Morgunblaðið - 17.05.1986, Side 5

Morgunblaðið - 17.05.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ 1986 5 Framkvæmdir við göng undir Miklubraut hefjast á næstunni BYRJAÐ verður á framkvæmd- um við göng og tengibrautir undir Miklubraut á móts við Kringlubæ á næstunni. Göngin verða bæði fyrir bílaumferð og gangandi vegfarendur. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í desember á þessu ári. Að sögn Ólafs Guðmundssonar yfírverkfræðings hjá Borgarverk- fræðingi tengja göngin Kringluna við Miklubrautina. Sagði hann að með tilkomu þessarar tengingar ætti að létta mjög á umferð um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Borgarráð hefur samþykkt að taka lægsta tilboði sem barst í verkið, en það var frá SH verktök- um. Tilboðið hljóðaði upp á 43.432.014 krónur sem er 79,44% af kostnaðaráætlun. Hönnun gangnanna annaðist Verkfræðistofan Hönnun hf. Morgunblaðið/RAX Sýnishorn af hundamatnum, unninn úr hökkuðum fiskúrgangi á Laugum i Reykjadal og seidur viða um Evrópu. s v.. ioKb S fÆ ' - * OOKOT ' Stokkfiskur hf. á Laugum: Flytur út hundamat fyrir 70 milljónir FYRIRTÆKIÐ Stokkfiskur á Laugum í Reykjadal hefur nú hafið framleiðslu og útflutning á hundamat, sem unnin er úr fiskúr- gangi. Reiknað er með að salan næstu 12 mánuði nemi um 70 milljónum króna. Hundamaturinn er seldur til Norðurlandanna, Þýzkalands, Sviss og Englands svo dæmi séu tekin. Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Ingason hjá Stokkfiski sögðu í samtali við Morgunblaðið, að mark- aðurinn fyrir gæludýrafóður væri mjög stór og möguleikar miklir. Hins vegar væri erfitt að komast inn á hann, en því takmarki hefði nú verið náð í gegnum umboðsmenn í Danmörku. A stærstu sýningu á gæludýrafóðri í Evrópu, Inter Zoo í Wiesbaden fyrir skömmu hefði hundamatur frá Stokkfiski verið á fímm sýningarbásum og brezka fyrirtækið Master Food hefði ákveðið að selja fyrir fyrirtækið í Bretlandi. Þeir sögðu, að vegna erfiðleika á sölu skreiðar hefði verið ákveðið að fínna fyrirtækinu ný viðfangs- efni og niðurstaðan hefði orðið framleiðsla hundamats úr hökkuð- um fískúrgangi og hausum. Eftir hökkun væri grauturinn mótaður í stauta, flögur og steikur og síðan þurrkaður. Hundamatnum væri síð- an pakkað í plastpoka og hann þar með tilbúinn til útflutnings. Hráefni væri að mestu fengið frá Húsavík og afkoman væri mjög viðunandi. Stokkfiskur þurrkar einnig loðnu og hefur selt skreið í hundamat, sagaða í sneiðar. 75 lestir af þurrk- uðum kolmunna hafa verið pantað- ar hjá Stokkfiski, en vegna örðug- leika á því að fá þá fisktegund, hefur ekki verið hægt að afgreiða þessa pöntun. KRYNINGARKVOLDIÐ — SVART/HVÍTTKVÖLD fer fram í Broadway 23. maí. Það væri gaman ef flestir klæddust svörtu og hvítu en það er auðvitað ekki skilyrði. Seldir verða nokkrir miðar eftir mat, vinsamlega pantið tímanlega í Broad- way sími 77500 Valdar verða Ijósmyndafyrirsæta ársins og vinsælasta stúlkan. Matseðill kvöldsins LePátede Turbot Aux Légumes Vtlltbráðapaté Filet de Porc farzl Au Moutard Sinnepssteikturgrisahryggurm. rauðvinssósu Les Glaces ísdúettm. rjómalikjörssósu. Dúddi greiðir stúlkun- um og notar Lóréal hársnyrtivörur. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur fyrirdansi. Elín Sverrisdóttir snyrtir með Lancomé snyrtivörum. Gestir kvöldsins: HalJa Bryndís Jónsdóttir, fegurðardrottning íslands 1985, Hólmfriöur Karls- dóttir, Miss World, ogSifSigfús- dóttír, imgfrúSkandinavia. \KARNABÆR SEIKO BRCADWAT SOLHF FLUGLEIDIR & MISS HUROPB MiSS WÖRID L'ORÉAL Kynningarkvöld í Broadway mánudagskvöld 19. maí II. í hvítasunnu kl. 20.00 Kynntar verða þær 10 stúlkur sem taka þátt í vali um Fegurðardrottning íslands og Reykjavíkur 1986. Stúlkurnar koma fram í síðkjólum og sundbolum. NewYork-NewYork Dansarar frá Dansstúdíói Aiicar á Akureyri sýna dans. Nemendur Dansskóla Auðar Haralds sýna suður-ameríska dansa. Model 79 sýna vor- og sumar- tiskuna frá Karnabæ sem á 20 ára afmæli um þessar mundir. verk Gunnars Þórðarsonar flutt með dansivafi Helenar Jónsdóttur og Corneliusar Carters.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.