Morgunblaðið - 22.05.1986, Síða 31

Morgunblaðið - 22.05.1986, Síða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986 31 plúrjpM Útgefandl tMitfcifr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Urskurðaðir í gæsluvarðhald Rannsóknalögregla ríkisins krafðist þess í fyrradag, að sex af forráðamönnum Hafskips hf. yrðu úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 25. júní eða í fimm vikur. Var farið að þessari kröfu varðandi fímm forráðamann- anna en einn verður skemur í haldi, samkvæmt úrskurði saka- dómara síðdegis í gær. Hallvarð- ur Einvarðsson, rannsóknalög- reglustjóri, sagði, að rannsóknin beindist einkum að ætluðum brotum fyrirsvarsmannanna og tiltekinna starfsmanna Hafskips á þeim kafla hegningarlaganna, sem fjallar um auðgunarbrot. Þá er einnig rannsakað, hvort um rangan framburð og sakar- giftir hafí verið að ræða. Litið er til þess, hvort skjalafalsi eða öðrum brotum, er varða sýnileg sönnunargögn sé til að dreifa. Loks er kannað, hvort einhver eða einhveijir starfsmenn Út- vegsbanka íslands hafí gerst sekir um brot í opinberu starfí. Til þessara hörðu aðgerða er gripið á grundvelli skýrslu um rannsókn gjaldþrotamáls Haf- skips fyrir skiptarétti Reykjavík- ur; ríkissaksóknari hefur at- hugað þá skýrslu og síðan mælt fyrir um opinbera lögreglurann- sókn. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú Hafskips rann út 15. maí síðastliðinn. Alls bárust 925 kröfur og hafa tölumar 1400 til 1700 milljónir króna verið nefndar, þegar rætt er um upphæð þeirra. Krafa Útvegs- bankans eins er um 800 milljónir króna. Hér eru því miklir Qár- munir í húfí fyrir utan allt annað, er tengist Hafskipsmál- inu og mjög hefur verið til umræðu á nýliðnum vetri. Þrátt fyrir þær umræður eða kannski vegna þess hve þær vom miklar, kemur það almenningi í opna skjöldu, að lögregluyfírvöld telji nauðsynlegt að grípa til jafn hastarlegra aðgerða og nú er raunin. En réttvísin hefur sinn gang. Vegna allra málsatvika er mikilsvert, að yfírvöld gangi þannig til verks, að um leið og sjálfsagður réttur sakbominga er virtur, þá sé þess gætt, að traust manna á því að lögum og rétti sé haldið uppi í íslensku viðskiptalífí dvíni ekki. Gjaldþrot Hafskips snertir ekki einvörð- ungu hagsmuni innlendra körfu- hafa heldur einnig erlendra. Málavextir vegna þessa mikla gjaldþrots minna á, hve við- skiptalífíð er orðið flókið hér sem annars staðar. Stjómendur fyr- irtækja starfa í fmmskógi laga- reglna. Þeir rata ekki nema með leiðsögn sérfræðinga. Þegar leiðir em valdar kemur oft í ljós, að engin ein er ótvírætt rétt. Fordæmi vantar svo til þess að fá úr því skorið, hvort það sé beinlínis lögbrot að fara ein- hveija þeirra. Á þetta jafnt við um reikningsskil sem aðra ráð- stöfun fjármuna. í Hafskipsmál- inu reynir vafalítið á mörg matsatriði af þessu tagi. Þegar tekið er á þeim er hins vegar mikilvægt, að allar staðreyndir liggi skýrar og ljósar fyrir og rannsóknamenn telji sig hafa vissu fyrir því, að þeir hafí kafað til botns. í þessu ljósi má skoða kröfuna um gæsluvarðhald. Þegar Hafskipsmálið var í hámæli fyrir nokkrum mánuð- um reyndu ýmsir að gera það að pólitísku bitbeini. Það mold- viðri gekk yfír eins og annað. Eftir stóðu kaldar staðreyndir og eindregin krafa allra, um