Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ 1986 61 Torfi hættir sem þjálfari hjá Val - en leikur með þeim næsta vetur Frá Skúla Sveinssyni, blaðamannl Morgunblaðalna I Belgfu. TORFI Magnússon fyrirliði ís- lenska iandsliðsins í körfuknatt- leik og þjálfari og leikmaður Vals hefur ákveðið að þetta mót sem hann nú tekur þátt í verði það síðasta með landsliðinu. Torfi ætlaði að hætta eftir C-keppnina en eftir að liðið vann þar mjög óvænt ákvað hann að klára þessa keppni. Einnig hefur Torfi ákveðið að leika með Val næsta ár en hann ætlar hinsvegar ekki að þjálfa liðið eins og f vetur. „Jú, það er rótt, ég ætla að hætta með landsliðinu eftir þessa keppni. Það er miklu betra að hætta sjálfur heldur en að vera að rembast við að komast í liðið og vera svo ekki valinn," sagði Torfi í gær og hló við. Torfi sagði að verið væri að leita að þjálfara fyrir Valsmenn næsta vetur en hann væri ákveðinn að þjálfa ekki heldur einbeita sér að þvíaðleika. Annars er það að frétta af þjálf- aramálum úrvalsdeildarliðanna að Gunnar Þorvarðarson verður hjá Keflvíkingum, Einar Bollason hjá (R-ingum og eins og við sögðum frá í gær eru mjög miklar líkur á að Valur Ingimundarson verði hjá Þór á Akureyri næsta vetur. Ekki • Torfi Magnússon, fyrirliði fs- lenska landsliðsins og þjálfari og leikmaður með Val, mun ekki þjálfa Val næsta vetur. er enn búið að ráða þjálfara hjá KR, Val, Haukum nó UMFN, en það ætti að skýrast allt saman á næstu dögum og vikum. Miklar öryggis- ráðstafanir vegna ísraelsmanna Frá Skúla Sveinasyni, blaftamanni Morgunblaösins í Beigfu. MIKLAR öryggisráðstafanir eru gerðar hér f Liege vegna veru landsliðs fsrael hér á Evrópu- mótlnu f körfuknattleik. Þetta er f fyrsta sinn f langan tfma sem íþróttamenn frá ísrael koma saman til keppni á slfku móti. Fyrsta æfing íslenska lands- liðsins á fimmtudaginn var færð fram um eina og hálfa kiukku- stund án þess að nokkrum væri sagt frá því fyrr en á síöustu stundu og þannig var einnig um æfingatíma annara þjóða — allir færðir til þannig að ekki væri hægt að sjá hvenær (sraelsmenn ættu að æfa. Þegar þeir komu á hótelið á fimmtudaginn fylltist allt af lög- reglumönnum og hermönnum sem höfðu gætur á að enginn óviðkomandi kæmist í færi við þá. Það er greinilegt að Belgar eru minnugir harmleiksins sem varð í Brussel fyrir rétt rúmu ári þegar 39 menn fórust er Liver- pool og Juventus léku til úrslita í Evrópukeppninni í knattspyrnu og auðséð er á öllu að þeir ætla aö gera allt til aö slíkt endurtaki sig ekki. Af með Nike - setið og saumað fyrir fyrsta leikinn Frá Skúla Svelnsaynl, blaSamannl Morgunbladsina I Belglu. TÆKNINEFND sú sem starfar á Evrópumótinu f körfuknattleik ákvað á fundi sínum snemma í gærmorgun að banna fslenska liðinu að leika f búningum þeim sem liðið er með hér f keppninni. Ástæðan var Nike-auglýsing á baki búninganna. Á fimmtudagskvöldið bannaði nefndin búninga Svíanna en á þeim er mikið af auglýsingum miðað við íslensku búningana þar sem að- eins er lítið Nike-merki á bakinu. fslenska liðið hefur ekki neina búninga sem