Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 „Fyrir neðan Lagarfljóta og höfundur Njálu Síðari hluti — eftir Halldór Pjetursson Þótt ég dauður falli niður „fyrir neðan Fljót“, skiftir ekki máli en hugmyndir mínar um rennsli Lagarfljóts og Jökulsár á Brú verða vart hraktar nema um stund með okkar hvimleiða eiginleika, þögninni, sem séra Árni Þórarins- son hefur rétta nafngift á. Vilji menn ekki kasta Landnámu fyrir borð er höfnin að Unaósi skráð skýrt og rétt. Þar var hafskipahöfn þeirra tíma skipa. Um Selfljót eitt getur þar ekki verið um að ræða. Á því hafa engar sýnilegar breyt- ingar orðið frá Landnámstíð. Það eru náttúrlega engin undur er sagnfræðingar koma að Selfljóti og spyrja með spé í auga. „Er þetta fljótið sem hafskip á landnámstíð sigldu eftir allt innað Klúku og Gagnstöð í Hjaltastaðaþinghá. Niður við Selfljót er staður sem heitir Arnarbæli. Þar átti að hafa verið hafskipauppsátur. Gæti ver- ið dregið af Árnamafni manns eða skips en vart af okkar fuglakyni. Árasel heita rústir við Selfljót vestur af bænum Gagnstöð í Hjaltastaðaþinghá sem nú er í eyði. Þar átti einnig að hafa verið uppsátur eða kaupstefna. Þetta er mjög trúlegt, því utar við fljótið gátu ekki verið uppsátur fyrir skip yfir vetur, sökum sjógangs, ísreks og brims. Nú eru sagnir um sögur þessara staða týndar en ómur þeirra lifir og vísar leiðina i minni „Lönguvit- leysu". Við skulum aðeins staldra við og spá hvernig þessar gömlu sagn- ir og örnefni vísa leiðina. Fyrst má nefna forynjuna „Jöklu“ og drög hennar til samlags við Lagar- fljót, þau eru enn sýnileg. Þá er það Steinboginn í Lagarfljóti sem heftir för þessara stórvatna eðli- lega og eðlislega, til sjávar. Vegna hallans á landinu verður straum- iða þessara vatna sterkari vestan megin. Þar brjóta þau sér farveg í ótal krókum og bugöum alla leið til Selfljóts. Á þessari leið kemur fram hið forna Bakkavað á Lagarfljóti sem nefnd eru i Njálu og Fljótsdælu. Trúlega hefur þetta verið eina vaðið á Fljótinu eftir að „Steins- vöðum“ sleppir og elfan runnið þar í tveim kvíslum. Á þessum stað hefur bærinn Bakki staðið og þar heita enn Bakkatættur og Bakka- tóftarvegur. Þar heitir nú til fjöl- breytni Einarsstekkur og trúlega byggður í hinum fornu rústum. Stekkur þessi gæti verið kendur við Einar langafa minn sem bjó á Hóli fyrir meira en 100 árum. Nú skulum við aðeins snúa huganum til Unaóss á ný og sömu- leið aftur inn með Selfljóti. Gleym- um samt hvorki Araseli né Arnar- bæli en ferð okkar endar á þessari göngu við eyðibýlið Engilæk, skammt innan við Klúku. Og hvers vegna, vegna þess að þar féll hin mikla elfur Jökulækur í Selfljót. Hafskipsganga um Selfljót er á enda gengin og undir lok liðin. Þarna taka bara við ferjur og vöð að okkar tíma hætti. Engilækur er fallegt nafn og ber með sér nýtt frjómagn. Með falli Steinbogans fellur Jökullækur úr sögunni, en frjómagn „Jöklu“ varð þar eftir. Hvar sem hún fór yfir var kólga hennar svo full mergar að allar tegundir grasa og viðar fengu þar meiri vöxt en annars- staðar. Þar mun orðið Engilækur eiga sín upptök. Farvegur hins gamla Jökullæks var besta enga- slægja þar um slóðir. Hvenær Steinboginn féll hefi ég ekki fullgildar heimildir um en nærri þeim tíma mun hægt að „En þaö undarlega hef- ur skeð aö til þessa dags hefur hvorki verÖ- andinni né mönnum tekist að slíta til fulls ástum Jöklu og Lagar- fljóts. Jafnvel þó skrúf- að hafi verið fyrir að nokkru dropi úr Jöklu næði til FIjótsins.