Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986 Grundvallaratriði að fá sem mesta uppskeru úr sjónum Rætt við Signrð Einarsson fram- kvæmdastjóra í Vestmannaeyjum Hann lifir og hrærist í starfi sínu sem útvegsbóndi margra báta og forstjóri í eigin hraðfrystihúsi, Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, og það bregður undarlega við ef Sigurður Einarsson sést á ferli án þess að hann sé að sinna einhverju verkefni. Hann hefur rnikil umsvif, er áræðinn og fer ósjaldan ótroðnar slóðir í ýmsu er viðkem- ur rekstrinum á fyrirtæki hans sem byggist á hraðfrystingu, söltun, bræðslu, bátaútgerð og netagerð svo eitthvað sé nefnt. Hann tók við stjórn Hraðfrystistöðvarinnar af föður sínum, Einari Sigurðssyni ríka, haustið 1974 og árið eftir flutti hann til Vestmannaeyja með fjölskyldu sinni, en Guðbjörg Matthíasdóttir kona hans er kennari. Fiskverkunarhús Hraðfrystistöðvarinnar urðu eldi og hrauni að bráð í eldgosinu í Heimaey 1973, en Sigurður byijaði að byggja nýtt fiskverkunarhús inn við Skiphella hjá Friðarhöfn árið 1976, 2000 fermetra hús í fyrstu lotu, síðan 2000 fermetra í viðbót og sjálfstæð- an frystiklefa og bátarnir eru átta talsins. Unglingur var hann á ferðinni með föður sinum um fyrirtækin og hann þekkir alla þætti í starfi sínu af reynslu. Hann fylgist vel með starfinu í fyrirtækjum sínum, starfsfólki líkar vel að vinna hjá honum, hann er i nánu sambandi við skipstjórana á bátum fyrirtækisins og oftast er hann á bryggjunni þegar þeir koma að. Þá er oft þeginn kaffisopi hjá kokkinum og spjallað við sjómennina. Einn af bátum hans, Suðurey VE, er nú aflahæsta vertíðarskip landsins þriðju vetrarvertíðina f röð, en skipstjóri er Sigurður Georgsson. Eyjamenn eru vanir miklum sviptingum í stórri verstöð, en umsvif Sigurðar að undanförnu í uppbyggfingu fyrirtækis hans hafa vakið athygli, enda hefur hann fjárfest fyrir nokkuð á annað hundrað milljónir króna á siðasta ári. Nú síðast haslaði Sigurður sér völl í bæjarmálapólitíkinni þegar hann lenti í efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til komandi bæjar- stjórnarkosninga í prófkjöri sem liðlega 1600 íbúar Vestmannaeyja- bæjar tóku þátt i. Hann hefur því mörg járn i eldinum en það hefur fylgt honum gróska og i samtali við hann langaði okkur fyrst að fá vitneskju um aðdragandann að hinni öru uppbyggingu fyrirtækis hans að undanförnu. Loðnuveiðin kjölurinn að uppbyggingunni Það má segja að þessi mikla loðna sem hefur veiðst hafí skapað möguleikana á upp- byggingunni síðastliðin tvö ár,“ sagði Sigurður, „fyrirtækið hefur lagt kapp á loðnuveiði og loðnu- vinnslu og yfir 60% af heildartekj- unum hafa komið frá loðnuvinnslu. Við höfum lagt okkur sérstaklega fram um að vinna loðnu til manneld- is fyrir Japansmarkað og náð góð- um tökum á því. Loðnan hefur verið nálægt okkur en hitt er að árin 1982 og 1983 voru mjög erfíð því þau ár veiddist engin loðna, en fastakostnaðurinn var mikill bæði vegna loðnuskipanna og loðnu- vinnslunnar. Eftir reynslu þeirra ára höfum við reynt að dreifa áhættunni í rekstrinum. Við byijuð- um með fullkomið frystihús vorið 1984 til þess að skjóta frekari stoð- „Já, ég hef gaman af þessu. Þetta er ekki spuming um fjár- hagslegan hagnað eða slíkt þótt það sé æskilegt heldur fínnst mér hitt skipta mestu máli að vera að skapa eitthvað. Þetta starf er eins og að