Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ.FIMMTUDAGUR 22.MAÍ 1«S6 45 tala í síma þegar hringt var í hana því þá var hún að spila. Bömin þeirra eru perlur. Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel og þegar amma varð áttræð 1979. Þá voru öll systkinin saman komin ásamt bömum og frændfólki. Hlusta á lýsingamar hjá þeim á yngri árum, svo var auðvitað tekið í spil, reynt að svindla, sagðar prakkarasögur, já, þá kom nú ýmislegt í ljós. Þessi afmælisdagur var mikill gleðidagur í lífi ömmu, þá fékk hún að hafa öll bömin sín hjá sér, sem var alltof sjaldan þessi síðustu ár. Oft hafði amma skrifað mér að hún væri orðin þreytt og vildi fara að fá hvíldina. Henni hefur nú orðið að ósk sinni og ég þakka Guði fyrir að taka hana til sín, þannig að hún þurfti ekki að líða kvalir. Ég veit að afi og bömin þeirra þijú sem á undan eru gengin taka henni opnum örmum. Ég kveð nú elsku ömmu með söknuði, full af þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta bréfanna hennar, en við hittumst alltof sjald- an enda langt á milli okkar. Ég bið góðan Guð að styrkja bömin hennar, tengdaböm og alla hennar niðja, á þessari sorgar- stundu en við vitum öll að minning- amar um hana Margréti í Dagsbrún ylja okkur um ókomin ár. Mig lang- ar að enda þessa grein á sömu orðum og bréfin okkar. Guð geymi ömmu mína. „Farþúífriði, friðurGuðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V.Br.) Petra. Áskriftarsíminn er 83033 Minning: Margrét Guðjóns- dóttir Eskifirði Stígur Guðjónsson Minning Faðir minn, Stígur Guðjónsson, fæddist í Oddsflöt í Gmnnavík 28. júlí 1903. Hann var sonur hjónanna Ingibjargar Eiríksdóttur og Guðjóns Sigurðssonar. Var hann elstur 9 bama þeirra og em nú þijú á lífi. Þau em: Guðfinna, fædd 20. sept- ember 1905, Indriði, fæddur 2. mars 1916 og Aðalsteinn, sem fæddur er 10. febrúar 1921. Faðir minn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans hét Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Þeim varð eigi bama auðið. Hún átti þijú böm úr fyrra hjónabandi sínu. Hún lést árið 1964. Síðari kona hans var móðir mín, sem hét Jóhanna Þorsteinsdóttir, fædd 13. nóvember 1925 og lést hún 20. október 1973. Við emm tvö böm þeirra, ég, fædd 4. september 1966 og bróðir minn, Haraldur Eiríkur, fæddur 8. desember 1968. Pabbi reyndist okkur öllum einstakur faðir, einnig bömum eiginkonu sinnar úr fyrra hjónabandi. Lengst af starfaði pabbi á sjónum, var vél- stjóri. Hann hætti sjómennsku árið 1966 og hóf nokkm sfðar störf hjá BÚR. Þar starfaði hann meðan heilsan leyfði, fram í desember 1980. Langdvölum dvaldi hann á vistheimilinu í Amarholti, en nú hinar síðustu vikur f Borgarspftal- anum. Viljum við böm hans nota tækifærið og þakka starfsfólki Amarholts og Borgarspítalans þá hjúkmn og aðhlynningu sem hann naut þar og annars staðar. Björg Stígsdóttír GÖTTKASr GEFUR HSK S115TOR Fædd 26. apríl 1899 Dáin 12. maí 1986 „Kalliðerkomið, kominernústundin, vinaskilnaðurviðkvæm stund“ í dag er til moldar borin elsku- lega amma mín á Eskifirði, eins og ég kallaði hana alltaf. Það er komið að leikarlokum hjá okkur ömmu í bili. Það fara víst ekki fleiri sendi- bréf okkar á milli, við getum kallað þetta það síðasta eins og um var samið. Það var alltaf gaman að hitta ömmu og afa fyrir austan, en afi minn Bjöm Bjömsson lést 9. júlí 1973. Þegar ég var bam var alltaf farið austur á Seyðisfjörð annað hvert sumar, með Esjunni gömlu. Þá bjuggu þau á Eyrunum við Seyðisfjorð, áttu þar hús er hét Sjávarborg, stóð það í fjörunni með undirstöður í sjó, alveg ævintýra- lega sniðugt fannst mér. Þau fluttu þaðan síðust allra árið 1959 yfír á Eskifjörð. Sjávarborgin var þá rifín, timbrið flutt til Eskifjarðar á vöru- bíl og notað til viðbyggingar á Dagsbrún, húsi Sveins og Guð- bjargar dóttir ömmu og afa, þar bjuggu þau öll sín ár. Amma og afi eignuðust 15 böm og ólu þau eina dótturdóttur sína líka. Það hefur því oft verið þröng á þingi hjá þeim, þegar allir voru heima. En þau höfðu alltaf nóg, sagði amma, hún var nú ekki gefin fyrir að barma sér, og ég hef líka frétt að hún hafi getað gert mat úr öllu sem engu. Amma og afi voru alltaf hress og kát, mikið gefin fyrir söng og spil. Það eru ekki margar vikur síð- an hún mátti varla vera að þvi að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.