Morgunblaðið - 17.05.1986, Síða 62

Morgunblaðið - 17.05.1986, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAl 1986 Hvaða lið fær markabikar Morgunblaðsins? MARKABIKAR Morgunblaðsins verður veittur því liði sem skorað hefur flest mörk í fyrstudeildarkeppninni þegar upp verður staðið í haust. Eins og allir vita sem fylgjast með knattspyrnu hafa knatt- spyrnuyfirvöld víða um heim unnið að því á síðustu árum að hvetja til aukinnar sóknarknattspyrnu. Þriggja stiga reglan svokallaða, þ.e. að gefa sigurliði þrjú stig í Hver skorar fyrsta markið? ' MORGUNBLAÐIÐ hefur ákveðið að verðlauna þann leikmann fyrstu deildar sem skorar fyrsta markið í leikjunum f sumar. Það er von blaðsins að þessi verðlaunagripur verði öllum leikmönnum, varnar- mönnum, miðvallarleikmönnum og sóknarmönnum, hvatning til að leika skemmtilega sóknarknattspyrnu strax í upphafi mótsins. Morg- unblaðið mun hafa tfmaverði á öllum leikjunum í dag, og sá leikmaður sem fyrstur kemur knettinum innfyrir marklínu andstæðinganna vinn- ur bikarinn til eignar. stað tveggja, er meðal annars hugsuð til þess að lið leiki aldrei með það í huga að ná jafntefli. Þá eru stundum gefin aukastig fyrir að gera fleiri en þrjú mörk í leikjum. Sú regla er notuð í Reykjvíkurmót- inu í knattspyrnu og fleiri æfinga- mótum hérlendis. Með því að veita marksæknasta liðinu á íslandsmótinu sérstaka viðurkenningu vonar Morgunblað- ið að enn aukin áhersla verði lögð á skemmtilega sóknarknattspyrnu. Ef svo ólíklega vildi til að tvö eða fleiri lið skoruðu jafn mörk mörk í deildinni í ár þá telst það lið sigurvegari sem hefur þann leikmann í sínum röðum sem skor- að hefur flest mörk. Ef tveir leik- menn hafa skorað jafn mörk mörk fyrir sitt hvort liðið þá eru næst markahæstu leikmenn liðanna athugaðir og síðan koll af kolli þar til annað liðið hefur vinninginn. íslandsmótið í knatt- spyrnu hefst í dag ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefst í dag með fimm leikjum f fyrstu deild og þremur f annarri. Fyrsta umferð 1. deildar hefst kl. 14.30 og er einn leikur f Garði, einn á Akureyri, einn á Akranesi, einn f Reykjavfk og einn í Kópavogi. Liðin sem leika saman eru: Víðir—FH, Þór— Valur, ÍA-Fram, KR-ÍBV, UBK- —ÍBK. Knattspyrnuáhugamenn vítt og breitt um landið ættu því að geta skroppiö á völlinn í dag og virt fyrir sér íslenska knatt- spyrnumenn í fyrstu alvöruleikj- um sumarsins. Að vanda hefst mótið af krafti og strax á þriðjudaginn verða leiknir aðrir fjórir leikir í fyrstu deild. Þar sem Morgunblaðið kemur ekki út fyrr en á miöviku- dag eftir hvítasunnuhelgina, er rétt að geta um þá sem leika saman þá: FH-ÍBK, ÍBV-ÍA, Valur—UBK, Víðir-KR. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Fram og Þór leika svo síðasta leik annarrar umferðar kl. 20.00 á miðvikudagskvöldið. í annarri deild verður leikin ein umferð um helgina. Á laugardag kl. 14.00 leika eftirtalin lið sam- an: KS—Völsungur, Selfoss— Skallagrfmur, ÍBI—Njarðvfk. Á morgun, sunnudag, verður einn leikur: KA og Einherji mæt- ast á Akureyri kl. 16.00. Síðasti leikur umferðarinnar verður svo v.#> v.#' á Laugardalsvellinum á mánu- dagin kl. 20.00. Þá leika Reykja- víkurliðin Víkingur og Þróttur — liðin sem léku í fyrstu deild í fyrra. Þriðja deildin hefst hinsvegar ekki fyrr en á fimmtudaginn með leik Ármanns og Reynis frá Sand- gerði. Akranesvöllur kl. 14.30: Akranes — Fram SIGURÐUR Lárusson, fyrirliði Skagamanna (til vinstri), verður fjarri góðu gamni í leiknum gegn Fram. Hann er f leikbanni. Guðmundur Steinsson, fyrirliði Fram (til hægri), grætur það örugglega ekki, því Sigurður er ekki uppáhaldsvarnarmaður fslenskra miðherja. Lið Skagamanna er stórt spurningarmerki, þeir eru með nýjan þjálfara og nokkra nýja, unga leikmenn innanum gömlu jaxlana. Lið Fram er hinsvegar alveg örugglega með bestu liðum landsins um þessar mundir. Leikurinn á Akranesi er ifklega einn af úrslita- leikjum íslandsmótsins og getur farið á hvorn veginn sem er. Þórsvöllur kl. 14.30: KR-völlurkl. 14.30: Þór — Valur TVÖ þeirra liða sem flestir spá hvað mestri velgengni f sumar, Þór og Valur, eigast við á malarvellinum á Akureyri. Útiiokað er að segja hvort liðið só sigurstranglegra f leiknum. Valsmenn eru núverandi íslandsmeistarar og hafa átt ágæta leiki f vor, en einnig slaka. Þórsarar koma nú til leiks sem eitt þeirra liða sem eru taiin eiga hvað mesta möguleika á íslandsmeistaratitlinum — f fyrsta skipti f langan tfma sem um slfkt er að ræða fyrir Akureyrarlið. Á myndinni eru fyrirliðar liðanna, Nói Björnsson, Þórsari til vinstri og Þorgrfmur Þráinsson Valsmaður. KR — IBV LEIKIR KR-inga og Vestmanneyinga á undanförnum árum hafa verið sveiflukenndir og liðin unnið á vfxl. Þeir Gunnar Gfslason, til vinstri og Ómar Jóhannsson, fyrirliðar liðanna, gera sér grein fyrir þessu og munu áreiðanlega hvetja menn sfna til mikilla átaka. Vestmanneyingar eru með nýjan þjálfara og fjölda ungra leik- manna, sem hafa litla reynslu af fyrstudeildarkeppni, en KR-ingar hafa feiknarlegt mannaval um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.