Morgunblaðið - 17.05.1986, Page 36

Morgunblaðið - 17.05.1986, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986 Dómnefnd Hagkaups, „nafnakallarnir“ höfðu sannarlega nóg að gera. Alls bárust rúmlega 5.700 tillögur til umfjöllunar. Hér eru (f.h.) Jón Ásbergsson, Valdimar Kristinsson, Sigurður Gísli Pálma- son og Ólafur Stephensen, sem var ráðgjafi nefndarinnar ásamt Guðna Kolbeinssyni. Alls bárust 5.741 tillaga og 2.038 nöfn í Hagkaupshúsið Brátt dregið um verðlaun fyrir nafnið „Kringluna“ EINS og kunnugt er efndi Hag- kaup til verðlaunasamkeppni um nafngift á stórhýsið sem nú ris í nýja miðbænum í Kringlumýr- inni. Húsið verður tekið i notkun 13. ágúst 1987. Dómnefnd valdi húsinu nafnið Kringlan, segir i frétt frá Hagkaupi. Undirtektir urðu mjög góðar. Alls barst 5.741 tiliaga um sam- tals 2.308 nöfn. Margir sendu fleiri en eina tillögu, en bréf til dómnefndarinnar bárust frá þátttakendum viðs vegar af landinu. Einnig bárust tillögur frá Norðurlöndum og frá Niður- löndum. Nöfiiin voru margvísleg. Eins og vænta mátti leituðu margir fanga í goðafræðinni og nöfn á bústöðum goðanna voru algeng. Þá var al- gengt að menn styngju upp á nöfn- um íslenskra flalla og náttúrufyrir- bæra, og tillögur bárust um heiti flestra íslenska stórbýla. Enn algengari voru þó nöfn sem enduðu á kunnuglegum nafnliðum eins og -kaup, -ver og -val. Þá hófu margir nöfnin á Hag- eða Mið-. Mörg nöfn fólu einnig í sér nafnlið- inn kringlan, ýmist sem fyrri eða síðari lið nafns, ellegar þá einan sér. Flestar tillögur bárust um nöfhin: Miðgarður 76 tillögur Kringlan 75 tillögur Kauphöllin 70 tillögur Hagbær 59 tillögur Pálmalundur 59 tillögur Dómnefnd var vitaskuld vandi á Hagkaupshúsið Kringlan í byggingu. Beðið hefur verið með að steypa upp turninn í fulla hæð þvi að þar á að greipa nafn húss- ins í steypuna. höndum að velja úr öllum þessum nafnafjölda. En eftir marga fundi og miklar vangaveltur varð nafnið Kringlan fyrir valinu; enda þótt dómnefndarmönnum fyndist það í fyrstu skorta þá reisn sem húsinu hæfir. En nafnið hefur ýmsa aug- ljósa kosti: Það vísar til hvar húsið stendur, við Kringlumýri, og er mjög þjált í samsetningum og beyg- ingu. Ekki þarf heldur mikið hugar- flug til að tengja það kringlu heims- ins, en í kringlunni verður margvís- leg starfsemi, fyöldi verslana og fyrirtækja og iðandi mannlíf. Innan skamms verður dregið um nafn þess sem hlýtur verðlaun Hagkaups fyrir nafnið, en verðlaun- in eru 125.000 krónur. Ráðgert er að drátturinn fari fram í beinni útsendingu á rás 2. Nýtt fiskverð í gildi til mánaðamóta: Heildarverð og verð til skípta ákvarð- að af verðlagsráði NÝTT fiskverð samkvæmt lögum um skiptaverðmæti og greiðslu- miðlun innan sjávarútvegsins tók gildi síðastliðinn fimmtudag. Það gildir til mánaðamóta, en þá á samkvæmt samningum að ákveða fiskverð að nýju. Fiskverð nú er verulega einfaldað frá þvi, sem áður var og allar verðuppbætur og kostnaðarhlutdeild reiknuð beint inn í það. Kveðið er á um heildarverð og verð til skipta, en fisk- vinnslan endurgreiðir ákveðinn hundraðshluta heildarverðsins, sem rennur til greiðslumiðlunar ínnan