að réttvísin næði fram að ganga. Enginn stjórnmálaflokkur hefur lagt stein í götu þeirrar rann- sóknar, sem nú tekur þessa alvarlegu stefnu. Enginn stjóm- málaflokkur eða stjómmála- maður má eða réttara sagt getur stöðvað framvindu þessa máls, það lýtur ekki pólitísku forræði. Mikilvægt er, að stjórnmála- menn átti sig á þessu. Loft er nú lævi blandið í stjómmálum. Barátta vegna sveitarstjómarkosninga er að renna sitt skeið. Eftir því verður tekið, hvort stjómmálaflokkar eða frambjóðendur grípa í það hálmstrá vegna málefnafátækt- ar og slakrar stöðu í kosninga- baráttunni að núa andstæðing- um því um nasir, að þeirra þátt- ur í Hafskipsmálinu sé meiri en annarra. Vébönd stjómmálaflokka veita enga vemd í þessu máli. Tilraunir til þess að gera gjaldþrot Hafskips að pólitísku bitbeini mnnu út í sandinn á nýloknu Alþingi. Þannig var staðið að meðferð málsins á þingi, að það var hafíð yfír flokkadrætti að lokum. Meiri- hluti þingmanna hafnaði tillög- um um sérstakar rannsókna- nefndir Alþingis og taldi eðileg- ast að skiptaréttur tæki málið fyrir og það hlyti þá rannsókn, sem lög mæla fyrir um. Sjá yrði til þess að hratt og skipulega yrði unnið að málinu af hálfu skiptaréttar. Þetta hefur gengið eftir. Þá vom sett lög um sér- staka rannsóknanefnd, sem Hæstiréttur skipaði. Að drepa umræðum um stjóm sveitarfé- laga á dreif með Hafskipsmálinu er fráleitt. Heilbrigðismál rekur hratt í austur Um sjálfstæðismál sjúkrahúsa og íslenskra byggða eftir Ingólf Sveinsson í langan tíma og sérlega hin síð- ustu ár hafa heilbrigðismálin í landi okkar rekið stjórnlítið í átt frá vestrænum viðskiptaháttum til full- kominnar miðstýringar. Með þess- ari þróun má brátt vænta þess að þessi mikilvæga starfsemi öll og einkum stjómkerfi hennar líti út svipað og stjómkerfi rússneska landbúnaðarins sem lengi hefur verið vitnað til sem hins fullkomna dæmis um það hve óheppilegt og lamandi fyrirkomulag miðstýring er. Gorbachev hinn rússneski hefur nýlega lagt áherslu á að endurlífga þennan lamaða risa með því að opna kerfið lítillega fyrir fijálsum viðskiptaháttum. Hefur hann leyft bændum samyrkjubúanna að rækta og selja hluta af framleiðslunni sjálfir. Einnig viðrað hugmyndir um samyrkjubú sem fjölskyldufyrir- tæki. I heilbrigðisþjónustu okkar örlar ekki á nýjum hugmyndum frá yfirstjóm heilbrigðismála. Hún stefnir beint inn í stöðnun og ánauð miðstýringar með vaxandi hraða. Læknar og annað heilbrigðisstarfs- fólk lætur þetta gerast viðnámslítið. Flestir átta sig varla á því hvemig heilbrigðismálum er stjómað og er hveijum manni vorkunn sem skilur lítið í þeirri þvælu enda er fjár- magnsstýringin vandlega hulin sjónum venjulegra manna. Hinn almenni borgari er þar áhrifalaus. Þessi hraðferð í átt til miðstýringar og aukins ríkisrekstrar, að ekki sé sagt ríkiseinokunar gengur því betur sem sjálfstæðismenn stjóma frekar heilbrigðis- og efnahagsmál- um. Má það undmm sæta fyrir þann sem les sjálfstæðisstefnuna. Hitt er þó meiri mótsögn að þetta gerist á sama tíma og í þjóðfélagi okkar eru miklar umræður um að byggðir landsins þurfi að ráða mál- um sínum sjálfar miklu meira en nú er. Greinilegt er að rík þörf er á valddreifingu í landinu. Umræðan er lifandi. Þörfin virðist orðin nokk- uð skýr þótt menn