Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Stærsta tapið: Minni samkeppni — eftir Ragnar Tómasson Þess gætir mjög í umræðu um Hafskipsmálið að þjóðin tapi stór- um fjárhæðum við gjaldþrot fé- lagsins. Allri samkeppni fylgir áhætta og sú áhætta er réttlætt með því að fyrir þjóðfélagið í heild sé ávinningur samkeppninnar meiri en kostnaðurinn. A sam- keppni, kostum hennar og göllum, byggir meira og minna allt hag- kerfi hins vestræna heims. 30%lækkun farmgjalda Á hverju ári eru greiddir ca. 4 milljarðar í farmgjöld vegna flutn- inga með skipum til og frá íslandi. Tap Útvegsþankans (eða þjóðar- innar, ef við viljum notast við það orðalag) virðist því láta nærri að nema 10% af heildarfarmgjöldum eins árs. Mér skilst að hagnaður SH af útboðum á sínum flutning- um hafi á verðlagi síðasta árs numið ca. 100 milljónum, og eru heildarfarmgjöld þeirra þó aðeins um 3—400 milljónir á ári. Þannig tókst SH með útboði, sem er auð- vitað ekkert annað en samkeppni í sinni skörpustu mynd, að lækka farmgjöld um rúm 30%. Það veit hver maður sem vill vita að sam- keppni Hafskips og Eimskips hef- ur verið mjög hörð enda báðum fyrirtækjunum stjórnað af af- bragðs fólki. Þegar á þessar tölur er litið og til þess að áætia má að farmgjöld skipafélaganna séu um það bil 10% af verðmæti innfluttr- ar vöru, þá er næsta víst að tilvera Hafskips hefur bætt lífskjör fólks- ins í landinu. Útlagður kostnaður þjóðarinnar af gjaldþroti Hafskips er minnsti hlutinn af tapi hennar. Stærsta áfallið er að njóta ekki lengur ávinnings samkeppninnar. Samkeppni stór- markaðanna Það hefur tiðkast að hnýta í samkeppni stórmarkaðanna. Sú samkeppni ásamt auknu frelsi í álagningarmálum verzlunarinnar hefur leitt til þess að meðalálagn- ing í matvöruverzlunum hefur lækkað um tæp 4 prósentustig. Áætla má að heildarsala matvöru- verzlana landsins sé um 16 millj- arðar á ári. Hagnaður landsmanna af þessari auknu samkeppni verzl- unarinnar er því nálægt 600 millj- ónum á ári. Flugfélögin Þá hefur töluvert verið fjallað um samkeppni flugfélaganna og stöðu Arnarflugs. Ekki er langt síðan að þáverandi forstjóri Flug- Ragnar Tómasson „Þegar á þessar tölur er litið og til þess að áætla má að farmgjöld skipafélaganna séu um það bil 10%af verð- mæti innfluttrar vöru, þá er næsta víst að til- vera Hafskips hefur bætt lífskjör fólksins í landinu. Utlagður kostnaður þjóðarinnar af gjaldþroti Hafskips er minnsti hlutinn af tapi hennar. Stærsta áfallið er að njóta ekki lengur ávinnings sam- keppninnar.“ leiða var lagður í einelti af íslensk- um fjölmiðlum vegna tímabund- inna erfiðleika félagsins. Með markvissum vinnubrögðum tókst að komast yfir þá erfiðleika. Eng- inn vafi er á því að samkeppni flugfélaganna getur verið þeim dýr, en hitt er líka jafnvíst að fyrir þjóðfélagið er hún kjarabót. Fyrir hvert 1% af verði farmiða þarf þjóðin að greiða 10 milljónir á ári. Það er því engin goðgá að ætla að hagnaður þjóðarinnar af sam- keppni flugfélaganna færi henni a.m.k. 100—200 milljónir á ári. Ferðaskrifstofur Með þrotlausum dugnaði kapps- fullra manna eins og Ingólfs Guð- brandssonar er búið að byggja upp öflugan ferðaskrifstofurekstur, sem gerir íslendingum kleift að njóta slíkrar hagkvæmni í ferðum til framandi landa að tugþúsundir landsmanna eiga þess nú kost að njóta þeirrar margvíslegu ánægju og tilþreytingar sem menn gjarn- an sækja í ferðir til landa heims. Enginn vafi er á því að fyrir stóran hóp fólks eru þessar ferðir mikil lífsfylling. Án áfalla hefur rekstur íslenzkra ferðaskrifstofa ekki ver- ið, en vegna baráttu frumherjanna nýtur almenningur nú þess sem hann vildi ekki án vera. Erum að fæla dugmikið fólk frá atvinnurekstri íslenzk þjóð hefur alla tíð þurft að búa við stórar sveiflur í at- vinnumálum. Við höfum kosið að rifa seglin í framleiðslu land- . . . það er stíllá þessu hjá Sheldon . . . þetta er bara dúndur- reyfari! Eftir Hailey, Ja! Verðkr. 