Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 9 Sagaíslenskuknattspyrnunnar-1: W SlGR^H Var pabbi gí ykkar eöa afi á skotskónum? Skoruðu þeir eitt af 1130 1. deildar- mörkum, sem sagt er frá í bókinni? Þakkarávarp Af alhug þakka ég bömum mínum, tengda- börnum, vinum og kunningjum sem glöddu mig meb gjöfum, skeytum og hlýjum hand- tökum í tilefni af áttræöisafmæli mínu þann 30. nóv. sl. Heill og hamingja fylgi ykkur öllum. Benedikt Gudmundsson, Staðarhakka. Bílaþvottur Bílaþvottur Viö höfum opnað nýja þvottastöð. Sjálfsþjónusta, háþrýstiþvottur. Stöðin er sú fyrsta sinnar tegund- ar á íslandi og er sérhönnuð fyrir fljóta afgreiöslu. Getum tekiö bíla allt að 2,60 á hæð. Gott og bjart og mjög ódýrt. Aðeins kr. 140,- Þvottastöðin er viö gatnamótin Kleppsvegur/ Holtavegur/Elliðavogur. Laugin sf. Nytsam jólagjafir Aldrei glæsilegra úrval smekklegra jólagjafa finnwear Herrasloppar \^j) Innisett Náttföt Inniskór Skyrtur Bindi Peysur Frakkar Hattar Treflar Hanskar Loðhúfur Jakkar Buxur Teppamottur Baðmottusett Baövogir Olíulampar Ferðabarir GETsIP I Feluleikur í Hatskjpsmálinu| Missti stjórn i sér Þjóðviljinn og DV í hár saman Dagblaðið Vísir og Þjóðviljinn eru komin í hár saman vegna Hafskipsmála, frétta- meðferðar og meints feluleiks í þeim efnum. Staksteinar færa lesendum sínum sýnishorn af þessum skylmingum blað- anna í dao. Sýnishom úrDV Forystugrcin DV hefur þetta að segja: „Leiðinlegt er, hve illa sumir þingmenn missa stjórn á sér í ræðustól. Það er eins og þeir hrífist svo af eigin málflutningi, að þeir missa fótfestu í efnis- legum rökum og fara svo langt út fyrir staðreyndir að þeir byrja að dreifa vömmum og skömmum í allar áttir. Þeir eru að því leyti eins og ríkisbankar, að þeir bera enga ábyrgð. Bankarnir bera í skjóli ríkissjóðs enga ábyrgð á gerðum sínum. Og þingmenn bera í skjóli friðheiginnar á Alþingi enga ábyrgð á orðura sín- um. Þeir geta rægt og rifizt án þess að þurfa að standa við það fyrír dþmi. Illræmt var, þegar þetta kom fyrír Ólaf Þ. Þórðar- son á síðasta þingi. Faríð var fram á, að hann endur- tæki orð sín utan þings, svo að hægt værí að höfða meiðyröamál gegn honum. Það þorði hann ekki, svo að þolendur fengu enga formlega leiðréttingu mála sinna. f gær kom þetta fyrir Ólaf R. Grímsson í ræðu- stól á Alþingi. Hann flutti þar langa ræðu, sem hann hreifst svo af, að hann byrjaði að hreyta ókvæðis- orðum í allar áttir. Meðal annars veittist hann að DV, útgáfufélagi þess, Frjálsri fjölmiðlun, og útgáfustjór- um þess. Ólafur laug því, að DV eða Frjáls fjölmiðlun hefði „notið sérstakra vildar- kjara hjá Hafskipum“ og verið notað „til þess að mjólka áfram lánin úr þjóð- bankanum" „yfir í nýja húsið hjá DV hérna uppi í bæ“. Þessi stóru orð þarf þingmaðurínn þinghelginn- ar vegna ekki að standa við. Staðreyndin er hins veg- ar sú, að DV eða Frjáls fjölmiðlun eiga ekki krónu f Hafskip og hafa aldrei átt, né heldur á Hafskip krónu í DV eða Frjálsri fjölmiðlun og hefur aldrei átt Á þann hátt geta engir fjármunir færzt á milli fyrirtækjanna og hafa aldrei gerL Staðreyndin er ennfrem- ur sú, aö DV eða Frjáls fjöltniðlun hafa ekki staðið í neinum umtalsverðum viðskiptum við Hafskip. Pappírinn í blaðið er ekki fluttur inn raeð Haf.sk ip og hefur aldrei veríð. Hann hefur veríð og er fluttur inn með öðru skipafélagi, Eim- skip. Þannig er hvorki um neina eignaraðild að ræða, né nein viðskipti, sem máli skipta. Húseign DV er byggð á mörgum árum fyrir eigið aflafé fyrirtækisins án nokkurrar aðstoðar Haf- skips og raunar án nokkurr- ar umtalsverðrar aðstoöar banka. Til frekarí áréttingar þess, að DV og Frjáls Qöl- miðlun eiga enga aðild að máli þvf, sem alþingismaö- urinn fjallaöi um, má nefna, að