hafi eins og gengur meiri áhuga á þeirri hlið málsins sem heitir vald en minni áhuga á hinni hliðinni sem heitir ábyrgð. (Eins og gengur hafa menn mestan áhuga á valdi og fjármagni en minni áhuga á eða meðvitund um ábyrgð þá sem fylgir. En sé litið á venjulegan þroskaferil heilbrigðs unglings má sjá þar hliðstæðu og ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að ábyrgð, vald og fjármagn aðskiljist á óeðlilegan máta ef ruglandi miðstýringarvald nær ekki að spilla þessari eðlilegu þróun í landi okkar.) Þessi umræða er raunar mest í þeim flokkum sem nú eru utan stjórnar og því má segja að þama séu „vinstri" mennimir famir að beijast fyrir stefnu Sjálfstæðis- flokksins meðan svokallaðir sjálf- stæðismenn em í óða önn að fram- kvæma gamlar vinstri stefnur sem nútíma vinstrimenn virðast horfnir frá. Sjálfstæðismál sjúkrahúsa Hið beina tilefni þessara skrifa er það að við gerð síðustu fjárlaga lagði heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið til að fímmtán stærstu sjúkrahús sveitarfélaga, sem nú fá greiðslur með daggjöld- um, fæm yfír á föst fjárlög. Átti að framkvæma breytinguna með fíárlögum, án samráðs við stjóm- endur sjúkrahúsanna eða ráðamenn viðkomandi sveitarfélaga. Þegar mál em þannig sett fram á fjárlög- um er erfítt um umræðu og er þetta dæmigerð miðstýringaraðferð. Þetta var í beinu framhaldi af því að árið 1983 hafði Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri og síðan Landakot verið sett á föst fjárlög, hið síðar- nefnda án þess að ráðamönnum Landakots væri tilkynnt um það fyrirfram né þeir spurðir álits. Landssamband sjúkrahúsa mót- mælti þeim aðferðum sem viðhafa átti í fyrra. Utkoman varð að tvö sjúkrahús vom sett á föst fjárlög síðasta ár en hin fengu „að bíða“. Sjúkrahúsin sem nú bíða em: á Akranesi, Patreksfírði, ísafírði, Bolungarvík, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufírði, Húsavlk, Egilsstöðum, Seyðisfírði, í Neskaupstað, á Selfossi, í Kefla- vík og Borgarspítalinn. Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum og Sólvangur fóm á föst fjárlög, hið síðamefnda til reynslu í ár. í rauninni er ekki svo að þær stofnanir sem farið hafa á föst fjár- lög hafí allar verið tilneyddar að taka við þessu greiðslukerfi fyrir störf sín. Þar kemur til sú sorglega staðreynd að daggjaldanefnd sem átt hefur að sinna því hlutverki að verðleggja og kaupa, fyrir hönd Tryggingastofnunar ríkisins, þjónustu sjúkrahúsanna í landinu, hefur orðið svo óvinsæl og erfíð í viðskiptum að menn hafa nánast komið skríðandi sligaðir eftir skuldaklafana og beðið um að fá að komast í náðarfaðm ríkisins — áföst fjárlög. Hvað er dag- gjaldanefnd? Nefndin hefur starfað frá árinu 1963. í lögum segir: „Daggjöld sjúkrahúsa ... skulu ákveðin af fímm manna nefnd, daggjalda- nefnd. Nefndin sé þannig skipuð að hver eftirtalinna aðila skipi ftill- trúa í nefndina: Fjármálaráðherra, Tryggingastofnun ríkisins, Sam- band íslenskra syeitarfélaga, Landssamband sjúkrahúsa og heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra og skal fulltrúi hans vera formaður nefndarinnar. Verði jöfn atkvæði í nefndinni, ræður atkvæði for- manns. Nefndin ákveður daggjöld og gjaldskrár þannig að samanlagð- ar tekjur stofnunar standi undir eðlilegum