“ komast í gömlum heimildum, þar taka aðrir við. Gera má ráð fyrir að Steinboginn hafi ekki fallið í einni lotu. Hinn sterki straumur með stígandi halla hefur um aldir tekið honum tak, þynnt hann og myndað raufar. Að lokum hafa komið á hann göt og glufur, stækk- að og mikið vatn komist þar í gegn sem byrjað hefur að mynda hinn nýja og sjálfsagða veg til sjávar. Beinagrindin gat haldist uppi eitt- hvað lengur. Steinbogi heitir land vestan megin Fljóts, móti Stein- bogakletti að austan (áttir mínar heyra ekki undir áttavita). Land þetta er úr Víöastaðalandi en hef- ur lent undir Hól, sem þar hafði beitarhús. Áður var þar hreysi sem ýms hjábðrn veraldar, sem ég hefi sögur af, en þetta er það ungt að það skýrir ekki þetta mál. Heyrt hefi ég getið um einsetu- konu, Kristínu að nafni, sem bjó á Steinboga, um nafn hennar ber þó sögnum ekki saman. Eftir þessari konu var haft að hún hafi gengið yfir Steinbogann en um ásig- komulag hans segir þar ekkert. Aðra yngri heimild hefi ég um þetta eftir Ásgrími Geirmunds- syni á Hóli í Hjaltastaðaþinghá, fornum vini. Þá heimild hafði hann eftir Vilborgu Gisladóttur í Hólshjáleigu. Hún þótti einkenni- leg um margt, en vel gáfuð, sem hún átti kyn til (sjá ættir Aust- firðinga 6—7). Mestan hluta ævi sinnar var hún einsetukona en margir viku vel til hennar því öll- um vildi hún vel. Sjálfur man ég Vilborgu, hún varð fjörgömul og mun hafa lifað allt fram undir 1920. Þetta má eflaust sjá nánar í ættarskrám og hreppa. Hún mun hafa átt í minnissjóði yfir 150 ár. Það var þessi kona sem sagði Ás- grími á Hóli að þegar Steinboginn féll, hafi maður verið á ferð yfir hann og farist. Mér er það ljóst að þetta eru fátæklegar heimildir en vildi þó láta þær fljóta með. En það undarlega hefur skeð að til þessa dags hefur hvorki verð- andinni né mönnum tekist að slíta til fulls ástum Jöklu og Lagar- fljóts. Jafnvel þó skrúfað hafi verið fyrir að nokkur dropi úr Jöklu næði til Fljótsins. Hinn nýi ós Lagarfljóts stóð ekki um aldur, heldur stíflaðist af völdum ísreks eða ofsabrims. Þá tók Fljótið sprett norður alla Héraðssanda og hafnaði í Jöklu og nú falla þau í faðmi til sjávar í einum ósi. Um Steinbogann skal nú minni messu lokið um sinn en það mun sannast þó mín bein kólni að hann hefur ekki átt upptök sín í mínu heilabúi. Þar hefur annar æðri heili að verki verið. En við fall hans verða margskonar breytingar og fjöldi strengja mun óma þegar þær verða krufnar. Eg mun hér á eftir minnast nokkurra sem liggja beint fyrir. Við fall Steinbogans og hin nýju vatnaskil, kemur margt fram í hugann. Við nýjar rannsóknir sem við eigum völ á bæði landfræðilega og breytingar á samgöngum. Vopnfirðingar, Út-Hlíðarmenn og Út-Tungu, því lögferjur munu vart koma á Jöklu og Lagarfljót á stundinni. Þeir sem erindi þurfa að reka í Út-Tungu og Útmanna- sveit munu fara sem hér segir Vopnfirðingar Smjörvatnsheiði og yfir Jöklu á Fossvallabrú. Síðan fyrir Heiöarenda ásamt Tungu- mönnum. Þá liggja Steinsvaðavöð- in beint fyrir