Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir TORFA TULINIUS
Chirac tekur
tíl sinna ráða
EFTIR Ieiðtogafundinn í Tókýó mátti halda að Mitterrand forseti
hefði bæði tögl og hagldir í hinni einkennilegu „sambúð" hans og
Chiracs forsætisráðherra við stjórn landsins. í Japan gat litið út
fyrir að forsetinn réði því sem hann vildi og Chirac væri í eins
konar aukahlutverki. Ekki er Ijóst hvort þetta sé ein af ástæðunum
fyrir því að forsætisráðherrann hefur orðið að sæta vaxandi gagn-
rýni af hálfu þingmanna úr stjórnarflokkunum á undanförnum
dögum. Þeir ásaka ríkisstjórnina um að sýna ekki næga ákveðni
við að framfylgja stefnunni sem lögð var til grundvallar í kosninga-
baráttunni. Þessi gagnrýni hefur bæst ofan á þá óánægju með ríkis-
stjórnina sem skapaðist vegna frammistöðu hennar í sambandi við
kjamorkuslysið í Sovétríkjunum á dögunum. Hún er sökuð um að
hafa dulið fyrir þjóðinni að geislavirka skýið sveif yfir landið.
Þetta, ásamt þeirri staðreynd að enn er ekki farið að bera á þeim
uppgangi í efnahagslífinu sem ríkisstjórnin var búin að lofa, veldur
því að Chirac og ráðherrar hans
undanfama daga.
Nú virðist forsætisráðherrann
ætla að hraða framkvæmdum
á stefnu sinni meðal annars til
þess að þagga niður í gagnrýnend-
um sínum meðal eigin flokks-
manna. Á þriðjudagskvöld til-
kynnti Chirac þinginu að það fengi
ekki eftir allt saman að kjósa um
lagafrumvarpið sem það hefur
haft til meðferðar síðan 22. apríl
og á að heimila ríkisstjóminni að
framfylgja stefnu sinni í ýmsum
málaflokkum svo sem sölu fyrir-
tækja í eigu ríkisins og afnámi
laga og reglugerða sem stjómar-
flokkamir telja að dragi úr getu
atvinnurekenda til að skapa ný
atvinnutækifæri. Samkvæmt sér-
stöku stjómarskrárákvæði má rík-
isstjómin sniðganga þingið ef talið
er að stjómarandstaðan sé að tefja
fyrir samþykki laganna með því
að bera fram óþarfar breytingatil-
lögur. Forsætisráðherrann verður
þá að fara fram á að meirihluti
þingsins samþykki traustsyfirlýs-
ingu á ríkisstjómina. Engin ástæða
er til þess að halda að vantraust
verði samþykkt en sósíalistar eru
nú þegar búnir að bera fram
þingsályktunartillögu á þá leið.
Hún kom til atkvæða í gær.
Fyrirhugaðar
aðgerðir
Fyrirhuguðum aðgerðum ríkis-
stjómarinnar má skipta í þrjá
málaflokka: Þegar er búið að
nefna fyrsta málaflokkinn, en það
er afnám ýmissa reglugerða og
lagaákvæða sem gera atvinnurek-
endum erfitt fyrir að segja upp
starfsfólki sínu á efnahagsfor-
sendum, en hingað til hefur þurft
að hafa leyfi stjómvalda til þess.
Það er vinnueftirlitið sem hefur
veitt slíkt leyfí en ríkisstjómin
segir að sú stofnun sé ekki hæf
til að skera úr um það hvort fyrir-
tæki þurfi að fækka starfsfólki
vegna efnahagsástæðna. Nú þeg-
ar hafa margir mótmælt þessum
aðgerðum, þar á meðal öll laun-
þegasamtökin og einnig Mitter-
rand forseti sem lýsti því yfir á
; ríkisstjómarfundi á miðvikudag
að hann teldi þær varasamar.
Þeir sem eru andsnúnir þessum
aðgerðum telja að þær muni hafa
þau áhrif að atvinnuleysi aukist.
Ríkisstjómin segir þvert á móti
að afnám hafta muni örva nýsköp-
un í atvinnulífínu og þar með
skapa ný atvinnutækifæri. Gömlu
reglugerðimar höfðu miklu heldur
þau áhrif að vinnuveitendur hik-
uðu við að ráða til sín starfsfólk
af ótta við að losna ekki við það,
frekar en að þær tryggðu atvinnu
fólks.
Annað skref í átt að minni ríkis-
afskiptum af atvinnulífínu er
ætlun stjómarinnar að selja fyrir-
tæki sem eru í eigu ríkisins. Það
hafa átt í nokkrum erfiðleikum
Jacques Chirac
er skoðun stjómarflokkanna að
ríkið eigi ekki að fara með rekstur
fyrirtækja, að hagur þeirra sé
mun betur tryggður þegar ein-
staklingar reka þau. Sósíalistar
þjóðnýttu fjöldamörg fyrirtæki og
þó nokkra banka þegar þeir
komust til valda 1981. Þá vom
mörg fyrirtæki þegar í eigu ríkis-
ins, þar á meðal mestallt banka-
kerfíð. Chirac hyggst koma flest-
um fyrirtækjum og bönkum aftur
í eigu einkaaðila. Það mun ekki
gerast í einum vetfangi heldur í
litlum skömmtum yfír fímm ára
tímabil.
