Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 JQUN NALGAST og því er ekki seinna vænna aö fara að huga aö jólaundirbún- ingnum. Viö erum reiöubúin til aðstoðar. Viljum aöeins minna á aö þaö er óþarft aö þeytast um allt þegar hægt er aö fá allt til jólanna í einni ferð í Vöruhús Vesturlands. MATVÖRUDEILD Þaö er löngu orðinn þjóðlegur siður að gera vel við sig og sína í mat um hátíðarnar. Við höfum á boð- stólum alla matvöru, hátíðarmat sem meðlæti. Og vitaskuld alla hreinlætisvöru. Sem sagt: Allt sem til þarf. VEFNAÐARVÖRUDEILD Jólakötturinn gengur ekki laus lengur. Og þó svo væri þyrfti enginn að lenda í honum því við eigum fjölbreytt úrval fatnaðar á alla fjöl- skylduna. Til dæmis buxur og skyrtur frá Melka. Einnig skóáalla fjölskylduna. í stuttu máli sagt: Allan fatnað, frá toppi til táar, yst sem innst. GJAFAVÖRUDEILD Láttu ekki tal um gjafaaustur jól- anna slá þig út af laginu. Það er góður siður að gleðja aðra. Líttu inn í gjafavörudeildina hjá okkur og þú sannfærist um að jólagjafir eiga fullan rétt á sér. Við eigum ávallt smekklegt úrval gjafavöru, s.s. bækur, leikföng, búsáhöld o.fL RAFTÆKJA- OG SPORTVÖRUDEILD Hafi einhver haldið að gjafavara fengist aðeins í gjafavörudeildinni leiðréttist það hér með. í sportvöru- og raftækjadeild fæst fjölbreytt úrval raftækja og tómstundavöru. Nyt- samar jólagjafir, smáarog stórar. Og hér velur fjölskyldan sjálfri sér stór- gjöfina. BYGGINGAVÖRUDEILD Það eru ekki bara húsbyggjend- ur sem eiga erindi við okkur. í byggingavörudeild Vöruhúss Vest urlands sást sjálfur jólasveinninn velja sér 1. flokks áhöld til leik- fangasmíðinnar. Þannig tekurbygg- ingavörudeildin ekki hvað minnstan þátt í jólaundirbúningnum. Góð áhöld gleðja alla. Það er óneitanlega kostur að fá allt sem þarf í einni ferð. Ferð í Vöruhús Vesturlands sparar sporin og er þess vegna ferð til fjár. Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200 Morgunblaðið/Bjarni Frá vinstri á myndinni eru Heimir Pálsson, Franz Gíslason, Ævar Kjartansson og Sigríður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Á innfelldu myndinni má sjá Njálssögu í því örsmáa broti sem bún var gefín út í af bókaforlaginu Svart á hvítu, en ekki er vitað til að Njála hafí verið gefín út í svo smáu broti áður. Leiðsögn um landið: Gaf út þrjár snældur um söguslóðir Njálu ÚT ERU komnar þrjár snældur um söguslóðir Njálu á vegum Leiðsagnar um landið sf. Hver þeirra er klukku- tima löng og eru þær fyrst og fremst ætlaðar til notkunar í einkabifreið- um, þ.e. fyrir þá sem fremur kjósa að ferðast i eigin bflum fremur en hópferðabflum með leiösögumanni. Söguslóðir Njálu spanna í höfuð- atriðum þrjú byggðarlög; Fljóts- hlíð, Landeyjar og Rangárvelli. Þó er hægt að leggja upp í allar ferð- irnar frá Hvolsvelli. Á snældunum er leitast við að veita alþýðlega, alhliða leiðsögn um þessi svæði þar sem megináhersla er lögð á atburði og frásagnir Njálu og það sem fyrii augu ber á leiðinni. Gert er ráí fyrir að ökumenn aki á um 60 km hraða ef þeir hlusta á snælduna á