Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986
Minning:
Magðalena Björns-
dóttir — matráðskona
Fædd 15. júlf 1921
Dáin 7. mai 1986
Magðalena Bjömsdóttir, fyrrver-
andi matráðskona á Héraðshæli
Hún vetninga lést á heimili sínu á
Hnitbjörgum, 7. maí. Hún var fædd
15. júlí 1921, dóttir hjónanna Hall-
beru Jónsdóttur, ljósmóður, og
Bjöms Einarssonar, trésmíðameist-
ara. Þau hjón bjuggu lengi vel á
Svangrund í Engihlíðarhreppi og
vom kennd við þá jörð, en fluttust
rétt fyrir 1930 til Blönduóss. Þar
ólst Magðalena upp í stórum syst-
kinahópi.
Magðalena hóf vinnu á klæð-
skerastofu Kaupfélags Húnvetn-
inga en henni veitti forstöðu Sæ-
mundur Pálsson, klæðskeri. Hún
þótti afburða góð saumakona eða
flink í höndunum eins og sagt er.
Í september 1952 réðst Magðalena
til sjúkrahússins hér á Blönduósi,
sem aðstoðarstúlka í eldhúsi. Mat-
reiðslumaður var Emil Reiners,
þýskur maður, kvæntur Önnu Rein-
ers, hjúkmnarkonu, sem lengi
starfaði við sjúkrahúsið og svo síðar
við Héraðshæli Húnvetninga hér á
Blönduósi. Anna var ættuð af vest-
anverðu Vatnsnesi, þau höfðu búið
úti í Þýskalandi, en komu heim
1949.
Þegar Emil Reiners lést 30. maí
1953 tók Magðalena við starfi hans
og starfaði fyrst í gamla sjúkrahús-
inu og svo á heraðshælinu er það
tók til starfa í árslok 1955. í desem-
ber 1984 veikist hún alvarlega og
mátti heita að hún kæmi ekki til
starfa eftir það. Raunar var hún
aldrei heilsuhraust en það kom ekki
niður á starfí hennar.
Það var mikið lán fyrir sjúkra-
húsið og svo síðar héraðshælið og
fá ráðskonu eins og Magðalenu.
Þetta er stórt heimili og þurfti að
fara vel með. Maturinn þótti góður
hjá henni og lystugur. Það vill nú
stundum brenna við að á svona
stóm heimili sé einskonar „stofn-
anabragð" að matnum. Hjá henni
var hann eins og fólkið fékk heima
hjá sér.
Hún var vakin og sofin í því að
vilja hag hælisins sem mestan og
að sjúklingum og vistmönnum elli-
deildar líkaði matur hennar.
Þau vom ófá skiptin sem vist-
menn á ellideildinni hældu henni
fyrir matinn, þegar rætt var við þá
um dvöiina á héraðshælinu.
Stofnanir eins og Héraðshæli
A-Húnvetninga eiga allt undir góðu
starfsfólki. Við hér á Blönduósi
höfum verið heppin með starfsfólk
og á Magðalena sinn þátt í að gera
stofnunina að því sem hún nú er.
Um störf þeirra, sem í eldhúsi
vinna, er ekki haft hátt, nema þegar
eitthvað fer úrskeiðis. Þar á við
gamla orðtækið gleymt er þegar
gleypt er.
Magðalena lifði kyrrlátu lífi.
Helgaði starfinu krafta sína og
barst lítt á. Nú að leiðarlokum færi
ég henni þakkir fyrir góða viðkynn-
ingu, fyrir frábær störf í þágu sjúkl-
inga og vistmanna héraðshælisins.
Ég vottaði vandamönnum hennar
samúð mína. Gengin er góð kona
sem skilað hefir góðu dagsverki.
Þrekið var búið og þá er dauðinn
ekki óvelkominn.
Blessuð sé minning hennar.
Jón ísberg
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningatgreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins
á 2. hæð í Aðalstrœti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í
Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð um
hinn Iátna. Leyfilegt er að birta
ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegar eru birtar
afmælisfréttir með mynd í dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð og með góðu línubili.
"49
Gunnhildur Gunnars-
dóttir — Minning
Fædd 2. mars 1957
Dáin 6. maí 1986
Mig langar með fáum orðum að
kveðja frænku mína og vinkonu,
Gunnhildi Gunnarsdóttur, sem nú
er horfin af sjónarsviðinu langt fyrir
aldur fram, aðeins 29 ára gömul.
Gunnhildur er fædd á Álftanesi
2. mars 1957, dóttir hjónanna
Gunnars Ingvarssonar og Geir-
þrúðar E. Ársælsdóttur. Þar sem
mæður okkar eru systur var mikill
samgangur milli fjölskyldna og var
iðulega farið um helgar út á Álfta-
nes, þar sem við frændsystkinin
gátum unað okkur við margs konar
leiki í fallegu umhverfi, ásamt því
að njóta gestrisni og elskusemi á
þeirra góða heimili, þar sem allir
fundu sig velkomna. Margt er mér
minnisstætt frá okkar æskuárum,
en þar ber þó hæst dugnaður og
kraftur Gunnhildar, en ung stúlka
var hún farin að aðstoða föður sinn
ásamt bræðrum sínum við grá-
sleppuveiðar og verkun í fjörunni á
Álftanesi og var því ekki alltaf til-
búin að koma að leika sér, en sagð-
ist þá eiga eftir að salta og hengja
í hjallinn með pabba sínum.
