Morgunblaðið - 22.05.1986, Síða 14

Morgunblaðið - 22.05.1986, Síða 14
14 MÓRÖIÍNBLÁÐIÐ, FIMMTODAGUR22. MAÍ1986 m Dagar í Túnis: Allir krakkar voru alltaf aðfara í skóla eða úr. „Sjáðu Hammamet og farðu ekki...“ „Sjáðu Hammamet og þú ferð ekíci ..segir í einhverri gamalli ferðalýsingu. Og þeir eru orðnir ótal margir sem hafa lofað þennan heill- andi stað, hvar ég tyllti niður tá fyrrihluta verunnar í Túnis nú á dögunum. Hammamet er einn helzti ferðamannastaður í landinu en hefur þó ekki orðið það fyrr en á seinni árum. Framan af var þetta sumarleyfisstaður ríkisfólks sem byggði sér dýrleg hús við ströndina og leitaði þangað í sumarhitunum. Ýmsar þessar villur standa enn en að öðru leyti er ekki mikið um sögulegar minjar í bænum, nema vitaskuld gamli bæjarhlutinn innan múranna. Ég var þar á rölti einn eftirmiðdag og þá sat hún Fatima gamla á hælcjum sér úti fyrir litlu húsi við svo þrönga götu. Þar er allt blessunarlega laust við bílaum- ferð. Sú gamla brosti út að eyrum og ekki hafði hún of mikið af tönn- um upp í sér. En hún vildi endilega bjóða mér í tedrykkju. Þegar inn fyrir þröskuldinn kom blasti við veglegt rúm sem er óvenjulegt að sjá í þesslags húsum. En það var líka eina húsgagnið og tók megnið af plássinu. LJti í homi var tetækið og meðan hún var að búa til teið spjallaði hún við mig á arabísku og ég svaraði full áhuga á íslensku. Þetta voru ágætis samræður og hún bar mér teið full ánægju yfir því að taka á móti gesti. Eg reiknaði með að hún byggist við að ég gaukaði að henni nokkrum smápen- ingum fyrir. En þar varð mér á í messunni. Ég reyndi að gera gott úr þessu með því að taka af henni myndir með ungum pilti sem kom einnig að fá sér tesopa og kvaðst vera sonur hennar, en hefur líklega verið bamabam. í grennd við Hammamet er Nabeul, annar litfagur bær, aðal- staðurinn á Cap Bon. Þar er miðstöð leirkera- og keramikiðnaðar í Túnis og margt fallegt þar að skoða og minjasafnið þar tekur satt að segja fram safninu í Hammamet. Túnisbúar vefa einkar falleg teppi og bærinn Kairoun er fræg- astur teppabær, hvar hann stendur á sandsléttunni töluvert langt fyrir sunnan Hammamet. Þar eru ýmsir stórheilagir staðir, meðal annars moska sem er svo heilög að vitji maður hennar sem múhameðstrúar- maður sjö sinnum um ævina jafn- gildir það því að komast einu sinni til Mekka. Ég hef að vísu engan teljandi smekk fyrir moskum, svo að ég eigraði um markaðinn og skemmti mér þar dátt meðan hópur- inn sem ég fór með þann daginn fór á nokkur söfn og myndaði slatta af guðshúsum. Ég veitti því athygli í Kairoun sem víða annars staðar að þar sveipuðu konur sig gjaman hvítu eða ljósbleiku klæði. Eg gekk Frá Hotel Residence. út frá því að þetta stæði í sambandi við trú Túnisa. Fór svo að spyijast fyrir um það og var sagt að svo væri ekki. Konumar grípa klæðið ef þær þurfa að víkja sér út af heimilinu og gefa sér ekki tíma til að snyrta sig dulítið. Staða konunnar almennt í Túnis var mér tjáð er harla góð. Habib Bourguiba, forseti Túnis, og kona hans Wassila, sem sögð er valda- mikil, einkum eftir að bóndi hennar tók að reskjast, hafa beitt sér fyrir auknum réttindum konum til. handa. Túnis var fyrsta araba eða kannski réttara sagt múhameðstrú- arlandið þar sem lög vom sett um að karlmaður mætti ekki eiga nema eina eiginkonu, í einu að minnsta kosti. Þá dugir ekki lengur fyrir túniskan karlmann að hafa fjórum sinnum yfir þuluna um að hann sendi konuna frá sér, ef hann verður leiður á henni og sé þar með laus allra mála. Nú verður þetta allt að ganga sinn rétta gang og yfírleitt er það svo að konan býr áfram í húsi þeirra hjóna, að minnsta kosti ef þau eiga böm. Bömin em ekki heldur tekin frá konunni eins og var áður og þau segja síðan til um það sjálf þegar þau em tíu ára, hjá hvom foreldri þau vilja vera. Auk þess væri fráskilin kona ekki litin homauga í Túnis og hún hefði góða „von“ um að ná sér í annan mann seinna meir, ef hugur hennar stæði til þess. Það er auðvitað mesti munur. Bourguiba forseti virðist vera ákaflega dáður. Margir hafa áhyggjur af því hvað gerist þegar forsetinn fellur frá en hann er nú kominn á níræðisaldur. Núverandi forsætisráðherra hans, Mazli, er talinn nokkum veginn sjálfkjörinn eftirmaður hans, en þó mátti heyra á ýmsum, að þeir vom kvíðnir og óttuðust að valdabarátta kynni að brjótast út þar sem Mazli nyti ekki þeirrar aðdáunar sem Bourguiba. Það er einkum eldra fólk sem dáir forseta sinn og með söguna í huga mjög að makleikum. Einn daginn fór ég í norður til Sidi Bou Said og Karþagó sem er rétt við Túnisborg. Við rústir Kar- þagó hefur Bourguiba látið byggja sér myndarlegan bústað og þennan dag virtist forsetinn vera á stöðug- um þeytingi milli Karþagó og Túnis og lagðist öll umferð niður meðan ! teboði hjá Fatimu. Múramir um gamla bæinn 1 Hammamet. forsetinn fór hjá. Ég sá litla krakka veifa að forsetabílnum af miklum ákafa. Karþágó kom mér meira á óvart en flest. Eg veit ekki við hveiju ég hafði búist, sennilega einhveiju í líkingu við Akrópólis. En þama við sjóinn voru sem sagt leifar af ljóm- andi myndarlegum rómverskum böðum og þar með var eiginlega ailt upptalið. Hreinlátir hafa þeir verið Rómveijar. En auðvelt er að sjá að staðurinn þama við sjóinn hefur verið mikilvægur sjóförum og því kannski ekki að undra þótt auk þess hafi verið lagt til að Karþagó yrði lögð í eyði eins og hinn róm- verski öldungur Cató komst jafnan að orði á sinni tíð. Sidi Bou Said

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.