Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.12.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 43 Hið íslenzka bókmenntafélag: Saga íslands á síðmiðöldum Á AÐALFUNDI Hins íslenzka bókmenntafélags sem haldinn verður á morgun, laugardaginn 14. desember kl. 14 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans, verður auk venjulegra að: þættir úr Sögu íslands á síðmiðöldum. Nú um alllangt skeið hefur verið unnið að ritun Sögu íslands á vegum félagsins. Fjórða bindi rits- ins sem nær yfir tímabilið um 1320—1520 er nú mjög vel á veg komið. Þetta bindi hefst á yfirliti yfir sögu Evrópu á síðmiðöldum, en síðan tekur við þáttur sem nefnist Norska öldin. Hann hefst á at- vinnusögu, síðan tekur við frásögn af daglegu lífi manns á þessum tíma. Þá er vikið að stjórnmálasög- unni. Á 14. öld voru miklir um- brotatímar á Norðurlöndum og háðu Norðurlandaþjóðir innbyrðis fleiri styrjaldir en þær hafa gert fyrr og síðar. Hafði þetta gagnger áhrif á sögu Islendinga og alla stjórnarhætti hér á landi. Píanótónleik- ar í Aratungu LAUGARDAGINN 14. desember. nk. mun Halldór Haraldsson, píanóleikari, halda tónleika í Ara- tungu, Biskupstungum, og hefjast þeir kl. 14.00. Á efnisskránni er Appassionata eftir Beethoven, 2 Scherzo eftir Chopin, 4 píanóverk eftir Liszt og Sónata eftir Béla Bartok. teknir til umræðu ymsir Þessu næst tekur við þáttur sem nefnist Enska öldin. Plágan mikla 1402—’04 raskaði gífurlega hag landsmanna, mjög tekur þó að slakna á tengslum íslendinga við Norðurlönd, Englendingar taka að seilast hér til áhrifa í verzlun og stjórnmálum og fsland dregst inní átök Evrópuþjóða. Eftir miðja 15. öld vex konungsvaldinu fiskur um hrygg og Danmörk verður forystu- ríki á Norðurlöndum. Seint á 15. öld taka Þjóðverjar að auka umsvif sín í verzlun og hörð samkeppni og átök verða milli Englendinga og Þjóðverja, unz hinu dansk- norska konungsvaldi tekst að bola þeim burt og ná nánast einokun á verzlun um miðja 16. öld. Loks er svo rakin saga kirkjunn- ar, bæði stjórnmála- og menning- arsaga, ennfremur er greint frá trúarlífi þjóðarinnar. Síðan fylgja sérstakir þættir um bókmenntir, húsagerð og myndlist auk þess sem þess verður freistað að gera stuttlega grein fyrir ætt- um miðalda. Eins og iðulega hefur verið bent á fer áhugi manna á miðöldum vaxandi. Eitt og annað sem fram kemur á þessum fundi ætti að geta vakið forvitni. (Fréttatilkynning frá Hinu íslenzka bók- menntafélagi.) Verslunin A5, Laugavegi 33b. Ný sérverslun með gjafavörur A5 nefnist ný sérverslun með rit- Allar vörur í versluninni eru föng, gjafavörur og gjafapakkning- fluttar inn sérstaklega fyrir ar sem opnuð hefur verið á Lauga- verslunina frá Frakklandi, vegi 33b við Vatnsstíg. Eigandi er Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Erla S. Óskarsdóttir. (Frétutilkynning) Jólakaffi Hringsins byrj- aði í Sjálfstæðishúsinu MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Sigríði G. Johnson, formanni Hringsins: „Laugardaginn 30. nóvember. sl. birtist í Morgunblaðinu viðtal um Barnaspítala Hringsins og fjáröfl- un Kvenfélags Hringsins fyrr og nú. Þá urðu mér á leiðinleg mistök í hita og þunga augnabliksins. Jólakaffi Hringsins byrjaði í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og var þar í nokkur ár áður en við fluttum yfir á Hótel Borg. Mér þykir miður að þessar eftirminni- legu stundir, sem ég fékk tækifæri að taka þátt í, skyldu gleymast í áðurnefndu viðtali. Það var margt gott og velviljað fólk sem hjálpaði til að jólakaffi Hringsins í Sjálf- stæðishúsinu setti svip sinn á bæinn. Það var og er enn stór liður í fjáröflun félagsins. Á fyrsta sunnudag í aðventu, þá er sjálfsagt að fara á Hringkaffið þó að við höfum flust á milli staða." -------7----- VOLKSWAGEN GOLF ÁRGERÐ 1986 PÝskur kostagrip>ur, sem hceíir öllum MED NÝRRI OG KRAFTMEIRI VÉL GOLFINN ei íœr í ílestan sjó # Kjörínn fjölskyldubíll # Duglegui atvinnubíll # Vinsœll bílaleigubíll # Skemmtilegui sporíbíll Verð frá kr. 472.000,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.