Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Ríó í essinu sínu Skólaganga Hljómplötur ÁrniJohnsen Lengi getur vont versnað eru skemmtileg öfugmæli þegar fjallað er um félagana í Ríó tríói og söngferil þeirra á tveggja ára- tuga tímabili, því staðreyndin er að þeir hafa sífellt orðið betri og betri í slagnum við tímans tönn. Og voru þeir þó ærið góðir hérna um árið. I kjölfarið á maraþontónleikum þeirra vetur- langt í Broadway sl. vetur ákváðu þeir félgar að gefa út nýja plötu, en nokkur ár eru nú liðin síðan þeir félagar þrykktu lögum síð- ast á plötu. Lögin eru úr ýmsum áttum að vanda og að sjálfsögðu ræstu þeir út Jónas Friðrik og útkoman er dúndur-Ríóplata þar sem fingraför Gunnars Þórðar- sonar koma einnig við sögu, því eiginlega er hann orðinn fastur liður sem fjórði maðurinn í þriggja manna tríói. Jónas Frið- rik skilaði léttum grínvísum, ást- arljóðum og ádeilu eins og hon- um er lagið. Það er vel lagt i Lengi getur vont versnað og eins og vera ber hjá Ríó tríói er hörkustuð á plöt- unni hjá þeim félögum og víst er að þeir hrífa áheyrendur með sér í léttum leik, söng og gleði. Ef tiplað er á nokkrum lögum plötunnar, sem eru ellefu talsins, þá má nefna fyrsta lagið, Lengi getur vont versnað. Þar er á ferðinni fjörugt og skemmtilega útsett lag og textinn fjallar á hæverskan hátt um vanda líð- andi stundar. í Svanasöng sjáv- arútvegsins hefur Jónas Friðrik gert eitt stykki kvótatexta við þekkt lag Everts Taube. Þá er Lítið lag um ást, þar sem Helgi Pétursson syngur á listrænan hátt ljúft lag. Dans um ágústnótt er texti Jónasar Friðriks með kunnu sænsku lagi eftir Ander- son, en þar ber það nafnið Der gár en dans pá Sunnanö. Sjóar- inn og mærin er smellinn kven- nafarstexti og síðasta lag á hlið tvö, Var ekki partý, er hörku reglulega af ölhim fjöldanum! rokklag með blústilþrifum. Á hlið B er stóra bjórsmyglið út- fært í smáatriðum og þá ber að lag eftir ólaf Þórðarson, bráð- fallegt lag sem heitir Þetta er sumarlag. Ber það fyllilega nafn með rentu. Ástin og þögnin heitir texti Jónasar Friðriks við eitt Taube-lagið enn, en alls eru þau þrjú á plötunni, það þriðja er Sofnaðu nú, en einnig er skylt að nefna lagið Guð hvað ég er góður, lag Bare og texti Jónasar Friðriks sem er eitt allsherjar hól með gamansömu ívafi og sjálfsháði. Það er mikill fengur að þessari plötu Ríó tríós og má reyndar segja það um allan þátt þeirra í íslensku tónlistar- og menning- arlífi, því þeir hafa staðið í fremstu víglínu varnar íslenskr- ar tungu með því að syngja ís- lenska texta í gegn um þykkt og þunnt. Þeir hafa um langt árabil haft sérstöðu í flutningi vísna- söngs, því þeir hafa náð til svo margra og brúað á sinn hátt bilið milli dægurlagsins og vísunnar. Vonandi eru þeir ekki af baki dottnir, enda rétt að volgna miðað við aldur. Upptaka á Lengi getur vont versnað er mjög góð og í alla staði sýnt að til plötunn- ar er vandað. Hún er því í stuttu máli hinn eftirsóknarverðasti gripur, hvorki of hátíðleg né of ærslafengin, en spannar vítt svið hins breiða fjölda tónlistarunn- enda á íslandi, vönduð plata, fjölbreytt og skemmtileg. Bókmenntir Sigurjón Björnsson Stefán Aðalsteinsson og Grétar Ei- ríksson: Fuglarnir okkar. Bókaút- gáfan Bjallan, 1985.71 bls. Bókaútgáfan Bjallan gefur nú út bók um íslenska fugla, sem er „skrifuð til fróðleiks og skemmt- unar börnum og unglingum, en vonandi geta þeir sem eldri eru notið hennar líka“, eins og segir í formála. f bókinni er gerð grein fyrir 35 fuglum og er það að sögn höfunda um helmingur fuglategunda sem að staðaldri verpa á Islandi. Grein- argóð lýsing er á hverjum fugli, útliti hans, lífsháttum og sérkenn- um, auk þess sem gripið er niður í þjóðtrú og þjóðsagnir varðandi hann og stundum er gamalkunnur kveðskapur látinn fylgja. Litmynd er af hverjum fugli, stundum raun- ar fleiri en ein. I sumum tilvikum er mynd af hreiðri fuglsins með eggjum eða ungum. Texti er til þess að gera stuttur, 1—3 bls, hnitmiðaður, án þess að vera samanþjappaður, skýr og skemmtilegur aflestrar. Málfar er prýðisgott, en ekki þyngra en svo Bókmenntir Erlendur Jónsson Ólafur H. Kristjánsson: Héraðsskól- inn að Reykjum 1931—1981. 