Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 31
M0RGU>Í6iLÁÍ)IÍ), lÁWgÁRDAGUÍÍ 17. MAÍ1986 Carlsson tókst að róa kjarnorkuandstæðingana Ingvari Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, tókst að róa kjarnorku- andstæðinga í Danmerkurheimsókn sinni nýlega, þegar hann hét að láta kanna möguleika þess að leggja Barsebáck-kjarnorkuverið niður. Myndin hér að ofan var tekin í Kaupmannahöfn, þegar sænski forsætisráðherrann hélt fund með fréttamönnum ásamt hinum danska starfsbróður sínum, Poul SchlUter. Grænland: Japanskir rækjukaup- endur heimta yfirvigt Fiskveiðieftirlitið gerir athugasemd við ófullnægjandi aflaskýrslur veiðiskipanna Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbiaðsins. GRÆNLENSKA fiskveiðieftirlitinu og grænlenskum togaraútgerð- arfyrirtækjum hefur lent saman út af aflaskýrslum um rækjuveiði, af þvi að japanskir kaupendur krefjast þess, að yfirvigt sé í hverri öskju. Lagðar hafa verið fram kærur á hendur útgerðarfyrirtælqum tveggja grænlenskra togara fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að gera grein fyrir 1270 kílóa yfir- vikt á 28 tonna afla, sem seldur var í öskjum. Grænlenska útvarpið segir, að grænlenskir, norskir og færeyskir rækjutogarar hafi ítrekað lent í útistöðum við fiskveiðieftirlitið, þar sem yfirmenn þeirra hafi talið sér nauðugan einn kost að hafa yfirvigt í pakkningunum, en ekki gert eftir- litinu grein fyrir henni. Jesper Hoydal, starfsmaður grænlenska fiskveiðieftirlitsins, sagði í viðtali við grænlenska út- varpið, að það kæmi fram í leið- beiningarbæklingi Japananna — sem eftirlitið komst yfir — að þeir krefðust þess beinlínis, að allt að 10% yfírvigt væri í rækjuöskjunum. Við höfum ekkert á móti yfírvigt, sagði Hoydal, en það verður bara að telja hana fram. Það er ekki leyfílegt að fara að eins og togara- menn gera, þ.e. að skýra aðeins frá þeim þunga, sem skrifaður er á öskjumar. Eftirlitsmaðurinn sagði að þetta hefði í för með sér, að Japanimir greiddu ekki fyrir umframþungann. Togarafyrirtækin telja hann ekki fram, af því að þá er hann dreginn frá kvóta þeirra, sagði Hoydal. Þegar öll kurl koma til grafar er það svo grænlenski rækjustofninn, sem „borgar brúsann", og slíkt var aldrei ætlunin. Kristjanía lögform- legt íbúðarsvæði Kaupmannahöfn. AP. DANSKA þjóðþingið ákvað á fimmtudag að gera „frí- ríkið“ Kristjaníu að lögformlegu íbúðarsvæði og veita rikisstyrk til þessa samfélags húsatökumanna. Stjórn- arandstaðan lagði fram lagafrumvarp um þetta mál og er þar kveðið á um lagfæringar á byggingum í niðurníðslu í þessum gömlu herbúðum riddaraliðsins. Um 15 hundmð manns hafa búið í Kristjaníu síðan pólitískir athafnamenn og hippar lögðu undir sig svæðið 1971. Fjögurra flokka minnihlutastjóm Pouls Schluters var andvíg frumvarpinu en átti þess ekki nokkum kost að fella það. í frumvarpinu er kveðið á um aukið eftirlit lögreglu með Kristjaníu og skattheimtu af ýmsum atvinnurekstri í hinni yfírlýstu „fijálsu borg“. Agnete Lausten, þingmaður íhaldsflokksins, sagði í umræðum um frumvarpið að stjómarand- staðan hlyti annaðhvort að vera framúrskarandi bamalega þenkj- andi eða ákveðin í að hafa þjóð- félagið að fifli og bætti við að glæpir og stjómleysi hefðu vaxið stöðugt þau fimmtán ár sem nú- verandi ástand hefði ríkt í Krist- janíu. Bæði danska stjómin og borg- arstjóm Kaupmannahafnar hefur ámm saman neitað að verða við óskum bæði danskra og skandin- avískra stjómmálamanna um að loka Kristjaníu þrátt fyrir að þar sé verslað með hass fyrir opnum tjöldum, þar séu höfuðstöðvar vígalegs mótorhjólaflokks, strokuböm leiti þar skjóls og ótölulegur fijöldi flökkuhunda. íbúar Kristjaníu höfðu lýst yfir því að bmgðist yrði harkalega við ef tilraun yrði gerð til að bola þeim út og hefur það ef til vill haft áhrif á þingmenn: hræðslan við uppþot og róstur. 1. DEILD KÓPAVOGSVÖLLUR Breiðablik - ÍBK Kl.14.30fdag Kópavogsbúar fjölmennið á völlinn og styðjið liðið ykkar. SPORTBUÐ KÓPAVOGS Hamraborg 22 Sími 641000 YPSILON SMIDJUVEGI 14d, 200 KÓPAVOGI. SIMI 72177 OG 78630 Hornaflokkur Kópavogs leikur í hálfleik Breiðablik í umbro BYKO Bílferð um borgina Frambjódendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík bjóða Reykvíkin£um í skoðunar- ferð um höfuðborgina II. hvitasunnudag 19. maí nk. Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu Val- höll kl. 13 og 14 (2 ferðir). Að lokinni skoðunarferð verður þátttakendum boðið upp á kaffiveitingar í Valhöll. Frambjóðendur annast leiðsögn. Vinsamlegast tilkynnid þátttöku á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í síma 82900 frá kl. 9—17 virka daga og frá kl. 13—17 laugardag. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.