Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986 Frímþing ’86 Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Þar var frá horfíð í síðasta frí- merkjaþætti, er verið var að lýsa FRÍMÞING ’86 á Húsavík, að eftir var að segja frá frímerkjaefni því, sem sýnt var í samkeppnis- deild. Var það í 48 römmum. Um leið og sagt verður frá þeim verð- launastigum, sem veitt voru, koma hér fram nokkrar hugleið- ingar um einstök söfn. Þó eru engin tök á að Ijölyrða um þau efni í þessum þáttum. Safn Hjalta Jóhannessonar, ís- Ienzkir póststimplar 1873—1930. Upprunastimplar — kórónu- stimplar, hlaut vermeil eða gyllt silfur, eins og það er nefnt á fs- lenzku. Ekki gerist þörf að lýsa þessu safni, því að frímerkjasafn- arar þekkja það vel af mörgum sýningum. Þó er það svo, að Hjalti er stöðugt að bæta við safnið og eins vanda frágang þess. Þetta eru hæstu verðlaun, sem safnið hefur hlotið tii þessa. Ég hygg, að erfítt sé að meta þetta stimplasafn nákvæmlega eftir þeim reglum, sem gilda um dóma, en þetta er fallegt safn og margir sjaldgæfír hlutir í því, svo að það á góð verðlaun skilið. Nú verður það á §órum sýningum erlendis á þessu ári, og er vissulega fróðlegt að fýlgjast með gengi þess þar. Safn Sigurðar P. Gestssonar, Noregur — Pósthommerkin, hlaut stórt silfur. Sigurður hefur valið sér þröngt svið í Noregi og sér- hæft. Er ekki sízt fyrir þá sök erfitt að setja það undir mæliker. Og ekki er hlutur dómara síður erfiður undir þessum kringum- stæðum. Ég veit, að Sigurður hefur unnið af alúð við safn sitt og plötugreiningu einstakra frí- merkja. Þá em í þessu safni geysifágætir hlutir, sem lyfta safiiinu óneitanlega upp eða ættu að gera það. Hins vegar mætti að mfnum dómi uppsetning og textun vera betri á ýmsum stöð- um, en nokkuð hefur verið dregið úr einkunn fyrir þennan þátt í síðustu dómreglum. Er það í raun ekki óeðlilegt, því að sumt í því sambandi hlýtur að verða matsat- riði hveiju sinni. Þetta safn fer á norrænu frímerkjasýninguna OSLO 86 í okt. nk., en þar verður örugglega við ramman reip að draga, því að vafalaust verða á þeirri sýningu mörg og fræg Noregssöfn, sem erfítt er að etja kappi við. Engu að síður er það skoðun mín, að við eigum að vera alls óragir við að taka þátt í er- lendum sýningum, og verðlauna- stig skipta þá ekki öllu máli. Danmörk 1870—1905, sem höfundur þessara þátta sýndi, hlaut einnig stórt silfur. Þetta er vissulega anzi einhæft safn, og er ekki víst, að öðmm þyki það eins áhugavert og sýnandanum. Af skiljanlegum ástæðum verður hér ekki fjölyrt um þetta safn. í því em nær einvörðungu frímerki, sem kölluð em Hin tvílitu, og bæði skildinga- og auramerki og eins mörg á bréfum. Á gildistíma þeirra vom þau oft endurprentuð, og kom þá oft fram vemlegur munur milli prentana. Hefur söfn- un þessara frímerlq'a orðið mjög vinsæl í Danmörku, en hér láta flestir sér fátt um fínnast, að ég held. Af þeirri ástæðu hef ég gaman af að koma þessu safni upp, en vitaskuld vantar enn í það marga góða hluti. Um það get ég sjálfur bezt dæmt. Jón Halldórsson fékk silfur fyrir stimplasafn