rekstrarkostnaði á hvetj- um tíma, miðað við þá þjónustu, er heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra hefur ákveðið að stofnunin veiti." í reglugerð frá 1. febrúar 1980 er bætt við orðunum: „. . . að stofnunin veiti innan ramma fíár- laga“. í reglugerðinni kemur vel fram að nefndinni er ætlað að fá upplýsingar um og fylgjast með breytingum á rekstri stofnana þeirra sem hún hefur viðskipti við, enda á nefndin að vera verðlagn- ingaraðili og meta hvað rétt er. „Nefndin skal miða daggjöld við raunverulegan reksturskostnað ... Til reksturskostnaðar telst við- haldskostnaður lausra muna og fasteigna og endumýjunarkostnað- ur tækja svo og sannanlegur fíár- magnskostnaður vegna rekstrar." Daggjaldanefnd hefur frá upp- hafí aðeins haft einn starfsmann. Getur hver maður séð að þótt sá væri afreksmaður hefði hann enga möguleika á að fylgjast með bók- haldi svo margra stórra stofnana og meta það, hvað þá að heimsækja stofnanir og sjá hvað þar raun- verulega gerist. Daggjaldanefnd hefur alla tíð Ingólfur Sveinsson „Allir vita að ríkisfyrir- tæki geta ekki dáið eins og- önnur fyrirtæki. En þegar forsendur dauð- ans eru horfnar þá eru forsendur lífsins einnig orðnar ótryggar. Ég trúi að það versta sem gæti hent ríkisspítalana sé einmitt áframhald á núverandi þróun.“ verið frekar sparsöm nefnd. Dag- gjöld sjúkrahúsa hafa verið áætluð fram í tímann og tekið mið af kostnaði við rekstur hvers sjúkra- húss árið á undan. Lengi var ein- hvers konar samkomulag um að áætlunin mætti vera um 5% of lág fyrir sjúkrahús yfírleitt og var þetta síðan leiðrétt eftir á með „halladag- gjaldi". Var þetta eins konar „verk- lagsregla" sem virtist nothæf og menn gátu miðað við. Þessi fjár- magnsstjórn minnir helst á hús- freyju eina á 19. öld sem taldi viss- ast að skammta hjúum sínum held- ur naumt. Þetta gaf henni visst vald en hjúasæl varð hún aldrei. Þama er daggjaldanefndinni nokk- ur vorkunn, engin betri vísindi voru henni kunn. Fyrir þrem til fíórum árum varð afkoma sjúkrahúsanna verri. Halli þeirra varð allt í einu 10% eða meiri að jafnaði yfír landið. Nefndin gaf í skyn að rekstur þeirra væri slæmur, án þess að benda á hvað væri að. Þótt sjúkrahús sendu ítar- legt, sundurliðað bókhald hafði nefnd með einn starfsmann enga möguleika til mats auk þess sem gamaidags bókhaldslyklar nefndar- innar gefa enga möguleika á að meta nútíma rekstur sjúkrahúsa. Nú er sagt að samkvæmt bráða- birgðauppgjöri muni halli vegna reksturs daggjaldasjúkrahúsanna verða hátt í hálfan milljarð króna fyrir árið 1985. Meðalhalli er um 17%, nokkuð jafn yfír landið. „Það er spenntur upp kostnaður- inn við sjúkrahúsin með því að svelta okkur svona," segja þolend- umir í þessu svelti. „Við skuldum alls staðar, höldum byggingum og verkfæmm illa við, mannahald er eftir því.