Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 35

Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 35 Annað bindi Aldarspegils ANNAÐ bindi í bókaflokknum Ald- arspegill eftir Elías Snæland Jónsson er komiö út hjá Vöku-Helgafelli og heitir bókin Undir högg aö sækja. í bókinni eru þrír heimildaþætt- ir frá fyrri hluta aldarinnar, sá lengsti um „kollumálið" svo- nefnda, og hinir tveir fjalla um illa meðferð á börnum. í fréttatil- kynningu frá útgefandi segir m.a.: Aðalpersóna „Kollumálsins" var Hermann Jónasson, fyrrum for- sætisráðherra, sem þá var lög- reglustjóri í Reykjavík. Hann var sakaður um að hafa skotið á fugla í Örfirisey og drepið þar æðar- kollu, en það athæfi hefði verið brot á lögreglusamþykkt bæjarins. „Kollumálið" varð pólitísk stór- bomba ársins 1934 og blandaðist bæði inn í kosningabaráttu fyrir bæjarstjórnarkosningar og al- þingiskosningar það ár. En hvað segja lögregluskýrslur og skjöl um þetta sérstæða mál? Skaut Her- mann kolluna eða ekki? Undir högg að sækja heitir þessi Aldarspegill. Sá titill á bæði við um Hermann Jónason og börnin tvö, sem einnig er sagt frá í þessari bók, þótt aðstaða þeirra hafi verið harla ólík. Það mun vafalaust koma mörgum á óvart, hversu skammt er síðan saklaus börn hlutu þvílíka meðferð, sem hér er lýst.“ Bókin er sett, filmuunnin og prentuð í Prenttækni hf. en bundin í Bókfelli hf. Unglingabók eftir Ármann Kr. Einarsson Ný unglingasaga eftir Ármann Kr. Einarsson er komin út hjá útgáfunni Vaka - Helgafell. Hún heitir Lagt út ílíflð. I fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Þessi nýja ungl- ingasaga metsöluhöfundarins Ar- manns Kr. Einarssonar er lífs- ævintýri ungs manns. Lífið er óráðið og áhugavert. Bjart fram- undan. Æskuár hans eru þrungin ævin- týrum og spennandi atburðum og allt í kringum hann er fjölskrúðugt mannlíf. Unglingsárin taka við; hann fer að veita stelpunum í kringum sig meiri athygli, en er eins og fleiri á því sviði heldur óframfærinn gagnvart þeim. Framtíðaráform ogdraumar eru ofarlega á baugi, en fyrstu sporin í átt að því sem hugurinn stendur til, reynast erfið í fyrstu, en allt fer vel. Skemmtileg atvik frá ferli Ármanns hafa orðið kveikja að Ármann Kr. Einarsson ýmsum spaugilegustu uppákomum bókarinnar og ekki er aðalpersón- an alls óskyld honum." Lagt út í lífið er sett, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Bene- diktssonar, en bundin í Bókfelli hf. Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefiö út fyrsta bindi minninga Huldu Á. Stefánsdóttur. Hulda hefur skráö bók sína sjálf en Hjörtur Páls- son bjó hana til prentunar. Á bókarkápu segir m.a.: f fyrsta bindi endurminninga sinna segir Hulda Á. Stefánsdóttir frá ætt sinni og uppruna, foreldrum sínum og bernskudögum í Hörgárdal, en breiddin í frásögn hennar tengir sögu og samtíð og bregður ljósi yfir liðinn tíma, m.a. með gömlum bréfum og óbirtum kveðskap. Fólk, atvik og staðir verða ljóslifandi í frásögn Huldu. Mannlýsingar hennar eru skýrar og hispurslaus- ar, yljaðar kímni og næmum lífs- skilningi. Þar er dregin upp mynd af gömlum búskaparháttum og daglegu lífi í sveit og bæ fyrir ára- tugum. Alþýða og höfðingjar, karl- ar og konur, bændur og Hafnar- stúdentar, hefðarkonur og heldri- menn koma við sögu í ólíkum verkahring og misjöfnu umhverfi sem vel er lýst. Þess vegna verða minningar hennar náma fyrir alla sem unna mannfræði og menning- arsögu og þjóðlegum fróðleik í víðum skilningi. Öll frásögnin er eðlileg og yfir- lætislaus. Penninn leikur í höndum Huldu sem kann þá list að segja sögu, þannig að mál og stíll hlýði höfundinum og hrífi með sér les- andann. Bernska Kápumynd er málverk sem Kristín Jónsdóttir listmálari málaði af Huldu þegar hún var um tvítugt. Minningar Huldu Á. Stefáns- dóttur munu, ef að líkum lætur, skipa henni á bekk með nokkrum þeim löndum hennar sem samið hafa merkastar minningabækur á síðustu áratugum." Bókin Minningar Huldu Á. Stef- ánsdóttur er sett og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin í Arnarfelli. “ Gamli “ ;m miðbær inn 1 gefur út auglýsingablað Næstkomandi þriðjudag hafa samtökin um gamla miðbæinn ákveðið að gefa út auglýsinga- og upplýsinga blað um gamla miðbæinn. Þeir, sem hafa áhuga á að auglýsa i blaðinu, eru beðnir að hafa samband við auglýs- ingadeild Morgunblaðsins fyrir nk. laugardag. GAMLIMIÐBÆRINN LAUGAVEGI37 (UPPI), SÍM118777 IBETEL 'Rödd Einars hefui náð eyrum fólksins vegna opinskarrar og væmnislausrar boðunar. Hann segir hressi- lega frá með tungutaki sjómannsins og Eyjapeyjans. Þessi bók geymir endurminningar Einars frá Vestmannaeyjum. Einar segir frá bernskuheimili sínu, uppvexti á kreppuárunum, atvinnu- og mannlífi í Eyjum, bátasmíði, útgerð og sjósókn. Hann greinir frá merkilegum trúarreynslum, persónulegri sorg og dapurri lífsreynslu. Lesandinn fær að skyggnast inn í huga sálusorgarans, sem verður að veita huggun og ráð á erfiðum stundum. Frásögnin er lífleg og krydduð skemmtilegum sögum eins og Einars er vandi. FÍLADELFlA FORLAG Hátúni 2, 105 Reykjavík, símar 91-20735/25155

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.