Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER1985 í upphafí aldar Læknir Bókmenntir Erlendur Jónsson Siguröur Magnússon: ÆVIMINN- INGAR LÆKNIS. 206 bls. Iðunn. Reykjavík, 1985. Sigurður Magnússon fæddist 1866 í Viðvík í Skagafirði. Hann gekk í Reykjavíkur lærða skóla og Læknaskólann og varð héraðs- læknir á Þingeyri, Patreksfirði og Ólafsfirði. Hann lést 1940 og hafði þá fyrir skömmu lokið ritun endur- minninga þeirra sem nú koma fyrir almennings sjónir. Vilmund- ur Jónsson landlæknir hvatti Sig- urð til að færa í letur þessar endur- minningar og ritar formála. Þann formála skrifaði Vilmundur 1939. Varð að ráði að láta útgáfu endur- minninganna bíða þar til nú. Hannes Pétursson hefur annast umsjón útgáfunnar og gerir grein fyrir henni í eftirmálsorðum. Einnig hefur hann ritað skýringar neðanmáls þar sem þurfa þótti. Vilmundur landlæknir kveðst hafa dregið þær ályktanir af samtölum sínum við Sigurð að hann væri manna líklegastur til að senda frá sér líflega og fróðlega ævisögu ef hann á annað borð tæki sér fyrir hendur að setja hana saman. Þegar Vilmundur síðar leit yfir verkið sýndist honum það svo »af hendi leyst, sem ég taldi mig hafa ástæðu til að búast við.« Vilmundur getur þeirra erfiðleika Sigurðar »að vera uppfræddur af einni þekkingaröld til að starfa á annarri.« Það er spaklega mælt og á við fleiri kynslóðir íslendinga en Sigurðar Magnússonar læknis. Um Æviminningar þessar er það svo hvort tveggja að segja að þær lýsa annars vegar góðum og hisp- urslausum sögumanni en bera líka vott um að höfundi hafi verið tamara að segja frá munnlega en skriflega. Þannig koma alloft fyrir orð eins og: »ekki man ég ...«, sem geta verið í fyllsta máta eðlileg í viðræðu manna á milli en eiga síður við í skrifaðri sögu. En Sig- urður hefur strax í upphafi gert sér þá vinnuáætlun að skrásetja ævisögu sína alla — frá upphafi til enda. Þegar farið er að rekja svo samfelldar endurminningar kemur auðvitað fyrir að hálf- gleymd atvik leiti á hugann. Sigurður hefur verið maður djarfmæltur en þó með fullri hóf- stillingu. Hann hefur verið í eðli sínu vinnusamur og félagslyndur. T.d. leiddist honum í skólafríum, segir hann. Slíkir eru oft blessun- arlega lausir við dagdrauma og farnast vel. Auk læknisstarfa sinnti Sigurður meira og minna félagsmálum þar sem hann starf- aði. Hann sýnist ekki hafa sóst eftir vinsældum en eignaðist þó vini góða. Þeirra á meðal var Þórð- ur Guðjohnsen sem varð læknir í Danaveldi, fjallgöngumaður mikill og teiknari ágætur. Ferðasögur Þórðar með teikningum hans kom hér út fyrir mörgum árum. Sigurður er opinskár þar sem hann rekur starfsferil sinn en dulur um einkahagi í þrengri merkingu orðsins. Eins og fyrr segir gekk hann hér í Læknaskól- ann — einn þeirra embættis- mannaskóla sem síðar sameinuð- ust í Háskóla íslands. Námið tók fjögur ár. En læknisfræðin varð þá síður en svo nokkur auðsupp- spretta: »Að praktísera sem lækn- ir, eða lifa á lækningum, held ég naumast hafi þekkst þá. Það hefði líka verið óhugsandi að lifa á praxis, þegar samkvæmt gjaldskrá lækna mátti taka aðeins 25 aura fyrir algengustu læknisverk, svo sem að draga út tönn, skoða sjúkl- ing o.s.frv., og 4 krónur var gjald til læknis, ef hann var á ferð heilan sólarhring.