sitt á 20 aura Safnhúsmerkinu frá 1925. Þetta er alþekkt safn meðal safnara, enda oft verið á sýningum. Jón er iðinn við að bæta góðum hlut- um í safnið, og er alveg ótrúlegt, hversu miklu hann hefur náð saman í samb. við þetta eina ftí- merki. E.t.v. er á stundum full- mikið á hveiju blaði, en fram hjá því er vitaskuld oft erfítt að komast. Þetta safii fer svo á STOCKHOLMIU '86 síðar á ár- inu. Átthagasafii Guðmundar Ingi- mundarsonar, Vestmannaeyjar, hlaut einnig silfur. Þetta safti er líka orðið ótrúlega gott og ekki sízt, þegar haft er í huga, að það er einvörðungu sett saman af frí- merkjum, bréfum og bréfsnjrfsum með Vestmannaeyjastimplum. Guðmundur bendir á afbrigði í ýmsum merkjum, en spuming er, hvort ástæða er til þess í átt- hagasafni. Að mínum dómi er annað mál, ef afbrigði í stimplum staðarins koma fýrir. Safn Guð- mundar fer svo á frímerkjasýn- ingu í Færeyjum í lok næsta mán- aðar, Norðatlantex ’86 eins og nokkur önnur söfn héðan að heim- an. Eins fer það til Óslóar með haustinu. Sigurður H. Þorsteinsson sýndi Flugsafn — ísland 1928—1950, þar sem ísl. póstsaga með flug- ferðum er rakin. Þetta er þekkt safn, sem oft hefur sézt á sýning- um. Nú var í því í fyrsta skipti mikiil kjörgripur, svonefnt Balbó- bréf, ábyrgðarbréf nr. 14, sem sent var héðan 1933 með Hópflugi ítala. Safn Sigurðar hlaut silfur. Uppsetning þessa safns mætti vera mun betri en hún er, og mér fínnst það til lýta, að ekki er sami blær á blöðunum. En í þessu safni eru margir góðir hlutir. Óli Kristinsson sýndi safn, sem hann kallar Konungsríkið ísland 1902—1944. Hefst það því með frímerkjum Kristjáns IX. og endar við lok konungdæmisins. Þetta safn hlaut silfrað brons, en vafa- laust kemst það fljótt hærra í verðlaunastiganum. Þetta er þeg- ar orðið skemmtilegt safn og í því mörg áhugaverð bréf og góðir stimplar. Óli leggur áherzlu á, að á bréfunum séu frímerki fyrir réttu burðargjaldi, þ.e.a.s. hvers- dagsbréf, en ekki „tilbúnir safn- gripir". í safni hans er einnig Balbó-bréf, áb.bréf nr. 110. Er það einkum skemmtilegt fyrir það, að áb.gjaldið 30 aur. til við- bótar við 16 kr. fluggjaldið er greitt með 2x15 aur. Kr. X., en ekki með 30 aur. Kr. X, svo sem oftast mun hafa verið gert. Annað átthagasafn, Hafnar- Qörður 1897—1984, sem Jón Égilsson er að glíma við að koma saman, hlaut brons. Vissulega á Jón nokkuð langt í það að ná Vestmannaeyjasafni Guðm. Ingi- mundarsonar, enda ekki svo langt síðan hann fór af stað með safnið. Auk þess held ég, að Hafnarfjörð- ur verði alltaf ærið þröngt svið. Og enn sem komið er hefur ísl. póststjómin ekki heiðrað Hafnar- fjörð með frímerki, svo að Jón getur ekki skreytt saftiið með þeim hlutum. Bandaríkjamaður, Don Brandt, sem búsettur er hér á landi og er mjög áhugasamur frímerkja- safhari, sýndi allt annað efni en hinir innlendu safnarar. Hann sýndi Sviss 1900—1940. Flug- frímerki — Hjálparfrímerki. Hlaut hann brons fyrir safn sitt. Það er snyrtilega sett upp og í því eru bæði frímerki og bréf. Stimplar mættu sums staðar vera betri og eins saknaði ég skýringa við safti- ið. Slíkt er