ekki eru með þessari auglýsingu þannig að eftir hádegi voru allir leikmenn með sína bún- inga inni á herbergi og saumuðu yfir merkið. Það merkilega við þetta mál er að þegar C-keppnin fór fram í Reykjavík leyfði þáver- andi eftirlitsmaður þessar auglýs- ingar og taldi þær ekki of stórar en nú eru þær allt í einu orðnar of stórar. AMBASSADEUR XLT 2 HUtuplitw blU *6 láta- ™o|«n m9 ituM nuttri áferð. lanri plötnr ór (rm raftMafe áU. 1 hxft er ad stffla eftír atyit* AMBASSADEUR XLT2 kja.r — — i— rri » - .tm /■ . « i t nr ewoKn ntaaara utyui. Opoaat faHkoatíefa meöaa ákastí Allir óvaröir htntar þéttir NÝ AMBASSADEUR VEIÐIHJÓL í MEÐAL- VERÐFLOKKI. Þau hjól hleypa sjaldan snuröu á línuna. Þrjú stillanleg bremsukerfi, tvö þeirra í köst og eitt í veiði. j?Abu Garcia HAFNARSTRÆTI 5, REYKJAVÍK. SÍMI16760. Borgarstjórnarkosningar31. maí 1986 X- Kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Nes- og Melahverfi Hringbraut 119 (við hliðina á JL-hús- Inu), sími 16838. Starfsmaöur: Arnar Ingólfsson. Kosningastjóri: Pétur Guömundarson. Vestur- og Miðbæjar- hverfi Kirkjuhvoli (2. hæö, Inngangur frá Templarasundi), simi 18515. Starfsmaöur: Brynhildur Andersen. Kosningastjóri: Sveinn Guðmundsson. Austurbær og Norðtr- mýri: Kirkjuhvoll, 2. hæð. Inngangur frá Templarasundi), simi 19255. StarfsmaÖur: Jórunn Friöjónsdóttir Kosningastjóri: Siguröur Haraldsson. Hlíða- og Holtahverfi og Háaleitishverfi Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 688981. Kosningastjórar: Jóhann Gíslason og Gunnar Guömundsson. Starfsmaöur: Helga Jóhannsdóttir. Árbær og Seláshverfi Ártúnsholt og Grafar- vogur Hraunbær 102B, simi 75611. Kosningastjórar: Anton Angantýsson. Hreiöar Þórhallsson Starfsmaöur: Asta Gunnarsdóttir. Laugarneshverfi Valhöll, Hóaleitisbraut 1, simi 688958. Kosningastjóri: Þóröur Einarsson. Starfsmaöur: Sigfinnur Sigurösson. Langholtshverfi Langholtsvegur 124, sími 34814. Kosningastjóri: Gunnlaugur G. Snædal. Starfsmaöur: Kristinn Bjarnason. Smáíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfi Valhöil, Háaleitisbraut 1, sími 688978. Kosningastjóri: Karl F. Garðarsson. Starfsmaöur: Árni Arnarnon. Bakka- og Stekkjahverfi og Skóga-og Seljahverfi viö Þangbakka 3. hæð, við hliðina á Viði i Mjóddinni. Kosningastjórar: Guðmundur Jónsson og Gísii Júlíusson. Starfsmaöur: Kristlaug Gunnlaugsdóttir. Hóla-og Fellahverfi Við Þangbakka 3. hæð, viö hliöina ó Viði i Mjóddinni. Kosningastjóri: Helgi Árnason. Starfsmaður: Bertha Biering. Símar78340 - 78383 Kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins í hverfum Reykjavíkur verða opnar fyrst um sinn frá kl. 17—22 virka daga og frá kl. 13—17 um helgar. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins Hafið samband við skrifstofurnar, þar eru stjórnar- menn til staðar ásamt starfsmönnum. Komið og fáið ykkur kaffisopa. Hittið f rambjóðendur að máli Snúið ykkur til kosningaskrifstofanna ef þið óskið eftir að hitta frambjóðendur, fá þá í heimsókn eða ef þið viljið að þeir hringi í ykkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.