260 bls. Örn og Órlygur hf. 1985. »Saga skólans, kennara- og nemendataU, stendur á titilblaði þessarar bókar. Héraðsskólinn á Reykjum í Hrútafirði var fyrst settur 1931. Raunar nær saga þessi lengra aftur því ólafur H. Krist- jánsson rekur áður sögu alþýðu- fræðslu í héruðum þeim sem stóðu að stofnun Reykjaskóla; það er að segja Strandasýslu og Húnavatns- sýslu. Skólahald hófst á ýmsum stöðum þar um slóðir á seinni hluta 19. aldar. ólafur getur þess að ungmennafélögin hafi frá upp- hafi lagt áherslu á almenna menntun og vakið þann áhuga sem síðar leiddi til stofnunar héraðs- skólanna. Það var svo á þriðja áratugnum sem áhugamenn í Strandasýslu og Húnavatnssýslu tóku í alvöru að hugleiða stofnun skóla sem standa mætti til fram- búðar; en fyrri skólar höfðu sumir verið framtak einstaklinga og lagst niður þegar þeirra naut ekki lengur við. Og Reykjaskóli varð að veru- leika. Athyglisvert er — og raunar stórfróðlegt séð frá sjónarhóli dagsins í dag — að frumkvæðið að stofnun þessa skóla kom alger- lega frá heimamönnum. Fyrir fá- tæk byggðarlög í kreppu var þetta engin smáframkvæmd. Ríkis- stuðning nokkurn hlaut skólinn en að öðru Ieyti urðu heimamenn að taka þetta á sínar herðar. Fyrsta skólanefndin var meðal annarra skipuð bændum tveim. Annar þeirra, Þorsteinn á Reykjum, átti land að Reykjatanga þar sem skól- anum var valinn staður. Þetta voru tímar naumra fjármuna en auð- ugra hugsjóna. Og skólahald fór af stað. Síðan valt á ýmsu um gengi skól- ans. Árið 1940 var hann t.d. her- tekinn af Bretum. Þótt þeir slepptu honum fljótlega veittist erfitt að ná honum upp úr öldudal þeim sem hernámið hafði valdið. Árið 1956 var svo komið að tvísýnt þótti um framhaldið. Skólahúsið var þá t.d. mjög illa farið sakir ónógs við- að varla er ofraun stálpuðum, greindum börnum. Myndirnar eru alveg einstaklega vel gerðar og hefur tekist mætavel til um prentun jæirra. Þær eru sannarlegt augnayndi og sérstak- lega gaman að bera saman mynd og ritaða lýsingu fuglsins. í formála segjast höfundar hafa valið fugla í bókina „með það í huga að þeir væru algengir, en auk þess eru teknar með tegundir sem eru sérstæðar fyrir ísland og fugl- ar sem eru fulltrúar fyrir skyld- leikahópa eða kjörlendishópa". Ekkert hef ég við valið að at- huga, enda ætti að vera vel fyrir því séð þar sem hinn alkunni fugla- fræðingur Ævar Petersen leið- beinandi þar um, auk þess sem Arnþór Garðarsson prófessor var með í ráðum. Þess má raunar geta að myndir eru af 38 fuglum, þó einungis sé fjallað um 35 í texta, og allmargra fleiri fugla en hinna 35 er getið til að benda á skyldleika þeirra við þá skrifað erum. Textinn er samin af Stefáni Aðalsteinssyni, en langflestar myndanna eru teknar af Grétari Eiríkssyni. Sérstök ástæða er til að geta hönnuðar bókarinnar, Friðriku Geirsdóttur, svo vel og halds. En þá kom Ölafur H. Krist- jánsson að skólanum og tók þar við stjórn. Hefst þá »síðasti kaflinn í sögu skólans og að sumu leyti hinn glæsilegasti*, segir í ritinu Húnaþing. ólafur stjórnaði skólanum síðan svo lengi sem saga þessi nær til eða þar til hann var orðinn hálfrar aldar gamall. Lang- ur tími hlýtur það að teljast í sögu íslensks skóla. En ólafur H. Kristjánsson hafði komið við í Reykjaskóla áður en hann hóf þar skólastjórn því hann var einn af fyrstu nemendum skól- ans. Því getur hann af eigin raun lýst fyrstu skólasetningunni. En hún var nokkuð sérstæð. Stofnun skóla af þessari stærð var að sjálfsögðu stórviðburður í þá daga, en skólinn var settur um hávetur, 7. janúar 1931. Ferðalög um landið voru þá tafsöm á slíkum árstíma svo ekki sé meira sagt þannig að viðkomandi yfirvöld í Reykjavík veigruðu sér við að ferð- ast alla leið norður i Hrútafjörð þó tilefnið væri ærið. En þá vildi svo til að útvarpið hafði tekið til starfa fáeinum dögum áður. Og þegar þar við bættist að skólinn hafði eignast útvarpstæki var ekki úr vöndu að ráða. Daginn fyrir skólavígslu barst Þorsteini á Reykjum svohljóðandi skeyti frá fræðslumálastjóra: »Útvarp til Reykjaskóla fastráðið á morgun kl. 4 síðdegis.