Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986 Evrópukeppnin í körfuknattleik: Stórt tap í fyrsta leiknum — íslendingar áttu aldrei möguleika gegn Pólverjum Frá Skúla Sveinsayni, blaöamanni Morgunblaösins f Belgfu. PÓLVERJAR voru ekki í vandrœö- um í gœr er þeir burstuðu íslend- inga í fyrsta leik þeirra í B-keppn- inni í körfuknattleik f Belgíu í gærkvöldi. Úrslitin uröu þau að Pólverjar skoruðu 95 stig gegn 56 stigum íslands. Já það byrjaði ekki nógu vel þetta mót hjá ís- lendingum en hins ber þó að geta að Pólverjar eru með eitt sterkasta liðið hér á mótlnu, ef ekki það sterkasta. Staðan í leik- hléi í gœr var 25:46. Leikurinn byrjaði ekki gæfulega í gær. Fyrir það fyrsta dróst um einar tíu mínútur að hann hæfist, nokkuð sem ekki á að koma fyrir á mótum sem þessu og gerðist aldrei þegar keppnin var haldin heima á dögunum. Þegar leikurinn hófst skoruðu Pólverjar strax firiggja stiga körfu og í fyrstu sókn slands varð að stöðva leikinn vegna þess að Birgir Mikaelsson og einn Pólverjanna höfðu rekist á hvorn annan. Það blæddi úr munni Birgis og olnboga þess pólska. Þegar Sigurjón Sigurðsson læknir liðsins hafði gert að meiðsl- um Birgis gat ieikurinn hafist að nýju, eða það héldu menn. Dómar- arnir flautuðu og fsland hóf leikinn en þá uppgötvaðist það að þeir pólsku voru aðeins fjórir á vellinum því sá með blæðandi olnbogann var enn að láta Ifta á sig. Fyrstu stig íslands í leiknum gerði Pálmar Sigurðsson á fjórðu mínútu og þá höfðu Pólverjar gert 11 stig. Á þessu tímabili var vörnin slök og hittnin enginn og eins og strákarnir bæru óþarfa virðingu fyrir mótherjanum. Pólverjar eru með geysilega sterkt lið og sá munur sem var í lokin gefur rétta mynd af því hve mikið betri þeir eru. Hinsvegar fannst manni íslenska liðið ekki leika eins vel og það á að geta. Góðar sóknir komu öðru hvoru og þá margar í röð en síðan ekki neitt á milli. Pólverjar sigu hægt og bít- andi framúr og juku stöðugt foryst- una. Guðni Guðnason var einna bestur í íslenska liðinu að þessu sinni en einnig átti Leifur Gústafs- son góðan leik þegar hann kom inná. Valur hitti lítið og þó svo hann léki ágætlega í vörninni þá léku Pólverjar á næstu hæð fyrir ofan. Pálmar varð stigahæstur leikmanna íslands en hann skaut Morgunblaöið/Skúli Sveinsson • Hér er íslenska landsliðið f körfuknattleik við brottförina frá Keflavfk á fimmtudagsmorgun. íslenska liðið mátti þola stórtap í fyrsta leik sínum í b-keppninni f Belgfu f gærkvöldi. einnig mjög mikið. Um þá sem hér hafa verið nefndir og hina sem eru ónefndir má segja að þeir hafi veriö talsvert frá sínu besta og nú er bara að vona að þeir geri brag- arbót á í leiknum gegn Svíum á morgun. Pólverjar hitta svo til úr öllum skotum og ef þeir hitta ekki taka þeir frákastið og nýta sér þannig sóknina til þess að fá stig. Þeir eru allir mjög fljótir þrátt fyrir stærðina og voru einfaldlega miklu betri en við í þessum leik. Stlg islandcPálmar Sigurðsson 15, Guöni Guönason 12, Leifur Gústafsson 7, Sturla örlygsson 6, Valur Ingimundarson 5, Birair Mikaelsson 3, Ragnar Torfason 2, Simon Ol- afsson 2. Vantrúaðir á eigin getu Frá Skúla Sveinssyni, blaöamanni Morg- unblaösina f Belgfu. „VIÐ vissum fyrirfram að við gætum ekki unnið þetta lið, en við hefðum samt átt að geta staðið betur í þeim. Þeir gengu frá okkur strax f byrjun með lát- um, og allan leikinn virtust fs- lensku leikmennirnir hræddir og vantrúaðir á eigin getu. Þvf fór sem fór,“ sagði Einar Bollason, þjálfari fslenska liðsins, eftir leik- inn f gærkvöldi. „Mig grunaði fyrir þetta mót að Pólverjar ættu sterkasta liðið hér, og nú, eftir