“ Dráttarvextir af slíkri upphæð er um þrettán milljónir króna á mánuði sem getur numið um 4% af reksturskostnaði sjúkra- húsanna. Ekkert fyrirtæki getur þrifíst við slík skilyrði. Og hér vil ég leggja áherslu á það að dag- gjaldasjúkrahús eru fyrirtæki. Ekki bara mismunandi matfrekir þurfalingar á ,jötu ríkisins“. Ekki er furða þótt sá gmnur læðist að mönnum að einhver lumi á þeirri fyrirætlun að svelta sjúkrahúsin inn á §árlög hvort sem forráðamönnum þeirra eða öðmm líkar betur eða verr. Það undarlega er að engin rök hafa verið sett fram sem styðja að sjúkrahús séu betur komin á föstum fjárlögum og enginn ber ábyrgð á þessari stefnu. Ekki er auðvelt að greina hvaðan miðstýringarstefnan er komin, ef hún er þá komin nokkurs staðar frá. Manni dettur í hug þröngsýni húsfreyjunnar frá 19. öldinni sem kunni ekki betur. Stjórnkerfi heil- brigðismálanna er 19. aldar kerfi og byggir allt á þeim sem em á toppnum og boðin ganga niður. Þar er ekki gert ráð fyrir skynsemi vinnandi fólks. Hvergi hefí ég séð miðstýringarstefnuna setta fram á prenti skýrar en í máli Sigurgeirs Sigurðssonar i blaðagrein árið 1979. Sigurgeir, sem þá var for- maður sveitarstjómarmálanefndar Sjálfstæðisflokksins og hefur einnig nokkuð markvisst átak þótt fjár- mögnun þess mikla átaks — 85% frá ríki og 15% frá sveitarfélögum — hafí verið undarleg stjórnun svo ekki sé meira sagt. Hvernig- farnast sjúkra- húsum á fjárlögum? Það hefur ekki blásið byrlega fyrir sjúkrahúsum ríkisins undan- farið. Spamaðarherferðir — niður- skurður yfir línuna — hafa hetjað eins og plágur. Starfsfólk hefur ekki fengið aðra umbun stjómenda fyrir viðleitni sína til sparnaðar en þrengri fjárveitingu næst og hlýtur að vera ljóst að slíkir stjórnendur eiga ekki samvinnu skilið til lengd- ar. Yfirvinnuþök hindra stundum að fólk nái að vinna störf sín í uppréttri stöðu. Kröfur um afköst em hins vegar látnar óbreyttar, jafnvel þó að starfshópar séu undir- mannaðir langtímum saman. Kröf- ur um afköst em reyndar óskýrar hjá flestum fyrirtækjum ríkisins. Markmiðssetning þekkist varla. Spítalar sem önnur ríkisfyrirtæki búa við óþjált launakerfi ríkisins sem tekur lítt mið af aðstæðum og alls ekki af afköstum. Segja má að Er heilbrig’ðis- kerfið of dýrt? Heilbrigðismálin verða sífellt dýrari og umfangsmeiri. Þörfin á þjónustu er endalaus hér sem ann- ars staðar. í okkar miðstýrða heil- brigðiskerfi em að heita má engir innbyggðir hemlar til sem stýra neyslunni. Má þar sem dæmi nefna að íslenskur neytandi greiðir fyrir lyf sín langminnstan hlut allra Norðurlandabúa. Hann greiðir fast gjald, ákveðið af ráðherra, óháð magni og verði. Hann hefur enga hugmynd um heildarverð lyfjanna. Þetta er dæmigert fyrir heilbrigðis- kerfið. Ríkið kemur fram við fólk eins og óvita. Engir hvatar em heldur til að takmarka eða spara aðrir en bönn að ofan og ónógir möguleikar á þjónustu. Hvort tveggja hindrar hagræðingu. Nú er varla lengur læknaskortur í landinu en hins vegar er hjúkmnarfræð- ingaskortur sem ákveðinn hefur vérið af ráðuneytinu, helsta von miðstýringarinnar til að takmarka þjónustuna í bili. En dýr er sú aðferð. Svar mitt við ofangreindri spum- ingu er: Vandi íslenska heilbrigði- skerfísins er ekki flárhagslegur. Fólkið í landinu hefur áhuga á að hafa heilbrigðismál sín í lagi og það vill hafa talsvert fyrir því. Nægir þar að nefna að ekki er svo opnað dagblað að ekki hafí félagasamtök eða áhugamannahópur gefið sjúkrahúsi stórgjöf. Sjúkrahúsin em í fátækt sinni farin að stunda sníkjur í stómm stíl, en það virðist ekki draga úr örlætinu. Eg vil hins vegar setja fram þá fullyrðingu að vandi heilbrigðiskerfisins sé fyrst og fremst stjórnunarlegur og sið- ferðilegur. Miðstýring er engin trygging