Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 107. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR17. MAÍ 1986 Enn fjölgar dauðs- föllum í Chemobyl Mnslrvii fur Vnpaii AP Moskvu og Varsjá. AP. LÆKNIRINN Robert Gale, sérfræðingur í beinmergsflutningi, sagði í gær að nú hefðu þrettán manns látið lífið af völdum kjamorkuslyss- ins í Chernobyl. Þar á meðal eru menn, sem börðust við að heinja eldinn í kjarnaofninum og koma í veg fyrir að hann breiddist út í miklar olíubirgðir, sem geymdar voru nærri, og læsti sig í raf- magnslagnir. Gale var í Sovétríkjunum til að gera aðgerðir á sjúklingum, sem orðið hafa fyrir geislavirkni. Hann segir að búast megi við að fleiri láti lífíð, en aftur á móti séu mestu erfíðleikamir afstaðnir. Telja læknar að flestir þeir, sem sýktust alvarlega af geislavirkni, hafí verið einangraðir og ólíklegt að um fleiri alvarleg tilfelii sé að ræða. Um 300 manns liggja nú á sjúkrahúsi vegna geislunar. Gale fór í gær til Bandaríkjanna en býst við að snúa aftur til Sovét- ríkjanna í næstu viku til að fylgjast með sjúklingum. Sovésk dagblöð skrifa nú um þá, sem létust í baráttunni við eldinn í kjamorkuofninum, sem þjóðhetjur. í Prövdu, málgagni sovéska Kom- múnistaflokksins, var lýst hvemig ungir slökkviliðsmenn hefðu hnigið Sprenging hjá Interpol París. AP. SPRENGJA sprakk í höfuðstöðv- um Interpol í París í gærkvöldi og særðust tveir. Slökkviliðsmenn sögðu að einn lögreglumaður hefði særst. Hann kom flokki manna að óvörum þar sem verið var að koma fyrir sprengju og varð fyrir skoti. Slökkviliðsmenn sögðu að enn væri óspmngin sprengja í bygging- unni en lögreglan gat ekki staðfest þetta. Vígorð öfgaflokksins Action Direct vom máluð á bygginguna. niður vegna geislunar á meðan þeir stóðu yfír opnum kjamaofninum og börðust við eldinn í 71,5 m hæð frájörðu. Þijú þúsund íbúar borgarinnar Bialystok í norðausturhluta Pól- lands hafa skrifað undir mótmæla- skjal gegn kjamorkuverum. í skjal- inu er farið fram á að þingið láti af áformum um að reisa fyrsta pólska kjamorkuverið þar sem ekki mætti treysta yfírlýsingum stjóm- valda um að öllu væri óhætt við slík orkuver. NATO: Fastafulltrúamir afgreiða efnavopn Brussel. AP. FASTARÁÐ Atlantshafsbandalagsins hefur afgreitt áætlun um varnarviðbúnað bandalagsríkjanna á næstu árum. Einn liður hennar er, að Bandaríkjamenn hefji framleiðslu á efnavopnum, en ýmis aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hafa lýst andstöðu sinni við það. Frá þessu var skýrt í höfuðstöðv- um bandalagsins í Brussel að lokn- um fundi fastafulltrúa aðildarþjóð- anna í gær. Efnavopn hafa ekki verið framleidd í Bandaríkjunum síðan 1969. Ekki liggur ljóst fyrir, hvort niðurstaða fundarins fullnæg- ir skilyrðum, sem Bandaríkjaþing setti fyrir fjárveitingu til fram- leiðslu á vopnunum. Við afgreiðslu málsins lýsti Tóm- as Á. Tómasson, fastafulltrúi ís- lands, yfír því, að vegna sérstöðu sinnar innan Atlantshafsbandalags- ins sem herlauss ríkis hefði ísland ekki tekið þátt í meðferð þessa máls þar og tæki ekki afstöðu til þess, hvað önnur ríki bandalagsins telja sér nauðsynlegt að gera. íslensk stjómvöld legðu höfuðáherslu á gerð samninga um algjört bann við framleiðslu efnavopna. Á fundi vamarmálaráðherra Atl- antshafsbandalagsins í næstu viku verður tekin lokaákvörðun um áætl- unina um vamarviðbúnað fyrir árin 1987-92 og verður þá rætt um efnavopnin á ný. Ríkisstjómir Nor- egs, Danmerkur og Hollands hafa lýst sérstakri andstöðu við fram- leiðslu efnavopna. AP/Símamynd Hryðjuverk á Korsíku Ajaccio, Korsíku. AP. Franskir lögreglumenn bera á braut tvær börur með fórn- arlömbum sprengjuárásar hryðjuverkamanna á sumarbúðir