þau eiga ekki viðskipti viö banka þann, sem þing- maðurinn kallar þjóðbank- ann, Útvegsbankann. Við- skiptabanki okkar er Landsbankinn. DV hefur verið byggt upp að húsnæði og tækjum án þess að gengið hafi veríð í vasa ríkissjóðs og skatt- borgaranna, hvorki beint né gegnum bakdyrnar. Hið sama verður ekki sagt um blað alþingismannsins, Þjóðviljann, sem hefur stutt ógeðfelldan málflutning hans í máli þessu. Það lifir á ríkisstyrkjum. Leiðinlegt er, að þing- maður skuli vera í slíkum vandkvæðum við að vekja á sér þá athygli, sem hann tehir við hæfi, að hann skuli grípa til óyndisúrræða af þessu tagi. Raunar verður það ekki skýrt með öðrum hætti en hann hafi misst stjóm á sér í ræðustól. Þótt þingmenn berí ekki fyrir dómstólum neina ábyrgð á orðum sínum í ræðustól á Alþingi, er æskilegt að þeir forðist upphlaup af þessu tagi, sem ciga verulegan þátt f að draga úr áliti fólks á hinni gamalgrónu stofnun. Jónas Krístjánsson" Sýnishom úr Þjóðvilja Þjóðviljinn segir m.a. f leiðara í gær „Jónas Krístjánsson rít- stjórí DV ber sig aumlega í leiðara blaðs síns í gær. Hann segir að DV, Frjáls Ijölmiðlun, eigi enga aðild að Hafskipsmálinu, Útvegs- bankamálinu. Kokhreysti ritstjórans er ekki komin til af því að blað hans hafi fjallað svo ítarlega um þetta stærsta gjaldþrot í sögu lýðveldis- ins, — ekki vegna þess að DV hafi rakið spillingar- þætti þessa máls, ekki vegna þess að DV hafi fjall- að um tengsl Sjálfstæðis- flokksins við málið, — nei reiðin á rætur að rekja til þess að Þjóðviljinn og fleiri hafa haft orð á tengslum Hafskips og DV. Jónasi KrLstjánssyni er væntanlega ekki kunnugt um það að kumpáni hans, Sveinn R. Eyjólfsson, er stjórnarformaður í Hafskip. Hefði Jónas Kristjánsson brugðið sér í gervi blaða- mannsins eitt augnablik í júm' sl„ þá hefði hann Ld. getað barið augum fréttatil- kynningu eftir síðasta aðal- fund Hafskips hf„ þar sem segir, aö komið hafi fram „aukin bjartsýni um rekst- ur félagsins". Þessarí fréttatilkynningu Hafskips lýkur með frásögn af þvi að Albert Guðmundsson hafi verið fundarstjóri á fundinum og hverjir hafi verið kjörnir í stjórn félags- ins. Aftan við nöfn þeirra einstaklinga sem kosnir voru í stjórn eru tilgreind fyrírtæki þau sem þeir eru fulltrúar fyrir i stjórn fé- lagsins að mati Hafskips. Þannig stendur í þessari opinberu fréttatilkynningu við nafn Sveins R. Eyjólfs- sonar Hilmir hf. — Dag- blaðið/Vísir. Nú kann vel að vera að Jónasi Kristjánssyni rann- sóknarblaðamanni og spill- ingarandstæðingi sé ókunn- ugt um hver þessi Sveinn R. Eyjólfsson er, hann viti ekki að DV er brotið um og sett hjá Hilmi hf„ hann þekki ekki hverjir gefi út DV, Dagblaðið/VísL En ef hann hefði sett upp rann- sóknarblaðamannsgler- augu sín í gær — og litið á hausinn fyrir ofan leiðar- ann þar sem hann þrætir fyrír tengslin, þá hefði hann komist nær sannleikanum. Þar stendur nefnilega að útgáfufélag DV heitir Frjáls fjölmiðlun. Þar er titlaður stjóraarformaður og út- gáfustjórí Sveinn nokkur R. Eyjólfsson, — sá sami og er í stjórn Hafskips. Og þar segir einnig að blaðið sé sett og brotið um í Hilmi hf. Matador fyrírtækjanna er nefnilega stórt spil með mörgum reitum, mörgum fyrirtækjum." Hurðir Uti- inni- bílskúra- svala- Hurðir Sýning laugardag kl. 10 — 17 Nýbýlavegi 18 sími641488 PhiUpG.ZimbardQ ^Feimni Ótrúlega margir líöa fyrir feimni einhvem tíma ævinnar en þessi bók sýnir á aðgengilegan hátt, hvemig hægt er að brjóta feimnifjötrana ef einlæg- ur ásetningur og vilji er fyrir hendi. Raktar eru ítar- legar og greinargóiðar leiðbeiningar, heilræði og æfingar sem hver og einn getur beitt og reynst hafa mjög áhrifaríkar til að sigrast á feimni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.