Sjónvarpsstöð til sölu
Á miðvikudagseftirmiðdag
mælti Francois Léotard, menning-
ar- og fjölmiðlaráðherra fyrir
lagafmmvarpi um útvarp og sjón-
varp. Þó að frumvarpið sé marg-
þætt hefur eitt atriði vakið mesta
athygli, það er tillaga ráðherrans
að ein af þremur sjónvarpsstöðv-
um í eigu ríkisins verði seld einka-
aðilum. Það var á stefnuskrá
stjómarflokkanna að selja tvær
sjónvarpsstöðvar. ■ Ríkisstjómin
virðist þvf ætla að flýta sér hægt
og athuga fyrst hvemig tekst að
selja eina stöð áður en farið út í
sölu á annarri. Þessi varkámi er
skiljanleg því skoðanakannanir
sýna að meirihluti þjóðarinnar vill
frekar að sjónvarpsstöðvamar
verði áfram almenningseign.
Menn óttast að sjónvarpsstöð í
einkaeign stofni málfrelsi í hættu
og að gæðum útsends efnis fari
hrakandi þegar gróðasjónarmið
verði látin sitja í fyrirrúmi. Starfs-
fólk sjónvarpsstöðvanna er einnig
hrætt um skerðingu á frelsi til
tjáningar og sköpunar og hefur
boðað til verkfalls 21. maí nk.
Hafist hefur undirskriftarsöfnun
til að mótmæla sölu sjónvarps-
stöðvarinnar. Þegar hafa borist
yfír 17.000 undirskriftir. Stjóm-
arandstöðuflokkamir taka vita-
skuld undir þessi mótmæli en þá
má ekki gleyma því að fyrstu
Francois Mitterrand
einkasjónvarpsstöðvamar byijuðu
að starfa í Frakklandi undir stjóm
sósíalista.
Léotard fjölmiðlaráðherra segir
að það sé alveg ástæðulaust að
óttast um að tjáningarfrelsi verði
skert eftir sölu sjónvarpsstöðvar-
innar. Lögin muni tryggja að
fréttaflutningur stöðvarinnar
verði óháður eigendum þess. Til
að vemda þetta frelsi, verður
skipuð nefnd sem skal vera óháð
ríkinu og fylgjast með að frétta-
mennimir njóti fyllsta frelsis. Að
sögn ráðherrans, munu völd þess-
arar nefndar vera enn meiri en
völd fjölmiðlaráðsins sem fyrrver-
andi ríkisstjóm kom á laggimar
til að tryggja að ríkið misnotaði
ekki ríkisfjölmiðlana. Hvað varðar
gæði sjónvarpsefnis sem stöðvar
í eigu einkaaðila eiga að senda
út, segir ráðherrann að þeim verði
skylt skv. lögum að framleiða
ákveðið magn af frumsömdu efni
og menningarefni á ári hvetju.
Þannig verðUr, að sögn ráðherr-
ans, spomað við vaxandi sókn
Bandaríkjamanna, Japana og
Suður-Kóreubúa inn á franskan
Qölmiðlamarkað.
Hver kaupir?
Talið er að TFl, en svo heitir
sjónvarpsstöðin sem á að selja,
muni kosta um þtjá milljarða
franka. Það eru ekki margir í
Frakklandi sem hafa efni á svo
dýrri fjárfestingu. Fjölmiðlakóng-
urinn, Robert Hersant er nú þegar
búinn að tilkynna að hyggist bjóða
í stöðina. Hann á nú þegar fjölda-
mörg dagblöð og tímarit, þar á
meðal Le Figaro eitt stærsta
morgunblað Frakka. Síðan sósíal-
ir.tar gáfu frelsi til að útvarpa
hefur hann verið að eignast smám
saman fjöldann allan af litlum
útvarpsstöðvum. Hann er fremur
óvinsæll hér í Frakklandi, e.t.v.
af því að hann var hallur undir
Þjóðvetja í seinni heimsstyijöld-
inni, en aðailega vegna þess að
menn óttst að hann muni reyna
að misnota það vald sem eign
sjónvarpsstöðvarinnar gæti gefíð
honum. Aðrir verðandi Qölmiðla-
jöfrar eru einnig líklegir til að
vilja eignast stöðina, því má búast
við harðri samkeppni um hana
þegar hún verður auglýst til sölu
eftir að þingið er búið að sam-
þykkja sölu hennar. Talið er að
það geti orðið í júní. Hugsanlegt
væri að starfsfólk sjónvarpsstöðv-
arinnar reyndi að kaupa hana.
