Morgunblaðið - 17.05.1986, Síða 4

Morgunblaðið - 17.05.1986, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986 Myllubrauð bauð í gær 20 börnum úr Öskjuhlíðarskóla á sýninguna, þar sem stígvélaði kötturinn gerðist leiðsögumaður þeirra. Á eftir var krökkunum boðið upp á hamborgara og gos. Matarlist ’86: Síðasta sýningarhelgi SÝNINGUNNI Matarlist ’86 lýkur nú um helgina. Sýningar- gestir eru nú orðnir um 20 þúsund og sögðust forsvars- menn hennar vonast tíl að heildarfjöldi gesta yrði um 30 þúsund. Sýningin verður ekki framlengd, hún er opin í dag frá 12 til 23, á morgun frá 15 til 23 og frá 12 til 23 á mánu- dag. Um helgina verður Qölmargt til skemmtunar, ICY-flokkurinn og Herbert Guðmundsson verða m.a. á ferð, Kamivaiband Homa- flokks Reykjavíkur leikur, og Bjössi bolla og Stígvélaði köttur- inn verða á ferðinni. Ýmsir gestir verða með sýnikennslu á eftirlæt- islambakjötsréttum sínum, og má þar m.a. nefna Ragnar Halldórs- son forstjóra ÍSAL sem moðsteikir lambalæri í sandi og viðarkolum, og Ingólfur Guðbrandsson for- stjóri, Eiður Guðnason alþingis- inaður, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir alþingiskona og Sig- uijón Péturssn borgarfulltrúi verða með sýnikennslu á eftirlæt- isréttum sínum. Þá sýnir mat- reiðslumaður Kvosarinnar einnig matreiðslulistir sínar. Kjaradómi var frestað með bráðabirgðalögum Deilu K1 og ríkisins einnig skotið til dómsins KJARADÓMUR hefur óskað eftir að fá sex vikna frest til viðbótar til að dæma í málum 22 aðUdarfélaga Launamála- ráðs Bandalags háskólamanna (BHMR) gegn fjármálaráðherra fh. ríkissjóðs. Má búast við að bráðabirgðalög um frestunina verði gefín út í byijun næstu viku enda leyfa lög um Kjaradóm ekki frekari frestun en þann mánuð, sem dómurinn hefur þegar tekið sér. Eins og fram kom í blaðinu sl. fímmtudag ætti dómurinn með réttu að hafa lokið dómsmeðferð- inni á miðvikudaginn, 21. maí. F ory stumenn úr ASÍ í heimsókn í Kína ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, og tveir aðrir miðstjórnarmenn úr ASÍ, þau Ragna Bergmann og Jón Helgason, hafa verið í Kina undanfarnar tvær vikur í boði kínverska alþýðusambandsins. Þau komu til Kanton í gær og halda þaðan til Hong Kong á mánu- daginn. „Þetta er almenn kynnis- og kurteisisheimsókn," sagði Krist- ín MAntylÁ, skrifstofustjóri ASÍ. „Við höfum verið í sambandi við kínverska alþýðusambandið og ætluðum að bjóða þeim hingað. Þeir vildu að fyrst kæmi formleg sendinefnd frá okkur og því þykir mér líklegt að hingað komi kínversk sendinefnd á næsta ári.“ Kristín sagði að þremenningamir létu vel af ferðinni, sem hófst 3. maí sl. Þau hafa komið fram í sjón- varpi og útvarpi þar eystra og 'O INNLENT fengið afar góðar móttökur. Ás- mundur, Ragna og Jón eru væntan- leg heim á miðvikudaginn. Tímahrakið nú stafar einkum af því að aðildarfélögin voru sein til að skila endanlegum kröfugerðum og greinargerðum með þeim. Eftir heígina verður einnig skot- ið til Kjaradóms ágreiningi Kenn- arasambands íslands og ríkisins því samkomulag tókst ekki í samn- ingaviðræðum aðila. Raunar hefur tekist samkomulag um sjálfan texta kjarasamnings KÍ og ríkisins, að sögn Indriða H. Þorlákssonar, formanns samninganefndar ríkis- ins, en ágreiningur er um launalið- inn. „Við höfum boðið þeim sömu laun og félögum í BHMR en því hafa þeir hafnað, án þess að setja fram ákveðnar kröfur um annað,“ sagði Indriði. Kaupmannahöfn: Málverk eftir íslenska listamenn á uppboði Kaupmannahöf n AÐ ÞESSU sinni var ekki boðið djarft í íslensku málverkin á uppboði Bruun Rasmussen í Bredgade. „Það vantar íslendinga til að bjóða í,“ sagði starfsmaður uppboðsins við fréttaritara. Fóru málverkin undir matsverði nema hið eina sem boðið var upp í dag, gamalt málverk Júlíönnu Sveinsdóttur frá Vest- mannaeyjum, sem var slegið óþekktum kaupanda í gegnum síma á 22 þús. d.kr. (ísl.kr. 110.000 þús.) en í sýningarskrá er það metið á 15 