Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986 Sérkjarasamningar BHMR-félaga: Kjaradómur fær fresttil 15. júlí — samkvæmt bráðabirgðalögum SAMKVÆMT bráðabirg-ðalög- um, sem gefín voru út í gær, hefur Kjaradómur fengið frest til 15. júlí næstkomandi til að ijúka við að dæma í málum um sérkjarasamninga 22 aðildarfé- laga Launamálaráðs Bandalags háskólamanna (BHMR). í ráðinu eru háskólamenntaðir BHM-fé- lagar í þjónustu ríkisins. Kjaradómur var kominn í tíma- hrak með þessi mál, sem átti að vera búið að dæma í um miðja þessa viku. Tímaskorturinn stafaði eink- um af því, að félögin voru óvenju sein að skila endanlegum kröfum sínum í málunum gegn ríkinu og greinargerðum með þeim. Kjaradómur óskaði bréflega eftir 6-8 vikna fresti í síðustu viku en áður hafði dómurinn tekið sér þann mánaðar viðbótarfrest, sem lögin um Kjaradóm heimila. Málflutningi félaganna og samninganefndar rík- isins er lokið fyrir nokkru. Væntan- legir sérkjarasamningar munu gilda frá 1. mars, eins og áskilið er í lögum. Sendingar gervihnattarins nást með diskaloftneti. í fyrsta sinn á íslandi: Sjónvarpað frá gervihnetti með íslenskum texta Sunnudaginn 25. maí klukk- an 7.30 f.h. verður í fyrsta sinn sjónvarpað frá gervihnetti sjónvarpsefni með íslenskum texta. Að sendingunni standa samtökin Frjáls kristileg fjöl- miðlun í samvinnu við New World Channel. Framkvæmda- stjóri starfsins hér á landi er Eiríkur Sigurbjörnsson. Sjónvarpsrásin New World Channel sendir út með aðstoð gervihnattar um alla Evrópu, og nást sendingamar vel um allt landið með diskaloftneti sem samtökin FKF útvega, en þau hafa aðsetur að Auðbrekku 2 í Kópavogi. Áformað er að senda að jafnaði á rás NWC á fimmtu- dögum, og síðar daglega en NWC sendir að jafnaði út 14 klukku- stundir á viku, aðalútsendingar- tíminn er frá 6 til klukkan 12 á hádegi á sunnudögum. Starfsfólk við heimilishjálp í Kópavogi: Fær sömu laun og aðstoðarfólk á dag- vistarstofnunum NÝR samningur milli Kópavogs- kaupstaðar og Sóknarfólks, sem starfar við heimilisþjálp á vegum bæjarins, var kynntur í bæjarráði Kópavogs í fyrradag. Meginat- riði samningsins er það, að starfsfólk heimilisþjálparinnar fær lágmarkslaun eins og aðstoð- arfólk á dagvistarheimilum og starfsfólk á leikvöllum eftir 57. launaflokki, en getur flust upp um allt að tvo flokka með því að fara á ákveðin námskeið. Bæjarstjórn á enn eftir að sam- þykkja samninginn. Mánaðarlaun samkvæmt fyrsta þrepi 57. launaflokks eru 21.410 krónur, en að sögn Bjöms Ólafsson- ar, formanns samninganefndar Kópavogsbæjar, byijar varla nokk- ur manneskja á þeim launum, þar sem þau eru einungis miðuð við fólk yngra en 25 ára. 8. og efsta þrepið gefur hins vegar 29.135 krónur á mánuði. í 58. flokki em launin 3% hærri og em hámarkslaun þar því 30.010 krónur og í 59. launaflokki, en þar lendir fólk sem hefur farið á tvö námskeið, em hámarkslaunin 30.910 krónur á mánuði. „Það er augljóst, að þetta er vandasamt starf og óeðlilegt, að fólk, sem það vinnur, sé lægra launað en t.d. aðstoðarfólk á bama- heimilum, þótt það sé í öðm stéttar- félagi," sagði Bjöm Ólafsson. fflWUDfcKQKUfl tlýtt frá HagkauP' GLÓfiVOLG tiYJUtlG . yr. 'iM # tsþ >'V llmandi glóðvolg brauð beint úr ofninum, allan daginn. HAGKAUP SKEIFUNNI 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.