Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 14

Morgunblaðið - 13.12.1985, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985 Morgunblaðið/Olafur Egilsstaðir: í skólanum, í skólanum Brugðið út af venjubundinni stundaskrá í Egilsstaðaskóla Kgilsstöóum, 9. desember. ÞAÐ VAR mikið um að vera í Egilsstaðaskóla í dag — þótt venju- bundinni stundaskrá væri vikið til hliðar um sinn. í handavinnustof- unum var smíðað af kappi eða mótað úr leir, í eldhúsinu var harðsnúið lið nemenda úr 8. og 9. bekk við piparkökubakstur og í öðrum stofum fóndruðu nemendur ásamt foreldrum sínum og kennur- um og sinntu í engu tímamörkum stundaskrárinnar. Afrakstri handa- vinnunnar var síðan jafnharöan komið fyrir á sérstöku sýningar- svæði á göngum og stigapöllum. Síðla dags var opnuð sérstök sýning á framleiðslu dagsins og verður hún opin á skólatíma allt til jólaleyfis — 20. þ.m. Á sýning- unni gefur að líta hvers kyns föndur- og handavinnu, jóla- skraut og myndir tengdar jólum fyrr og nú — allt unnið af nem- endum undir stjórn kennara. Við opnun sýningarinnar í dag lék Skólahljómsveit Egilsstaða undir stjórn Magnúsar Magnús- sonar — auk þess sem nemendur Tónskóla Fljótsdalshéraðs léku einleik á hin ýmsu hljóðfæri og nýstofnaður blásarakvintett skólans lék. Þá tóku samkomu- gestir lagið — og gæddu sér á piparkökum og ágætum drykk — sem blandaður var úr mysu og ávaxtasafa. Að lokum léku tvær upprennandi popphljómsveitir — skipaðar núverandi og fyrr- verandi nemendum skólans — við góðar undirtektir áheyrenda. Það virtist einróma mál manna að starfsdagur þessi hefði í alla staði tekist vel og mátti heyra nemendur segja „að nú væri sko gaman í skólanum!" Hátt á þriðja hundrað manns munu hafa komið á sýninguna í Egilsstaðaskóla í dag. — Ólafur Fagrir gripir fyrir fólk með fágaðan smekk Itölsku gler-messing smáborðin og frönsku lamparnir frá Le Dauphin eru stofuprýði á hverju heimili. HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD IhIhekiahf LAUGAVEGI 170- 172 SÍMAR 11687 • 21240 Viðtalsbók við kon- ur í stjórnmálum á Norðurlöndum Viðtöl við stjórnmálakonur á Norðurlöndum er nýútkomin bók, sem Norræna ráðherra- nefndin hefur gefið út. Þar hef- ur Drude Dahlerup frá Dan- mörku átt viðtöl við nokkrar stjórnmálakonur í hverju Norö- urlandanna um stöðu þeirra og störf í stjórnmálaheiminum, þar sem karlaveldi ríkir af gamalli hefð, en síðustu 10 árin hafa konurnar í flestum landanna í sívaxandi mæli haslað sér þar völl. Viðtölin eru skrifuð á þremur tungumálum, dönsku, sasnsku og norsku. íslensku konurnar tjá sig á dönsku og þær finnsku á sænsku, viðtal við grænlenska fulltrúann er líka tekið á dönsku, en við þann færeyska snúið úr færeysku á dönsku. Orðalisti yfir algengustu orðin og stofnanirnar á öllum málunum fimm er fremst í bókinni. Bókin er 359 blaðsíður og ber heitið „Blomster & Spark, Samtaler med kvindelige politik- era í Norden". A bókarkápu eru nokkrar glefs- ur úr viðtölunum, svo sem um- mælin: „Það var stórkostleg upp- lifun að vera allt í einu valin í einhverja stöðu af því að maður er kona, en ekki þrátt fyrir það að maður er kona“, „Konur eiga að rækja nákvæmlega sama hlut- verk sem karlar í stjórnmálum, þar er enginn munur á“, „Tvennt gat flokkurinn minn aldrei fyrir- gefið mér: að ég hefi aldrei unnið í fiski - og að ég er kona“. Þarna eru viðtöl við margar þekktar stjórnmálakonur á Norðurlönd- um. Á íslandi var rætt við Soffíu Guðmundsdóttur fyrrverandi bæjarfulltrúa á Akureyri, Guð- rúnu Agnarsdóttur og Kristínu Halldórsdóttur þingmenn kvennalistans, Úlfhildi Rögn- valdsdóttur bæjarfulltrúa á Ak- ureyri, Ragnhildi Helgadóttur Höfundurinn Drude Dahlerup sýnir bókina „Blóm og spark“ með við- tölum við stjórnmálakonur á Norð- urlöndum. menntamálaráðherra, og Vigdísi Finnbogadóttur fyrsta kvenfor- setann. Bókinni er skipt í 13 kafla, er bera yfirskriftina: Nú er því lokið, Húsfreyjan og heimahús- móðirin verður sveitarstjórnar- fulltrúi, Með nýju kvennahreyf- ingunum/ kvennahreyfingar í stjórnmálin, Valdakonur í sveit- arstjórnarmálum, Sveitarstjórn- arkonur í litlum samfélögum, Frú ráðherra, Fyrrverandi ráðherrar, Frammámenn í stjórnarand- stöðuflokkum, Mæður smábarna í stjórnmálum, Fáar konur í stjórnmálum, Rétturinn til að vera öðruvísi, Fyrsti kvenforset- inn og loks upplýsingakafli um ástandið á Norðurlöndum. Aftast í bókinni eru upplýsingar um hvar hægt sé að fá hana á Norðurlönd- um. Á Islandi er hana að fá í Bókaverslun Máls og menningar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.