I þessum verkum svo og öðrum
sveitastörfum í Breiðholti naut hún
sín vel. Já, það var reyndar alveg
sama hvað hún tók sér fyrir hendur,
námið var henni leikur einn. Eitt
af hennar áhugamálum var hand-
bolti og æfði hún með handboltaliði
í Hafnarfírði og áttum við góðar
stundir á íþróttavellinum.
En tíminn líður hratt og við erum
ekki lengur böm sem leikum okkur
saman í sveitinni á Álftanesi.
Samverustundir verða færri, en
vináttuböndin rofna þó aldrei.
Gunnhildur fékk að kynnast því
að lífið er ekki dans á rósum og
að annað er gæfa en gjörvuleiki.
En uppúr stóðu þó alla tíð mann-
kostir hennar, glaðværðin og sá
eiginleiki hennar að líta tilveruna
björtum augum þótt á móti blési.
Gunnhildur átti tvær dætur, þær
Geirþrúði, sem verður 11 ára á
þessu ári, og Margréti Lilju, 4 ára,
sem eiga nú um sárt að binda.
Gunnhildi kveð ég með þessu
fallega ljóði:
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljés sem skína glaðast
þauberamestabirtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið togaskæra
sem skamma stund oss giaddi
þaðkveiktiástogyndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósiðbjarta
þásitureftirylur
í okkar mædda hjarta.
(F.G.Þ.)
Dætrum, foreldrum, systkinum,
ömmu og öðrum ástvinum sendi ég
og fjölskylda mín dýpstu samúðar-
kveðjur.
ína Snorradóttir
Minning:
Dýrfinna Jónsdótt-
ir Eyvindarstöðum
Fædd 30. janúar 1892
Dáin 7. mal 1986
Dýrfinna Jónsdóttir, fyrrum hús-
freyja á Eyvindarhólum undir Eyja-
fjöllum, lést í Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi hinn 7. þ.m. á nítug-
asta og fimmta aldursári sínu og
verður í dag kvödd hinstu kveðju
frá kirkju sinni í Hólum. Með henni
er gengin stórmerk og ágæt kona
sem gott er að minnast. Hún átti
að baki langan og farsælan starfs-
dag er hún féll frá og gat með gleði
litið yfir farinn veg, því að mikið
hafði verið starfað og miklu áorkað.
Átti hún þar margt sameiginlegt
með því fólki sem óx úr grasi um
síðustu aldamót og við nefnum einu
nafni aldamótakynslóð. En fólkið
af þeirri kynslóð tók sér fyrir hend-
ur öðrum fremur að snúa vöm f
sókn í landi okkar og skapa hér
betra og fegurra mannlíf en verið
hafði. Með bjartsýni og dugnaði
lagði þetta fólk traustan grunn sem
hvergi bilar og síðan hefur verið
byggt á. Þessari kynslóð eigum við
mikla þakkarskuld að gjalda, því
að hún hóf merki nýs tíma, svo að
hér urðu raunveruleg aldaskil f sögu
lands og þjóðar.
Dýrfinna í Eyvindarhólum, eins
og hún var oftast nefnd, var fædd
hinn 30. janúar 1892 og hlaut í
skíminni nafn ömmu sinnar, Dýr-
finnu Kolbeinsdóttur í Hvammi
undir Eyjafyöllum. Foreldrar hennar
voru hjónin Jón Jónsson frá Lamba-
felli og Ragnhildur Sigurðardóttir
frá Hvammi. Bjuggu þau fyrst á
Lambafelli, síðan á Raufarfelli og
frá 1901 á Seljavöllum. Þau Selja-
vallahjón urðu snemma víðkunn
fyrir myndarskap og gestrisni.
Einnig var Jón sérstaklega þekktur
sem hinn mesti þjóðhagasmiður síns
tíma. Eru enn til margir listilega
gerðir gripir frá hans hendi, svo sem
á Byggðasafninu í Skógum og víð-
ar. Líktist hann í þessu efni föður
sfnum, Jóni á Lambafelli, og föður-
bróður sínum, Steingrími á Fossi á
Síðu. Þessi fágæti hagleikur hefur
og erfst, því að fjölmargir afkom-
endur þessara frænda hafa orðið
listasmiðir og snillingar á ýmsa
grein.
Ragnhildur, móðir Dýrfinnu, féll
frá mjög um aldur fram árið 1903.
