Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986 Hluthafafundur Flugleiða samþykkti útgáf u j 5f nunarhlutabréf a: Hlutafé nú 105 milljónir Á HLUTHAFAFUNDI Flugleiða á fimmtudag var samþykkt að gefin verði út jöfnunarhlutabréf, þannig að hlutafé verði þrefald- að og hækki úr 35 milljónum króna í 105 milljónir króna. Til þess að þetta yrði samþykkt þurfti 80% atkvæða hluthafa og var tillaga síjórnar Flugleiða samþykkt með 81,5% atkvæða. Þessi tillaga stjómarinnar var borin upp á aðalfundi félagsins í vetur, en hlaut þar ekki nægjanlegt atkvæðamagn. Á fundinn á fimmtu- dag voru mættir handhafar 96% hlutafjárins, eða tæplega 30 millj- óna króna. Sigurður Helgason stjómarformaður Flugleiða fylgdi tillögunni úr hlaði á fundinum og sagði hana vera boma upp, einungis með hag hluthafanna í huga. Þeir myndu fá auknar arðgreiðslur, ef rekstur fyrirtækisins gengi áfram vel, en það væri staðreynd að hluta- fé fyrirtækisins hefði rýmað mjög undanfarin ár. Benti Sigurður á að ef hlutafé fyrirtækisins árið 1976, að upphæð rúmar 12 milljónir, væri framreiknað til þessa árs ætti það með réttu að vera um 400 milljónir. Hvað er land án lífs og borg án trjáa? Gerðu höfuð- borgina þína hlýlegri á afmælisárinu. Kauptu merki Lífs og lands og vertu með í afmælisgjöfinni. Gefðu tré. Kaupið merki Fjárframlögum er veitt móttaka á hlaupa- reikningi nr. 109 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Landssamtök um umhverfismál LANDSBANKINN I ‘J~7i !i 'h’i /Nrmim? ifös tkyggingar Skeljungur hf. 200 þúsund kr. styrkur Á FUNDI Æskulýðsráðs Reykja- víkur 10. maí sl. var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga formanns Æskulýðsráðs: Æskulýðsráð Reylq'avíkur sam- þykkir að veita Landssamtökum foreldra fyrir vimulausa æsku kr. 200.000 í styrk. Borgarráð staðfesti samþykkt Æskulýðsráðs á fundi sínum 13. maí sl. Þórunn Gestsdóttir varaformað- ur Æskulýðsráðs Reykjavíkur, Trausti Kristjánsson fulltrúi ungl- inga í Æskulýðsráði og Ómar Ein- arsson framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs afhentu fulltrú- um Landssamtaka foreldra fyrir vímulausa styrkveitingu Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur, 15. maí sl. Verðlaun í ljósmyndasamkeppni SJÓMANNABLAÐIÐ Víkingur, Ljósmyndastofa Reykjavíkur og Samvinnuferðir — Landsýn efndu til ljósmyndasamkeppni, þar sem myndefnið skyldi vera tengt sjómennsku; skip, störf sjó- mannsins eða umhverfi hans. LJósmyndasamkeppnin stóð allt árið 1985 og var þátttaka meðal sjómanna mjög góð, enda voru verðlaun í boði frá öllum fyrirtækj- unum, sem að samkeppninni stóðu. Tíu bestu myndimar, að mati fímm manna dómenfndar, sem í sátu ljós- myndarar, blaðamenn og sjómenn, hlutu verðlaun. Myndin, sem fylgir hér, var tekin við verðlaunaafhendinguna. í fremri röð eru frá vinstri: Bjöm Kjartansson, sem tók við þriðju verðlaunum fyrir Svan Raftisson vélsljóra á Ólafsfirði, Snorri Gests- son skipstjóri í Keflavík og Stefán Sturla, fyrrum háseti í Kópavogi. Þeir halda allir á verðlaunamyndun- um, stækkuðum og innrömmuðum. Á bak við þá standa fulltrúar fyrir- tækjanna, sem að samkeppninni stóðu: Siguijón Valdimarsson frá Sjómannablaðinu Víkingi, Kjartan L. Pálsson frá Samvinnuferðum — Landsýn og Emil Þór Sigurðsson frá Ljósmyndastofu Reykjavíkur. KORT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.