ferðamanna á Korsíku. Tveir létust í árásinni og sjö særðust. Frelsisfylking Korsíku, sem er aðskilnaðarhreyfing, hefur lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Að sögn lögreglu réðust fimmtán manns inn í Les Mandiles- búðirnar nærri Cargese. Þeir bundu starfsmenn sumarbúðanna og komu fyrir sprengjum. Eiganda búðanna tókst að leysa af sér viðjamar þegar árásarmennirnir voru farnir og gera lög- reglu viðvart. Sprengjurnar sprungu í þann mund sem tveir lögreglumenn komu á vettvang. Annar lögreglumannanna og eigandi sumar- búðanna biðu bana. Thatcher tapar fylgi London. AP. SAMKVÆMT nýiri skoðana- könnun Gallup-stofnunarinnar hefur Verkamannaflokkurinn nú tíu prósenta forskot á íhalds- flokkinn. Ef gengið yrði tii kosninga nú myndu 37 prósent kjósenda greiða Verkamannaflokknum atkvæði, en 27.5 prósent íhaldsflokknum. í könnun Gallup-stofnunarinnar, sem birtist 24. apríl, hafði Verkamanna- flokkurinn 4,5 prósent forskot á íhaldsflokkinn. Síðan þá hefur Kosningabandalagið unnið mest á og aukið fylgi sitt um 5,5 prósent. Kosningabandalag frjálslyndra og sósíaldemókrata er í öðru sæti með 32.5 prósent fylgi. íhaldsflokkurinn hefur látið á sjá í sveitarstjómarkosningum undan- farið og sagði Malcolm Rifkind Skotlandsráðherra að ekki væri hægt að dylja þá staðreynd að íhaldsflokkurinn hefði tapað fylgi undanfama mánuði á þingi skoska íhaldsflokksins í Perth á fímmtu- dag. Ef fram heldur sem horfír verður aðeins þijú prósent verðbólga á Bretlandi á þessu ári. Þetta er miðað við að verðbólga þar í landi var þijú prósent á ársgrundvelli í apríl og hefur lækkað um 1,2 pró- sent síðan í mars. Þetta er lægsta verðbólga á Bretlandi í átján ár. Aftur á móti jókst atvinnuleysi í apríl og hefur ekki verið meira siðan í kreppunni miklu. Atvinnuleysi er nú 13,2 prósent og lækkaði jafn- framt landsframleiðsla á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs um 0,3 prósent. Það hefur ekki gerst síðan 1980. 64 SÍÐUR OG LESBÓK Prentsmiðja Morgunblaðsins AP/Símamynd Kapphlaup við tímann Khartoum, Súdan. AP. 1500 m hlauparinn Khalifa Omer lagði i gær upp í „kapphlaup við tímann" með logandi ólympíukyndil í hendi. Sólin bakaði jörðuna þegar Omer hóf Sport Aid-hlaupið, sem haldið er viða um heim til styrktar hungruðum Afrikubúum. Leið Omers liggur um fjórtán ríki og tólf höfuðborgir i Evrópu. Fyrsti áfangastað- ur Omers er Aþena í Grikklandi, en för hans lýkur við höfuð- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York 25. maí. Þá verður hlaupið i 60 höfuðborgum þ.á m. Reykjavík. Þess má geta að Omer hleypur ekki alla þessa leið og fór hann í flugvél frá Khartoum til Aþenu eftir að hafa hlaupið fjóra km. Sport Aid er nýjasta hugarfóstur irsku rokkstjörnunnar Bobs Geldof. Hann skipulagði Band Aid-hljómleikana, sem haldnir voru samdægurs í London og Philadelfiu fyrir ári. Kosningar í Dóminik- anska lýðveldinu Santo Domingo, Dóminikanska lýðveldinu. AP. MIKIL þátttaka var í forseta-, e þing- og borgarstjórakosningun- t um, sem haldnar voru í Dóminik- anska lýðveldinu í gær. t Miklar biðraðir mynduðust áður I en kjörstaðir opnuðu og fengu I verkamenn frí frá vinnu til að kjósa. J Kosningamar fóru friðsamlega í fram öfugt við kosningabaráttuna. I Meðan á kosningabaráttu frambjóð- I enda stóð biðu tólf manns bana og tugir manna slösuðust. Salvador Jorge Blanco, forseti, býður sig ekki aftur fram í þessum kosningum og bítast þrír um sæti hans. Þeir em Jacobo Majluta, Dóminikanska byltingarflokknum, Joaquin Balaguer, Kristilega sós- íalistaflokknum, og Juan Bosch, Dóminikanska frelsisflokknum. Þessir flokkar eru allir til vinstri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.