Samkvæmt þessum lögum verður verðið, sem ákveðið er af Verðlags- ráði sjávarútvegsins, endanlegt verð gagnstætt því, sem áður var er allar uppbætur á verð lögðust á verðlags- ráðsverðið í ákveðnum hundraðs- hlutum. Samkvæmt þessu hækkar áður gildandi verðlagsráðsverð um 58% og hafa þá verið teknar inn í það verðbætur að hálfu. Hér fer á eftir yfirlit yfír heildar- verð helztu fisktegunda og skipta- verð innan sviga: Fyrsta flokks Kosningarnar: Borgarráð ákveður þóknun BORGARRÁÐ hefur ákveðið greiðslu til þeirra sem starfa að borgarstjórnarkosningunum 31. maí nk. Ákveðið hefur verið að greiða þeim sem sitja í hverfakjörstjómum 4.500 krónur og 3.000 krónur verða greiddar þeim sem sitja í undirkjör- stjómum. þorskur 27,04 (18,93). Verð á öðrum flokki er 72% af verði fyrsta flokks og verð á þriðja flokki 45%. Fyrir óslægðan fisk skal greiða 85,5% af verði samsvarandi flokks af slægð- um físki. Fyrsta flokks ýsa 27,73 (19,41). Sama verðhlutfall er milli gæðaflokka af ýsu og.þroski, en fyrir óslægða ýsu greiðast 80% af verði samsvarandi fíokka slægðrar ýsu. Hæsta heildarverð fyrir ufsa verður 14,05 (9,83) fyrir löngu og blálöngu 16,37 (11,46), fyrir stein- bít 17,70 (12,39), fyrir hiýra 12,36 (8,65), fyrir karfa 13,56 (9,49), fyrir Keilu 15,32 (10,73), fyrir lýsu 11,30 (7,91), fýrir lúðu 65,24 (45,67), fyrir grálúðu 14,65 (10,25), fyrir skötu 6,41 (4,49), fyrir halastykki af skötusel 44,07 (40,85), fyrir háf 4,36 (3,05), fyrir langhala 8,37 (5,86) og skarkola 10,06 (7,04). Fyrir slægðan físk eða óslægðan karfa ísaðan í kassa skal greiða 10% hærra verð svo fremi að hann full- nægi gasðum í fyrsta flokk og ekki sé meira en 60 kíló í kassa. Fyrir línufísk, sem nær fyrsta flokki skal greiða 10% hærra en ella og sé þessi fískur ísaður í kassa um borð í físki- skipi skal greiða 15% ofan á hann. Hæsta verð á rækju verður 50,24 krónur (35,17) og á hörpudiski 21,49 (15,04). Morgunblaðið/Bjami Frá vinstri: Thomas Möller forstöðumaður vöruafgreiðslu, Valgeir Hailvarðsson forstöðumaður gáma- deildar og Þórður Magnússon framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Eimskipafélag íslands: Nýir gámar fyrir ferskfisk MAK5ÍDSS r TARF PAYtöAO CíiCAP. EIMSKIPAFÉLAG íslands hef- ur látið hanna 120 gáma fyrir flutning á ferskfiski á markaði í Evrópu. Hver gámur er 20 fet og rúmar 12 til 14 tonn af fersk- um fiski i keijum. Þeir eru einangraðir og klæddir stálplöt- um að innan með götum í gólfi til að hleypa niður slori og ís- vatni. „Við höfum verið að læra smátt og smátt hvemig gámar eiga best við utan um þessa vöru,“ sagði Thomas Möller forstöðumaður vöruafgreiðslu. Eimskipafélagið hóf flutning á ferskum físki fyrir þremur árum og hafa flutningamir síðan farið stöðugt vaxandi ár frá ári og nema um 30 þús. tonnum á þessu ári. Nýju gámamir em hvítmálaðir að kröfu ferskfísksút- flytjenda, framleiddir í Þýskalandi og kostuðu 17 millj. kr. „í dag eru milli fjögur og fímmhundruð venju- legir gámar í þessum flutningum rn ef góð reynsla verður af þessum nýju gámum þá verður þeim fjölg- að,“ sagði Thomas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.