Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 75 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS fl( KríTtti UM ISLENSKA TUNGU Góði Velvakandi. Mér var mikið ánægjuefni að sitja ráðstefnuna í Þjóðleikhúsinu um islenska tungu sunnudaginn 1. desember. Ekki síst að heyra snjallan málflutning æskumanna frá ýmsum landshlutum. Mennta- málaráðherra og fleiri lögðu áherslu á, að tengsl tungunnar við bókmenntir fornar og nýjar, mættu ekki rofna. Einn flytjandi þáttarins um daglegt mál í útvarpinu, hvað það eðlilega þróun að orð skiptu um merkingu. Hvað má kallast eðli- legt, veit ég ekki, en að slíkt sé þróun tungunnar, skil ég ekki. Ef haldið er áfram á þeirri braut, gæti svo farið, að næstu kynslóðir skildu ekki verk Halldórs Laxness, hvað þá fornritin. íslensk tunga var frá því í fyrnd þróuð af mönnum með skýra hugs- un, sem þeir settu fram í gagnorð- um setningum á fjölbreyttan hátt. Hún er háþróað tæki til frjórrar hugsunar sem við höfum fengið að erfðum og okkur ber að varð- veita. Orðaforðann þarf sífellt að auka og er ánægjulegt, hve mikill áhugi virðist nú vera á því sviði. Blaðamennska er því miður á annarri grein, þótt margir blaða- menn séu til fyrirmyndar um mál- far. Aðrir rita svo illa og klaufa- lega að manni blöskrar. Oft eru fréttir afbakaðar vegna tíma- skorts en eins og ágætur ræðumað- ur á ráðstefnunni tók fram, þá rita menn ekki málleysur, ef þeim er annað tamt, þótt þeir séu að flýta sér. Sumir, sem í blöð rita, virðast gera sér far um að nota alls konar slettur, líklega til að sýna, að þeir hafa erlend mál tiltæk. Margir eru læsir á nokkrar tungur og væri skrýtið að heyra eða sjá þeim hrært saman í einn graut. Ég vil ráða þessum blaðamönnum að lesa drjúgan kafla úr vönduðum ís- lenskum bókum á hverjum degi. Þannig síaðist málfarið inn í heila þeirra og rynni úr pennanum. Ég ætla ekki hér að tíunda mál- leysur sem ég sé daglega í blöðum. Eina vil ég þó nefna. Það er orðið „mannabreytingar", sem hefur vaðið uppi um hríð. Þegar ég sá þetta fyrst fór ég að hugleiða slík- ar breytingar, sem ég hafði lesið um. Sagnir margra þjóða segja frá mönnum sem breytt var í alls konar kvikindi. Á síðari tímum er einna frægust saga Frans Kafka „Metamorphosis", þar sem maður breyttist í pöddu á einni nóttu. Mætti ætla af umsögn blaða, að starfsmenn fyrirtækja yrðu öðru hvoru fyrir slíkri reynslu. Hingað til hafa það þó heitið mannaskipti, þegar maður kemur í manns stað. Eg heyrði nýlega lesna í útvarp- ið skrá yfir starfsreglur handa fóstrum til að samræma störf þeirra. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja. Þó sló það mig, að hvergi var orðuð sú málkennsla sem þeim hlýtur að vera falin. Má vera að semjendur þessara reglna hafi talið hana innifalda í efninu. Eins og nú er háttað uppeldi barna, gegna fóstrur þar mikilvægu hlut- verki. Málnám barna fer eins mikið fram á þeirra vegum og foreldranna eða jafnvel fremur. Þarna sýnist mér vera megin- kjarni í starfi þeirra, sem þarf að skipuleggja með leiðbeiningum og aðhaldi, svo börnin öðlist góðar málvenjur um leið og þau læra að tala. Fóstrur ættu að tala vandað mál við þau, slettulaust og skýrt og æfa þau og leiðrétta'á skemmti- legan hátt í leikjum og viðtölum. Ég tek fram, að þetta er ekki skrifað vegna vantrausts á fóstr- um, heldur til að minna á mikil- vægi starfs þeirra, hvað viðvíkur málkennslu. Kennarar taka við af fóstrum. Ég ætla ekki að ræða þeirra hlut- verk hér. Ömurlegt var að heyra ummæli þeirra ungu nemenda sem ég minntist á í upphafi þessarar greinar. Þeir sögðu að stundum skildu þeir ekki kennara sína, vegna útlendra slettna, sem þeir notuðu. Mættu þeir taka orð mín til athugunar. Þórunn Guðmundsdóttir. Frá ráðstefnunni um íslenska tungu sem haldin var í Þjóðleikhúsinu 1. desember síðastliðinn. Takið eftir Barrokksófasett + 2 aukastólar og sófaborð. Verð aðeins 65.000 Örfdum sófasettum óráðstafað fyrir jól VALHÚSGÖGN Ármúla 4, símar 685375 og 82275. DREIFTNG A iSLANDh BUSTOÐ Sími: 923377 230 Keflavík Tilvalin jólagjöf Gefdu gjöf sem gefur betri líðan fs Hringdu strax í dag og pantaðu Viltu losna við bakverkinn og eymslin í hálsinum? Þá skaltu reyna heilsudýnu og -kodda frá Bay Jacobsen, viðurkennda framleiðslu sem skilar ótrúlegum árangri. Dýnan sér um að dreifa þunga líkamans í svefninum, þannig að blóðstreymi haldist jafnt um allan skrokkinn, hún heldur góðum hita á bakinu og hefur notaleg nuddáhríf á vöðvana. Ummál: 70/80/90x190 cm. Pykkt: Aðeins 3 cm og því leggst hún ofan á dýnu sem fyrir er. Pyngd: 1,9 kg. Verð:4.290.-kr. Koddinn tryggir höfðinu og hálsinum rétta hvíldarstöðu og réttur þéttleiki ásamt góðum hita gerir það að verkum að þú vaknar með slaka háls- og axlarvöðva eftir góðan nætursvefn. Ummál: 45x55 cm. Pykkt: 9-11 cm. Verð:\.im.-kr. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.