Nokkru síðar gekk Jón á Seljavöll-
um að eiga Sigríði Magnúsdóttur
frá Rauðsbakka. Rejmdist hún mjög
samvalin bónda sínum í gestrisni
og góðri forsjá heimilisins og stjúp-
bömum sínum sem besta móðir. í
föðurhúsum ólst Dýrfínna upp f hópi
alsystkina og hálfsystkina, þar sem
allir lögðu sig fram um að verða
að liði. Bjó hún við hið besta atlæti
og lærði þar og víðar vel til verka,
sem nýttist henni síðar á langri og
starfsamri ævi.
Árið 1915 giftist Dýrfinna Sig-
urði Jónssyni frá Berjanesi, hinum
ágætasta manni. Fylgdust þau síð-
an að í farsælum hjúskap meðan
bæði lifðu, en Sigurður féll frá árið
1971. Þau Dýrfinna og Sigurður
hófu búskap í Beijanesi á móti
foreldrum hans og bjuggu þar til
1920. Þá fiuttust þau að Eyvindar-
hólum sem þau keyptu. í Eyvindar-
hólum er kirkjustaður sveitarinnar
og hafði löngum áður verið prest-
setur. Þau Dýrfinna og Sigurður
bjuggu jafnan góðu búi. Voru þau
mjög samvalin í dugnaði og snyrti-
mennsku og tókst brátt að gera
jörð sína að sannkölluðu höfuðbóli
bæði hvað varðaði byggingar og
ræktun.
Böm þeirra Eyvindarhólahjóna
fæddust hvert af öðru og urðu alls
ellefu að tölu. Em þau sem hér
segir í aldursröð: Ragnhildur, bú-
sett í Kanada; Sigríður, búsett í
Reykjavík, nú látin; Ása, búsett í
Eyvindarhólum; Margrét, búsett í
Eyvindarhólum; Sigurjón, búsettur
í Skógum; Guðrún, búsett á Sel-
fossi, Jón, bóndi í Eyvindarhólum;
Gunnar, bóndi í Eyvindahólum;
Þórarinn, dó í bemsku; Vilborg,
búsett á Selfossi, og Þóra, búsett í
Kópavogi. Einnig ólu þau upp dótt-
urdóttur sína, Dýrfinnu, sem nú er
búsett á Selfossi.
Svo sem nærri má geta hafði
húsmóðirin í Eyvindarhólum í mörg
hom að líta um dagana og áorkaði
miklu með dugnaði sínum, verk-
Iagni, hagsýni og manngæsku. En
auk þess að standa fyrir stóru heim-
ili og ala upp fjölda bama tók hún
jafnan virkan þátt í margvíslegum
félagsstörfum. Meðal annars lagði
hún mikla rækt við kirkju sína og
annaðist um hirðu hennar af sér-
stakri kostgæfni. Þegar svo gamla
kirkjan var loks tekin ofan og ný
kirkja reist, þá studdi hún ásamt
manni sínum þá framkvæmd með
ráðum og dáð. Meðal annars færðu
þau nýju kirkjunni stóreflisgjafír á
vígsludegi. Þá gekkst Dýrfinna
fyrir stofnun kvenfélagsins Fjall-
konunnar árið 1939. Var hún fyrsti
formaður þess og gegndi því starfí
í aldarfjórðung af ósérplægni og
háttvísi svo sem henni var lagið.
Þau Dýrfinna og Sigurður í
Eyvindarhólum brugðu búi árið
1955 og fengu jörðina bömum sín-
um í hendur. En þau dvöldust þar
áfram og það gerði Dýrfinna einnig
eftir að hún var orðin ekkja. Þrátt
fyrir háan aldur hélt hún góðri
heilsu fram undir það síðasta og
andlegt þrek hennar var alltaf hið
sama. Hin síðari ár ferðaðist hún
talsvert til að heimsækja vini og
vandamenn og fylgdist alltaf vel
með því sem var að gerast á hverj-
um tíma. Minnug var hún með
afbrigðum og fróð um gamlan tíma
og því sérstaklega skemmtilegt að
hitta hana að máli og fræðast af
henni. Jafnan las hún mikið og
hafði sérstakt yndi af bókum. Þá
var hún líka sívinnandi í höndum
og hafa sokkar hennar og vettlingar
áreiðanlega yljað mörgum um dag-
ana.
Það er mikill ávinningur að hafa
fengið að kynnast og eiga nokkra
samleið með svo veglyndri heiðurs-
konu sem Dýrfinnu Jónsdóttur í
Eyvindarhólum. Fyrir þau ágætu
kynni og alla vinsemd þökkum við,
ég og fjölskylda mín, nú að leiðar-
lokum. Við sendum bömum Dýr-
finnu, mökum þeirra, bamabömum
og öðrum afkomendum og ástvin-
um, einlægar samúðarkveðjur og
biðjum hinni látnu merkiskonu allr-
ar blessunar á nýrri vegferð guðs
um geim.
Blessuð sé minning Dýrfinnu
Jónsdóttur.
Jón R. Hjálmarsson