fyrir aðhaldi í heilbrigðismálum. Ef hún tryggir nokkuð, þá er það „bjarga" t.d. sumarfríum, veikinda- fríum (sem em tíð á slíkri stofnun), auk þess álags sem kemur af og til vegna aukinna þjónustuþarfa sjúklinganna sjálfra. Þessar stöð- ugu björgunaraðferðir em ofboðs- lega dýrar í rekstri stofnunar. Fólk sem kvatt er út til björgunarað- gerða er á miklu hærra kaupi og vinna þess nýtist illa. Fastráðið starfsfólk þraukar og þjónustan einkennist af þreytunni. Þessi rekstrarmáti er orðið hefðbundið ástand víða. Niðumídd heilbrigðis- stofnun stendur höllum fæti við að hjálpa sjúklingi sínum. Þegar sá sem hjálpina skal veita er hjálpar- laus sjálfur er ekki gott í efni. Saga frá síðasta ári Á Akureyri gerðist það undur árið 1985 að fólk í vanda settist niður einn dag og fann lausn á málum sínum með því að taka mið af raunvemleikanum og spyija ekki um svör „að ofan“. Þetta vom hjúkmnarforstjóri á FSA með liði sínu, formaður stjómar sjúkrahúss- ins og fleiri. Vandinn var sá að ekki var hægt að reka sjúkrahúsið vegna skorts á hjúkmnarfólki. Launakerfi ríkisins hafði haft þau áhrif að fólk kaus að vinna hlutastörf fyrir ríkislaunin en vinna aukavaktir til að bæta kaupið og þeir sem vita eitthvað um rekstur sjúkrahúss vita að hann gengur ekki með aukavöktum að ráði. Það undarlega gerðist að með því að breyta boðorðum þursins (ríkislaunakerfísins) tókst að stór- hækka föst laun hjúkmnarfræð- inga, fá þá í fulla vinnu, reka sjúkrahúsið af viti hvað þjónustu varðaði og spara litillega i launa- kostnaði í heild. Þama vann fólk sem hafði siðferðilega áttun að leið- arljósi (hugrekki, sjálfsvirðingu, átt sæti í daggjaldanefnd frá stofn- un hennar, setti fram þá skoðun í þessari grein að heilbrigðismál væm svo erfið mál og umfangsmikil að þar dygði ekkert nema hafa alla stjóm á einni hendi og alls ekki mætti dreifa kröftunum. Grein þessi mætti skýmm andsvömm Olafs Amar Arnarsonar yfirlæknis, sem var mjög á öðm máli. Ekki ætla ég að gera Sigurgeir ábyrgan fyrir stefnumörkun heilbrigðismálanna síðan þetta var. En þessi merkilega hugmyndafræði hefur sannarlega verið framkvæmd. Venjulegur maður hefur tilhneigingu til að álíta að heilbrigðisráðherra kunni að ráða einhveiju um stefnu í heil- brigðismálum. Svavar Gestsson var ráðherra frá 1979 til 1983 og gerði hann raunverulega tilraun til að finna og marka stefnu í heilbrigðis- málum og eðlilega í samræmi við stefnu Alþýðubandalagsins. Lengi síðan hafa sjálfstæðismenn ráðið málum og verður ekki annað séð en að sama stefnan gildi áfram eða — það sem líklegra er — algjört stefnuleysi og rekið ræðst af heild- aróreiðunni í fjármálastjóm ríkisins undanfarin ár auk vemlegra stund- um jákvæðra áhrifa þrýstihópa. Þó má nefna þá undantekningu að heilsugæslustöðvarvæðingarher- ferðin telst sem heild hafa verið stofnanimar séu orðnar þjálfunar- og uppeldisstöðvar fyrir starfsfólk sem síðan fer til annarra fyrirtækja. Það er mikilvægt hlutverk en sam- rýmist því ekki að reka spítala í fullri alvöm. Allir vita að ríkisfyrirtæki geta ekki dáið eins og önnur fyrirtæki. En þegar forsendur dauðans em horfnar þá em forsendur lífsins einnig orðnar ótryggar. Ég trúi að það versta sem gæti hent ríkisspit- alana sé einmitt áframhald á núver- andi þróun. Að