu landnemanna. Sumt af því myndaði skæruliðahreyfing- ar eins og Mau Mau til þess að fylgja kröfum sínum eftir. Þegar ljóst var að landið fengi sjálfstæði seldu flestir landnem- anna jarðir sínar. Nokkrum þeirra var skipt á milli landleysingja, en flestar fóru óskiptar í hendur innfæddra manna í lykilstöðum, þannig að í rauninni er gæðum landsins enn illa skipt á milli þegnanna. Nú eru það fáir inn- fæddir stórbændur og embættis- menn, sem hagnast á kostnað lágra launa almennings í stað hvítra áður. Varðandi uppbyggingu iðnaðar og nýrra atvinnugreina, er vanda- málið enn það sama og áður, þ.e. skortur á fjármagni, innlendu og erlendu. Af þeim sökum er ströng- um aðhaldsreglum beitt við notkun erlends gjaldeyris og mikil áhersla lögð á uppbyggingu innlends iðn- aðar til þess að spara gjaldeyri og skapa atvinnu. Enn eru það erlend fyrirtæki, sem mynda uppistöðu iðnaðarins. Þeim er mörgum stjórnað af Indverjum, en þeir eru mjög aðsópsmiklir í viðskiptum landsins og eiga geysimörg fyrir- tæki og verslanir. Það er stefna stjórnvalda, að „Simpansapi I dýragarðinum í Na- iróbí.“ afrískir íbúar landsins taki við stjóm erlendra fyrirtækja smátt og smátt og að þeim verði gert kleift að kaupa hlutabréf í þeim og eignist meirihluta í þeim, er fram líða stundir. Þetta er gert með aukinni menntun og lánafyr- irgreiðslu peningastofnana, sem veita nú einnig lán til uppbygging- ar nýrra fyrirtækja. Enn er efnahagslíf landsins mjög háð eftirspurn markaða Vesturlanda eftir landbúnaðaraf- urðum þess, s.s. kaffi og tei, sem eru fullunnar í verksmiðjum þar. Þetta er mjög slæmt, því að mark- aðsverð breytist ár frá ári og háir verndartollar eru á fullunnum vörum í Evrópu, auk þess sem alþjóðasamtök kaffiframleiðenda úthluta landinu ákveðnum sölu- kvóta á vestrænum markaði ár- lega, en kaffi er verðmesta útflutn- ingsvara landsins. Kaffikvóti landsins er hvergi nærri fullnægj- andi og því hafa yfirvöld reynt að komast inn á nýja markaði í Afr- íku og Asíu og fer útflutningur á iðnaðar- og landbúnaðarvörum þangað sívaxandi. Nýjar leiðir Ýmislegt hefur verið gert til þess að gera efnahagslífið fjöl- „Af maísakri. Mafs er aðalfæða Kenýumanna.“ breyttara og óháðara markaðs- verði örfárra landbúnaðarvara. Mikil áhersla hefur verið lögð á eflingu ferðamannaþjónustu. Nú hafa fjölmörg hótel verið byggð víðs vegar um landið og einnig tveir alþjóðaflugvellir. Þannig að nú er orðin mjög góð aðstaða til að taka á móti ferðamönnum, enda hefur landið margt upp á að bjóða, sem ferðamenn sækjast eftir. Má þar nefna stóra þjóðgarða með alls kyns villidýrum, fallegt land, stöðugt veðurfar, nóg af sól og góðum baðströndum. Nú er svo komið, að ferðamannaiðnaðurinn er kominn í annað sæti í gjaldeyr- isöflun landsins, en enn eru það erlendir aðilar, sem hagnast mest á honum. Eitt af því, sem hefur gefist vel á síðustu árum eru samsetningar- verksmiðjur bíla erlendra fyrir- tækja. Þetta hefur sparað mikinn gjaldeyri og skapað mörg ný störf og því minnkað örlítið það mikla atvinnuleysi, sem ríkir í landinu. Til að vernda og efla þennan iðnað hafa verið settir mjög háir tollar á alla innflutta bíla. Vandamál Fjárlög ríkisins eru ekki há, þegar það er haft í huga, að íbúar landsins eru um 20 milljónir tals- ins, eða á stærð við fjárlög smá- þjóðar eins og íslands. Það hlýtur að vera hverjum manni Ijóst, að það fjármagn, sem ríkisstjórnin hefur, hrekkur hvergi til að byggja upp heilbrigðiskerfi, sem víða er mjög bágborið, menntakerfi, sem einnig er mjög ófullkomið, vatns- kerfi, opinbera þjónustu o.s.frv. Því hefur víða verið leitað eftir efnahagsaðstoð og þiggur landið margra milljarða króna aðstoð frá ríkisstjórnum ýmissa landa, s.s. Bretlands, Hollands, Svíþjóðar, Noregs o.m.fl. Kirkjur og kristni- boðsfélög veita einnig mjög mikla hjálp. íslendingar hafa einnig lagt svolítið af mörkum, sérstaklega innan samvinnuhreyfingarinnar, en um árabil hafa íslendingar starfað við að efla kaupfélög víðs vegar um landið og hjálpað til við að koma á fót smáiðnaði. Fiskveið- ar hafa verið kenndar í Mombasa og íslenskir kristniboðar hafa fjóra skóla í Pókothéraði. undanförnum árum hefur efnahagsvöxtur landsins verið um 3,5%, sem er þokkalegur árangur, en nú standa stjórnvöld frammi fyrir því vandamáli, að þegnunum fjölgar sífellt hraðar og er nú svo komið, að Kenýumönnum fjölgar hraðar en íbúum nokkurs annars lands í heiminum eða um 4,2% á ári, sem þýðir, að á þessu ári má vænta þess að um 840 þúsund nýir landsmenn fæðist. Þetta þrýstir mjög á stjórnvöld að auka mat- vælaframleiðsluna og skapa ný störf. Ef sú þróun heldur áfram, að fólksfjölgun verði meiri en efnahagsvöxturinn, stefna efna- hagsmál landsmanna i óefni. Stjórnvöld gera nú ýmislegt til að vinna gegn þessari miklu fólks- fjölgun, en illa gengur. Svo virðist sem fylgni sé á milli takmörkunar barneigna og æðri menntunar, en enn sem komið er er langskólanám forréttindi tiltölulega fárra útval- inna. Framtídarhorfur Um framtíðarhorfur efnahags- ins er erfitt að spá. Á miklu ríður að hægt verði að minnka fólks- fjölgunina, efla menntun og út- flutningsiðnað landsins. Það er hætt við að ólga magnist í þjóð- félaginu, ef stórjörðum verður ekki skipt í auknum mæli á milli land- lausra manna, sem gera tilkall til jarðanna. Verði hægt að takast á við þessi vandamál af festu og með árangri, á efnahagurinn alla möguleika á því að eflast. Kjartan Jónsson er trúboði í Kenýu og skrifar greinar i Morg- unblaðið um land og þjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.