og þeir hafa allt Héraðið í fangi sér frá fjöllum til sjávar. Öllu þessu bjargar hestur- inn. Stærri liðir sem til greina koma og verða kannski aldrei að fullu skýrðir en má þó nálgast. Jökla á hér sinn stóra þátt. Hún brýst í djöfulmóð allt frá jöklum i darraðardansi út til Galtastaða yfir í Tungu. Þar kemst hún úr álögunum og leggur undir sig Norðureyjar. Stundum rann hún norður undir fjöllum. Faðir minn mundi að hún féll í Fögruhlíðará sem rennur á milli Fögruhlíðar og Hlíðarhúsa. Þá þurfti stundum að sundleggja Fögruhlíðarkýr til beitar því nær öll grasnyt Fögru- hlíðar liggur handan árinnar. í einu orði sagt gróf hún á Norður- eyjum í brjálsemi sinni ótal far- vegi uns kvíslar þær náðu ósi. Eftir minni ágiskan hefur hún í raun grafið sig eftir allri Húseyjunni, þó ekki í mannaminnum utan „Barms“, en þar liggja allir kílar og drög í sömu átt sem voru aðal engjar í Húsey þar til túnræktun hófst. Frá sjö ára aldri átti ég heima á Geirastöðum í Hróarstungu fram yfir tvítugsaldur og þekkti þá Jökiu í raun. Hún vann þá mikið austanmegin og hafði fyrir löngu myndað forynjuna Geirastaða- kvísl. Svonefndur Kaldhöfði að austan og Berjaholt að vestan höfðu varnað því að hún rynni stanslaust yfir land Geira og Galtastaða en í þess stað fætt Kvíslina. Þar flaut hún víða yfir alla bakka og svonefnda Aura sem eru á milli Barma og Geirastaða- kvíslar. Þar sjást djúpir farvegir enn í dag. Fyrir öldum hefur hún óefað farið yfir mikið land á Geira- stöðum. Farið niður með svonefnd- um Móum, niður Lönguslægju og í kíl sem liggur alla leið til Lagar- fljóts. Þarna er allt slétt og lítt sjáanlegur farvegur fyrr en góðan spöl uppfrá Fljóti. Þar er margra mannhæða djúpur farvegur sem maður veit ekki deili á, en væri grafið þar niður mundi ég finna það af lykt hvort Jökla væri þar með í leik. Austureyjar Við hin nýju vatnaskil sníðst landskiki af Austureyjum sem hlaut nafnið Húsey. Hún takmark- ast af Lagarfljóti, Jöklu og Geira- staðakvísl. Eina forna heimild hefi ég um Húsey sem hljóðar svo: „Húsey í Fornbréfasafni, III. bindi bls. 232, yfirskrift Hítardalsbók, máldagabók sem telst gerð í yfir- reið Oddgeirs biskups Þorsteins- sonar um Austurland 1367. Clv. Mariukirkia a Kirkiubæ á heimaland allt husey alla og marga holma fyrir vestan a Geira- stade. hun a eyasand xc fadma tijræd. Marie samd ccc og liggur þridingur til hallormsstada." Þarna er hinn hreini stimpill kirkjunnar og einskis vant er til eigna horfir. Hólmana sem þarna er umtalað kannast ég vel við. Einn af þeim er Lambeyjan sem Jökla hefur einhverntíma afkróað. Þar átti Kirkjubæjarkirkja 100 lamba upprekstur. Annað áheldi er þar nærri, svonefndir Sauða- tangar. Fleiri hólmar hafa getað verið, áreiðanlega engu gleymt. Húseyjan hefur um aldir verið úrvalsjörð. Þar urðu allir góðir bændur hvað sem búviti leið. Þá er að snúa sér að Útmanna- sveit austan Fljóts. Meðan Stein- bogi og Jökullækur voru við lýði mun land utan Jökullæks ekki hafa legið undir miklum ágangi. Halldór Pjetursson Margt bendir til að á þessu landi hafi verið stórbýli og kannski átt skip í förum þar sem höfnin Unaós var við höndina. Um höfn þessa er enginn vafi og sögur benda til að menn tóku sér þar far til utan- ferða. Þá er