að hafa séð nokkur liðanna leika, þá er ég viss. En ég er líka viss um að byrjunarhrollur- inn er úr íslenska liðinu og að við munum standa okkur betur í næstu leikjum — þó svo þetta verði alveg örugglega mjög erfitt mót fyrirokkur,“ sagði Einar. Létt hjá ísrael Frá Skúla Svelnssyni, blaðamanni Morg- unblaðsins f Belgfu: ísraelsmenn áttu ekki f neinum erfiðleikum með að vinna Svfa þegar liðin mættust f öðrum leik B-keppni Evrópukeppninnar f körfuknattleik f Belgfu f gær. Lokatölur urðu 86:70 fyrir ísraela eftir að staðan f leikhléi hafði verið 42:40. ísraelsmenn voru fyrir þetta mót taldir sigurstranglegastir allra hér en eftir að hafa horft á öll liðin leika virðast yfirburðir þeirra ekki eins miklir og talið var. Þó svo þeir hafi unnið Svía með 16 stiga mun í gær voru þeir ekki það mikiö betri. Það munaði mest um hve hörmulega Svíar hittu í leiknum. Bestur ísraelsmanna var svert- ingi einn sem Bird Lavon heitir. Stór og mikill leikmaður sem er ótrúlega góður bæði í vörn og sókn. í fyrsta leik mótsins unnu Ung- verjarTyrki naumlega með 73 stig- um gegn 67. í hálfleik var staðan 38:37. Hverjir vinna? Frá Skúla Sveinssyni, blaðamanni Morg- unblaðsins (Balgfu. EFTIR að hafa horft á öll sex liðin í fyrstu leikjum Evrópukeppninn- ar f körfuknattleik hár f Liege í Belgfu þá er freistandi að geta Efnilegur hástökkvari: Stökk tvo metra á sínu fyrsta móti FRAMFARIR hins átján ára há- stökkvara úr ÍR, Jóhanns Óm- arssonar, eru með óifkindum. Hann hóf að æfa frjáisar íþróttir í fyrrahaust, og strax á sfnu fyrsta utanhússmóti, Vormóti ÍR á fimmtudagskvöldið, stökk hann tvo metra f hástökki. Jóhann er 1,96 metrar á hæð og hefur að sögn Ólafs Unn- steinssonar, þjálfara hans, mjög góða Ijkamsbyggingu fyrir há- stökk. í vetur hefur Jóhann æft mjög vel undir stjórn Ólafs, verið á hoppæfingum þrisvar í viku, hlaupæfingum þrisvar í viku og kraftæfingum tvisvar í viku, og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. í nóvember stökk hann 1,78 á innanhússmóti, í desem- ber hafði hann bætt sig um 10 sentimetra, og um mánaðamótin febrúar-mars stökk hann 1,90 í fyrsta sinn. Um miðjan apríl bætti hann sig svo skyndilega um 6 sentimetra, var þá kominn í 1,96. Á mótinu í fyrrakvöld, hans fyrsta utanhússmóti, var svo tveggja metra múrinn rofinn. Að vonum segjast þeir bjartsýnir á framtíðina og Ólafur fullyröir að Jóhann sé eitt allra mesta frjálsíþróttaefni sem hafi komið fram hér á landi í langan tíma. Mörg ágæt afrek voru unnin á Vormótinu. Nánar verður sagt frá því eftir helgina. • Jóhann á æfingu á Laugardalsvellinum f gær. Morgunbiaöiö/Bjarni sér til um hvaða lið komi til með að standa uppi sem sigurvegari þegar flautað verður til leiksloka í sfðasta leiknum á þriðjudags- kvöldið. Líklegast finnst mér að Pólverjar vinni þetta mót. Þeir eru glettilega góðir og hafa auk þess mjög há- vaxið lið. ísrael verður í öðru sæti, ef þeir verða þá ekki í því fyrsta, og þriðju í röðinni verða Tyrkir. Svíar verða í fjórða sæti og þau lið sem ekki komast áfram í keppninni verða Ungverjar sem verða í fimmta sæti og við íslendingar sem sennilega höfnum í sjötta og neðsta sætinu. Danir unnu Pólverja DANIR unnu Pólverja í landsleik í knattspyrnu f Kaupmannahöfn f gærkvöldi með einu marki gegn engu. Preben Elkjær gerði mark- ið. Danir höfðu mikla yfirburði í leiknum og þóttu leika vel. Eftir leikinn sagði Sepp Piontek, þjálf- ari þeirra, að gaman væri að vera kominn á sigurbraut eftir tvo tapleiki að undanförnu, en enn þyrfti að laga nokkur atriði svo liðið ætti möguleika f Mexfkó.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.