nauðsynlegt, enda þótt stilla verði þeim í hóf. Eysteinn Hallgrímsson sýndi tegunda- eða mótífsafn sitt, sem nefnist Tónlist, og hlaut viður- kenningu fyrir. Hann mun hafa safnað þessu efni alllengi, enda hefur það áður verið á sýningum. Vissulega er margt fallegt í þessu safni, en Eysteinn þarf að sýna því meiri alúð og koma því upp á albúmblöð og setja texta með. Eins er ekki skemmtilegt að blanda saman stimpluðum og óstimpluðum frímerkjum, ef hægt er að komast hjá því. Þessi síðasta athugasemd getur einnig átt við önnur tegundasöfn, sem voru á FRÍMÞING ’86. í þessum þætti og eins hinum næsta á undan hefur verið íjallað um FRÍMÞING ’86 og það efni, sem boðið var upp á. Var það óvenjufjölbreytt, en um sumt e.t.v. nokkuð einhæft. En það mun ekki hafa komið fyrir áður á innlendri frímerkjasýningu, svo að mér sé kunnugt um, að gestir gætu séð tvö Balbó-bréf nær hlið við hlið. Fyrir það og margt annað hlýtur FRÍMÞING ’86 að verða minnileg þeim, sem áttu þess kost að sjá sýninguna. Ekki er réttlátt að Ijúka svo lýsingu þessarar frímerkjasýning- ar, að ekki sé með örfáum orðum minnzt á það, að Finnur Kristjáns- son safnvörður sýndi þingfulltrú- um þá vinsemd að leiða þá um sali Safnahússins á Húsavík og skýra út í stuttu máli, hvað þar er helzt að sjá. Get ég fullyrt, að við urðum stórum fróðari eftir en áður. Þar er ekki einvörðungu skjalasafn Þingeyjarsýslu, bæði hreppa og einstaklinga, heldur og minjasafn og náttúrugripasafn. Er ljóst, að þar er öllu komið fyrir af mikilli natni og reglusemi. Því miður varð stundin of stutt, því að margt er þama að skoða. Vil ég hér nota tækifærið og þakka Finni Kristjánssyni fyrir móttök- umar. Um leið þakka ég þeim Öskjumönnum fyrir ánægjulega daga á Húsavík 25.-27. apríl sl. Mæli ég þar áreiðanlega einnig fyrir munn þeirra sunnanmanna, sem gátu komið því við að sitja landsþing LÍF og heimsækja Frí- merkjaklúbbinn Óskju á afmælis- hátíð hans. Skiptimarkaður 24. þ.m. Landssamband ísl. frímerkja- safnara hefur ákveðið í samvinnu við Félag frímerkjasafnara, Klúbb Skandinavíusafnara, Myntsafn- arafélag íslands og kortasafnara skiptimarkað í húsakynnum frí- merkjasafnara í Síðumúla 17, laugardaginn 24. maí nk. frá kl. 13—17. Jafnframt verður frí- merkjakynning, og er ætlunin, að frímerki lýðveldisins verði sett upp í sýningarramma og hugsan- lega eitthvert annað efni með. — Góð reynsla hefur fengizt af fyrri skiptimörkuðum, svo að rétt er talið að örva þessa starfsemi sem mest. „Enginn beðið Siglfirðinga að gefa hlutaféð í Drangi“ - segir Alfreð Jónsson formaður stjórnar fyrirtækisins Akureyri. Þröstur Eiríksson og Ann Toríl Lindstad. Tónlistarhelgi í Laugameskirkju „ÞAÐ var talað um hlutabréfin yrðu seld á 10% af nafnverði. Það að Siglfirðingar hafí veríð beðnir að selja hlutabréf sín á 0 krónur er hugarburður úr þeim sjálfum. Það hefur enginn beðið Akureyri. FLUTNINGUR á þungavöru til Grímseyjar hefur verið vanda- mál síðan Drangur hætti að sigla þangað, að sögn Alfreðs Jónsson- ar, formanns stjórnar Drangs hf., en hann býr í Grímsey. „Megnið af vörunni hefiir