það landið sjálft sem virðist leika í muna. Allt grasi og víði vaxið. Fyrst þegar ég man eftir mér á þessu svæði fyrir um 75 árum, sást þar vart í heiðan himin að vori fyrir fugli. Þarna var krían í millj- ónatali, auk anda, gæsa, spóa og kjóa, allt niður í óðinshana með sín skemmtilegu hlutverk. Söngur- inn var síbylja eða symfónía sem ekki þagnaði nema stundarkorn um lágnætti. Þar gengu menn og dýr, ásamt fuglum á flugi með fullan kvið og fögnuð í sál. Þegar nær dró sjó blikaði sandurinn, þakinn af trjáviði. Þarna lá selur- inn í röðum og naut sólarinnar. Aðrir léku sér á hæstu bárum, stungu sér í kaf en komu von bráð- ar upp, kóktu á sjónum með höfuð- ið eitt á lofti. Þar útaf blésu hvalir sjónum hátt á loft, aðrir höfðu dáið drottni sínum og rekið að landi biðandi þess að einhver hirti þá. Það er ekki vandi að geta í huga skipsmannanna við ósinn þegar allt þetta hafði náð til nethimnu augans og seitlað þaðan til heilans. Þarna er enginn efi um að stórbýli hafa myndast. Þetta landsvæði hefur nú þegar skilað ýmsu úr jörðu þessu til sönnunar og lengi er von á einum. Hóll í Hjaltastaða- þinghá hefur kannski verið höfuð- bólið, hélst sú torfa lengi samstæð, allt til minna daga. I Hólslandi hafa fundist merkar fornminjar, þó þær séu nú týndar og tröllum gefnar. Frægastar munu þó þrjár nælur sem þar fundust á þessari öld, tvær úr kopar eða þar skyldum málmi og ein úr silfri. Nælur þess- ar fundust í landi Sands, nýbýlis úr Hólshjáleigulandi, nú í eyði. Ekki er ótrúlegt að fardrengur frá Hóli ekki snauður, hafi flutt þær hingað til lands. Nælur þessar blésu uppúr sandhrófi. Geirmund- ur bóndi á Hóli sem ég þekkti vel, því við á Geirastöðum áttum þar eitt okkar besta vinafólk, vildi fá eitthvað smávegis fyrir þessa gripi. í því skyni fóru tveir þing- menn Norðmýlinga með þær til Reykjavíkur, sinn í hvort skifti. Hjá Forngripasafninu var þvert nei við nokkurri greiðslu og það sjálfsagt haft á oddi að ríkið ætti allt sem úr jörðu kæmi af því tæi. Nælurnar komu svo heim aftur í bæði skiftin og hurfu sýnum. Ef ég man rétt þá held ég að tekin hafi verið mynd af þeim fyrir sunnan, minnir að ég sæi í riti frá Forn- leifafélaginu mynd af þrem nælum úr Hólslandi og gæti vart verið um aðrar nælur að ræða. Þessi saga er þó ekki öll. Maður einn í Hafnarfirði safnaði forn- gripum um langa ævi og gaf svo ríkinu safn sitt í lifenda lífi. Þegar svo dr. Kristján Eldjárn er að fara í gegnum þetta safn, rakst hann á forna silfurnælu. Viðbrigðin voru líkust því að sögn að hann lyftist hæð sína í loft upp. Við nánari grennslan spyr hann um feril nál- ar þessarar. Hann fær það svar að hún sé úr safni þessa áður- nefnds manns í Hafnarfirði. Hann í símann og nær í manninn og spyr hann hvaðan þessi næla sé komin. Hinn svarar hógværlega: „Ég hefi nú ekki allt slíkt í minni en allt er það skráð, bíddu augna- blik,“ svo kemur hann aftur í símann og segir: „Ég keypti nælu þessa af gömlum manni á Akur- eyri, Gísla að nafni, Þorlákssyni frá Hólshjáleigu í Hjaltastaða- þinghá. Meiri heimildir hefi ég ekki þar um.