« Þess má geta til skýringar að verkamannakaup var um þessar mundir 20 til 30 aurar á tímann; Sigurður Magnússon oftast líklega nær lægri tölunni. Með 20. öldinni hófst hér þjóð- lífsbylting sú hin alkunna er þorp og bæir tóku að byggjast. Má vera að þróun sú hafi verið hvað örust á Vestfjörðum árin sem Sigurður var þar læknir. Embættismaður- inn setti öðrum fremur svip á sinn stað, hann var einn af höfðingjum þorpsins, persóna sem þorpið leit upp til — og dáði ef því líkaði vel við hann. Sá hluti þessara endur- minninga, sem fjallar um læknis- störf Sigurðar, er að mínum dómi mest virði og skemmtilegastur. Læknisstarf var þá annað og meira en hvítur sloppur, meðalaglös og hlustpípa. Það var sífelld ferðalög yfir sjó og land, vetur og sumar, vor og haust, þrotlaus þeytingur um víðlent hérað og veglaust, hvernig sem á stóð og hversu sem viðraði, sannkallaðar svaðilfarir oft og tíðum. Sigurður fékk sig fullkeyptan af því. í tíð Sigurðar var oft líflegt í þorpunum fyrir vestan, t.d. tíðar heimsóknir erlendra sjómanna. Meðal slíkra voru bæði Frakkar og Ameríkumenn, auk sjómanna frá Norðurlöndum að sjálfsögðu. Fyrir kom að læknar, sem starf- andi voru um borð á meiriháttar skipum, útlendum, komu í land og aðstoðuðu Sigurð við erfiðar að- gerðir. Það var ekki eins og þarna væri hjari veraldar. Þorpið — svo óhrjálegt sem það hefur verið í aðra röndina — var frjóangi nýrr- ar þjóðfélagsgerðar. Þetta var nýtt landnám, ný byggðastefna sem enginn vissi hvert leiða mundi. Sigurður hefur verið nógu raunsær og hagsýnn til að halda áttunum í þess háttar umhverfi. Skylt er að geta að útgáfa þess- ara Æviminninga er í hvívetna hin vandaðasta. Nafnaskrá fylgir. Einnig nokkrar gamlar og þar af leiðandi merkilegar fjölskyldu- myndir. Handfylli af skáldum Forkólfar með nýja útgáfu fslendingasagna. Yfír horni með Agli og Snorra Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson ÍSLENDINGASÖGUR Fyrra bindi. Ritstjórar: Jón Torfason, Sverrir Tómasson. Örnólfur Thorsson. Bragi Halldórsson og Jón Torfason bjuggu til prentunar. Kristján Eiríksson skýrði vísur og bjó þær til prentunar. Bragi Halldórsson skýrði kviður í Egils sögu og bjó þær til prentunar. Svart á hvítu 1985. Áhugi á fslendingasögum mun smám saman glæðast og ná til yngra fólks. Margt bendir til þess að íslendingasögur eigi sér fram- tíð, verði lesnar af kappi. Ekki bara skyldunnar vegna, þeirrar skyldu að þekkja uppruna sinn og menningu, heldur ekki síst af þeim sökum að sögurnar eru bókmennt- ir og oft á tíðum hreinn skemmti- lestur. Útgáfa Svart á hvítu á fslend- ingasögum í tveimur bindum, fyrra bindið er komið út, er spor í þá átt að vekja á ný áhuga á sögunum. Áhuginn er að vísu aíltaf fyrir hendi eins og dæmin sanna. En öðru hverju þarf að gera eitt- hvað til þess að auka hann. Áð mínum dómi mun þessi vandaða útgáfa stuöla að því að koma sög- unum til lesenda, einkum hinna