leiðinni og ætla sér að ná fróðleik um þá sögustaði sem þeir aka um. Nokkuð er minnst á kveðskap sem tengist Njálu. Lesin eru nokkur ljóð inn á milli og kveðnar rímur. Höf- undur leiðsögutexta er Franz Gísla- son, en hann er lesinn af Ævari Kjartanssyni. Heimir Pálsson les valda kafla úr Njálu, Hugrún Gunnarsdóttir les ljóð og Margrét Hjálmarsdóttir kveður rímur. Snældunum er komið fyrir í sér- hannaðri plastöskju með bókarlagi er svipar til myndbandsöskju. í öskjunni fylgir eintak af Njálu, sem bókaforlagið Svart á hvítu hefur gefið út í örsmáu broti, en bókafor- lagið er nú að gefa út íslendinga- sögurnar í tveimur bindum. Bókin passar því í fjórða snælduhólfið í öskjunni. Franz sagði á blaðamannafundi er haldinn var í tilefni útkomu snældanna að hann hefði samið textann heima í stofu og farið svo í reynsluakstur til að vita hvort textinn og 60 km hraðinn pössuðu saman. „Eg þekki þessa staði orðið nokkuð vel. Ég hef verið leiðsögu- maður í ein 16 ár auk þess sem ég hef kennt Njáls sögu í fleiri ár i skólum." Fyrirtækið Leiðsögn um landið sf. var stofnað í júlí í sumar og eru eigendur þess Franz, Ævar og Sig- ríður Hanna Sigurbjörnsdóttir, sem sér um rekstur þess. Fyrirtæk- ið hefur einnig gefið út fyrstu snælduna af 20 þar sem farinn er hringvegurinn. Leiðin sem farin er er Reykjavík—Selfoss. Vonast er til að hægt verði að gefa hinar út á næsta ári, en að sögn forráða- manna fyrirtækisins var ráðist í útgáfu söguslóða Njálu til að fjár- magna útgáfu hringvegarins. Snældur söguslóða Njálu fást í öll- um bókaverslunum og að sögn Sig- ríðar Hönnu er vonast til að snæld- ur hringvegarins komist inn í svip- að dreifikerfi og kort Landmælinga íslands. Fyrstu snældu hringvegar- ins var mjög vel tekið, en hún hefur fengist á bensínsölum Essó. Ýmislegt er á döfinni hjá fyrir- tækinu. Rætt hefur verið um að gefa út bókmenntir á snældum og eins hefur verið talað um að gefa út snældur með ýmsum upplýsing- um um land og þjóð fyrir erlenda ferðamenn. Síðan er fyrirhugað að gefa út snældu með söguslóðum Laxdælu og Grettissögu ef Njálu- snældunni verður vel tekið, að sögn Franz. „Seint verður öllum þeim spurn- ingum svarað er vakna við lestur Njálu, en ég vona svo sannarlega að fleiri spurningar vakni meðal ferðamanna er fara um þessar slóð- ir en svarað er í Njálu sjálfri. Fyrst og fremst erum við að reyna að hvetja íslendinga til að lesa og vita meira um þessar dýrmætu sögur okkar en þeir nú gera,“ sagði Franz. TRÖLLEYKIÐ Þegar Desmond Bagley lést fyrir tveim árum kom á daginn að hann átti nokkur handrit í fórum sínum. í fyrra kom út í nætur- villu, sem seldist upp viku fyrir jól, en hefur verið endurprentuð í takmörkuðu upplagi. Nú kemur Trölleykið, sem dregur nafn af feiknastóru farar- tæki, sem er notað til flutninga í Nyala, ríki í V. Afríku. í Trölleykinu nær Desmond Bagley hámarki í frásagnasnilld sinni; hraða í frásögn, baktjalda- makki og unnum sigri. Trölleykið er hörkuspennandi Bagleybók. SUÐRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.