“ En nælan var ekki lægra sett en það að hún var önnur af þessari gerð sem fundist hefur á Norðurlöndum, hin fannst í Noregi ef ég man rétt. Fleiri fornminjar hafa fundist í Hólslandi sem ekki hafa komist í höfn og fer það að vonum er það kemst inn í huga almennings að slíkt sé einskis virði. Mikil auðn af sandfoki hefur myndast austur af bænum á Hóli. Þar sá ég lengi standa stólpa af sandi á aðra mannhæð, grasi gróna á toppi. Þar er mér minnisstæð hólbrekka, líkast til gamall sorp- haugur. Úr þessari brekku hrapaði alltaf sandskriður. Þeir bræður Ragnar og Ásgrímur sögðu mér að þar hefðu oft komið fram ýmsir smámunir gamlir að sýn. Þetta hefði oft verið borið heim og þrifið en tapast í dagsins önn. Síðast þegar ég kom að Hóli vorum við Ásgrímur að dunda í rusli og kom ég þá auga á lítinn snældusnúð úr tálgusteini. Það varð að samkomu- lagi að ég færi með hann suður. Þar afhenti ég hann dr. Kristjáni Eldjárn. Þetta var auðvitað enginn merkisgripur en mín hugsan hefur alltaf verið sú að sérstæðir hlutir kæmust á réttan stað. í Hólslandi eru rústir sem heita Ingveldarstaðir. Þar voru fyrr á öld þessari beitarhús. Einnig hefur tvívegis sest þar að fólk til búsetu en staðið stutt. Sagnir voru um það á Hólsbæjum að í beitarhúsa- rústum Ingveldarstaða hefðu fundist fornminjar, þar á meðal öxi mikil. Þetta féll allt fyrir róða. Á svonefndum Grænmó, beitar- húsum frá Hóli, kom fram við einhverjar lagfæringar húsa gröf með nokkrum beinagrindum af fólki. Segja má að svona upptaln- ingar skifti litlu máli. Hitt mun sanni nær að utan Jökullækjar hafi verið höfðingjasetur og stórt búið um tíma. Svo koma hin miklu mannfellisár og áþján þjóðarinnar á öllum sviðum sem er önnur saga og ekki má gleymast. Er fáviskan kannski formóöir verðandinnar? Ég er að einu leyti vel staddur í veröld þessari. Á ekkert af því sem kallað er nafnsæmd, virðing eða veraldargengi. Ég flyt því glaður út í geiminn þegar þar að kemur með það sem heilinn hefur rúmað. Énginn getur slíkt af mér tekið, enda lítt nothæft. Þá er best að leysa frá vömb vitleysunnar og tylla því á tá að Þorsteinn Torfi hafi fyrstur manna numið land fyrir „neðan Lagarfljót". Landnáma segir svo frá: „Þorsteinn Torfi nam Hlíð alla utan frá Ósafjöllum og upp til Hvannár og bjó á Fossvelli." Oft hefi ég lesið þessa landnámslýs- ingu en aldrei fengið svar. Hljóp að síðustu yfir þetta líkt og með setninguna „Fyrir neðan Lagar- fljót“. Við Héraðsflóa eru ekki nema tvö fjöll sem við í daglegu tali köllum norður- og austurfjöll — Ósafjöllin. Þess skal strax getið að ég er ekki höfundur þeirrar hugsunar að landnámslýsing Þor- steins Torfa geti verið rétt. Þetta hefur tvisvar borist í tal með okkur Skildi Eiríkssyni frá Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal. Skjöldur er rýninn og raunsær sögumaður eins og fram hefur komið í þátttöku hans í umræðum um Sturlungu. Ég gat ekki betur fundið en hann teldi að landnám Þorsteins Torfa gæti staðist. Þetta ræddum við ekki nánar. En ég tel þetta til nýrrar athugunar og mér duldist ekki hve lýsingin er meitluð og landfræði- lega hárrétt. Nú kemur Jökla til sögu á ný en henni hefi ég áður lýst þótt erfitt muni að gera það nákvæmlega. Gat þetta gerst á tíma þegar Jökla rann að mestu eða öllu í Lagarfljót, utan smá- kvíslar að hennar eigin ósi? Ég hefi hér áður lýst útsýni til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.