þrátt fyrir áfram- haldandi útþenslu kerfísins haldi fyrirtækin áfram að deyja innan frá, hægt og með harmkvælum vegna þeirrar þreytu, atgervis- flótta, hjálparleysis og leiðinda sem fylgir langtímafjárskorti og þau veslist þannig upp á löngum tíma. í ársbyijun 1984 var gerð tilraun til að endurbæta stjómkerfi ríkis- spítalanna. Þar var gert ráð fyrir aukinni ábyrgð stjómenda á ein- stökum sjúkradeildum; „deildir verða látnar njóta þeirra fjármuna, sem þær spara með hagræðingu“. Þarna kom hugmynd úr nútíma stjómfræði, vænleg til hagræðingar en því miður hefur ekki örlað á árangri af framkvæmd þessarar stjómkerfisbreytingar. að allar fjárhagsáætlanir séu óviss- ar og óútreiknanlegar. I vegamálum er hægt að ákveða fyrirfram hve mikið fé skuli nota næsta ár. Helsti óvissuþátturinn kann að vera snjó- mokstur á vetrum. En í heilbrigðis- málum er það álíka ótryggt að skammta fé fyrirfram eins og að ákveða hve mikið fé þarf til að halda vegi opnum allan veturinn og því frekar sem miðstýring ríkis- ins á í hlut. Hvers vegna? I heilsu- gæslu er erfítt að draga saman á vissum sviðum. Tökum sem dæmi umsjá aldraðra. Ef fjölskylda þarf að spara eru margar leiðir færar fijálsu og skynsömu fólki. En lík- legt er að amman á heimilinu búi við svo litinn lúxus að þar sé ekkert hægt að minnka nema þá ef hún hefði fengið sherry á kvöldin. í heilsugæslu kemur mjög oft upp neyðarástand sem enginn og allra síst stjómmálamaður gæti verið þekktur fyrir að sinna ekki. Þar er nefnilega um líf og heilsu að tefla. Neyðaraðstaða kemur miklu frekar upp á illa rekinni stofnun. Gildir það jafnt á spítaladeild og fiskibát. Á fjársveltum spítölum og þar sem óþjált launakerfi ríkisins stendur stofnunum fyrir þrifum, er stöðugt undirmannað. Starfsfólk er leitt og þreytt. Hvað lítið sem út af ber þarf að kalla út aukafólk til að þekkingu og virðingu fyrir öðru fólki) að þvi að leysa verkefni sitt og setti metnað sinn í framkvæmd- ina (verkefnismiðuð stjómun). Því miður em erfíðleikar ekki að baki vegna raunverulegs skorts á hjúkr- unarfræðingum á Akureyri, en það er annað vandamál ættað úr ráiðu- neytum. Sjúkrahús á daggjaldakerfí sem viljað hafa taka upp þessa aðferð, að greiða laun sem þarf til að fá fólk í vinnu, hafa fengið þá móður- legu áminningu frá heilbrigðisráð- herra að halladaggjald yrði ekki greitt fyrir þau sjúkrahús sem tækju þannig mið af raunvemleik- anum. Ríkið — hinn heimski þurs Ævintýri greina frá hvemig hugprúðir menn og konur fundu ráð til að losna úr ánauð heimskra þursa sem heftu frelsi þeirra. Aðferðir vom mismunandi. Ef þetta var til- tölulega góðviljaður þurs, eins og við verðum að ætla að ríkisforsjáin okkar sé (enda líklegast að mestu sniðin eftir islenskum hugmyndum um guðlega forsjón), þá slapp þurs- inn með að sitja eftir snuðaiður og kannski öskra eilítið af gremju. Væri hann hins vegar búinn að vinna illvirki, þá var séð til þess í viðkomandi ævintýri, að hann hlyti hina herfilegustu útreið og jafnvel dauðdaga. Alls staðar þar sem stif og óþjál kerfí (þursar) ráða, fara allir ærleg- ir menn í kringum þau. Lítum á hvernig sjúkrahúsin neyðast til að fara að þvi. Daggjaldasjúkrahúsið, sem er í fjársvelti, reynir að sýna sem flesta legudaga og hafa sem minnstan