komið hingað loftleiðs með Flugfélagi Norðurlands og það hefur gengið mjög vel. Ríkisskip ætlaði hins vegar að sjá um þungavöruna en það hefur ekki gengið nærri nógu vel,“ sagði Alfreð. „Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að þetta eru stór skip sem koma - oft að næturlagi og menn þekkja ekki til þá að gefa sín hlutabréf," sagði Alfreð Jónsson, stjórnarformað- ur í Drangi hf., í samtaii við Morgunblaðið vegna frétta um málefni Drangs undanfarið. Siglfírðingar, Ólafsfírðingar, aðstæðna hér - þannig að þau fara iðulega framhjá. Þetta getur verið mjög bagalegt og það hefur til dæmis komið fyrir að aðilar hér hafa misst af sölu á saltfiski þar sem skip hefur ekki komið á áætluð- um tíma. Þeir hafa þá þurft að bíða eftir næsta skipi," sagði Alfreð. Fram kom í máli hans að skip Ríkisskips hefðu oft í vetur þurft að hverfa frá í veðrum sem Drangur hefði getað Iagst að brygju. „Skip Ríkisskips eru bundin strangri áætl- un þannig að ef þau geta eki lagst að bryggju strax og þau ætla eru þau farin," sagði hann. Hríseyingar, Grímseyingar og Akureyringar eiga samtals innan við 20% af hlutafé í fyrirtækinu en Jón Steindórsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri þess, og Finnbogi Kjeld eiga um 30% hvor. Hlutafé fyrirtækisins er um 3 miiljónir króna - þannig að yrði það selt á 10% af nafnverði væru það 300 þúsund krónur. Mestar líkur eru á því að Finn- bogi Kjeld kaupi hlutabréfin og verður að öllum líkindum gengið frá því í næstu viku, skv. heimildum Morgunblaðsins. Drangur hefur í vetur verið leigður til siglinga við Bandaríkin og taki Finnbogi við skipinu mun það væntalega verða áfram ytra. Ástæðan fyrir því að báturinn var leigður var að rekstr- argrundvöllur var ekki fyrir hendi á þeirri siglingaleið sem hann var á fyrir Norðurlandi. „Við vorum komnir í bullandi skuldir og því var farið út í það að leigja bátinn," sagði Alfreð, sem varð stjómarfor- maður í Drangi hf. í haust „þegar allt var komið í óefiii," eins og hann sagði. Um hvitasunnuhelgina verður ýmislegt um að vera á tónlistar- sviðinu í Laugameskirkju, bæði í messunni á hvítasunnudag og á orgeltónleikum annan í hvíta- sunnu. Á hvitasunnudag, 18. mai, er messa kl. 11.00. í messunni verður flutt verkið Gloria eftir Vivaldi. Flytjendur em kirkjukór Laugar- neskirlq'u, kammersveit og ein- söngvaramir Sigrún V. Gestsdóttir og Sólveig Björling, stjómandi er Þröstur Eiríksson. Annan í hvítasunnu, mánudag- inn 19. maí kl. 17.00, heldur Ann Toril Lindstad orgeltónleika í Laug- ameskirlq'u. Á efnisskránni em m.a. prelúdía og fúga í Es-dúr, eftir J.S. Bach og prelúdía og fúga um Bach eftir Liszt. Auk þess verða flutt verk eftir Brahms, Schumann og Vieme. Ann Toril Lindstad og Þröstur Eiríksson skipta með sér starfí organista við Laugameskirkju, en þangað vom þau ráðin síðastliðið haust. Tónlistardagskráin um hvitasunnuhelgina sýnir nokkuð af því starfí sem unnið hefur verið við kirkjuna í vetur. Vandamál með flutning þungavöru í Grímsey - síðan Drangur hætti að sigla þangað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.