skapa listaverk á sinn hátt, atvinnu- legt listaverk ef vel tekst til, en það skiptast á skin og skúrir, það eru ekki allir dagar bjartir. Þetta er eins og hvert annað verkefni sem menn takast á við, kreijandi verk- efni. Það er alltaf eitthvað að ger- ast, bátar að koma og fara, fólk á fartinni, þetta er stór vinnustaður og mikið mannlíf." „Finnst þér aðbúnaður fólks í fískvinnslunni í samræmi við kröfur tímans?" „Það hefur ekkert eins mikil já- kvæð áhrif á gang fyrirtækis og fólk sem líður vel og því getur verið alveg öfugt farið ef því líður illa. Það þarf alltaf að vinna að því að bæta aðbúnað verkafólks, vera sí- fellt á verði í þeim efnum og fylgja kröfum tímans. Menn eiga að vera jákvæðir í því að bæta aðbúnað fólksins." Á móti öllum millifærslum í greininni „Hvað fínnst þér um þróun markaðsmála?" „Það er mikið atriði að fylgjast vel með öllum markaðsmálum og reyna að hegða sér samkvæmt því , selja það sem við erum að fram- leiða á heimsmarkaðsverði og það getur verið breytilegt eftir vöru- flokkum. Það er viss hætta á því að stór sölusamtök geti staðnað, Séð yfir Friðarhöfnina, en einnig eru í Vestmannaeyjum, Básaskersbryggja, Nausthamarsbryggja og Bæjarbryggja. Aflaskipið Suðurey siglir inn í Vestmannaeyjahöfn hjá Ystakletti. Þannig hefur þetta þróast, en auð- vitað kemur áhættan víða við sögu í þessum rekstri og til dæmis höfum við stundum þurft að taka áhættu í að geyma loðnukvóta fyrir mann- eldisvinnsluna. Fjárfest fyrir 140 miiy. kr. á árinu 1985 Jú, það má segja að ég hafí fjár- fest mikið, sérstaklega á síðastliðnu ári fyrir um 130-140 milljónir króna. Það eru skipakaup, breyting- ar á skipum, nýbygging á frystihúsi og tæki í það og kaup á Netagerð- inni Ingólfí. Fjármagnið er tekið úr rekstrinum og lán eru veruleg, en það er nauðsynlegt að Qárfesta alltaf svo og svo mikið, því annars verða menn bara úreltir. Ég hef lagt kapp á að búa fyrirtækið sem best og er með nokkra báta, eða það marga að dugi til að nýta húsa- ogtækjakost.“ Eins og að skapa listaverk „Hefur þú gaman af þessu starfí?" en menn hafa mismunandi valkosti, að frysta, salta, eða selja ferskt." „Ert þú sáttur við það kerfí sem þú býrð við?“ „Það má segja að ég sé sáttur við það eins og til dæmis síðustu sjóðabreytingu. Ég er á móti öllum millifærslum í greininni og ég er einnig á móti því að byggðarsjónar- mið valdi því að atvinnufyrirtækjum sé mismunað eftir því hvar þau eru á landinu. 011 atvinnufyrirtæki eiga að sitja við sama borð, en ef menn vilja halda sjávarútveginum í kreppu er besta ráðið að láta byggðasjónarmið ráða ferðinni. Ég tel að með einföldun kerfísins leiti hlutirnir jafnvægis ef ytri skilyrðin eru nokkuð eðlileg. Afskipti stjórn- valda eiga að vera af veiðum og fyrirkomulagi þeirra, en að öðru leiti eiga stjómvöld að skipta sér sem minnst af sjávarútveginum. Kvótakerfið gefur að mínu mati eðlilegan sveigjanleika til þess að þróa flotann sem var orðinn allt of stór og er það, en með þessu fyrir- Sigurður Einarsson um borð í Suðurey þegar skip hans fór yfir 1000 tonnin í vetur, en alls fékk Suðurey á finuntánda hundrað tonna í vetur og þar með varð Sigurður Georgsson þriðja árið í röð afla- hæsti skipstjóri landsins. um undir reksturinn, en fram að þeim tíma höfðum við aðeins verið með saltfisk og skreiðarverkun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.