kostnað. Stjómandi þess hefur nóg að gera að bjarga málum frá degi til dags, tala Við lánardrottna o.s.frv., en því minni tími til að sinna sínu raunvemlega verkefni, fram- sýnni stjóm, reka góðan spítala, annast sjúklinga og starfsfólk. Sjúkrahúsið getur leyft sjúklingum sínum að dvelja lengur en nauðsyn- lega þarf, eða læknað þá hægt. Slíkt gerist gjaman af sjálfu sér þegar þjónusta sjúkrahússins er orðin léleg og seinagangur á öllu. Það getur reynt að hafa tiltölulega létta sjúklinga sem ekki þarf að hafa mikið fyrir og sem ekki þurfa dýra meðferð. Það getur reynt að senda sjúklingana sem oftast í frí. Það getur reynt að innrita sjúklinga heldur snemma og útskrifa þá held- ur seint á pappíranum. Nýjar og nýjar hugmyndir koma upp og smám saman verður þetta sjálfsögð rútína, og þursinn amast ekki við þessu nema um greinilegt svindl sé að ræða. Rekstraraðili á daggjaldasjúkra- húsi þorir lítið að kvarta. Setji hann fram kröfur, á hann von á verra svelti. Það eina sem hann getur gert í viðbót við ofangreind atriði, er að sýna sem allra mestan halla, því hallatalan er sú sem daggjalda- nefndin sér. Nefnd með nær ekkert starfsfólk getur ekki áttað sig á bókhaldi, hvað þá metið starfsem- ina að öðm leyti. Sjúkrahúsið sem skrimtir á föst- um fjárlögum getur gert ýmislegt til að gera hag sinn skárri. Það getur reynt að hafa sem fæsta sjúklinga og alltaf nokkur rúm auð. Það getur reynt að hafa auðvelda sjúklinga. Það getur reynt að loka deildum yfír sumarið til þess að safna starfsfólkinu á færri deildir og komast þannig hjá að kaupa óhemju af aukavöktum. Á sumrin er einnig þjóðráð að koma erfíðum sjúklingum yfír á daggjaldasjúkra- húsin sem ekki hafa efni á að loka. Þá er heppilegt fyrir sjúkrahús á föstum fjárlögum að lækna sjúkl- inga hægt. Kostnaður við að rann- saka, lækna og hjúkra er lang- mestur fyrstu dagana, eða kringum aðgerð. Úrræðaleysi getur skapað biðlista innan veggja sjúkrahússins. Seinagangurinn kemur sjálfkrafa því að þegar ritaraþjónusta, rann- sóknaþjónusta, símakerfí og allt annað er hálf lamað er eðlilegt að hlutimir gangi rólega. Stjómendur hjá ríki em yfírleitt æviráðnir, sem segir sitt. Hér er ljós í myrkrinu. Fjöldi hjúkmnarfræðinga hefur ný- lega fengið nútíma stjómunar- menntun, fyrstir heilbrigðisstétta. Hvorki föst fjárlög né daggjalda- kerfi em nothæf eins og er. Jafnvel með þessum aðferðum duga föst fjárlög ekki til að skammta pening- ana. Alltaf þarf viðbótarfjárveitingu eftir á. Kerfín hvetja mjög til seina- gangs og lélegra vinnubragða. Þau greiða ekki fyrir þá vinnu sem starfsfólk leggur fram. Flestöll sjúkrahús landsins em Qársvelt. Þau em í ástandi sem á erlendu máli er kaliað „bum out“ og þýða má „starfsþreyta" á íslensku. Fólkið sem þama vinnur neyðist til að fara í kringum fjármagnsstjórnina, snuða þursinn. Það er allt í lagi þvi hann sér mjög illa og vill ekki sjá. Ekkert heilbrigðisstarfsfólk vill samt vinna svona en fær lítt að gert og smám saman verður þetta ömurlegur vani. Hvað ætlar Reykjavík að gera? Reykjavík er stærsta sveitarfélag landsins og hvað ætlar það að gera í sínum sjúkrahúsmálum? Fer Borg- arspítalinn ekki líka á fjárlög eins og allt hitt? Von er að menn spyiji því að Sjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.