Þá myndu hlutabréf verða seld
áhorfendum einnig. Þá yrði stöðin
eins konar sjálfseignarstofnun
eins og blaðið Le Monde. Enn er
of snemmt til að vita hvort slík
hugmynd getur orðið að veruleika
jafnvel þó að samstaða verði um
það meðal starfsfólksins og
Chirac hafí lýst yfír því að hann
væri ekki andvígur slíkri lausn.
Loftárásin á írönsku farþegalestina:
„Verður ekki
látið óhefnt“
— sagði Hussein Musavi, forsætisráðherra írans
Nicosiu, Kýpur. AP.
HUSSEIN Musavi forsætisráðherra hefur heitið því að hefna dauða
72 íranskra borgara, sem fórust í loftárás fjögurra íraskra herþotna
á farþegalest í Suðvestur-íran á miðvikudag, að því er fréttastofan
IRNA sagði í gær.
Útvarpið í Teheran sagði fáum
klukkustundum eftir árásina, að
íranski herinn hefði í hefndarskyni
ráðist á íraska herflutningabíla á
leiðinni frá Basra til Abu Khasib í
Suður-Irak og fellt 200 hermenn
ogeyðilagt 10 bíla.
Iranski utanríkisráðherrann
sendi Jawvier Perez de Cuellar,
aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, mótmælaorðsendingu og
kvað yfír 300 manns hafa særst
og fallið í árásinni, sem bryti í bága
við Genfarsamkomulagið frá 1949,
að sögn IRNA.
„Þessarar villimannlegu árásar
verður ekki látið óhefnt," hafði Ima
eftir Musavi forsætisráðherra.
írakar hafa ekkert sagt um þess-
ar ásakanir írana.
Reyksúlu leggur upp af breska herskipinu Sheffield eftir að argentí-
skar orrustuþotur skutu á það flugskeytum.
Þegar freigátan Sheffield sökk:
Símtal truf laði
varnarkerfið
London. AP.
BRESKU freigátunni Sheffield var sökkt í Falklandseyjastríðinu og
fórust 20 sjóliðar. Talsmaður breska vamarmálaráðuneytisins hefur
nú staðfest frétt, sem birtist í dagblaðinu Daily Mirror, þess efnis
að símtal skipstjóra Sheffield hafi truflað rafvæddar skeytavamir
skipsms.
Talsmaðurinn, sem vill ekki láta
nafns getið, lét hjá líða að segja
hvers eðlis símtalið hefði verið,
sagði aðeins að hér hefði verið um
mikilvægt símtal að ræða er varðaði
hemaðaraðgerðir.
„Tölvubúnaðurinn, sem á að vara
við og undirbúa hvemig brugðist
skulj við árás, truflaðist við símtal-
ið. Ýmislegt hefur verið gert til að
slíkt hendi ekki aftur," sagði tals-
maðurinn.
Sheffíeld sökk 4. maí 1982 eftir
að Exocet flugskeyti, framleiddu í
Frakklandi, var skotið á freigátuna
úr argentískri ormstuþotu. Þetta
gerðist tveimur dögum eftir að
breskur kjamorkukafbátur kaf-
skaut argentínska beitiskipið Bel-
grano hershöfðingja. 368 manns
fómst með Belgrano.
Waldheim-málið í breska þinginu:
Stjórnin fyrirskipar
rannsókn á hernaðarskjölum
London. AP.
BRESKA stjórnin hefur fyrirskipað rannsókn á hernaðarskjölum
landsins í framhaldi af nýjum ásökunum á hendur dr. Kurt Wald-
heim, forsetaframbjóðanda í Austurríki, um að hann hafi tekið þátt
í stríðsglæpum nasista í síðari heimsstyrjöldinni.
Waldheim var borinn þeim sökum
í þingsályktunartillögu, sem lögð
var fram í neðri deild breska þings-
ins á fimmtudag, undirrituð af 45
þingmönnum, að hann hefði átt þátt
í dauða breskra hermanna, sem
teknir voru til fanga, er hann
gegndi herþjónustu í þýska hemum
á Balkanskaga.
í þingsályktunartillögunni er
Waldheim sagður hafa stjórnað
yfirheyrslum yfír mönnunum, sem
Þjóðvetjar tóku síðan af lífí.
Alf Morris, þingmaður Verka-
mannaflokksins, einn þeirra sem
undirrituðu tillöguna, spurði Marg-
aret Thatcher á fímmtudag, hvers
vegna stjómin væri „ófús að leita
eftir því við Sameinuðu þjóðimar
að fá afhent skjöl stofnunarinnar
varðandi athafnir dr. Kurts Wald-
heim á styrjaldarárunum“.
Forsætisráðherrann kvað það
ekki hafa verið gert, vegna þess
að ekki hefði verið talið, að þjóðar-
hagsmunir krefðust þess. „I ljósi
þeirra áskana, sem nú hafa komið
fram, um hvarf breskra þegna á
Balkanskaga, hefur vamarmála-
ráðuneytinu verið falið að rannsaka
hemaðarskjöl til þess að ganga úr
skugga um, hvort þar sé að fínna
einhverjar upplýsingar, sem varða
málið.“