ungu. Fyrra bindið er um ellefu hundruð blaðsíður og bæði til í góðu bandi og kostar þá svolítið meira og í ódýrri pappírskilju. í fyrra bindi eru eftirtaldar sögur: Bandamanna saga (tvær gerðir), Bárðar saga Snæfellsáss, Bjarnar saga Hítdælakappa, Brennu-Njáls saga, Droplaugar- sona saga, Egils saga, Eiríks saga rauða, Eyrbyggja saga, Finnboga saga ramma, Fljótdsdæla saga, Flóamanna saga, Fóstbræðra saga, Gísla saga Súrssonar (tvær gerðir) og Grettis saga. f Forspjalli gera ritstjórar bók- arinnar grein fyrir útgáfunni á skilmerkilegan hátt. Góðu heilli eru þeir ekki málóðir. Meðal þess sem þeir benda á er mikilvæg staðreynd: „ ... fslenskar fornbókmenntir eru samdar á tungumáli sem í mikilsverðum atriðum er frá- brugðið íslensku nú á dögum. Veld- ur þar mestu um að sérhljóð máls- ins hafa breyst; að fornu var gerð- ur munur á löngu hljóði og stuttu án þess að grannhljóð hefðu þar nokkur áhrif eins og í nútímamáli. Lesendur skyldu hafa hugfast að þeir mundu hvorki skilja Egil Skallagrímsson né frænda hans Snorra Sturluson tækju þeir upp á því að setjast með þeim yfir horni af fornum miði. Til þess þyrfti miðil í orðsins fyllstu merk- ingu. Með öðrum orðum sagt; ís- lenskt mál hefur breyst töluvert í aldanna rás, en fæst af því kemur fram í stafsetningu." Forspjallið er einkum fræðilegt, en ritstjórar leggja á það áherslu í upphafi að þeir telji að helsta erindi fslendingasagna við nú- tímalesendur sé bókmenntalegt. Mér virðist þeim hafa tekist ágæt- lega að búa texta þannig undir prentun að þeir verði læsilegir. Skýringar vísna og annarra ljóða hefur að sama skapi tekist. Hér verður ekki gerð tilraun til að ritdæma efni fyrsta bindis ís- lendingasagna. Það væri óðs manns æði. En geta má þess að mikill auður er hér saman kominn og ættu þeir nú að láta undan sem tregir eru að Iáta teygja sig til að lesa fornar sögur. Þeir munu ekki sjáeftirþví. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Malthías Viðar Sæmundsson: Stríð og söngur. Forlagið 1985. f Fylgt úr hlaði, formála Stríðs og söngs, skrifar Matthías Viðar Sæmundsson að tilgangur viðtals- eða samtalsbókar sé „að draga upp mynd af manneskju með sitt ein- stæða líf, sköpun, einmanaleika og samneyti". Skrifarinn vill skilja náungann betur og um leið sjálfan sig, segir Matthías Viðar. Viðtalsbækur við rithöfunda segja afar sjaldan það sem máli skiptir. Og þegar þær gera það hættir þeim til að segja of mikið. Það sem rithöfundinum liggur þyngst á hjarta er best að komi fram í eigin verkum. Ég fullyrði ekki að Stríð og söngur sé of nærgöngul bók, en fyrir þá sem þekkja vel verk þeirra skálda sem rætt er við er á köflum gengið of langt í því að láta skáldin skil- greina viðleitni sína til skáldskap- ar, það sem byggt var á. Enginn skilji orð mín svo að Matthías Viðar afklæði rithöfund- ana. Hefði honum tekist það væri það of stór skammtur fyrir lesend- ur að kyngja. Þá myndi lesandinn rísa upp og mótmæla. Sem betur fer eru í bókinni dæmi um samtöl af því tagi sem teljast hið besta krydd og eru auk þess skemmtileg aflestrar. Allir