Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986 Jam session í kvöld JASS-uppákoma verður í Hrafn- inum Skipholti í kvöld. Þar verð- ur Friðrik Theodórsson með kvartett, en margir aðrir hljóð- færaleikarar og söngvarar koma í heimsókn. Nýmæli er að ný söngkona, Sonja B. Jónsdóttir, kemur fram á sjónar- sviðið, og syngur nokkur lög. þeir sem verða á svæðinu eru Þór Benediktsson, básúnu, Guð- mundur R. Einarsson trommur og básúnu, Rúnar Gunnarsson sjón- varpsmaður á barritónsaxófón, Hans Jensson tenórsaxófón, Egill Hreinsson píanó, Tómas R. Einars- son, bassa, Alfreð Alfreðsson, trommuleikari, Davíð Guðmunds- son gítarleikari og Friðrik Theo- dórsson bassa og takka-básúnu. Án efa verður mikil sveifla í kjallaran- um á Hraftiinum í Skipholti í kvöld. Fiskverð óbreytt? ÁKVÖRÐUN um fiskverð, sem gilda á frá næstu mánaðamótum, hefur nú verið vísað til yfir- nefndar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu fiskkaup- endur leggja til að verð hækki ekki og uppi eru raddir meðal þeirra, sem vilja lækkun verðs- ins. Um 77% sjávarafurða eru seldar í dollurum, en síðan fískverð var ákveðið síðast hefur dollar lækkað Staða útgerðar er nú betri en í langan tíma vegna lækkandi olíu- verðs, en fulltrúar hennar telja engu að síður, að hún verði að halda þeim ábáta til að geta greitt upp skuldahala síðustu ára og kosta vanræktar endurbætur og viðhald. Útgerðin hafí þörf á hagnaði og því komi alls ekki til greina að lækka verðið eða taka á sig auknar byrðar til að bæta hlut sjómanna. E g vona að sem flestir komi og hlnsti á okkur - segir Haukur Morthens söngvari sem heldur þrenna tónleika í Jónshúsi í Kaupmannahöfn um helgina HAUKUR Morthens söngvari, Karl Möller píanóleikari, Guð- mundur Steingrímsson trommuleikari og Gunnar Bernburg bassaleikari halda þrenna tónleika í Jónshúsi í Kaupmannahöfn um næstu helgi. Tónleikarnir verða á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. „Það er skemmtilegt að fá tækifæri til að halda tónleika í Jónshúsi," sagði Haukur Mort- hens er blaðamaður Morgunblaðs- ins ræddi við hann um ferðina. „Þessir þrír tónleikar hafa verið ákveðnir, en við verðum í Kaup- mannahöfn fram á fímmtudaginn í næstu viku, svo það er aldrei að vita nema við tökum eitthvað fleira að okkur. En það er rétt að geta þess að þó svo að þetta séu tónleikar getur vel farið svo að það verði dansað á eftir eitt kvöldið." Haukur Morthens hefur ferðast víða um lönd. Hann hefur m.a. skemmt á öllum Norðurlöndunum og í Bretlandi og einnig hefur hann sungið fyrir íslendinga f Bandaríkjunum. í fyrra skemmtu fjórmenningamir í einn mánuð á hótelinu Holliday Inn f Lúxem- borg. Hann var spurður hvemig honum líkaði að syngja fyrir ís- lendinga erlendis. „Mér líkar það vel,“ sagði hann. „Þessar skemmtanir hafa yfírleitt heppnast mjög vel. Það hefur ríkt góð stemmning og fólk virðist skemmta sér vel“. — Hvemig tónlist verður flutt í Jónshúsi? „Ég syng lögin mín, þessi lög sem ég hef sungið í gegnum tíð- ina. Þetta eru fslensk og erlend dægurlög og þjóðlög og svo verður eitthvað um djass. Eg vona að sem flestir komi til að hlusta á okkur," sagði Haukur Morthens að lokum. úr 42,30 krónum í 41 krónu. Þannig hafa telgur fískvinnslu rýmað frá því, sem ráð var fyrir gert í kjara- samningum. Lækkun olíu hefur á hinn bóginn bætt stöðu útgerðar og telja fískkaupendur því eðlilegt að verð hækki ekki að minnsta kosti. Þeir vilja því að staða sjó- manna verði bætt eingöngu á kostn- að útgerðar. Líklegt verður að teljast að sjó- menn kreflist sömu hækkana á launum sfnum og koma í hlut land- verkafólks 1. júní næstkomandi eða um 3,06%. Á aflaárunum upp úr 1980 var hlutur sjómanna skertur í ljósi mikillar aukningar afla. Afli hefur sfðustu ár aukizt að nýju og tekjur sjómanna jafnframt, þannig að hugsanlega verður aflaaukingin og afrakstur hennar látinn mæta iaunahækkunum landverkafólks. Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis: Varúðarmerkingnm á hættuleg efni til heimilisnota ábótavant Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis átelur stjóm- völd harðlega fyrir „slóðahátt við að framfylgja reglum um merkingu nauðsynjavara, sem innihalda eiturefni.“ Ennfremur „fordæmir félagið þijózku framleiðenda og innflytjenda, sem ekki fara eftir settum reglum og lítils- virða þannig líf og heilsu neytenda." í fréttatilkynningu frá Neytenda- félagi Reykjavíkur og nágrennis segir meðal annars, að reglur um merkingu nauðsynjavara, sem inni- halda eiturefni, hættuleg efni eða önnur efni, sem geta verið skaðleg heilsu manna, hafí verið settar þann 28. febrúar 1985 og nú 15 mánuð- um síðar séu sáralítil merki þess, að framleiðendur og innflytjendur taki tillit til þeirra og merki vörur sínar samkvæmt þeim. Neytendafé- lagið hafí fagnað þeim áfanga, sem falizt hefði í setningu reglnanna og hefði lagt traust sitt á að þeim yrði framfylgt. Þeim vonum hafí stjóm- völd brugðizt. Félagið hafí nýlega kannað framboð í verzlunum á þeim vöram, sem falli undir reglumar og í ljós hafi komið, að þær hafí verið þverbrotnar. Á undanfömum áram hafí orðið hörmuleg slys af völdum hættulegra efna og álíta Gallerí Gangskör: Eins og* fimm börn hvert með sína eiginleika - segir Baltasar um málverkasýningn sína Fimm þemu FIMM þemu, nefnír Baltasar sýningu á 28 teikningum í svart/hvítu og pastell, sem hann opnar í Gallerí Gang- skör í dag en í vor eru liðin 25 ár síðan Baltasar hélt sina fyrstu sýningu hér á landi. Mjmdefninu er skipt niður í flokka sem heita amboð, sprek, lauf, fákar og ecco homo og segir í sýningarskrá að þau: „hafí öll mikla þýðingu fyrir Baltasar. f þeim er skráð leit hans að formi og merkingu og eru þau ekki aðeins heimiid um þróun lista- manns, með því að kalla fram tilfinningar allt frá léttlyndi til önugleika heldur era þau líka safn breytilegra geðhrifa. “ „Ég get ekki gert upp á milli myndefnanna,“ sagði Baltasar um leið og hann kom myndunum fyrir. „Þau era fyrir mér eins og fímm böm, hvert með sína eigin- Morgunblaðið/Einar Falur Baltasar við eitt verka sinna á sýningunni í Gallerí Gangskðr. leika sem gefa mér tækifæri til að reyna mig á mismunandi svið- um. Éitt einstakt myndefni er of takmarkað og því era þau hvert og eitt valin með ákveðið markmið í huga.“ Sýningin er opin daglega frá kl. 12:00 til 18:00oglýkur3.júní. Myndin sýnir nokkrar tegundir þvottaefna fyrir sjálfvirkar upp- þvottavélar. Einungis eitt ís- lensku efnanna, Upp, frá Frigg, er með varúðarmerkingu og aðeins eitt erlendu efnanna, Quick frá Impex, er merkt á ís- lensku. Fremst á myndinni er Finish frá Matkaup hf., en í fréttatilkynningu neytendafé- lags Reykjavikur og nágrennis segir, að það efni hafi valdið hörmulegu slysi á ársgömlum dreng, hálfu ári eftir að auglýs- ing heilbrigðisráðherra um var- úðarmerkingu hafi verið birt. Myndin er frá Neytendafélagi Reykjavíkur og nágrennis og myndatextinn hér að ofan er byggður á frétt félagsins. megi, að varúðarmerkingar gætu hafa komið í veg fyrir stóran hluta þeirra. Þá segir að Neytendafélagið muni fylgjast náið með þróun þess- ara mála hjá stjómvöldum, fram- leiðendum og innflytjendum. Verði ástandið ekki komið í betra horf innan eins mánaðar, muni félagið beita öllum tiltækum ráðum til að vemda hagsmuni neytenda. Loks fagnar félagið því framtaki Slysa- vamafélags íslands, að gefa út leið- beiningarrit fyrir almenning um viðbrögð vegna slysa, sem stafí af notkun hættulegra efna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.