975,00. Verðkr. 975,00. Aðrar útgáfubækur Bókaforlags Odds Björnssonar 1985: GUÐJÓN SVEINSSON: Glaumbæingar samirvið sig. Verð kr. 675,00. JÓN GÍSLI HÖGNASON: Gengnar leiðir II. Verð kr. 975,00. JÓNAS THORDARSON Vestur-íslenzkar æviskrár V. Verð kr. 2.250,00. búnaðarvara. Gnægtarbúr sjávar stendur okkur ekki jafnopið og áður. Augljós forsenda bættra lífs- kjara er því nýsköpun í íslenzku atvinnulífi. Ekkert er okkur mikil- vægara en að til forystu í atvinnu- málum veljist okkar beztu menn. Með óvægnu umtali erum við að fæla dugmikið fólk frá því að leggja fyrir sig störf í atvinnulíf- inu. Forstjóri Arnarflugs segir í blaðaviðtali að hann sé búinn að fá sig fullsaddan af því álagi og þeim erli sem því fylgi að sinna svo krefjandi starfi. Það má vel koma fram að persónulega tel ég, eftir þó nokkur kynni af þúsundum manna, að stjórnarformaður Haf- skips, Ragnar Kjartansson, sé einhver vammlausasti, atorku- samasti og skipulagðasti maður sem ég hef kynnst. Ég veit að þetta eru stór orð, en þau skulu standa. Stórvirki verda ekki til í nefndum Við stöndum á krossgötum. Hvert ætlum við að stefna í ís- lenzku atvinnulífi? Stórvirki verða ekki til í nefndum. Þau verða til í hugum og höndum einstaklinga, sem þrá og þora. Einstaklingar eins og Thor Jensen, Einar Guð- finnsson, Haraldur Böðvarsson, Einar ríki Sigurðsson og fleiri látnir frumkvöðlar í íslenzku at- vinnulífi þekktu ekki uppgjöf. Þeir fóru ekki varhluta af áföllum, en það vildi okkur til happs að þeir bjuggu yfir þessari þráhyggju allra mikilmenna. Eða hvað halda menn að samtíð Halldórs Laxness og Jóhannesar Kjarvals, á fyrri hluta þessarar aldar, hafi haldið um þá ætlan ungra fullhuga að lifa af list sinni? Er hugsanlegt að Pálmi Jónsson í Hagkaupum hafi átt meiri þátt í að bæta lífs- kjör þjóðarinnar, en allar nefndir, ráð og stjórnir til samans? Öll barátta, öll áhætta hefur tvær hliðar, sigur eða tap. Án áhættu vinnst enginn sigur. Óll okkar saga er saga baráttu. Allir okkar sigrar eru sigrar baráttu og áhættu. 4'/2 milljarður í skuldabréfum Nú er svo komið hjá okkar þjóð að fjármagnið, afl þeirra hluta sem gera þarf, streymir frá atvinnu- rekstri og í fjárfestingu í skulda- bréfum, keyptum með afföllum. Talið er að af ca. 70 milljarða sparifé landsmanna séu ca. 4 millj- arðar í verðtryggðum spariskír- teinum ríkissjóðs en um 4Vi millj- arður í affallaskuldabréfum. Sá markaður hefur meira en tvöfald- ast á síðasta ári. Fái maður arð af hlutabréfi í fyrirtæki er hann skattlagður. Afföll af keyptum skuldabréfum eru hinsvegar skatt- frjáls. Viljandi eða óviljandi erum við að beina öllu okkar sparifé i skuldabréfakaup og frá atvinnulíf- inu, jafnframt því sem við teljum metnaðarfullt og dugmikið fólk frá því að freista gæfunnar í at- vinnurekstri. Linnulaust mega ís- lenzkir atvinnurekendur sitja undir rætnum svívirðingum í fjöl- miðlum, án þess að til varnar sé tekið. Meira að segja Sjálfstæðis- flokkurinn skal ætíð þurfa að líta undan þegar rætt er um hag og aðbúnað atvinnurekstrar í landinu. Það er trúlega ekki talið vinsælt viðfangsefni, svona utan landsfunda. Félagsmálapakkarnir eru vinsælli. En hver á að borga þá? Hvernig var ekki ævintýrið um litlu gulu hænuna? Höfundur er lögfræöingur og rek- ur fasteignasöluna Húsakaup. VJterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.