þús. d.kr. (ísl.kr. 75.000 þús.) í gær voru fjögur íslensk mál- unni Tudlik Johannsen, sem í boði verk á uppboðinu hjá Bruun Rasmussen. Var hið fyrsta eftir Snorra Arinbjamar, „Úr íslensk- um fírði" og hestar á beit í for- grunni og var það selt á 20 þús. d.kr. (ísl.kr. 100.000 þús.) Næstur var Gunnlaugur Blöndal, en það var lítið málverk hans af leikkon- var og seldist á 7 þús. d.kr. (ísl.kr. 35.000 þús.) Þriðji listamaðurinn Svavar Guðnason og var var „Komposition" hans frá 1946 slegin kaupanda á 6 þús. d.kr. (ísl. kr. 30.000 þús.) Og loks fór fallegt málverk Kristínar Jóns- dóttur af íslensku sjávarþorpi á Hækkun framfærsluvísitölunnar: Launanefndin tekur ákvörðun á þriðjudag LAUNANEFND samtaka á vinnumarkaði, aðila kjarasamningsins frá 26. febrúar sl., mun á þriðjudaginn úrskurða um hvort ástæða er til að hækka kaup almennt vegna þeirrar hækkunar, sem varð á framfærsluvísitölunni frá 1. april til 1. maí. Vísitalan hækkaði 0,55% meira en miðað var við í forsendum febrú- arsamningsins. í samningnum er ákvæði um að í slíku tilfelii skuli launanefnd aðila meta ástæður til breytinga á kaupi. Nefndin hittist öðru sinni í gær og fór yfir gögn og upplýsingar, sem hún hafði aflað sér frá Seðla- bankanum, Þjóðhagsstofnun og fleiri aðilum. Niðurstaða nefndar- innar mun liggja fyrir eftir helgina, eins og fyrr segir. Tvennskonar bensín í boði: Bíleigendur himinlifandi — segir framkvæmdastjóri FÍB „ÞAÐ hefur ekki linnt hringing- um hér — bifreiðaeigendur eru greinilega mjög ánægðir með að geta valið um mismunandi gæði á bensíni. Á þessu hlýtur — og verður — að verða framhald,** sagði Jónas Bjamason, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, í samtali við Morgunblaðið í gær um þá ný- breytni OLÍS að bjóða upp á tvennskonar bensín. „FÍB-félagar hafa mótað stefn- una og því hljótum við að reikna með að framhald verði á þessari þjónustu," sagði Jónas. „Nú erum við ekki lengur í hópi örfárra ríkja í heiminum, þar sem bifreiðaeigend- ur eiga ekkert val um gæði síns bensíns. Því getur þetta ekki verið skyndifyrirbæri." Hann minnti á, að á fyrra ári Vitni vantar að ákeyrslu MILLI ldukkan 8 og 16 í gær var ekið á bifreiðina R 11381 á bOa- stæði norðanvert við Túngötu, skáhalt á móti Suðurgötu, og stakk tjónvaldurinn af af vett- vangi. Frambretti og hurð hægra megin dælduðust og stuðari skemmdist. Bifreiðin er af gerð- inni Izusu Trooper, drapplituð með blárri rönd. Þeir sem geta veitt upplýsingar í þessu máli eru beðnir að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar í síma 10200. hefði FÍB kannað bensínverð í 138 þjóðríkjum. Þá hafí komið í ljós, að í 28 löndum hafí bifreiðaeigendur aðeins getað keypt eina tegund af bensíni. „Þrettán þeirra landa bjóða að vísu bensín með viðunandi oktan- tölu, 96 (RON) eða betra," sagði Jónas Bjamason. „Fram til þessa höfum við verið í hópi hinna fímmtán ríkjanna, en meðal þeirra em lönd á borð við Afganistan, Angólu, Costa Rica, Gambíu, Malawi, Namibíu, Sri Lanka, Zaire, Zimbabwe, Nepal og • Nígerín “ Skattstj órastöður: Enginn sótti um á Akureyri ENGIN umsókn barst um stöðu skattstjóra á Norðurlandi eystra, en umsóknarfrestur rann út síðast- liðinn þriðjudag. Verður staðan auglýst aftur, samkvæmt upplýs- ingum Qármálaráðuneytisins. Nú- verandi skattstjóri í umdæminu er Hallur Sigurbjömsson, en hann lætur af störfum fyrir aldurs sakir l.júlí. Staða skattstjóra í Reykjanesum- dæmi hefur einnig verið auglýst og er umsóknarfrestur til 10. júní. Engin umsókn hefur borist enn. Skattstjóri þar er Sveinn Þórðarson, sem einnig lætur af störfum vegna aldurs 1. júlí. Frá Vestmannaeyjum, málverk eftir Júlíönnu Sveinsdóttur, sem slegið var óþekktum kaupanda á 110.000 þús kr. 20 þús. d.kr. (ísl. kr. 100.000 minnsta eftir Svavar Guðnason þús.) Öll vom málverkin fremur aðeins 31x23 cm. lítil. Hið stærsta 56x65 cm og hið G.L. Ásg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.