þeir rithöfundar sem tjá Matthíasi Viðari hugrenningar sínar og bjóða upp á ævisögubrot gera það á þann hátt að eftir- minnilegt verður að kallast. Það er ekki ætlunin að gera upp á milli höfundanna, enda ástæðulaust. Allir hafa frá einhverju merkilegu aðsegja. Guðrún Helgadóttir: „Raunveru- leiki fólks er misjafn. Sjálf upplifi ég lífið eins og tónverk, fallegt tónverk. Ég hef aldrei séð ljóta manneskju og veit ekkert fallegra en gamalt andlit þakið hrukkum. Mín lífsskoðun er á vissan hátt trúarleg því að hún felur í sér til- beiðslu eða lotningu fyrir sköpun- arverkinu." Indriði G. Þorsteinsson: „Ég trúi lítt á manneskjuna. Eins gæti ég trúað á hest. Eða kind. Engu að síður er mér annt um náungann af því að hann er maður eins og ég. Ég snýst ekki gegn samlífi mínu." Matthías Johannessen: „Ég hef aldrei getað útilokaö umhverfið. Matthías Viðar Sæmundsson Alltaf tekið nærri mér örlög ann- ars fólks, enda er ég alinn þannig upp.“ Álfrún Gunnlaugsdóttir: „Núna sætti ég mig ekki aðeins við að veröldin sé tætingsleg, mér finnst það eðlilegt og mannlegt hlut- skipti." Thor Vilhjálmsson: „Beckett skrifaði mikið um vonleysi og var sagður sætta sig við það. Lífsvið- horf hans eru skyld vissum þáttum í gnostíkinni sem eiga sér aftur hliðstæðu í nýja Kvintettinum hans Lawrence Durrells: að maður verði að sætta sig við að djöfullinn ráði heiminum." Og Þorsteinn frá Hamri: „Ég vona að við verndum áfram mennskuna sem hefur okkur yfir skepnuna. Ég vona að við ræktum áfram tillfinn- ingu okkar og það sem upprunalegt er í okkur." Eru ekki allir sammála? Þorsteinn frá Hamri hittir nagl- ann á höfuðið þegar hann lýsir sjálfum sér með þessum orðum: „Ég hef komið að nokkru leyti undan klæðinu á seinustu árum. Breytingin hefur ekki verið með- vituð, en persónuleiki minn sem skálds líklega orðið ljósari. Fyrr á árum var meira um feluleiki af ýmsu tagi, felumyndir." Þetta gildir ekki bara um Þor- stein heldur fleiri samtímaskáld. Og Matthías Viðar Sæmundsson hefur gengið á lagið og fundið skáidin. Vonandi kemur það ekki niður á skáldskap þeirra í framtíð- inni. Hlutur Matthíasar Viðars er með miklum glæsibrag í þessari bók. En hver tók ljósmyndirnar? Eru þær líka verk Matthíasar Viðars? Ljósmyndara er ekki getið. Erindi fíutt á Kjarvalssýningu VALTÝR Pétursson listmálari og myndlistargagnrýnandi flytur erindi um Kjarval á Kjarvalsstöðum laug- ardaginn 14. desember næstkom- andi. Valtýr átti mikil samskipti við Kjarval á sínum tíma, var m.a. í sýningarnefnd í tilefni sjötugsaf- mælis hans 1955, og stóð fyrir, ásamt fleirum, sýningum á verkum Kjarvals í fjáröflunarskyni fyrir nýtt myndlistarhús, síðast 1968. Sýningunni Kjarval aldarminn- ing lýkur um næstu helgi og hafa um 23 þúsund manns séð sýning- una. Sýnt er að aðsókn mun slá öll fyrri met í húsinu frá upphafi. Ekki verður hægt að framlengja sýninguna, þar sem allar mynd- irnar eru í einkaeign og umsamið að þeim verði skilað fyrir jól. Erindi Valtýs verður flutt í fundarsal Kjarvalsstaða kl. 17.00. (FrétUtilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.