* Athöfnin hófst því með ræðum og hljómlist í útvarp- inu. En loks að því búnu tóku heimamenn við. Svo var ætlast til að nemendur hjálpuðu sér sjálfir á flestum svið- um sem þeir réðu við. »Nemendum var ætlað að sjá um ljósfæri, kveikja og slökkva, fylla á lampa og þrífa glös,« segir t.d. í kaflanum Skólahald og skólalíf 1931—32. »Einnig var nemendum ætlað að halda húsum hreinum,* segir ennfremur þar. Reykjaskóli hafði strax mikil áhrif í sinu byggðarlagi. 1 fásinni sveitalífsins varð þetta meira en fræðslustofnun. Þetta varð líka staður sem kveikti líf og fjör. Með tímanum varð þetta menningar- miðstöð í víðtækari skilningi. Skammt frá skólanum var reist hús yfir byggðasafn Stranda- manna og Húnvetninga. Ólafur H. Kristjánsson telur einnig „að Straumandarpar smekklega sem það verk er af hendi leyst. í lok bókar er skrá yfir atriðis- orð og staðanöfn, myndaskrá og skrá yfir helstu heimildarit. Bókin er prentuð á vandaðan pappír og sérstaklega smekkleg útlits. Prentvillur fann ég engar. Þetta er fyrsta bókin af þeim sem ég hef séð í haust, sem mér er ógjörningur að sjá nokkur mis- smíði á og hef ekkert annað en lofsyrði um að segja. Hef ég þó verið svo lánsamur að fá margar prýðisbækur í hendur á þessu hausti. Bókin er vissulega kjörin gjöf til barna — og raunar geta fullorðnir einnig haft af henni gleði og gagn. Það hlýtur að vera skemmtilegt fyrir fullorðna að lesa Olafur H. Kristjánsson skólinn hafi verið miðstöð íþrótta- lífs í héraðinu". Á sumrin hefur verið starfrækt hótel í húsakynn- um skólans. Mætir menn hafa jafnan starfað við skólann. Meðal kennara var séra Jón Guðnason á Prestsbakka, sá stórmerki fræðimaður. Af skilj- anlegum ástæðum getur höfundur bókar þessarar ekki rakið sem vert væri þann þáttinn sem hann átti sjálfur í vexti og viðgangi skólans. Fjöldi mynda úr skólalífinu á liðnum árum er í bókinni, þeirra á meðal nokkur gömul »skóla- spjöld*. Á einum stað gefur að líta mynd af „matarstjórum" veturinn 1931—32, þrem talsins. Alvarlegir eru þeir og ábyrgir á svip. Enda áttu þeir allir eftir að verða stjórar á annars konar vett- vangi. Einn átti aldeilis eftir að sjá um stærri rekstur, síðar kunn- ur sem Sigfús í Heklu. Annar var Friðbjörn Benónýsson, skólastjóri í Reykajvík, en bókarhöfundur sá þriðji. Margt bendir nú til þess að áhugi á skólasögu fari vaxandi. { riti þessu er að vísu einungis rakin saga eins skóla. Eigi að síður gefur sýn til íslenskrar skólasögu al- mennt á tímabili því sem bókin nær yfir. Enginn var kjörnari til að skrásetja sögu Reykjaskóla í Hrútafirði en ólafur H. Kristjáns- son þar eð hann fylgdist með skólahaldi þar frá fyrsta starfs- degi og síðan í aldarfjórðung sem skólastjóri. Hann er líka maður ritfær í besta lagi, og hygg ég að bók hans verði til að kveikja minn- ingaljós í hugskoti margs gamals nemanda sem nú í skammdeginu horfir um öxl til löngu liðinna skóladaga. þessa bók með börnum, ræða við þau um efnið og skoða myndirnar. Hún er einkar vel fallin til þess að vera upphaf að raunverulegri fuglaskoðun, því myndirnar eru svo vel gerðar að auðvelt er að þekkja af þeim fugla úti í náttúr- unni, einkum ef sjónauki er með í för. Og margt lakara tómstunda- gaman geta fullorðnir og börn átt saman. Þar sem ég vænti þess að þessi litla bók verði vinsæl, svo sem hún verðskuldar, vil ég eindregið hvetja útgefendur til að láta okkur fá framhaldið fyrir næstu jól, — þá 30—40 fugla sem ekki eru myndir af eða skrifað er um innan þessara spjalda. Fuglarnir okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.